Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gott að eiga hlutina með öðrum mmmlmmsús Á SUNNUDEGI Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO, hefur starfað hjá fyrirtækinu frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Fyrirtækið er í inn- og útflutningsviðskiptum; flytur út æðardún og hraunmola og innflutningurinn er aðallega á matvæla- og sælgætissviðinu. Upphaflegir stofnendur XCO voru fjórir og eiga þeir fyrirtækið enn í dag og þar starfa tólf manns. STANDANDI Helgi Ágústsson, Jón Otti Ólafsson, Halldór S.H. Sigurðsson og Sigtryggur R. Eyþórsson. Eftir Súsdnnu Svovarsdóttur IBYRJUN september 1971 létu flórir félagar gamlan draum rætast og stofnuðu fyrirtæki, sem fékk heitið XCO og var ætlunin að hasla sér völl í inn- og útflutningi, Reksturinn fór hægt af stað, en árið 1974 byrjuðu hjólin að snúast og framkvæmdastjórinn, Sigtryggur R. Eyþórsson, sem hafði sinnt fyrirtækinu í hjáverkum, ásamt félögum sínum, hætti í sínu fasta starfi og sneri sér alfarið að xco. Fyrirtækið hefur frá upphafi flutt út æðardún og síðar bættust hraun- molar, „lava rocks“, við, en þeir eru seldir til Englands. „í Englandi er aðili sem kaupir af okkur hraun- mo!a,“ segir Sigtryggur, „við látum mala hraunið niður í 5-7 cm mola og flytjum það út í gámum. Þar eru þeir þurrkaðir og þeim pakkað í neytendaumbúðir og fólk kaupir þetta í gasgriil.“ Til að byrja með flutti XCO einn- ig út vorkópaskinn. „Við komum inn í þau viðskipti þegar Brigitte Bardot var að byija áróður sinn. Hún sá til þess að þetta lagðist næstum af. 1 dag eru það örfáir bændur sem hafa haldið þessarí grein við en þetta er aftur vaxandi atvinnu- grein.“ Innflutningur fyrirtækisins hófst á innflutningi á vefnaðarvöru; sængurverum, teppum og pijóna- garni og er XCO ennþá í viðskiptum við þau fyrirtæki sem upphaflega var skipt við. Þar næst komu mat- vara og sælgæti, sem eru aðal- grundvöllurinn undir auknum rekstri og umsvifum. Gamall draumur rætist XCO var gamall draumur sem rættist. Hver var aðdragandinn? „Þegar ég var þrettán ára gam- all flutti ég úr austurbænum í vest- urbæinn. Það sama ár flutti Helgi Ágústsson líka úr austurbæ í vest- urbæ. Við byijuðum í Gaggó vest um haustið og lentum í sama bekk. Með okkur í bekk var líka Jón Otti Ólafsson. Hann bjó líka á Vesturgöt- unni; hafði alist þar upp, sem og Halldór S.H. Sigurðsson. Með okkur tókst mjög góður vin- skapur og síðar, þegar við breytt- umst úr unglingum í unga menn, lágu leiðir í ýmsar áttir. En sumir okkar höfðu hug á að stofna fyrir- tæki saman. Ég var aðalhvatamað- urinn að því að láta þann draum rætast og í september 1971 gerðist það. Við höfðum stofnað sjóð, þegar við vorum 20 ára. Þegar við vorum búnir að safna nógu miklum pening- um til að eignast bíl, keyptum við Saab. Ferðaskrifstofan Lönd og leið- ir sá um að leigja bílinn út. Síðar seldum við hann - keyptum fri- merki sem urðu síðar grunnurinn að stofnun XCO. Þá vorurn við komnir á þann ald- ur að eiga kærustur, eða eiginkonur og börn. Við rákum ekki bara fyrir- tækið saman heldur fórum, ásamt konunum og börnunum í lífí okkar, í útilegur, m.a. í Skorradalinn, áður en hann fylltist af sumarbústöðum. Jón Otti hafði verið þar í sveit, að Fitjum. Enda höfum við kallað þenn- an hóp til gamans „Skorradalsætt- ina“. Ég er alinn upp við það hugarfar að ljölskyldan eigi að standa saman og ef maður eignast vin, verði hann manni góður vinur það sem eftir er. Maður á að rækta vináttuna eins og fjölskylduna; vel. Víð erum heppnir með það allir félagarnir að vera vel giftir. Hver og einn okkar hefur átt sömu konuna frá upphafi. Og við fínnum það sífellt meira, þegar við eldumst, hvað þessi vin- átta er okkur mikils virði og böndin styrkjast með árunum.“ Byrjað í skúr á Vesturgötunni Reksturinn á XCO byijaði í skúr á Vesturgötunni, við húsið þar sem Sigtryggur ólst upp. „Það kom fljót- lega upp sú hugmynd að spara til að kaupa hús undir fyrirtækið," segir Sigtryggur. „Við stofnuðum tveggja ára sparnaðarreikning í Landsbankanum og að þeim árum loknum fengum við tvöfalda upp- hæðina að láni til fjögurra ára. Þá keyptum við, árið 1979, húsnæði við Búðargerði. Þegar við höfðum lokið við að greiða það stofnuðum við næsta sparnaðarreikning og keyptum núverandi húsnæði fyrir- tækisins, hér í Skútuvogi lOb, árið 1988. Það tók fyrirtækið tólf ár að eignast viðunandi húsnæði. Við héldum þó eftir hluta af húsnæðinu í Búðargerði og rekum þar æðar- dúnshreinsun. Síðan keyptum við nýlega húsnæði hérna beint á móti, í Skútuvogi 12d. Við höfum alltaf þróað fyrirtækið áfram í smáum skrefum og oftast getað greitt hluthöfum arð. Fyrir tuttugu árum bættust við hluthaf- arnir Jón Halldórsson og Ása Ás- geirsdóttir. Aðalfundinn höldum við alltaf upp á með pomp og prakt hver heima hjá öðrum, eða í sumarbú- stað. Þá fáum við kokk og þjón til að konurnar okkar þurfi ekki að vera að snúast í þessu. Þetta hefur verið fastur punktur í tilverunni.' Það styrkir ekki síður vináttuböndin að sú helgi sem fer í aðalfundinn, sé skemmtileg og við eigum góðar endurminningar frá henni.“ Islensk-kínverska verslunarráðið XCO hefur aðallega flutt út vörur til Þýskalands, Japans, Tævans, og hraunið til Englands. Til landsins hefur fyrirtækið flutt vörur svo sem verkfæri, gjafavöru og fleira frá ýmsum Evrópulöndum, Bandaríkj- unum, Filippseyjum, Tælandi og Kína. „Það fyrsta sem við fluttum inn frá Kína, var matvara," segir Sigtryggur, en hann er formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. „Ég hef verið í mjög góðu sam- starfí við verslunarfulltrúa kín- verska sendiráðsins frá því við hóf- um viðskipti við Kínveija. Það hefur verið töluvert um 'að stofnuð séu viðskiptaráð milli landa, til dæmis Ísland-Bandaríkin, Ísland-Frakk- land og nýverið Ísland-Þýskaland. Þegar kom að því að stofna ís- lenskt-kínverskt viðskiptaráð, tók stjórn Félags íslenskra stórkaup- manna ákvörðun um að stofnuð yrði undirbúningsnefnd að stofnun Islensk-kínverska viðskiptaráðsins. Það var mikill áhugi fyrir því hjá íslenskum fyrirtækjum; mun meiri en við höfðum átt von á. I staðinn fyrir 25-30 fyrirtæki, eru þau yfir hundrað í dag og stofnunin átti sér formlega stað 27. október 1995. Markmið ráðsins er að hafa for- göngu um og hvetja til hvers konar viðskipta, verslunar og annarra hagsmunatengsla milli Islands og alþýðulýðveldisins Kína. Áherslan er lögð á að örva og leggja rækt við vaxandi vináttusamskipti milli atvinnurekenda í löndunum tveimur, skapa grundvöll til skoðanaskipta með fundahöldum og námstefnum, halda sýningar og standa að þátt- töku í vörusýningum, svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðið vor fórum við, hópur íslenskra kaupsýslumanna, á Kan- ton-sýninguna, sem haldin er tvisvar á ári. Þetta er aðallega vörusýning til að sýna framleiðsluvörur Kín- veija. Þangað koma kaupsýslumenn alls staðar að úr veröldinni til að koma sér í samband við kínverska framleiðendur. Og þarna er sýnt allt sem er framléitt í Kína. Héðan fór átján manna hópur og þar sem þetta var fyrsta hópferðin sem stofnað var til af Íslensk-kín- verska .viðskiptaráðinu sendi hr. Xiang Lunjun á viðskiptaskrifstofu sendiráðsins hér út fréttatilkynn- ingu og kynnti hópinn sem fyrstu skipulögðu viðskiptaferð íslendinga til Kína. Fréttin birtist í ótal dag- blöðum, margir fulltrúar á sýning- unni höfðu séð fréttir af þessu og hefur það án efa greitt götu manna, fremur en hitt. Auk þess töldust íslensku gestirnir vera sérstakir gestir sýningarinnar og fengu að bera borða til auðkenningar. í Kant- on-borg tókum við þátt í tveimur samsætum; hjá stjórn Kanton-sýn- ingarinnar og CCPIT í Guangdon- fylki. Eftir sýninguna fóru nokkrir heim, sumir í skemmtiferð um Kína og aðrir að sinna viðskiptaerindum. Flestir voru að fara til Kína í fyrsta sinn og fundu þama ný sambönd og samstarfsaðila.11 I alþjóðlegnm samtökum heildsala Fyrir stuttu var XCO boðið að gerast aðili að „CEISA Group,“ al- þjóðlegum samtökum heildsala, sem eru hugsuð þannig að aðeins eitt heildsöiufyrirtæki frá hveiju landi er í samtökunum. „Það er einu fyrir- tæki frá hveiju landi boðið að ger- ast félagi," segir Sigtryggur. „Við gengum í þetta félag síðastliðið vor og erum mjög stoitir af því. Við- skiptaaðilar okkar í Danmörku og Englandi eru aðilar að þessum sam- tökum, sem voru stofnuð árið 1969.“ CEISA stendur fyrir „Cercle Européen Imortateurs Spécialités Alimentaries", og hlutverk samtak- anna er að skiptast á upplýsingum. „Tveir af viðskiptavinum okkar, í Bretlandi og Danmörku, hvöttu okk- I i > i 5 I ! i i f I ! ! [ I I t f I <3 I H 1 4 4 Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.