Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ w LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson ANNA Guðný Guðmundsdóttir og Thomas Dausgárd voru ánægð í lok tónleikanna. Svo mælti Zaraþústra TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Carl Nielsen, Beethoven og Richard Strauss. Ein- leikari: Anna Guðný Guðmundsdóttir Stjómandi: Thomas Dausgárd. Fimmtudagurinn 3. október, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á Helios forleiknum eftir Carl Nielsen. For- leikurinn er glæsileg tónsmíð í klassískum anda, óður til sólarinnar eða öllu heldur sólguðsins Helíosar. Hinn gullni hljómur hornanna er táknandi fyrir sólarupprás og þegar Helíos ekur yfir himininn í sínum logandi vagni tilkynna trompetarnir komu hans með glæsilegum lúðra- þyt og sólarstefið er síðan flutt af fullri hljómsveit. Undir lokin hnígur sólin til viðar og all er kyrrt og hljótt. Verkið var mjög vel flutt undir stjóm Dausgárd, þar sem túlkuð var kyrrðin í upphafi verks- ins, tignarleg upprisa sólarinnar og sólarlagið. Annað verkið á tónleikunum var píanókonsert nr. 2, eftir Beethoven. Höfundurinn mun ekki hafa verið alls kostar ánægður með þennan sinn fyrsta konsert sinn en sá nr.l er í raun saminn seinna. Fyrsti kaflinn er í ekta Mozart-stíl en í hæga kaflanum gægist fram hinn sérkennilegi þungi, sem varð helsta einkenni hægu þáttanna hjá Beet- hoven. Þessi sérkennilega alvara og þungi, sem hann náði oft að túlka með hæglátu og jafvel ein- rödduðu tónferli, hafa margir tón- vísindamenn talið tilkomið vegna áhrifa frá Carli Philipp Emanuel Bach, sem var mikil áhrifavaldur um gerð píanósónötunnar og hafði einnig mikil áhrif á Haydn. Glaðleg- ur og fjörugur lokaþáttur í rondó- formi var svo sjálfsagður og er upphafsstef hans eitt af þessum stefjum, sem mörgum samtíma- mönnum Beethovens fannst vera allt of einföld. Auk þess eru kafla- skilin innan rondósins ekki eins skýr og í öðrum rondóum meistar- ans, því t.d. g-moll stefið er í raun eins konar úrvinnsla á aðalstefinu og þrátt fyrir að vera mjög skemmtilega unnið, myndar það ekki sterka andstæðu við aðalstefið. Anna Guðný Guðmundsdóttir flutti konsertinn mjög fallega og tært, eins og hún væri að leika Mozart, sem á mjög vel við þennan kon- sert. Léttur og leikandi flutningur hennar í 1. kaflanum var góður en hún hefði mátt einstaka sinnum sækja tóninn ögn dýpra, sérstak- lega í hæga þættinum og þar með leiða hugann að því, að þarna er Beethoven að leita að sjálfum sér og ef til vill er þar að finna ástæð- una fyrir óánægju hans með árang- urinn. Rondóið var mjög skýrt og fallega mótað en vantaði þá skerpu, sem oft einkenndi óþol og bráðlæti Beethovens. Allur leikur Önnu Guðnýjar var í heild á fínlegu nótun- um, mjög failega mótaður og naut sín best í 1. kafla verksins. Síðasta verk kvöldsins var Svo mælti Zaraþústra, eftir Richard Strauss. Gagnrýni manna varðandi heimspeki Nietzshe, hefur tengst þessu verki og þó tónaljóð sé eins konar sagnaverk, hefur sú stað- reynd vikið fyrir hinu músiklega innhaldi verksins. Tónferlið, tón- hugmyndirnar, blæbrigðin og leik- urinn með hryn og styrkleika, lifir sínu lífi af svo miklu afli, að tengsl alls þessa við söguna hverfa og tónlistin ein talar sínu máli og öðl- ast nýtt inntak við hvern flutning. Unga fólkið skynjar upphaf verks- ins í tengslum við kvikmynd og vísast til eru fáir sem muna eftir Nietzscheog nasistunum í tengsl- um við þetta meistarverk. Verkið var vel flutt, þó enn verði að minn- ast á fæð strengjanna, sem nú voru 14 í 1. fiðlu en hefðu átt að vera minnst 24 og fiðlusveitin sam- kvæmt því, til að hafa í fullu tré við blásarana og ná að byggja upp sterkan strengjahljóm, þar sem strengjasveitinni var t.d. skipt í 14 raddir, svo nokkuð sé nefnt. Hvað sem þessu líður var flutningurinn góður og auðheyrt að Dausgárd er frábær stjórnandi en hann stjórnaði eftir minni og náði oft að magna upp fallegar stemmning- ar. Það mætti benda stjórn hljóm- sveitarinnar á að tími er til kominn að flytja öll stóru hljómsveitarverk- in á sérstökum tónleikum og stækka þá hljómsveitina, þ.e. strengjasveitina upp í filharmón- íska stærð. Þessu mætti mæta með hærra miðaverði, sem myndi ekki fæla frá, ef tónleikagestir ættu von á einhvetju sérstöku og af stóru gerðinni. Jón Ásgeirsson Lauren Piperno heldur fyr- irlestur BANDARÍSKI ljósmyndarinn Lauren Piperno mun fjalla um verk sín í Ljósmyndamiðstöð- inni Myndás, Laugarásvegi 1, þriðjudaginn 8. október kl. 20.30. Hún hefur síðustu tvö árin myndað íslenskar konur og er nú að vinna að gerð ljós- myndabókarinnar „Dætur sögueyjarinnar". Til þessa verkefnis hefur hún m.a. feng- ið styrk frá „The American- Scandinavian Foundation" í New York. Lauren Piperno lauk námi við Pratt Institute í New York 1973 og hefur síðan starfað við ljósmyndun. Hún hefur fengið ýmsa styrki og viður- kenningar fyrir verk sín vestan hafs og myndir hennar birst í fjölda tímarita. Hún hefur haldið yfír 20 sýningar á verk- um sínum, haldið fjölda fyrir- lestra um verk sín og kennt á námskeiðum um listræna ljós- myndun. Síðustu 10 árin hefur hún m.a. myndað í næturklúbbum í New York og hluti af því verki var myndaserían „Sígar- ettustúlkurnar“ sem sýnd var í Reykjavík sl. vor. Á fyrirlestrinum í Myndás sýnir Lauren Piperno skyggn- ur af myndum sínum síðustu tvo áratugina og ræða um væntanlega bók um „Dætur sögueyjunnar". Aðgangseyrir á fyrirlesturinn er kr. 450 en kr. 250 fyrir meðlimi í ljós- myndaklúbbnum Loka. Rússneskar mánudags- myndir í bíó- sal MÍR FÉLAGIÐ MÍR tekur upp þá nýbreytni í félagsstarfínu í vetur að sýna til jafnaðar tvisvar í mánuði hveijum vald- ar kvikmyndir úr safni félags- ins sem eru ótextaðar en með rússnesku tali. Eru þessar kvikmyndasýningar einkum hugsaðar fyrir þá sem hafa nokkurt vald á rússneskri tungu, eru að læra málið eða vilja rifja upp kunnáttuna, en sýningarnar eru þó að sjálf- sögðu opnar öllum sem áhuga hafa og aðgangur ókeypis. Kvikmyndasýningar af þessu tagi verða fyrsta og þriðja mánudag hvers mánað- ar (þó ekki á stórhátíðum) og fyrsta myndin mánudags- kvöldið næsta kl. 20 er mynd- in „Vanja frændi“ frá 1971. Leikstjóri er Andrei Mikhal- akov-Kontsalovskíj og meðal leikenda er Innokentí Smokt- únovskíj, sem leikur Voin- itskíj. Kvikmyndin er byggð á leikriti Antons Tjekhovs. Kvikmyndir MIR eru sýndar í bíósalnum Vatnsstíg 10. Miki 3 DANSKA teiknimyndin Miki 3 verður sýnd í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 14. í myndinni er sagt frá stráknum Mika sem er þriggja ára og leiðist sjaldan, því hann finnur alltaf upp á einhveiju skemmtilegu að gera. Myndin er full af glensi og gríni og tekur um 30 mín. í flutningi. Myndin er með dönsku tali. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Nýjar bækur • ÍSLENSKI kiljuklúbbur- inn hefur sent frá sér þijár bækur; Híbýli vindanna - skáldsaga um vesturfara eft- ir Böðvar Guðmundsson. Sagan kom út í fyrra og hlaut góðar móttökur. Á ferðalaginu yfir hafið og á öræfum Amer- íku skiptast á skin og skúrir en að lokum kemst landnema- hópurinn á eigið land vestan Winnipeg-vatns og stofnar þar nýlendu í nágrenni við indján- ana. Nýja-ísland. Verð 899 kr. Eldhús eftir Banana Yoshi- moto er fyrsta skáldsaga ungr- arjapanskrar skáldkonu. Hún fjallar um unga stúlku sem missir foreldra sína og elst upp hjá afa sínum og ömmu. Bókin olli miklu ijarðafoki þegar hún kom út og sópaði til sín þar- lendum bókmenntaverðlaun- um. Hún hefur síðan verið gef- in út í Evrópu og Bandaríkjun- um og vakið athygli. Elísa Björk Þorsteinsdóttir þýddi bókina sem kom fyrst út hjá bókaútgáfunni Bjartur. Verð 799 kr. Spennusaga íslenska kilju- klúbbsins er að þessu sinni Sælir eru þeir sem þyrstir eftir Anne Holt. Tólf nauðgan- ir og nokkur morð eru óupplýst í Osló og Wilhelmsen lögreglu- fulltrúi verður að viðurkenna að nauðgunarmálin hafa síður en svo forgang. Jón Daníelsson þýddi. Verð 799 kr. FLÓKIOG VATN MYNDLIST Úmbra FLÓKI Ingnnn Lára Brynjólfsdóttir, Sandra Laxdal, Björg Pétursdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir. Opið þriðjudaga- föstudaga 15-18, laugardaga 13-18, sunnudaga 14-18. Til 9. október. Aðgangur ókeypis. Í LISTHÚSINU Úmbru hefur undanfarið staðið yfír kynning á flókateppum, verkum þriggja list- nema og kennara þeirra í þessari ævafornu aðferð við gerð klæðis. Að þæfa ull til klæðagerðar er elsta aðferð sem þekkt er og hefur verið notuð allt til dagsins í dag við gerð teppa og klæðis hjá hirðingjum og þjóðum Mið- og Austur Asíu en lít- ið notað á síðari árum, þó aðferðin við gerð flóka hafi aldrei lagst af. Nýjungar felast einnig í endurnýjun fornra aðferða, svo sem víða sér stað í núlistum og hér á landi eru þær Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá og Anna Þóra Karlsdóttir kunnastar fyrir að hafa notað flóka í verk sín og báðar með framúrskar- andi árangri. Er ánægjulegt að áhugi fyrir þessari sérstöku aðferð við vinnslu ullar skuli hafa fest rætur meðal yngri kynslóða, og mun sýningin vera liður í að vekja athygli hér á um leið og tæknin er kynnt. Einhver slappleiki og fljótfærnis- bragur er á kynningunni, því engin sýningarskrá liggur frammi, en í þess stað er eintak af því prýðilega riti heimilisiðnaðarfélagsins „Hug- ur og hönd“ á staðnum, og getur þar að líta fróðlega grein um tækn- ina eftir Þóri Sigurðsson. Einnig er þar útlent tímarit er kynnir tækn- ina. Þetta er þó ekki nóg, því að fyrir utan Önnu Þóru er um óþekkt- ar listspírur að ræða, og þótt teppi þeirra séu hin ásjálegustu gefa þau litla hugmynd um hvar hver og ein sé á vegi stödd á listasviði þótt tæknin virðist óaðfinnanleg. Hið þrívíða skálarform Önnu Þóru vísar hins vegar sterkt til listar hennar, þótt það kalli á hnitmiðaðri upp- setningu. M o k k a VATN Svanur Kristbergsson. Opið á tíma kaffistofunnar. Til 11. október. Aðgangur ókeypis. HINN ungi Svanur Kristbergs- son er höfundur innsetningar í Mokka, sem byggist á vatni í stór- um plastflöskum sem raðað er skipulega á litlar jafn stórar hillur um aila veggi. Fyrir ofan þær eru stálplötur sem í eru rist nöfn ýmissa helstu listhúsa heimsins svo sem Mary Boone, Leo Castelli, Guggen- heim, Lelong, Gagorian, Moma, Sonnabend o.fl. í lítilli skrá sem fylgir sýning- unni má lesa hugleiðingar um vatn eftir einhvern Björn Þorsteinsson, sem vitnar í Mósebók 4M 20.11. „Heyrið þér, þijóskir menn. Hvort munurn vér leiða mega vatn út af kletti þessum handa yður?“ - og úr spratt vatn í eyðimörkinni. I Kana breytti lausnarinn vatni í vín og lét það verða sitt fyrsta tákn (og veislustjórinn sagði við brúðgum- ann: „Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara, er menn gerast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.“). (Jh. 2.1.11) Sé uppsprettan heilög, og tilurðin kraftaverk, er vatnið okkar vín. Þetta er nokkuð langsótt líking, og þótt hún hreyfi vafalítið við heilasellum áhugasamra er nánari skýringa þörf, hins vegar opnar gjörningurinn fyrir flóðgáttir af getspeki og má það vera list út af fyrir sig. Mjög snyrtilega er gengið frá uppsetningunni, og hin eintóna endurtekning sem einungis er rofin af nöfnum hinna nafnkenndu list- húsa er sem skilvirkt endurvarp þess sem getur að líta í sumum þeirra. Tilefni er að minna á, á að listsýningar eru eins og samræður og þá skiptir máli að kunna að spyija og leggja framkvæmdina á ljósan hátt í hendur skoðenda til að framkalla viðbrögð. Hér er hann úti að aka, finnur ekki haldfestu. Bragi Ásgeirsson I ) ) ) ) I ! > r i , i ■ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.