Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Ríkisendurskoðun tekur Byggðastofnun út: HÚN lyktar illa, hefur frúin aldrei heyrt um Pampers bleyjur? Hænsnaskít oftast hent í sjóinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson SOKUM langvarandi rigninga í haust hefur ekki verið hægt að moka hænsnaskítnum af planinu fyrir neðan Nesbúið upp á bíla til að flytja hann burt og því fíæðir hann nú um fjöruna. LOSUN úrgangs frá hænsna- og svínabúum er vandamál víða um land vegna sterkrar lyktar af úrgangin- um. Kvartað hefur verið yfir því að Nesbúið á Vatnsleysuströnd aki miklu magni af hænsnaskít niður í fjöru sem auk þess sé á náttúru- minjaskrá. Sigurður Vignir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Nesbúsins, segir að skítnum sé ekið út úr hænsnahúsun- um á þar til gert plan niðri í fjöru rétt neðan við húsin. Þar sé honum mokað upp á stóra flutningabíla sem keyri hann austur í Þykkvabæ og að Hellu, þar sem hann sé borinn á kartöflugarða. Nú sé verið að útbúa aðstöðu til þess að auðveldara sé að setja skítinn upp á bílana. Sökum langvarandi rigninga í haust hafí ekki verið hægt að moka af planinu í nokkurn tíma og nú sé það orðið fullt. Verið sé að útbúa nýtt plan við hliðina á því. „Ég verð að viðurkenna að sumt af þessu rennur út í sjó og oft er það þannig að skíturinn er það blautur að ómögulegt er að eiga við hann. Það er ekki hægt að vinna í svona efni í svona veðráttu,“ segir Sigurður. f skoðun hjá Náttúruverndarráði Sigurður kveðst ekki vita hvort fjaran sé á náttúruminjaskrá. Aðal- heiður Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs, segir að málið sé í skoðun hjá Náttúruvernd- arráði. Svæðið, sem sé á náttúru- minjaskrá, sé ekki nákvæmlega hnit- að og því séu starfsmenn ráðsins nú að mæla það út. Að öðru leyti vill hún ekki tjá sig um málið að sinni. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að vandamálið með hænsnaskítinn sé víðtækt og erfítt og einskorðist ekki við Nesbúið. Umgengnin þar sé raunar betri en víða annars staðar. „Við erum að skoða þessi mál hjá heilbrigðiseftir- litinu. Við skrifuðum í sumar öllum þeim aðilum sem reka svína- og hænsnabú á Suðurnesjum, og fórum fram á upplýsingar um magn úr- gangs frá búunum og hvaða aðferðir notaðar eru við förgun. Við erum einmitt að fá þessi gögn inn núna og í framhaldi af því ætlum við að reyna í samvinnu við landgræðslu- og nátt- úruverndaraðila að fínna einhveija lausn á þessum vanda,“ segir Magn- ús. Hann segir að því miður sé stað- reyndin sú að lífrænn úrgangur frá svína- og hænsnabúum fari oftast í sjóinn á sama hátt og úrgangur frá fískvinnslunni og skolp frá þéttbýli. „Það er erfitt fyrir okkur að sýna hörku gagnvart losun lífræna úr- gangsins vegna þess að hér eru skolpmálin víðast hvar í sama ástandi." Önnur aðferð til að losna við úr- ganginn er að urða hann en að sögn Magnúsar er vandamálið að það vill enginn taka við honum. „Hér á Reykjanesskaganum er til dæmis enginn urðunarstaðurtil sem er hent- ugur til að taka við þessum úr- gangi,“ segir hann. Þriðja og jafn- framt besta aðferðin að mati Magn- úsar er að nota úrganginn til áburð- ar og uppgræðslu. „Það er þessi möguleiki sem við höfum verið að hugsa mest um, að búa til úr honum einhvers konar jarðbætandi efni. Okkur finnst hitt ekki vera nein lausn. Hér á Reykjanesskaganum vantar fyrst og fremst næringarefni í jarðveg, og svo er verið að henda þúsundum tonna í sjóinn á hverju ári af þessum sömu efnum og vantar í jarðveginn. Þetta er hálffáránlegt." Tilraunir til að minnka lykt Magnús segir að í einstaka tilvik- um sé hænsna- og svínaskítur borinn á tún en það hafi mikil lyktarvanda- mál í för með sér, sérstaklega ná- lægt þéttbýli. Hann segir mikinn áhuga fyrir því að gera tilraunir með að geija skítinn og minnka lyktina af honum þannig að auðveldara verði að nýta hann sem áburð. Safna fyrir stúdenta í Sarajevo Vantar hvers kyns kennslugögn Einar Skúlason TÚDENTARÁÐ, í samvinnu við stúd- entaskiptafélögin í Háskóla íslands ætla að standa fyrir söfnun fyrir stúdenta við háskólann í Sarajevo dagana 10. og 11. október n.k. Einar Skúlason er framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs HÍ. Hann var spurður hvers vegna væri farið af stað með þessa söfnun núna. - Fulitrúar SHÍ fóru á fund evrópsku stúdenta- samtakanna í Búdapest í vor. Þar voru mættir ijórir fulltrúar frá stúdentum í Bosníu. Þeir báðu félaga sína í öðrum Evrópulöndum um hjálp til þess að endur- reisa skólastarf í Bosníu. í framhaldi af þessari hjálp- arbeiðni ákváðum við að bregðast skjótt við og hefja söfnun hér á landi. Hvernig verður staðið að söfnuninni? - Við ætlum að safna öllum gögnum til kennslu, allt frá bréfa- klemmum til ljósritunarvéla og tölva. Við byijum á að standa vakt í tíu byggingum háskólans klukkan níu á fimmtudagsmorgun og ætlum þá að safna í skólanum. Við vonumst til að nemendur HÍ láti þá af hendi rakna allt það sem þeir telja að geti komið stúdentum í Bosníu að gagni við þeirra skóla- starf. í hádeginu á fímmtudag kemur Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og afhendir framlag ríkisstjórnarinnar til söfnunarinn- ar, en það er að upphæð allt að 1,5 milljón krónur. Við verðum við söfnunarstörf í þessum tíu bygg- ingum allan daginn. Um kvöldið verður „Októberfest" í Rauða ljón- inu til styrktar söfnuninni. Á föstudeginum ætlum við að færa söfnunina til borgarbúa og verðum með stórt tjald á Ingólfs- torgi og tökum þar við framlögum borgarbúa. Þar verður staðið fyrir margs konar uppákomum í sam- vinnu við Hitt húsið og Unglist, listahátíð ungs fólks. Síðast en ekki síst ætlum við að selja rósir báða dagana til styrktar söfnun- inni. Allur ágóði af rósasölunni rennur til kaupa á kennslugögnum fyrir stúdenta í Bosníu. A föstu- dagskvöldið verður háskólaball í Ingólfscafé. Nú þegar hafa tvær hljómsveitir gefið vilyrði fyrir því að spila endurgjaldslaust á há- skólaballinu, Greifarnir og Skíta- mórall. Allur ágóði af miðasölu rennur í söfnunina. Er eitthvað fleira sem er að gerast til hliðar við sjáifa söfnun- ina? - Já, það stendur til að opna ljósmyndasýningu sem verður til- einkuð Bosníu. Á sýn- ingunni, sem verður í anddyri Þjóðarbókhlöð- unnar, verða sýndar myndir frá Bosníu. Flestar myndirnar koma að utan. Hvernig ætlið þið að koma því sem safnast til Bosníu? - Samskip hafa fallist á að gefa sjóflutning til meginlands Evrópu. Þaðan fer söfnunargóssið með járnbrautarlest til Austurrík- is, þar sem samtök sem kallast World University Service taka við því og koma því til Sarajevo. Þau samtök senda hjálpargögn þangað á vettvang, jafnvel einu sinni í viku, og eru jafnframt með skrif- stofu í Sarajevo. ►Einar Skúlason er fæddur 22. sept. 1971 í Kaupmannahöfn. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1991 og stundar nú nám í stjórnmála- fræði við Háskóla Islands. Hann var kosinn framkvæmdastjóri Stúdentaráðs í vor sem leið. Hann á sæti í stjórn Röskvu, félags félagshyggjusinnaðra stúdenta við HÍ og situr einnig í stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna. Hvernig hefur gengið að skipu- leggja þessa söfnun? - Ákveðið var að mynda verk- efnishóp með fulltrúum frá Stúd- entaráði og stúdentaskiptafélög- um skólans. Slík félög starfa í hinum ýmsu deildum skólans. Þau vinna að samskiptum við erlenda stúdenta í sömu greinum og því var eðlilegt að þau tækju virkan þátt í þessari söfnun. Því fylgir óneitanlega ábyrgð að eiga hlut að samskiptum við erlenda stúd- enta, þar gildir lögmálið um að gefa og þiggja, hver veit nema við munum einhvern tíma þurfa á einhvers konar hjálp að halda og þá er gott að eiga góða að. Hve margir vinna að söfnun- inni? - Það er búist við því að allt að eitt hundrað stúdenta komi að henni með einum eða öðrum hætti. Hvað kemur stúdentum í Bos- níu best frá hinum almenna borg- ara? - Við teljum að best væri að fá orðabækur, enskar og þýskar. Einnig ýmiskonar tæki, svo sem tölvur og prentara. Einnig pappír og skriffæri. Við erum með 120 blaðsíðna lista frá háskóianum í Sarajevo um hvað vantar hjá hin- um ýmsu deildum skólans. Við yfirfórum listann um gögn sem leitað er eftir og sam- einuðum og skárum hann niður í sex blaðsíður. Ég vil leggja áherslu á að þótt verið sé að safna fyrir stríðshrjáða stúdenta ætlum við ekki að hafa yfirbragð söfnun- arinnar með neinn eymdarsvip, við ætlum að safna og skemmta okk- ur og öðrum í leiðinni. Við leggjum upp með bjartsýnina að leiðar- ljósi, tónlistin, rósirnar og sitthvað fleira er tákn um það. Þess má geta að ég fer til Sarajevo í haust og afhendi þá formlega lista yfír það sem safnast og reyni að tryggja að sem flestir aðilar frétti af söfnuninni þannig að gögnin rati örugglega í réttar hendur. Vlð teljum að best væri að fá orðabækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.