Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Yerður EMU-deilan stjórn Majors að falli? DEILA breskra íhaldsmanna um hugsan- lega aðild Breta að myntbandalagi ESB er talin geta orðið til þess að Kenneth Clarke fjármálaráðherra segi af sér og óeiningin gæti orðið flokknum að falli í næstu kosningum. MARGT bendir til þess að deilan innan breska íhaldsflokks- ins um sameiginlega mynt rikja Evrópusambandsins (ESB) torveldi tilraunir Johns Majors forsætisráðherra til að sameina íhaldsmenn á síðasta flokksþingi þeirra fyrir næstu þingkosningar sem hefst í Bournemouth á þriðjudag. Stjórn Majors samþykkti í apríl málamiðlunartillögu sem ætlað var að tryggja að stuðn- ingsmenn og andstæðingar að- ildar Breta að Efnahags- og myntbandalaginu (EMU) slíðr- uðu sverðin fyrir kosningarnar. Komið var til móts við andstæð- inga EMU með því að lofa að efna til þjóðaratkvæðis á næsta kjörtímabili um hugsanlega að- ild Breta að sameiginlegri Evr- ópumynt. Stuðningsmenn EMU gátu hins vegar glaðst yfir því að aðildin að bandalaginu yrði ekki útilokuð algjörlega fyrir kosningar. Skammvinnt vopnahlé Þessi málamiðlun reyndist skammvinnt vopnahlé. Friðurinn var rofinn þegar Malcolm Rif- kind utanríkisráðherra varaði Ieiðtoga ESB-ríkja við því að myntbandalagið gæti leitt til sundrungar og klofnings innan Evrópusambandsins. Talið er að viðvöruriin endurspegli skoðanir Majors þótt hann haldi til streitu þeirri stefnu að útiloka ekki að- ild að EMU fyrir kosningar og freista þess að sameina íhalds- menn. Öflugasti stuðningsmaður EMU í stjórninni, Kenneth Clarke fjármálaráðherra, gagn- rýndi síðan hugmyndir um að Bretar gerðust ekki aðilar að bandalaginu þegar það verður að veruleika 1, janúar 1999 og héldu að sér höndum í tvö til þrjú ár, eða þar til ljóst yrði hvernig peningalegi samruninn þróaðist. Clarke lýsti þessum hugmyndum sem „aumkunar- verðum“ og sagði það versta kostinn að „bíða og sjá til“ þar sem aðild að myntbandalaginu myndi reynast óhjákvæmileg. Major er sagður hafa reiðst Clarke vegna ummælanna og Sir Nicholas Bonsor aðstoðarutan- ríkisráðherra gagnrýndi fjár- málaráðherrann opinberlega. Clarke hélt því fram að ummæli hans hefðu verið rangtúlkuð í fjölmiðlum og Sir Nicholas var neyddur til að biðja hann afsök- unar. Stuðningsmenn Clarkes höfðu krafist þess að Sir Nichol- as yrði knúinn til afsagnar og sögðu að Major hefði gert eins lítið og nokkur kostur var til að koma fjármálaráðherranum til varnar. Redwood skerst í leikinn Deilan magnaðist enn um helgina þegar John Redwood, sem beið ósigur fyrir Major í leiðtogakjöri íhaldsflokksins í fyrra, hvatti forsætisráðherrann til að hindra að reglum EMU yrði breytt til að ESB-ríki gætu fengið aðild að myntbandalag- inu þótt þau uppfylltu ekki ströng efnahagsleg skilyrði sem sett voru í upphafi. Clarke sagði það hins vegar „fáránlegt" að ætla sér að spilla fyrir ríkjum sem vildu ganga í myntbanda- lagið. Clarke er talinn njóta stuðn- ings Michaels Heseltine aðstoð- arforsætisráðherra, Johns Gum- mers umhverfisráðherra og Sir George Youngs samgönguráð- LEIÐIR deila breskra íhaldsmanna um Evrópumálin til upp- gjörs milli forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans eins og milli Nigels Lawsons (t.v.) og Margaret Thatcher árið 1989? herra og fleiri ráðherra. Michael Howard innanríkisráðherra er hins vegar sagður öflugasti and- stæðingur EMU í stjórninni. Major undir þrýstingi Major er undir miklum þrýst- ingi frá andstæðingum EMU og Clarke óttast að þeir blási til Kenneth John Clarke Major nýrrar sóknar gegn bandalaginu á flokksþinginu. Þeir eru þeirrar skoðunar að andstaðan meðal almennings í Bretlandi við því að leggja niður sterlingspundið og taka upp sameiginlega Evr- ópumynt sé svo mikil að íhalds- flokkurinn geti ekki lagt blessun sína yfir það. Eina leiðin til að tryggja flokknum sigur í næstu kosningum sé að útiloka strax aðild Breta að myntbandalaginu á næsta kjörtímabili. Clarke telur hins vegar að ákveði íhaldsflokkurinn að heyja kosningabaráttuna sem „verndari sterlingspundsins“ verði nánast útilokað fyrir hann að falla frá þeirri afstöðu eftir aldamót. Clarke bolað frá? Andstæðingar EMU eru sagðir staðráðnir í því að bola Clarke úr fjármálai'áðuneytinu. Philip Stephens segir í grein í Financial Times að Clarke geri sér grein fyrir því að verði íhaldsflokkurinn enn við völd eftir kosningar séu nánast engar líkur á því að hann leggi sterlingspundið niður sem gjaldmiðil árið 1999. Hann telji hins vegar baráttuna snúast í reynd um framtíð íhaldsflokksins og stöðu Bretlands í Evrópu. „Hann kann að bíða ósigur að lokum. En við getum verið viss um að hann gefst ekki upp.“ Vinir Clarkes taka undir þetta og segja nánast öruggt að fjár- málaráðherrann segi af sér ákveði íhaldsflokkurinn að hafna algjörlega aðild Breta að mynt- bandalaginu. Nokkrir ráðherrar óttast að deilan leiði til uppgjörs milli forsætisráðherrans og fjár- málaráðherrans eins og þegar Margaret Thatcher og Nigel Law- son deildu um Evrópumálin. Agreiningur þeirra varð til þess að Lawson sagði af sér sem fjár- málaráðherra 26. október 1989 og það stuðlaði að falli Thatcher ári síðar. The Economist segir að andstæðingar EMU verði í meirihluta á flokksþinginu í Bour- nemouth og kunni að reyna að knýja Clarke til afsagnar fremur en að ná sáttum fyrir kosningar. „Fari svo kann stjómin að falla fyrir áætlaðan kjördag 1. maí 1997. Jafnvel þótt það gerist ekki mun áframhaldandi óeining örugglega leiða til ósigurs." Nýja FIMMLINAN til sölu BMW 520 ia, árg. ‘97, ek. 1400 km, sjálfsk., abs, loftpúði, litur: Vínrauður, sanseraður. Innfl. nýr, skipti ód Til sýnis á Litlu bílasölunni Verða Finnar í kjarna ESB? Helsinki. Morgunblaðið. SAMKVÆMT svonefndri framtíð- arskýrslu finnsku ríkisstjómarinn- ar eiga Finnar að vera í hinum harða kjarna sem nú er að mynd- ast í Evrópusambandinu. í raun þýðir þetta að talið er nauðsynlegt að Finnar séu aðilar að mynt- bandalagi Evrópu (EMU) frá upp- hafi, en nokkrir þingmenn úr röð- um stjómarflokka og stjómarand- stöðu fullyrða nú að ríkisstjórnin hafi ekki gert opinberlega grein fyrir framkvæmd Evrópustefnu sinnar. Þegar málið er skoðað grannt virðast sömu vinnubrögð viðhöfð og á tímum kalda stríðsins þegar finnsk yfirvöld voru sökuð um svo- kallaða Finnlandíseringu; undir- gefni gagnvart Kremlarbændum. A eftirstríðsárunum myndaðist sú hefð í fínnskum utanríkismálum að takmarka mjög möguleika þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa hennar til að ræða utanríkismál. í kalda stríðinu var þetta til þess að ögra ekki stjórnvöldum í Moskvu en hvers vegna þagnar- stefnunni er haldið áfram þykir mörgum nú óskiljanlegt. Leita ráða gegn mót- orhjóla- klúbbum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR að fjórir slösuðust, þar af eitt ungbarn og tuttugu íbúðir eru j óíbúðarhæfar eftir sprengjutilræði í j mótorhjólaklúbb svokallaðra „Hells j Angels" í íbúðarhverfi í Málmey fyrr I í vikunni leita sænsk yfirvöld nú I óspart leiðar til að losna við mótor- j hjólaklúbbana úr þéttbýli. í Dan- j mörku hafa svipaðir atburðir átt sér f stað og danska þingið býr sig nú undir að setja ný lög til að taka á I klúbbstarfseminni. Umdeilt er hins vegar hvort rétt sé að setja lög, sem beint gegn ákveðnum hópum með svo augljósum hætti, í stað þess að reyna að nota betur þau lög, sem fyrir eru. Talið er að í Danmörku séu 150 félagar í klúbbunum og um 500 séu tengdir þeim. Sprengjan í klúbbnum í Málmey olli skemmdum á nálægum húsum og er tjónið metið á tugi milljóna íslenskra króna. Allir gluggar í ná- lægum húsum brotnuðu, svo gler- brotum rigndi yfir íbúana og blóma- pottar og annað lauslegt þeyttist um íbúðirnar eins og flugskeyti. Fjórir voru fluttir á slysavarðsstofu, slas- aðir eftir glerregnið, þar af eitt ung- barn. Lögreglan álítur að sprengjan hafi vegið að minnsta kosti tíu kíló, svo ef einhver hefði verið á ferli hefði sá hinn sami ekki þurft að kemba hærurnar. Talið er að með- limir „Bandidos", annars mótor- hjólaklúbbs, hafi komið sprengjunni fyrir. Um síðustu helgi var skotið á hús í Hasslarp, sem er smábær á Skáni, en þar er talið að höfuðvígi Vítisenglanna í Svíþjóð sé. Lögregla gagnrýnd Lögreglan í Málmey hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft vörð við húsið, þar sem vörður hefur verið við önnur hús klúbbanna. Borgaryfirvöld hafa und- anfarna daga staðið í samningavið- ræðum um að yfirtaka húsið, en það hefur ekki tekist og þau standa van- máttug andspænis starfseminni. | Lögreglustjóri lénsins segist nú ætla j að nýta sér heimild til tímabundinn-1 ar lokunar hússins í von um að | hægt verði að koma klúbbnum burt fyrir fullt og allt. Sérfræðingar um i starfsemi klúbbanna segja að átökin j í Svíþjóð og Danmörku valdabaráttu j er snúist meðal annars um undirtök- j in á eiturlyfjamarkaðnum og annarri i glæpastarfsemi. Klúbbarnir sækjast eftir að hreiðra um sig í íbúðahverf- um, því þar álíta þeir sig öruggari gegn árásum óvina, en það veldur eðlilega skelfingu meðal íbúanna. Efasemdir um lagafrumvarp í vikunni mótmæltu nágrannar eins Kaupmannahafnarklúbbsins’- starfseminni og þangað mættu Bjorn Westh dómsmálaráðherra og fleiri • stjórnmálamenn og lofuðu að j klúbbnum yrði lokað innan tveggja. vikna. Nú hefur danska stjórnin lagt j fram lagafrumvarp, þar sem kveður ’ á um að hægt verði að banna klúbb- félögum aðgang að klúbbhúsunum. Margir eru þó efins um að lögin muni duga til að stemma stigu við glæpastarfseminni ogóttast að klúb- barnir færi sig einfaldlega um set. Betra sé að þjarma að þeim með vöktun, símhlerunum og leit í húsum og bílum meðlima. Sænska stjórnin hefur enn ekki mótað tillögur, en fylgist af áhuga með hreyfingum dönsku stjórnarinnar. Þar sem klúbbarnir eru skráðir sem tómstundaklúbbar hafa þeir iðu- lega fengið fjárframlög og húsaskjól frá bæjarfélögum til starfseminnar og margir meðlimanna eru á at- vinnuleysisbótum, þótt hvorki klúb-. bana né meðlimina virðist skorta fé. Má til dæmis nefna að eftirlætismót- orhjól gengjanna kosta um tvær milljónir íslenskra króna hvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.