Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Togast á um unglingana Skiptar skoðanir eru um endurskipulagningu Félagsmálastofnunar, sem felur meðal annars í sér að brjóta upp starfsemi unglingadeild- ar og útideildar. Hildur Fríðriksdóttir ræddi við marga sem málið varðar og fann út að félagsmálastjóri vill leggja öll spilin á borðið og gefa upp á nýtt. Þeir sem vinna með unglinga velta fyrir sér hvort rétt verði gefið og unglingamir sjálfír eru miður sín og hafa leitað til umboðsmanns bama. Endurskipulagning stendur yfir hjá fjöl- skyldudeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur- borgar sem miðar að því að færa starfsemina í auknum mæli út í hverfín. Breytingarnar snúa að félagslegri heimaþjónustu, þjón- ustu við þá sem eiga við áfengis- vandamál að stríða og þjónustu við unglinga. Þetta þýðir meðal annars að unglingadeild Félagsmála- stofnunar, sem er undir fjölskyldu- deild og hefur verið í Skógarhlíð, fellur niður í þeirri mynd sem hún er nú og starfsmenn hennar fæ- rast tii hverfaskrifstofa Félags- málastofnunar, sem eru þrjár. Sömuleiðis verður húsnæði úti- deildar við Tryggvagötu selt og sú starfsemi færð til hverfaskrifstofa. Hafa þessar tvær ákvarðanir valdið nokkrum titringi meðal þeirra sem starfa með unglingum og ekki síst meðal unglinganna sjálfra. Óttast starfsmenn að sú þekking, reynsla og samvinna sem nú er fyrir hendi raskist og jafnvel glutrist niður. Ellý A. Þorsteins- dóttir yfírmaður fjölskyldudeildar segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að starfsmenn séu óöruggir. Það sé mannlegt og fylgi öllum breytingum, fólk viti hvað það hafí en ekki hvað verður. Kom á óvart Snjólaug Stefánsdóttir fyrrver- andi yfírmaður unglingadeildar segir að þegar félagsmálastjóri hafi kynnt hugmyndina í apríllok hafi hún komið starfsmönnum verulega á óvart enda hafí ekkert samráð verið haft við þá. Hún bendir einn- ig á að í tillögum, sem starfshópur um skipulag Qölskyldudeildar skil- aði fyrr á árinu, hafí hvergi verið nefnd sú hugmynd að leggja niður starfsemi útideildar. Hún segir enn- fremur að ekki hafí verið uppi gagn- rýnisraddir hjá þeim sem nutu þjón- ustunnar, starfsmönnum Félags- málastofnunar, samstarfsaðilum né öðrum um að þjónusta við unglinga væri betur komið með öðru skipu- lagi. Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri segir að nauðsynlegt sé að skera upp starfsemi stofnana ann- ars lagið og raða hlutunum upp að nýju. „Það á ekki að segja starfsmönnum upp en markmiðið er að styrkja starfsemina úti í hverfunum, styrkja forvarnarstarf, sem útideildin hefur verið hluti af, þannig að við erum alis ekki að leggja niður alla starfsemi útideild- ar.“ Hún segir að frá því í maí hafi verið unnið að undirbúningi og til- færslum eigi að vera lokið 1. febr- úar. Búið sé að ákveða útkomuna en verið sé að vinna að því hvaða leiðir verði famar og vinnuhópar muni skila tillögum í nóvember og desember. Nokkur gagnrýni kom frá þeim sem Morgunblaðið ræddi við og vinna með unglingum í ýmsu for- varnarstarfi en heyra ekki undir Félagsmálastofnun um að þeir vissu lítið sem ekkert hvaða breyt- ingar stæðu fyrir dyrum aðrar en þær að flytja ætti starfsemina út í hverfin. „Ég tel ekki að það sé verkefni annarra stofnana að skipuleggja markmið okkar stofn- unar. Við höfum samráð við þá sem vinna málið innan okkar deiidar og nú þegar búið er að skipa í vinnuhópa munu þeir kalla til skoðanir utanfrá eftir þörfum. Eitt af því sem við viljum auka mikið er að hlusta á unglingana og yfirleitt þá sem leita til stofn- unarinnar. Það er sömuleiðis ekki hægt að kynna breytingarnar fyrr en einhveijar niðurstöður eru komnar um hvernig útfærslan verður. Kannski af þessum ástæð- um eru komnar svo margar misvísandi sög- ur á kreik,“ sagði Lára. Krakkarmynda félagatengsl þvert á hverfi Hugo Þórissyni sál- fræðingi, sem hefur starfað undanfarin fímm ár hjá meðferðar- og ráðgjafardeild ungl- ingadeildar, líst illa á þær breyting- ar sem framundan eru. Hann segir að hjá útideild og meðferðar- og ráðgjafardeild hafí safnast saman mikil reynsla og þekking á aðstæð- um unglinga. Hann bendir á að þar til fyrir tíu árum hafi hverfaskrif- stofur sinnt fjölskyldum og ungling- um. Þá hafi komið í ljós að ungl- ingavandamálin voru orðin mjög fyrirferðarmikil og fengu ekki þann forgang sem talið var nauðsynlegt. Því var búin til sérstök meðferðar- og ráðgjafadeild fyrir 13-18 ára unglinga. „Á þessu tímabili hefur ekkert annað gerst en að unglingar eru orðnir sterkari og afmarkaðri hópur. Við teljum að með því að færa þetta aftur út í hverfin tapist þessi þekking á málefnum unglinga vegna þess að þeir eru ekki hverfa- skiptir. Margir þeirra hafa verið reknir að heiman og fjölskyldan hefur lítil eða engin tengsl. Þeir mynda félagatengsl þvert á hverfí, það er miðbæjarvandi, sameiginleg- ur vandi eins og afbrot, vímuefna- neysla og útivistir sem þarfnast ákveðinnar þekkingar. Hún splundrast um leið og meðferðar- og ráðgjafadeildinni er skipt upp.“ í sama streng tekur Snjólaug Stefánsdóttir fyrrverandi yfirmað- ur unglingadeildar og segir að hverfaskrifstofur anni ekki þeim bamavemdartilkynningum sem þeim berast. Því sé erfitt að sjá fyrir sér að málum unglinga verði sinnt nægilega meðan svo sé. Lára Björnsdóttir segir aftur á móti að komið sé til móts við þessi rök með því að lagt verði til að tveir starfsmenn í hveiju hverfi sinni unglingamálum. Snjólaug segist vilja sjá menn fara hægar í sakirnar og byija á því að sameina meðferðar- og ráð- gjafardeild og útideild. Þar hefði verið hægt að hafa unglingamót- töku þar sem hugmyndafræði úti- deildar væri meðal annars höfð að leiðarljósi og foreldrar hefðu greið- ari aðgang að ráðgjafaþjónustu. Hún bendir ennfremur á að „létt- ari“ málum á meðferðar- og ráð- gjafardeild hafi fækkað og sömu- leiðis þeim málum þar sem bæði foreldar og unglingar leiti beint til stofnunarinnar. Ástæðan sé fjölg- un alvarlegri mála. Sigrún Valgeirsdóttir forstöðumaður útideildar segir að skilaboðin sem þangað berist séu þau að hið góða úr starfínu muni halda sér. „Við vit- um ekki hvernig fram- haldið verður í miðbæn- um, en nú er vinna að hefjast í vinnuhópum og þá hljóta þeirra hugmyndir að koma fram auk okkar,“ sagði hún. Öll spilin á borðinu Lára Björnsdóttir segir að gert sé ráð fyrir starfsmanni á aðal- skrifstofu, sem sjái um að sam- ræma og halda í þræðina og koma starfí í gang sem er þvert á hverf- in, því sem fram fari í miðbænum og samstarfi við lögreglu og leitar- starf. „Reyndar hafa menn spurt hvort ástæða sé til að hafa þetta mikla leitarstarf þegar við getum svo ekki hjálpað þeim sem við höf- um fundið," sagði Lára. „Ég hef lagt mikla áherslu á að öll spilin séu uppi á borðinu núna og gefið verði upp á nýtt til þess að bæta þjónustuna." Ákveðinn starfsþáttur er hjá félagsmiðstöðvum og útideildinni, sem kallað er leitarstarf. Hjá fé- lagsmiðstöðvum miðar það að því að starfsfólk fari út í hverfin um helgar og í miðri viku ef ástæða þykir. Þeir efna til samstarfs við foreldrafélög og aðra þá sem vilja sinna þessum málum eins og skólahjúkrunarkonu, forvarnar- deild lögreglunnar, skóla, Félags- málastofnun, íþróttafélög, skáta Fjöldi 16 og 17 árafer vaxandi, sem þarfnast fjárhagsað- stoðar Morgunblaðið/Kristinn KRAKKARNIR sem sækja útideildina segja starfsmenn vera eins og jafningja og þeim líkar vel heimilislegt andrúmsloftið. Mörg koma við nokkrum sinnum í viku og hafa gert í nokkur ár. Þau kvíða því mjög breytingunum. og prest. „Markmiðið hjá okkur er fyrst og fremst að afla upplýs- inga um unglinga sem við sjáum fyrir okkur að eru komnir aðeins útaf hinni beinu braut. Starfs- mennirnir fara líka niður í bæ ef við teljum að krakkarnir leiti þangað. Síðan miðla menn upplýs- ingum um þetta ástand sín á milli á samráðsfundum í hverfunum. Víða er þetta samstarf mjög gott og margir koma að því. Hugmynd- ir eru jafnvel uppi um að bæta starfsemi heilsugæslustöðva einn- ig þarna inn í,“ sagði Gísli Árni Eggertsson deildarstjóri æsku- lýðs- og tómstundadeildar íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR). Starfsmaður félagsmiðstöðvar til margra ára segir leitarstarfið lang áhrifaríkast og kveðst ekki vilja sjá það detta upp fyrir. Starfs- menn nái góðu sambandi við krakkana, sem þori að leita til þeirra þegar þeir þurfi á aðstoð að halda. „Þetta eru málefni allt frá því að krakki verður ofurölvi og upp í sifjaspell. Við höfum feng- ið foreldra í viðtöl en undir öðrum formerkjum en Félagsmálastofnun getur gert. Það sem hefur þó breyst í félagsmiðstöðvunum er að fólk er orðið menntaðra. Ég held að fólk á miðjum aldri telji að í félagsmiðstöðvum séu unglingar að vinna með unglinga, en þama eru kennarar og uppeldismenntað fólk og starfið hefur breyst í takt við það.“ Misskilnings gætir Aðspurð um hvernig kvöld- og helgarvinnu starfsmanna hverfis- skrifstofa verði háttað eftir breyt- ingar segir Lára að þess misskiln- ings hafi gætt að ungmennin hefðu engan annan aðgang að starfsfólki en að koma á skrifstofu úti í bæ. Hún segir að ekki sé verið að tala um að allir komi í viðtöl heldur kannski þeir sem verst eru settir. Hún segir vel koma til greina að starfsmenn hverfaskrifstofa verði að einhveij- um hluta starfandi í félagsmið- stöðvum á kvöldin. „Menn þurfa kannski ekki að vera til staðar á hveijum degi heldur einu sinni eða tvisvar í viku. Það mætti einnig hugsa sér margar útfærslur eins og til dæmis að við værum með opið hús þar sem krakkarnir kæmu. Við viljum hugsa upp á nýtt hvar þau tilboð eigi að vera sem hentar ungu fólki á „gráa svæðinu". Hugsanlega má bjóða upp á viðtalstíma í Hinu húsinu á ýmsum tímum, t.d. á kvöldin,“ sagði hún. Hún nefnir einnig að leitarstarf þurfi ekki að falla niður en telur nauðsynlegt að það verði breytt um form, því stofnanir fari í ákveðnar skorður og hafi tilhneig- ingu til að staðna. „Kannski kom- umst við að þeirri niðurstöðu að allt sem við höfum verið að gera verði meira og minna að haldast, en þá getum við ekki bætt neinu við,“ sagði hún. Hún segir að geysileg uppbygg- ing hafi átt sér stað hjá ITR, fé- lagsmiðstöðvum, Hinu húsinu og víðar varðandi unglinga. Hún seg- ir hins vegar nauðsynlegt að sam- ræma aðgerðir, nýta þurfi fjár- magn vel og óskynsamlegt sé að allar þessar stofnanir sinni hópum með svipuð vandamál. Hún ræðir einnig um að ákveðin forgangs- röðun sé nauðsynleg í öllu félags- málastarfi og að menn verði að láta sér duga það fjármagn sem nú þegar er fyrir hendi. Hún legg- ur áherslu á að verksvið Félags- málastofnunar sé fyrst og fremst að sinna þeim sem verst eru stadd- ir. „Forvarnarsviðið er líká mjög mikilvægt en þegar þarf að velja og hafna, hvort á maður að kasta björgunarhring til þess sem dott- inn er í höfnina eða standa uppi á bakkanum og passa upp á að enginn annar detti út í?“ spyr hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.