Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarsýn norrænna ungmenna í listrænu formi Sterkir litir, heillandi tónar og tölvutengsl Listahátíð norrænna ungmenna stendur nú yfír í Kaupmannahöfn. Sigrún Davíðsdóttir heimsótti sýninguna þegar undirbúningur var á lokasprettinum og fylltist stolti yfír að sjá skemmtilegan af- rakstur íslensku þátttakendanna. SÝN ungu kynslóðarinnar á framtíðina er öldungis ekki mörkuð ótta eða kvíða, eins og eldra fólkið vill gjarnan vera Iáta, ef marka má norræna listasýningu krakka, sem stendur nú yfir í 0ksnehallen á Vesturbrú, skammt frá aðal- jámbrautarstöðinni í Kaup- mannahöfn. Skemman sem hýsir sýninguna skelfur af sköpunar- gleði, litum og krafti. Yfir sextíu íslensk ungmenni taka þátt í sýn- ingunni og það var örugglega ekki af þjóðernisstolti einu saman að íslenska framlagið virðist taka sig einstaklega vel út. Hvort sem var teiknimyndir í tölvu, málverk, tónlist eða stuttmyndir báru ís- lensku atriðin það með sér að þar voru krakkarnir sjálfir að verki, dyggilega studd góðum leiðbein- endum, sem höfðu kennt þeim til verka í stað þess að segja þeim fyrir verkum. Krakkarnir koma úr Hlíða- skóla, Menntaskólanum við Sund, Hólabrekkuskóla og Æfingaskóla Kennaraháskóla Islands. Auk kennara krakkanna voru fengnir til samstarfs listamenn og annað fagfólk, þau Bragi Halldórsson myndlistarmaður, Gréta Mjöll Bjarnadóttir kvikmyndagerðar- maður, Hilmar Þórðarsson tón- skáld, Óskar Jónasson kvik- myndaleikstjóri og Sigurður Örl- ygsson myndlistarmaður. Rakel Pétursdóttir sá um skipulagningu verkefnisins, en hún er deildar- stjóri hjá Listasafni íslands og fer með safnafræðslu þess. Verkefnið hefur verið í undir- búningi í rúmt ár. Fyrri hlutinn fólst í sýningu, sem hver hópur hélt í sínu landi og var íslenski hlutinn haldinn í Listasafni íslands fyrr á árinu. Síðan hefur undirbún- ingurinn miðast við sýninguna í Kaupmannahöfn og komu krakk- arnir til að setja hana upp viku áður en sýningin hófst. Oksnehal- len er stór skemma, fyrrum kjöt- búr, eins og nafnið ber með sér, en hefur nú verið gerð upp og hýsir ýmsar listauppákomur. Ra- kel segir hugmyndina með verk- efninu hafa verið að gefa krökkun- um tækifæri til að vinna að list- rænni sköpun í samstarfi við fag- menn til að auka skilning þeirra á eðli lista svo þau geti síðar meir notað sér listræna sköpun. Þar sem við stöndum í skemmunni er alls staðar verið að vinna af krafti. Rakel segir það hafa verið forrétt- indi að fá að fá að vinna með þessum skemmtilega hóp, sem sé bæði skapandi og samstilltur. Krakkarnir vekji athygli fyrir dugnað, áhuga og fijálslega fram- komu og allir hóparnir hafi eitt- hvað fram að færa. HILMAR Þórðarson stjórn- ar Hávaðahljómsveitinni. Til vinstri spilar Ólöf Arnalds á ritvél, en annars spilar hún á fiðlu og syngur með hljóm- sveitinni Mósaík. Jákvætt útstreymi og birta Það þarf ekki að ganga lengi um sýninguna til að sjá að krökk- unum liggur ýmislegt á hjarta. Við sólgulan símaklefa er Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir að leggja síð- ustu hönd á að skreyta klefann. Upp úr honum teygja sig hendur og aðrir angar. Guðlaug Dröfn segir klefann tákna gleði og það sem teygi sig upp úr honum tákni jákvætt útstreymi hans. Gula litn- um fylgi birta, fylgifiskur gleðinn- ar. Skammt frá æfa þær Gyða Pét- ursdóttir, Edda Björk Þórðardóttir og Silja Glömmi dans, sem tengist símaklefanum glaðlega. Tilfinn- ingarnar sem hann vekur leitast þær við að fanga í dansinum. Búningana hafa þær gert með aðstoð finnskrar stelpu á svæðinu og efni til þeirra fundu þær í haug af dóti, sem allir gátu gengið í til efnisleitar. Þær njóta vinnunnar greinilega í botn, en hafa líka gaman af að fá að vinna þarna innan um krakka frá fleiri löndum. Hávaðahljómsveitin flytur verk sitt undir inblásinni stjórn Hilmars Þórðarssonar tónskálds. Hljóðfær- in hafa krakkarnir smíðað úr efni úr haugnum góða. Bílhlutar, dósir af öllum stærðum og gerðum, grindur og annað málmdót, að ógleymdri ritvél, sem Ólöf Arnalds úr hljómsveitinni Mósaík slær list- fengum slögum, sem öðlast nýtt líf. Ekki beint einföld tónlist, enda segir Hilmar kíminn að framtíðin Morgunblaðið/Sigrún GUÐLAUG Dröfn Gunnarsdóttir skýrir útlínur gleðiklefans. GYÐA Pétursdóttir, Edda Björk Þórðardóttir og Silja Glömmi dansa gleðidans. TÖLVUGENGIÐ stillir sér upp. F.v. Ernir Brynjólfsson, Árni Páll Ársælsson, Friðgeir Már Alfreðsson, Einar Þór Egilsson, Tómas Bjarnason og Ivar Sturla Sævarsson. Fyrir framan eru Bjarni Gunnarsson og Friðrik E. Magnus en á myndina vantar Kára Ólafsson og Steindór Jónsson. HLUTI af myndlistahópnum bregður á leik. AÐSTANDENDUR stuttmyndarinnar „Uppúr þurru“. F.v. Dav- íð Örn Sigþórsson, Hrafn Leó Guðjónsson, Jakob Ágústsson og Hafliði H. Hafliðason. sé flókin og því sé allt flókið. Önnur hljóðfæri krakkanna eru risastórt hljómborð, sem hægt er að ganga á og gamalt hjól sem hægt er að stíga og framleiða þá hljóð. Og svo er þarna gamalt hjól, sem hægt er að stíga, rétt eins og þrekhjól og þá heyrist tónlist. Einnig íslenskt verkefni. Hilmar segir Hávaðahljómsveitina og hjól- ið gott dæmi um hvernig hægt sé að nota allt, ef hugmyndaflugið sé í lagi. En sköpunin veki krakk- ana líka vonandi til umhugsunar um að því meira sem maður læri, því meira sé hægt að gera af skap- andi hlutum. Á opnunarhátíðinni vakti hljóm- sveitin Mósaík verðskuldaða at- hygli fyrir frumlega og faglega tónlist. Auk Ólafar, sem spilar á fiðlu og syngur, tróðu upp þau Benedikt Hermann Hermannsson gítarleikari, Anna Ruth Ólafsdótt- ir sellóleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir hljómborðsleikari, en tveir aðrir meðlimir voru ekki með í Höfn. í eyrum þess, sem hlustar ekki oft á rokk, hljómar tónlist þeirra eins og rokk með ljóðrænu ívafi og lætur einkar vel í eyrum. Og ekki eru textarnir síður skemmtilegir. Á sýningunni geta gestir síðan hlustað á upptök- ur með þeim. Alls eru þarna fimm geisladiskar með íslensku efni, sem tekið var upp með góðri að- stoð Ríkisútvarpsins og Hreins Valdimarssonar hljóðmanns. Náunginn, sem komst ekki inn í tölvuna Heilt tölvuver er á sýningunni, auðvitað tengt alnetinu. Bjarni Gunnarsson, Tómas Bjarnason og ívar Sturla Sævarsson fást við hugtakið Verslun og hafa samið teiknimynd út frá því. í mynd þeirra ganga þeir út frá því að í framtíðinni fari verslun fram í gegnum tölvur og segir myndin frá náunga, sem kann ekki á þær. Á skjánum sér hann ís, sem hann langar að kaupa, en það einasta sem hann getur er að bijóta skjá- inn, sem dugir honum skammt í að komast yfir ísinn. „Hvert fór ísinn?“ spyr hann að lokum. Friðrik E. Magnus og Emir Brynjólfsson eru að fást við að tengja allar tölvurnar og fá þær til að skila sínu. „Þetta er svolítil kaos núna, en verður rosaflott," segir Friðrik fullur sannfæringar og engin ástæða til að trúa öðru, því drengirnir virðast vita betur en flestir fullorðnir tölvnotendur hvernig eigi að taka á tölvunum. Við stóran veggflöt svarfast hópur um með pensla og liti. Vegg- urinn er að taka á sig sterkt og litríkt yfirbragð undir dyggri og innblásinni leiðsögn Sigurðar Örl- ygssonar, sem gengur frekar til verks en að lesa yfir krökkunum. Þau bregða á leik á milli þess sem þau leggja síðustu hönd á framlag- ið. Kvikmyndahópurinn sýnir þarna ýmsar myndir eins og „Græna bamið“, sem þær Alfa Rós Pétursdóttir, Margrét Sturlu- dóttir, Svandís Sif Þórðardóttir, Guðrún Finnbogadóttir og Ásta Júlía Guðjónsdóttir hafa gert. Græna barnið fæðist í kennaheimi framtíðarinnar, en sker sig úr hópnum, því það er með typpi. „Uppúr þurru“ er mynd þeirra Davíðs Arnar Sigþórssonar, Hrafns Leós Guðjónssonar, Hafl- iða H. Hafliðasonar og Jakobs Ágústssonar og segir frá hrakn- ingum drengs, sem stingur sér í sundlaug en kemur upp úr í bað- keri, Bláa lóninu og er að lokum skolað niður í klósetti. íslendingar hafa orð á sér fyrir að þar séu fleiri listamann en víð- ast annars staðar miðað við höfða- tölu og listamenn þeirra hafa margir hveijir getið sér góðan orðstír. Eftir að hafa séð hlut ís- lensku krakkanna í 0ksnehallen þarf ekki að örvænta um að slakna muni á getu og sköpunarkrafti á næstunni...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.