Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Lífsgæðakapphlaupið er þjóðaríþrótt allra nútíma- þjóða. Með því er átt við það, að nær allir nútíma- menn leitast við að bæta lífsgæði sín. Það er meginviðfangsefni framfaraleitarinnar sem ætíð er efst á baugi í okkar heimshluta. Árangurinn í þessari mest iðkuðu íþrótt allra tíma, lífsgæðakapp- hlaupinu, skiptir því alla miklu máli. En hvemig á að meta þann árangur? Hvemig á að meta árang- ur Islendinga í sókn sinni til fram- fara og velferðar á þessari öld? Svarið við þessum spumingum byggist að stómm hluta á því, hvað menn eigavið með hugtakinu „hið góða líf“. Ólíkir einstaklingar skilgreina hins vegar lífsgæðin með ólíkum hætti. Það sem einum finnst eftirsóknarvert höfðar ekki til annars. Einn hefur mestan áhuga á efnalegum gæðum (fé, eignum, völdum), annar hugsar mest um heilsufar og líkamsrækt, þeim þriðja þykir mikilvægast að sinna andlegum þroska, þekking- arleit og þjálfun hugans, og þeim fjórða þykir mest um tengsl sín og samskipti við ættingja og vini, og þannig mætti áfram telja. Lífs- gæðamarkmiðin í lífsgæðakapp- hlaupinu geta því verið afar mörg og fjölbreytileg og áherslurnar á einstaka þætti misjafnar. Þetta fjölþætta eðli lífsgæðakapphlaups- ins gerir það að verkum, að til að meta árangur einstaklinga jafnt sem heilla þjóða verður mat á lífs- gæðum að vera fjölþætt og taka tillit til ólíkra skilgreininga þátt- takenda sjálfra á markmiðum keppninnar. Algengasta leiðin sem notuð hefur verið til að meta lífsgæði er það sem kalla má „vörutalning- araðferðina", en sú aðferð felst í því að meta umfang efnislegra gæða sem einstaklingar þjóðanna hafa aðgang að í landi sínu. Öflug- asta mæling „vörutalningarað- ferðarinnar“ er mæling hagfræð- innar á þjóðarframleiðslu, þ.e. samlagning allrar þeirra vöru og þjónustu sem framleidd er og gengur kaupum og sölu á tilteknu landsvæði. Þetta er þýðingarmikil mæling því hún sýnir möguleika þjóða á því að fullnægja efnisleg- um þörfum þegnanna. Niðurstöður eru gjaman settar fram sem tölur um verðmæti þjóðarframleiðslunn- ar á hvern íbúa viðkomandi lands. Helsti galli aðferðarinnar er hins vegar sá, að hún horfir framhjá raunverulegri dreifingu efnalegu gæðanna milli þegnanna, auk þess sem hún nær ekki til augljóslega mikilvægra félagslegra og heilsuf- arslegra þátta. Til að sjá við þeim annmörkum voru á síðustu áratug- um þróaðar svokallað „lífskjara- kannanir", fyrst af sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna og síðan af félagsvísindamönnum ýmsum. Slíkar kannanir útfæra „vörutaln- ingaraðferðina" með því að tengja við hana ýmsar lýsingar á þjóðfé- lagslegu umhverfi og heilsufari fólks, og greina síðan allt saman ^ Velferð Islendínga UM MAT A LIFSGÆÐUM Hvemig á að meta árangur íslendinga í sókn sinni til framfara ------------------------------------—--------^---------------- og velferðar á þessari öld? Þannig spyr Stefán Olafsson í fyrri grein af tveimur um velferð og fátækt á Islandi. Greinamar em skrifaðar í tilefni af því, að um þessar mundir em 10 ár síðan Félagsvísindastofnun Háskóla íslands tók til starfa. Markmið grein- anna er að gefa örlitlar vísbendingar um rannsóknarviðfangsefni sem stofnunin hefur fengist við á síðustu missemm, sem og að leggja fram á opinbemm vettvangi nýtt efni úr gagnabanka Félags- vísindastofnunar sem veitir athyglisverða sýn á þjóðlífíð á íslandi. Lífskjör á Norðurlöndum um 1990 Bl Besta útkoma ■í :o T3 C u. a *o □ ímeðallagi •O c 1 •2 c O) á ■ Lakasta útkoma ■iH (O Q .c u. Efnahagsþættir VLF á mann 1980-90 m □ m H □ VFLá mann 1990- □ ■ m H □ Umfang einkaneyslu ■ ■ □ □ □ Bifreiðaeign ■ □ H H □ Umfang skattheimtu H ■ □ H H Launatengd starfsfríðindi ■ □ H H Ráðstöfunartekjur einstaklinga □ H □ □ □ (heildartekjur utan beinna skatta) Greitt kaup verkafólks ■ H H H □ Vikulegar vinnustundir ■ H □ B H Félagsþættir Húsnæðisaðstæður ■ □ H H H (stærð, gæði, séreign húsnæðis) Almennt heilsufar ■ H H H H (lítill barnadauði, löng eðalævi, ánægja með heilsu) Menntastig (% í háskólanámi) ■ H □ H Atvinnuleysi 1990-95 ■ H □ □ Virkni fjölskyldutengslna ■ □ □ H □ Félagsleg virkni (kosningaþátttaka) U □ □ H Launamunur almennt □ □ H H H Launamunur kynja □ H H H H (1=minnstur, 3=mestur) Frístundalíf ■ H □ H H Átök á vinnumarkaði ■ H □ H H Velferðarútgjöld hins opinbera ■ H □ H H eftir þjóðfélagshópum (t.d. stétt- aðferð mest notuð við almennt um, kynslóðum, kynjum og byggð- mat á lífskjörum þjóða og saman- arlögum). Nú á dögum er þessi burð þjóða í milli. Á Norðurlöndum voru birtar niðurstöður sambærilegra líf- skjarakannana árið 1990,' þar sem leitast var við að mæla sem flesta þætti lífskjara, í þeim tilgangi að komast nær niðurstöðu um það, hvernig norrænu þjóðirnar stæðu að vígi í lífsbaráttunni. Nýleg skýrsla Þjóðhagsstofnunar til for- sætisráðherra um samanburð á lífskjörum á íslandi og í Danmörku notar svipaða aðferð, þó hún nái ekki til jafn margra þátta og nor- rænu lífskjarakannanirnar frá 1990. Niðurstöður lífskjarakannana af ofangreindum toga eru ágæt- lega til þess fallnar að draga upp mynd af stöðu og árangri þjóða í einstökum þáttum lífsgæðakapp- hlaupsins. Þær lýsa því hvernig þjóðirnar búa að efnalegum gæð- um (tekjum, eignum, húsnæði og búnaði hvers konar), menntun, heilsufari, vinnu og félagslífi, svo nokkuð sé nefnt. Þetta eru mikil- væg atriði þegar meta skal árang- ur í framfaraviðleitni og lífsgæða- kapphlaupi þegna velferðarríkj- anna. í töflu 1 er sýnt yfirlit um niður- stöður lífskjarasamanburðar milli norrænu þjóðanna úr lífskjara- könnunum þeim sem birtar voru 1990, en þó með uppfærslum á grundvelli nýlegri upplýsinga frá síðustu árum. Sýnt er hvernig þjóðirnar standa almennt í saman- burði á hveiju hinna helstu lífskja- rasviða. Þær þjóðir sem fá ein- kunnina 1 eru með skárstu útkomu á viðkomandi sviði, einkunnin 2 vísar til meðalútkomu þjóðanna fimm á viðkomandi sviði, og ein- kunnin 3 fyrir einstakan þátt þýð- ir að viðkomandi þjóð standi verst að vígi varðandi það atriði saman- borið við hinar þjóðirnar. í sumum tilvikum fá tvær eða fleiri þjóðir sömu einkunn fyrir viðkomandi líf- skjaraþátt og endurspeglar það þá svipaða útkomu þeirra. (Sjá töflu en gæta þarf þess að gögn vantaði frá Danmörku í þremur tilvikum). Með því að skoða þennan talna- bálk vandlega má fá mikilvægar upplýsingar um almenna lífskjara- stöðu norrænu þjóðanna innbyrðis. Niðurstöðurnar segja meðal ann- ars að á mörgum sviðum fá íslend- ingar bestu útkomu í samanburð- inum, ýmist einir sér eða með ein- hverri annarri frændþjóðanna. Það á t.d. við um almenna hagsæld, einkaneyslu, skattbyrði, hús- næðisaðstæður, heilsufar, menntastig og atvinnustig. Á nokkrum sviðum erum við í meðal- lagi, t.d. á það við um ráðstöfunar- tekjur, almennan launamun og launamun kynjanna, og í sam- skiptum á vinnumarkaði á síðustu árum. Loks erum við í nokkrum tilvikum með verstu útkomu, og á það t.d. við um grunnkaup, vir.nu- tíma og frístundalíf, og framlög hins opinbera til sumra þátta vel- ferðarkerfisins.3 Almennt koma Finnar verst út úr þessum samanburði, og hefur svo verið frá því slíkar kannanir voru fyrst gerðar upp úr 1970.- Norðmenn fá oftast bestu einkunn nú á dögum og hafa í þeim efnum nýlega sigið framúr Svíum sem lengi höfðu bestu útkomuna úr slíkum könnunum á Norðurlönd- um. Á eftir Norðmönnum koma íslendingar, Svíar og Danir með álíka mörg tilvik af bestu útkomu einstakra sviða lífskjaranna. Is- lendingar fá hins vegar oftar verstu útkomu en Danir, Norð- menn og Svíar, og gætir þar eink- um þeirrar sérstöðu sem felst í lágu grunnkaupi og löngum vinnu- tíma hér á landi. Ef spurt er um heildarniðurstöð- una fyrir Island þá er hins vegar ekki fullljóst af þessum gögnum hvort hægt sé að segja að lífskjör- in á íslandi séu á heildina litið betri eða verri en í hinum löndun- um. Við stöndum vissulega ágæt- lega í slíkum samanburði við hinar norrænu þjóðirnar, því við fáum oft bestu einkunn fyrir mjög mikil- væg atriði. En nær verður þó ekki komist heildarniðurstöðu með slík- um gögnum en að segja, að við komum vel út á mörgum sviðum en verr á öðrum. Þarna liggur ein- mitt helsti annmarki slíks saman- burðar á lífskjörum sem felst í því að telja og meta hlutlæga líf- skjaraþætti. Niðurstaðan ræðst að stórum hluta af því hvaða atriði eru tekin til samanburðarins og > > i l ► t f I í I I I t ! I I í I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.