Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 15 Morgunblaðið/Ásdís TERRENCE McNally stendur við túlkun sína á Maríu Callas. Féll á svip- stundu fyrir rödd hennar „MASTER Class er ekki heimilda- verk heldur leikrit, þar sem ég set fram túlkun mína á því hvernig manneskja María Callas var. Þótt verkið sé byggt á sönnum atburð- um, söngnámskeiðum hennar í Jull- iard, fléttast sitthvað fleira inn í það, svo sem eintal söngkonunnar sem kallar vitaskuld á huglæg vinnubrögð af hálfu höfundarins. Það hvarflar ekki að mér að láta sem Master Class sé hlutlæg lýsing á lífi Maríu Callas en ég stend við túlkun mína,“ segir Bandaríkja- maðurinn Terrence McNally, sem staddur er hér á landi í tilefni af frumsýningu á leikriti sínu, Master Class með Callas, í íslensku óper- unni á föstudagskvöld. McNally segir óperutónlist hafa altekið sig á unga aldri — nokkuð sem sé giska fátítt. „Ég gekk í kaþólskan skóla í Texas og systurn- ar höfðu mikið dálæti á óperutón- list. Fljótlega heillaði hún mig líka og þegar fjölskylda mín fluttist til Corpus Christie, sem er við landa- mæri Mexíkó, gafst mér tækifæri til að hlýða reglulega á óperur í mexíkóska útvarpinu." Þar heyrði pilturinn ungi í fyrsta sinn í söngkonu sem átti eftir að verða átrúnaðargoð hans — Maríu Callas. Útvarpsþulurinn, sem var vitaskuld spænskumælandi, mun reyndar hafa kallað hana Maríu Meneghini Cajas. „Ég féll á svip- stundu fyrir rödd hennar og þótt ég hefði ekki hugmynd um hver hún var eða hvernig hún leit út — Callas var ekki orðin fræg á þessum tíma — varð hún mitt átrúnaðar- goð. Ég fór að kaupa plötumar hennar og viti menn, skömmu síðar var hún á hvers manns vörum. Síð- ar átti ég eftir að bíða í þrjá daga fyrir utan Metropolitan-óperuna í New York til að fá miða á fyrstu sýninguna sem hún söng í þar.“ Varð skyndilega ljóst... Var það stór stund en alls sá McNally Callas í níu af ellefu skipt- um sem hún hóf upp raust sína í Metropolitan-óperunni. Alls kveðst hann hafa séð dívuna syngja fimm- tán eða sextán sinnum. Þau hittust hins vegar ekki nema einu sinni. Var það í samkvæmi í New York — rétt sem snöggvast. „Það borgar sig aldrei að kynnast fólki sem maður ber svona mikla virðingu fyrir án þess að þekkja það.“ Fyrir um áratug skrifaði McNa- lly leikritið Lisbon Traviata, þar sem Callas ber á góma en það var fyrir þremur árum að hann ákvað að skrifa leikrit sem snerist alfarið um hana. „Ég var staddur á góð- gerðarsýningu, þar sem atriði úr leikritum mínum voru i brenni- depli. Atriðið úr Lisbon Traviata snerist um Callas og þegar leikkon- an Zoe Caldwell steig á sviðið í kjölfarið varð mér skyndilega ljóst að ég yrði að skrifa leikrit um Maríu Callas." McNally kveðst hafa skrifað Master Class á skömmum tíma og haustið 1994 var það komið á fjal- irnar. „Ég var alltaf smeykur um að verkið myndi einungis falla óperuunnendum í geð og við frum- sýndum það því í smábæ í Montana til að kanna viðbrögðin. Mér til mikillar furðu sló sýningin hins vegar í gegn. Ég gat því sagt fram- leiðendum á Broadway að ég hefði rökstuddan grun um að leikritið höfðaði til almennings og í ljósi þess ákváðu þeir að láta slag standa." Féll þegar í fijóajörð Master Class var þó fært upp víðsvegar um Bandaríkin, svo sem venjan er þar um slóðir, við góðar undirtektir áður en verkið var frumsýnt á Broadway í nóvember 1995. Féll það þegar í frjóa jörð og við úthlutun Tony-verðlaunanna í vor fór Master Class með sigur af hólmi sem besta leikritið, auk þess sem Zoe Caldwell var valin besta leikkonan í aðalhlutverki. Uppfærslan á Master Class i ís- lensku óperunni er sú fjórða sem höfundurinn ber augum. í Róm sá hann leikritið á ítölsku og á frönsku í Montreal. „Á þeim sýningum gat ég fylgst ágætlega með framvindu mála en hér skyldi ég ekki orð.“ McNally segir velgengni verks- ins hafa komið sér í opna skjöldu; í sannleika sagt hafi hann ekki gert sér vonir um að það myndi höfða til eins breiðs hóps og raun ber vitni. En hver er skýringin? „Hugsanlega sér fólk sjálft sig í verkinu og fer að leiða hugann að draumum sínum og væntingum. Fá hæfileikar þess notið sín? Er það á réttri hillu í lífinu? Síðan endurspeglar Master Class vonandi þá skoðun mína að listin skipti máli — að listamaðurinn skipti máli. í þessu tilfelli á ég kannski sérstaklega við hinn túlkandi lista- mann enda er leikritaskáld aldrei betra en leikararnir sem ljá persón- unum sem það hefur skapað líf.“ McNally he'fur ekki í hyggju að skrifa meira um Maríu Callas — hér skilji leiðir. „Þegar ég lauk við Lisbon Traviata óraði mig reyndar aldrei fyrir því að ég ætti eftir að skrifa Master Class, þannig að maður veit aldrei. Nýverið var ég hins vegar beðinn um að skrifa kvikmyndahandrit byggt á lífi hennar og það vakti ekki áhuga minn.“ DSFUNDUR S JALF SJFÆÐIS FLOKKSIN S EINSTAKLINGSFRELSI ' j A F N R É T T I í REYND Fimmtudagur 10. október Laugardalshöll: Kl. 14.00 -17.00 Opið hús í Laugardalshöll. Afhending fundargagna. kl. 16.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt lög. kl. 17.15 Fundarsetning. Klassísk tónlist leikin af Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Borgardætur, ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Þórði Högnasyni. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ræðu. Fundur Sambands ungra sjálfstæðismanna með ungu fólki á landsfundi í Valhöll kl. 19.00. Kvöldverður fyrir konur á vegum Landssambands sjálfstæðiskvenna í Glæsibæ strax að lokinni fundarsetningu. kl. 21.00 Einstaklingsfrelsi - jafnrétti í reynd Fimm opnir fundir um jafnréttismál: Fjölskyldan,sameiginleg ábyrgð foreldra Launamunur kynjanna Frelsi og jafnrétti Völd og áhrif kynjanna Menntun, ungt fólk og jafnrétti Hótel Saga, A-salur Hótel Saga, Sunnusalur Grand Hótel, Hvammur Grand Hótel, Setur Grand Hótel, Gallery Föstudagur 11. október Laugardalshöll KI. 9.00 Fyrirspumartími ráðherra Sjálfstæðisflokksins. kl. 12.00 - 14.00 Sameiginlegir hádegisverðarfundir kjördæma. kl. 14.15 kl. 15.30 kl. 18.00 Starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Framsaga um stjórnmálaályktun. Umræður. EinstaklingsfreLsi - jafnrétti í reynd Framsöguræður og umræður um jafnréttismál. Starfshópar starfa. kl. 21.00-01.00 Opið hús fyrir landsfundarfulltrtia í sal Kiwanis Engjateig 11. Laugardagur 12. október Kl. 9.30 -12.00 Starfshópar starfa. kl. 13.30 Laugardalshöll Samkeppnisstaða fslands Friðrik Sophusson fjármálaráðherra flytur ræðu. Umræður. kL 19.30 Afgreiðsla ályktana. Umræður. Landsfundarhóf. Kvöldverður og dans á Hótel íslandi. Sunnudagur 13. október Laugardalshöll Kl. 10.00 -12.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kosning miðstjómar. kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. kl. 16.00 Kosning formanns. Kosning varafomianns. Fundarslit. Afsláttur á ferðum, bílaleigubílum og gistingu. Upplvsingar varðandi þau tilboð sem landsfundarfulltrúum standa til boða í tengslum við gistingu, flug og bílaleigu er hægt að fá hjá Ferðaskrifstofu íslands, ráðstefnudeild. Fylgist með landsfundi Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu flokksins - http://wvkW.centrum.is/x-d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.