Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Þátttaka Svíþjóðar í varnar- og öryggismálasamstarfi vestræima ríkja ÞÓTT Svíar tali gjarnan um að grundvallaratriðin í öryggis- og varnarmála- stefnu þeirra hafi verið óbreytt í tvær aldir, fer ekki á milli mála að á síðustu þremur árum eða svo hefur hún tekið talsverðum breytingum. Svíar taka nú þátt í ýmsu öryggismálasamstarfi vest- rænna ríkja, sem þeim hefði áður þótt óhugsandi að eiga nokkra aðild að. Éftir lok kalda stríðsins sáu þeir sér loks fært að ganga í Evrópu- sambandið, sem þá hafði nýlega tekið upp sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu. Svíar eiga sömuleiðis aðild að friðargæzluliði Atlantshafsbandalagsins í Bosníu (IFOR), þeir taka þátt í friðarsam- starfi NATO og sækjast nú eftir aðild að WEAG, samtökum vestur- evrópskra hergagnaframleiðslu- ríkja. Jákvæður tónn í garð Bandaríkjanna Ein athyglisverðasta breytingin, sem kemur í ljós þegar rætt er við sænska stjómmálamenn, embættis- menn og sérfræðinga á sviði örygg- is- og varnarmála, er hinn nýi og jákvæði tónn í garð NATO og Banda- ríkjanna, sem heyrðist lítt á tima kalda stríðsins, þegar Svíar gættu sín á því að tala jafnvel (eða -illa) um bæði risaveldin. Lars Rekke, ráðuneytisstjóri sænska vamarmála- ráðuneytisins, er ágætur fulltrúi fyr- ir þennan nýja tón: „Við höfum aldr- ei áður haft jafngóð tengsl við Bandaríkin," segir hann. „Við lítum á NATO sem mikilvæg samtök, við teljum dvöl bandarísks herafla í Evr- ópu mikilvæga og erum tilbúnir til víðtæks samstarfs við NATO á ólík- um sviðum, þótt við séum ekki tilbún- ir að ganga í bandalagið og eiga aðild að gagnkvæmum öryggistrygg- ingum.“ Segja má að Svíþjóð sé að þessu ieytinu að koma út úr skápnum sem ríki, sem telur sig eiga heima í vest- rænu samstarfi, þótt umbreytingin sé ekki jafndramatísk og í tilviki Finnlands. Bo Huidt, forstöðumaður sænsku Utanríkismálastofnunarinn- ar, segir þennan breytta málflutning fremur merki um að menn segi það, sem þeir hugsuðu áður og létu ósagt, fremur en að þeir séu að hugsa eitt- hvað nýtt: „Þetta er ekki spuming um breytt viðhorf heldur breytta hegðun. í kalda stríðinu sögðum við aldrei opinberlega Guði sé lof fyrir NATO og Bandaríkin. Núna leggjum við hins vegar opinskátt áherzlu á hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu og tengslin yfir Atlantshafið." „IV^júkt öryggi“ við Eystrasalt Um leið og Svíar beina sjónum í vesturátt og auka samstarfið bæði við Bandaríkin og NATO, er ljóst að mótun öryggis- og varnarmála- stefnu þeirra snýst þessa dagana fyrst og fremst um það hvernig tryggja megi stöðugleika í austri; með öðrum orðum hvernig sé hægt að passa upp á að Rússland seilist ekki til áhrifa á ný í Eystrasaltsríkj- unum. Svíar telja sig hafa mikil- vægu hlutverki að gegna á Eystra- saltssvæðinu. Hugmyndum um að Svíþjóð, ásamt Finnlandi, veiti Eist- landi, Lettiandi og Litháen einhvers konar öryggistryggingu, hefur ekki verið vel tekið í Svíþjóð. Hins vegar vilja Svíar veita þessum ríkjum svo- kallað „mjúkt öryggi“, þ.e. þeir eru ekki tilbúnir að beijast með þeim eða fyrir þau, en hafa lagt áherzlu á að aðstoða þau í ýmsum öðrum málum, þannig að þau geti tryggt fullveldi sitt og sjálfstæði. Þar á meðal eru landamæra- og strandgæzla (Svíar hafa til dæmis gefið Eystrasaltsríkjunum gömul varðskip) og uppbygging sjálfstæðs varnarmáttar, til dæmis með sam- eiginlegum heræfingum og aðstoð við menntun foringja. Þá leggja Svíar áherzlu á að gera Eystrasalts- ríkjunum kleift að taka þátt í heræf- ingum undir hatti friðarsamstarfs NATO. Markmiðið með þessu er, eins og ónefndur viðmælandi Morg- FRIÐARGÆZLULIÐAR úr norræna stórfylkinu, sem tekur þátt í friðargæzluaðgerðum IFOR í Bosníu. Fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugsandi að sænskir hermenn væru undir stjórn NATO í aðgerð sem þessari. Svo nærri, en þó svo fjarri Svíar eiga nú náið samstarf víð Atlantshafsbandalagið, sem fáir hefðu búizt við fyrir nokkrum árum. Enn eru gömlu gildin þó í hávegum höfð í Svíþjóð og langt í að skrefíð verði stigið til fulls með aðild að NATO. Ólafur Þ. Stephensen tók púlsinn á umræð- um um öryggismál í Svíþjóð. Aldrei áður jafngóð tengsl við Bandaríkin unblaðsins orðaði það, „að gera varnir Eystrasaltsríkjanna nógu öflugar til að Rússarnir hugsi sig tvisvar um áður en þeir gera eitt- hvað heimskulegt". Jafnframt er sjálfstæður varnarmáttur Eystra- saltsríkjanna þáttur í að þau geti einhvern daginn fengið aðild að NATO - William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur a.m.k. nýlega lýst því yfir að veikar varnir ríkjanna séu ein helzta hindr- unin í vegi NATO-aðildar. Flestir eru sammála um að verði Eystrasaltsríkin ekki tekin inn í NATO í bráð, verði allur annar stuðn- ingur við þau enn mikilvægari, út frá sjónarhorni „mjúks öryggis“. Bo Huldt orðar þetta svo að verði til „grátt svæði“ við það að Eystrasalts- ríkin verði skilin eftir er NATO verð- ur stækkað til austurs, sé það hlut- verk Svía að „gera ástandið svolítið minna grátt.“ Þáttur í því að bæta Eystrasaltsríkjunum upp hugsanlegt afsvar frá NATO, yrði líka að leggja áherzlu á aðild þeirra að "" Evrópusambandinu, að sögn Lars Rekke. „ESB getur ekki veitt ríkjunum neina öryggistrygg- ingu, en aðild þessara gömlu Sovét- lýðvelda að Evrópusamstarfi á sviði menningarmála, félagsmála, efna- hagsmála og umhverfismála hefur öryggispólitíska þýðingu," segir Rekke. Svíþjóð leggur af þessum sökum ofuráherzlu á að aðildarvið- ræður ESB við Eystrasaltsríkin hefj- ist fljótlega eftir að ríkjaráðstefnu sambandsins lýkur á næsta ári, og við öll á sama tíma, þótt sum kunni að vera betur undir aðild búin en önnur. Ný stórpólitík Öryggi Eystrasaltssvæðisins var efst á baugi á fundi þeirra Görans Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Bills Clinton Bandaríkjaforseta í Washington í byijun ágúst. Bo Huldt segir að þar hafí komið fram að Bandaríkin líti á Svíþjóð sem forystu- ríki á Eystrasaltssvæðinu og það sé athyglisvert hversu líka hagsmuni og líkt sjónarhorn ríkin hafi í þessum efnum. Svíar leggja áherzlu á sam- starf við Bandaríkin og önnur Evr- ópuríki um öryggismál á svæðinu, því að þótt þeir telji sig leika stórt hlutverk, leggja þeir áherzlu á að ábyrgðin sé ekki eingöngu þeirra. „Rétt eins og varðandi ástandið á Balkanskaga verður að horfa á mál- ið annars vegar frá breiðu, evrópsku sjónarhorni og hins vegar frá sjónar- horni Atlantshafssamtarfsins,“ segir Lars Rekke. „Þess vegna er nærvera Bandaríkjamanna í Evrópu mikil- væg. Ég held að friður hefði aldrei komizt á í Bosníu án Bandaríkjanna. Bosníu-málið sýnir að það er mikil- vægt að svæðisbinda ekki öryggis- málin um of. Það hefði ekki gengið að varpa ábyrgðinni í því máli á t.d. Grikkland, Slóveníu og Króatíu. Sví- þjóð hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna og axiar þá ábyrgð, en það má ekki gleyma hinu evrópska sjón- arhorni og því mikilvæga hlutverki, sem Bandaríkin gegna áfram í Evr- ópu.“ Rekke leggur jafnframt áherzlu á að Svíþjóð, sem ríki utan hernaðar- bandalaga, sé í góðri stöðu til að hvetja Rússland til þátttöku bæði í friðarsamstarfi NATO á Eystrasalts- svæðinu og í samstarfinu á vettvangi Eystrasaltsráðsins. Hann á væntan- lega við að Rússar taki Svíþjóð ekki með sömu tortryggni og aðildarríkj- um NATO. Og Huldt segir að raunar sé Eystrasaltssamstarfið „gluggi Rússlands til vesturs" og þar af leið- andi afar mikilvægt. „Stefna okkar á Eystrasaltssvæðinu er í rauninni ný stórpólitík, þótt við verðum að gera okkur grein fyrir takmörkunum hennar. Við getum ekki veitt öðrum ríkjum neinar öryggistryggingar. Við höfum hins vegar sérstöku hlutverki að gegna.“ Nánara samstarf við NATO Samstarf og tengsl Svíþjóðar við NATO hafa, eins og áður sagði, orð- ið æ nánari á undanförnum árum. Flestir eru sammála um að það hefði verið óhugsandi áður fyrr að sænsk- ir friðargæzluliðar væru undir stjórn NATO, eins og nú er raunin í Bosn- íu. Svíar hafa sömuleiðis lagt áherzlu á heræfingar með NATO- ------------- ríkjum undir hatti friðar- samstarfsins - senda meðal annars sveit hingað til lands næsta sumar á fyrstu almannavarnaæf- ingu friðarsamstarfsríkj- —— anna - og hafa sett fram hugmynd- ir um eflingu friðarsamstarfsins í Norður-Evrópu, ekki sízt vegna Eystrasaltsríkjanna. Aðildin að WEAG, sem áður var minnst á, er bæði hugsuð út frá hagsmunum sænsks hergagnaiðnað- ar, sem þarf á samstarfi við erlend fyrirtæki að halda, og út frá samhæf- ingu sænska heraflans við heri NATO-ríkjanna. í friðarsamstarfshe- ræfíngunum hafa komið upp ákveðin vandamál vegna búnaðar sænska hersins. Viðmælandi Morgunblaðsins úr flughernum orðaði það til dæmis Mikilvægt hlutverk á Eystrasalts svæðinu svo að sænskar orrustuþotur væru „í eigin heimi“ hvað varðaði fjar- skipta-, loftsiglinga- og ratsjárkerfi. Sem aðildarríki Evrópusambands- ins á Svíþjóð líka áheyrnaraðild að Vestur-Evrópusambandinu, sem hef- ur, auk þess að vera vísir að varnar- málaarmi ESB, verið dubbað upp í Evrópustoð NATO og mun fá aukið vægi innan bandalagsins á næst- unni. Fulla aðild að VES eiga ein- göngu þau ESB-ríki, sem jafnframt eru í NATO. Auk þess eiga NATO- ríkin í Evrópu, sem standa utan ESB, þ.e. ísland, Noregur og Tyrk- land, aukaaðild að VES og geta tek- ið þátt í aðgerðum á þess vegum. Þátttaka í pólitískri ákvarðanatöku Hvorki Svíar né Finnar hafa talið sig geta tekið fullan þátt í VES, vegna þess að samkvæmt stofnsátt- mála sambandsins er það varnar- bandalag; í honum er meira að segja kveðið skýrar að orði um gagnkvæm- ar vamarskuldbindingar aðildarríkj- anna en í stofnsáttmála NATO. Rík- in hafa hins vegar leitað leiða til að geta tekið þátt í aðgerðum VES, sem ekki flokkast undir varnir landsvæð- is aðildarríkjanna heldur beinast að því að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu, til. dæmis friðargæzlu, en þar telja bæði ríkin sig hafa sitthvað fram að færa eftir langa reynslu af friðargæzlu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðið vor lögðu Svíþjóð og Finnland fram sameiginlega tillögu á ríkjaráðstefnu Evrópusambands- ins, um að hin sameiginlega utanrík- is- og öryggismálastefna bandalags- ins verði útvíkkuð þannig að hún taki einnig til friðargæzlu, beitingar hervalds til að koma á friði, kreppu- stjómunar’og björgunaraðgerða, en þetta eru einmitt verkefni, sem gert hefur verið ráð fyrir að VES geti tekið að sér, í sumum tilfellum með því að fá lánuð bandarísk hergögn og fjarskipta- og stjórnkerfi Atlants- hafsbandalagsins. Svíar og Finnar leggja til að Evrópusambandið geti tekið ákvarðanir um verkefni af þessu tagi og falið VES að fram- kvæma þau. Öll aðildarríki ESB megi taka þátt í framkvæmdinni, en þau séu heldur ekki skyldug til þess. Þessi tillaga er á margan hátt snilldarleg, enda virðist hún njóta mikils fylgis á ríkjaráðstefnunni. í fyrsta Iagi felur hún í sér öflugra hlutverk ESB á alþjóðavettvangi, sem mörg aðildarríki telja æskilegt, en gengur þó ekki svo langt að ESB væri með samþykkt hennar að taka upp sameiginlegar varnir. Hún er þannig ágæt málamiðlun milli and- stæðra sjónarmiða í ESB. í öðm lagi felur hún í sér að Svíþjóð og Finn- land geta, sem aðildarríki ESB, tekið þátt í hinni pólitísku ákvarðanatöku um verkefni, sem Evrópustoð NATO tekur að sér, án þess að ganga í VES eða NATO. Sú spurning vaknar hins vegar, hvort þessi málatilbúnaður hafí ekki í för með sér að of margir verði með puttana í ákvarðanatökunni; Island og Noregur vilja væntanlega einnig eiga aðild að pólitískum ákvörðunum um friðargæzluaðgerðir, sem ríkin taka þátt í sem NATO-ríki og auka- aðilar að VES, en þeirra pólitíski vettvangur er ekki í ráðherraráði ESB, heldur í NATO-ráðinu. Þegar spurt er hvernig eigi að leysa þennan vanda, verð- ur frekar fátt um svör. „Tillaga okkar hefur væntanlega í för með sér að Svíþjóð og Finnland —— munu eiga aðild að hinni pólitísku ákvarðanatöku í sama mæli og með svipuðum áhrifum og Noregur og ísland. Markmiðið með tillögunni er að jafnvel ríki, sem standa utan hemaðarbandalaga, geti haft pólitísk áhrif á aðgerðir af þessu tagi,“ segir Lars Rekke. Bo Huldt bendir á að þetta vandamál sé bara eitt af mörgum varðandi hlutverk VES, sem séu óleyst. Jafnaðarmenn halda NATO-umræðunni niðri En væri ekki á allan hátt einfald- ara fyrir Svía, nú þegar þeir eru í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.