Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 13 nánu samstarfi við NATO á mörgum sviðum, að ganga einfaldlega í bandalagið og fá þau áhrif, sem fylgja aðild? Svar sænsku ríkisstjórn- arinnar við þessu er nei. Svíþjóð hyggst ekki breyta þeirri stefnu að standa utan hemaðarbandalaga. Astæðurnar eru kannski fyrst og fremst sögulegar; Svíar líta almennt svo á að hlutleysisstefnan hafi þjónað þeim vel og haldið Svíþjóð utan styij- alda í Evrópu í tvær aldir. Mikill meirihluti almennings er á móti NATO-aðild, samkvæmt skoðana- könnunum. Sænskir viðmælendur Morgunblaðsins voru sammála um að umræður um það, hvort Svíþjóð eigi að ganga í NATO, væru ákaf- lega litlar og fyrst og fremst tak- markaðar við ákveðinn hóp fræði- og stjórnmálamanna. Lars Rekke bendir á að í nýlegri skýrslu varnarmálanefndar sænska þingsins hafi allir flokkar lýst stuðn- ingi við óbreytta stefnu. „Að standa utan hemaðarbandalaga og form- legra öryggistrygginga veitir okkur ákveðið frelsi til athafna," segir ráðuneytisstjórinn. Þótt gagnrýnin á núver- andi stefnu sænskra stjórnvalda sé ekki hávær, á hún sér engu að síður allmarga fulltrúa. Einn þeirra er Ann-Sofíe Dahl, doktor í stjórnmálafræði sem starfar við há- skóla sænska hersins. Dahl segist þeirrar skoðunar að Jafnaðarmanna- flokkurinn, sem nú heldur um stjórn- artaumana, haldi NATO-umræðunni niðri vegna ótta við að hún kunni að kljúfa flokkinn. Borgaraflokkarn- ir, sem ættu að vera búnir að taka málið upp, þori það ekki heldur, af ótta við að jafnaðarmenn noti tæki- færið til að saka þá um tilraunastarf- semi og ábyrgðarleysi í öryggis- og varnarmálum. „Jafnaðarmanna- flokkurinn lítur á sérhveija greiningu á ástandinu sem árás á sig, en ekki sem innlegg í umræðuna,“ segir Dahl. Hlutleysisstefnan goðsögn? Dahl og fleiri stuðningsmenn NATO-aðildar benda á að í fyrsta lagi sé það goðsögn, en ekki veru- leiki, að Svíþjóð hafi alltaf fylgt hlut- leysisstefnu. Stefna sænsku stjórnar- innar í seinni heimsstyijöld hafi að vísu haldið Svíþjóð utan við hernað- arátök, en sumar ákvarðanir hennar, til dæmis um að leyfa þýzka herflutn- inga yfir sænskt land, hafi ekki ver- ið nein hlutleysisstefna. Dahl bendir líka á að það hafi í raun alltaf verið opinbert leyndarmál að kæmi á ann- að borð til styijaldar, myndu Svíar treysta á að fá aðstoð frá Vesturlönd- um - frá NATO. „Varnir Svíþjóðar byggjast á því að við munum fá hjálp að utan ef stríð brýzt út,“ segir Eva Flyborg, þingmaður hins fijálslynda Þjóðar- flokks, en það er einkum úr röðum Þjóðarflokksmanna, sem heyrzt hafa tillögur um að Svíar íhugi kosti aðildar að NATO. „Það er miklu nær að ganga frá tengslum okkar við NATO á friðartímum heldur en í stríði. Viðurkenni menn á annað borð að við þurfum utanaðkomandi aðstoð, er betra að segja það opin- skátt og undirbúa stríðsvélina fyrir það. Það er miklu betra að ganga beint inn, en að sniglast við bak- dyrnar." Flyborg bendir líka á þá ábyrgð, sem Svíþjóð beri í því samfélagi lýð- ræðisríkja, sem landið tilheyri: „Ef ráðizt er á önnur lýðræðisríki hljótum við að axla ábyrgð á sameiginlegum vörnum eins og aðrir." Hindrun í vegi annarra? Bo Hugemark, ofursti hjá Kon- unglegu herfræðistofnuninni, er einn af NATO-sinnunum. Hann segir þá skoðun sína, að Svíþjóð eigi að skoða möguleikann á að ganga í bandalag- ið, ekki fyrst og fremst byggða á sænskum hagsmunum, þar sem Svíum stafí nú tæplega ógn af neinu öðru ríki, heldur hags- munum Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. „Finnland er í vonlausri stöðu ef Svíþjóð er ekki með. Þetta er í raun aftur- hvarf til ástandsins 1939- 1940, þegar Vesturlönd vildu hjálpa Finnum, en Svíar neituðu þeim um að fara yfir sænskt landsvæði. Hin landfræðilega afstaða er einfaldlega þannig að standi Svíþjóð utan hem- aðarbandalaga, á Finnland mjög erf- itt með að sækjast eftir NATO-aðild. Sama á að sumu leyti við um Eystrasaltsríkin.“ Hugemark segir að hins vegar sé það einnig í þágu sænskra hagsmuna að ganga í NATO. „í kalda stríðinu stóðum við vissulega utan hernaðar- bandalaga, en gengum alltaf út frá því að það væri líklegt að við fengjum hjálp frá NATO vegna þess að banda- lagið myndi vilja veija Noreg. Það er ekki sjálfgefið að þetta verði svona áfram og að við fáum að vera laumufarþegar hjá NATO. Það þarf að undirbúa þá hjálp, sem við viljum að berist. Fyrst og fremst er þetta þó siðferðileg spurning. Við hindrum NATO-aðiId annarra en gerum sjálf ráð fyrir að fá aðstoð." Fastir í gömlum hugtökum Umræður um NATO-aðild Sví- þjóðar fá tæplega byr undir vængi nema breytingar verði í Jafnaðar- mannaflokknum. Eva Flyborg segir að jafnaðarmenn séu hins vegar í sjálfheldu í málinu: „Þeir hafa barið það inn í höfuðið á almenningi að sú stefna að standa utan hernaðar- bandalaga hafi verið, sé og verði sú eina rétta fyrir Svíþjóð. Ætli þeir sér að breyta einhveiju, fá þeir almenn- mgsálit, sem þeir hafa sjálfir skapað, upp á móti sér og eru þannig fallnir á eigin bragði.“ Sumir þykjast þó merkja lítið eitt sveigjanlegri afstöðu hjá jafnaðar- mönnum á síðustu misserum. „Sumir kratar eru tilbúnir að ræða málið - yfir koniakinu," sagði einn af við- mælendum Morgunblaðsins. Reynd- ar fannst krati, sem reyndist reiðubú- inn að ræða málið við Morgunblaðið yfir kaffibolla, Gunnar Lassinanti, sem starfar að friðar-, öryggis- og afvopnunarmálum hjá Stofnun Olofs Palme. Lassinanti segir að það séu bæði kostir og gallar við hlutleysis- stefnuna: „Annars vegar hefur hún tryggt að við höfum lifað í friði í tvær aldir. Hins vegar er kominn dálítill helgiblær á hana og það virð- ist hindra getu manna til að láta sér detta eitthvað nýtt í hug. Nokkuð margir af þeim, sem ræða um örygg- is- og varnarmál, eru fastir i gömlu Evrópu, eins og hún var fyrir 1989. Nú er heimsmyndin hins vegar breytt og það má segja að hér í Svíþjóð hafi stefna stjómvalda tekið nokkurt mið af því, þótt almenningsálitið hafi ekki breytzt jafnhratt. Áheyrnaraðildin að VES, þátttakan í IFOR og í friðarsamstarfinu eru stór skref, sem hefðu verið óhugs- andi fyrir nokkrum árum.“ Lassinanti segist- hafa reynt að heQa máls á umræðum um NATO- aðild innan Jafnaðarmannaflokksins, en rekið sig á marga veggi. Hann segist þó þeirrar skoðunar að reynsl- an af því samstarfí, sem Svíar taka nú þegar þátt í, muni hafa áhrif á afstöðu manna. „Samstarfíð við NATO mun áfram aukast. Ég held að margir af þeim, sem hafa verið neikvæðir í garð NATO hafi verið fastir í gömlum hugtökum. Ég hef kynnt mér starfsemi NATO náið undanfarið og gert mér grein fyrir að bandalagið hefur breytzt mikið frá því á tíma kalda stríðsins. Örygg- ishugtakið hefur líka breytzt og vikk- að út. Við það hafa bætzt barátta gegn umhverfísspjöllum og glæpum og efnahags- og lýðræðisþróun. I þvi verður þó áfram harður hernaðar- kjarni, sem menn geta ekki litið framhjá. Reynslan frá Júgóslaviu sýnir þetta. Þegar öll önnur ráð bregðast, er þörf á öflugum varnar- samtökum, sem geta tryggt frið og öryggi.“ Breytt NATO meira aðlaðandi Aðrir viðmælendur Morgunblaðs- ins taka undir að breytingarnar, sem hafa átt sér stað innan Atlantshafs- bandalagsins, þ.e. aukin áherzla á friðargæzlu og fyrirbyggjandi að- gerðir en minni áherzla á varnir gegn árás að austan, muni með tímanum gera bandalagið meira aðlaðandi í augum Svía. Jan Foghelin, deildar- stjóri hjá Rannsóknarstofnun varnar- mála í Stokkhólmi, segist sjá fyrir sér tvenns konar ástand, sem gæti gert það að verkum að Svíar sæju ástæðu til að ganga í NATO í fram- tíðinni: „Annars vegar er sá mögu- leiki að Rússland verði smátt og smátt meiri ógnun við Evrópu og þá Helgi hlut- leysisstefnu hindrar nýjar hugmyndir K Okkar árlega $ borddúkaúÉsala hefst á mánudag - opnum kl. 9 Mildö úrval af matar- og kaffidúkum, blúndu- dúkum, liandunnum dúkinii, flauels,,l0berum“, flauelsstofupúöum og joladúkum allskonar. Ódýr straufrí borðdúkaefni 690 kr. m. 10 litir Tilbúin vöggusett aðeins 1.500 kr. settið U ppsetningabúðin 2S Hverfisgötu 74, sími 552 5270, póstsendum. kannski fyrst og fremst við okkar hluta af álfunni. Við slíkar kringum- stæður kynnum við að sjá okkur hag í því að sækjast eftir aðild og það sama ætti væntanlega við um Finn- land og Eystrasaltsríkin, fái þau á annað borð að vera með. Við þessar aðstæður gæti mönnum fundizt að þeir hefðu meiri þörf fyrir NATO og Bandaríkin en svo að hægt sé að vona að hjálpin komi hvort sem er, burtséð frá því hvort við eigum aðild að bandalaginu eður ei. Hins vegar er hægt að hugsa sér andstæða þróun; að þróunin í Rúss- landi verði jákvæð og verkefni NATO þróizt smátt og smátt enn frekar yfír í alþjóðlegar aðgerðir, frið- argæzlu og fleira af því tagi, þ.e. að NATO verði verkfæri í þágu ÖSE, Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana. Þá hefur orðið til nýtt NATO og í slíku bandalagi gæti Svíþjóð vel hugsað sér að vera. A milli þessara möguleika eru hins vegar margir aðrir, sem eru þess eðlis að við ættum fremur að bíða og sjá hvemig málin þróast. Mín skoðun er sú að við verðum að fylgj- ast vel með og skapa okkur sjálf þann möguleika að geta gengið í NATO, reynist það nauðsynlegt." ríjfy [QQjpPl Lærdí ímsrit Bókmenntafélagsins Lærdómsritin eru merkisrit í aðgengilegri útgáfu, með vönduðum inngangi og skýringum. Þau eru fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi og við allra hæfi. „Skyldu vera til hamingjusamari menn en þeir, sem almennt eru kallaðir fífl, heimsk- ingjar, bjálfar og einfeldningar?“ Hver er heimssýn heimskunnar og hvaða hlutverk ætlar hún sjálfri sér? Höfundurinn, Erasmus frá Rotterdam (1469-1536), lætur heimskuna rausa gáleysislega um alvarleg efni. Hún sér margt kyndugt í fari manna og skopast að áráttu þeirra til að sýnast merkilegri en þeir eru. Heimskan ríður ekki við einteyming, en undir niðri býr boðskapur- inn um fegurra mannlíf og andlega spekt. lÍÍWA U Síðustu dagar Sókratesar í bókinni birtast þrjú af ritum Platóns, eins áhrifamesta hugsuðar allra tíma, þar sem hann lýsir ævilokum kennara síns! Ritin eru Málsvörn Sókratesar, ræða hans fyrir dóm- stólnum sem dæmdi hann til dauða; Krítón, rökræða hans í fangelsinu um réttmæti þess að bijóta ranglát lög; og Faídón, rökræða hans og lærisveina hans um líf og dauða og lífið eftir dauðann. Höfundurinn, Max Weber, var einn merkasti þjóðfélagsfræðingur sem uppi hefur verið. Hér ræðir hann um hlutverk fræðimanna og hlutleysi þjóðfélagsfræða og um hlutverk stjómmálamanna með tilliti til eðlis ríkisvald sins. í inngangi er rætt um mótmælendasið og auðhyggju. ......- Birtíngur RTING ™ kniH ma*n<-av4\ m> Birtíngur Voltaires er ein víðfrægasta og skemmtilegasta bók sem skrifuð hefur verið, hún er einnig ein hin viturlegasta. Birtíngur er bjartsýnin uppmáluð, sama hvað á gengur. Bókin er í senn ádeiluverk, ástarsaga og heimspeki. Snilldarleg þýðing Halldórs Laxness á þessari ágætu skemmti- sögu rígheldur lesandanum við efnið frá upphafi til enda. Leikgerð Birtíngs verður frumsýnd 11. október n.k. í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þessar bækur viltu eignast! Það er engin spurnmg. Mundu áskriftarklúbbinn SSIDFNAÐ^ il8160á HIÐISLENSKA BOKMENNTAFEIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SfMI 588 9060 • FAX 588 9095 -€3-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.