Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 26
Upptök jaröskjálfta Sunnan og austan þessarar línu verður spennuiækkun Bárðarbunga - Gossprungan 'msvötn Hiabung* lungnaar- V jokúii MORGUNBLAÐIÐ 26 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 FRÉTTIR megineldstöð /xöhlu- / kviilar- \ jSkull ; Jarbskjálftar ^ í norbvestanverbum Vatnajök" 29. sept. kl. 10.48 12.00 Skjálftar á Bárðabungu en gy s við Grímsvötn MEÐ þessum skýringamyndum er reynt að skýra út frá jarðskjálfta- mælingum atburðarásina sem hófst með stórum jarðskjálfta í Bárðarbungu sunnudaginn 29. september sl. Stuðst er bæði við það hvernig upptök jarðskjálftanna breytast á þessu tímabili en einnig við bráða- birgðaniðurstöður rannsókna á brotaeðli jarðskjálftanna. Jarð- skjálftastöðvarnar sem unnt er að nota við þessa athugun eru hinar svokölluðu SIL stöðvar, sem til- heyra nýja jarðskjálftanetinu ís- lenska. Mælanetið nær ekki enn upp í hálendið að neinu marki, svo SIL- jarðskjálftastöðvarnar eru allar lengra en 100 km frá gosstöðvun- um. Þetta gerir allar niðurstöður óvissari en ella. Samt sem áður getur úrvinnsla skjálftamælinganna sæmilega heilsteypta mynd af þróun spennu- ástandsins á svæðinu, og því hvemig gos, sem er nær Gríms- vötnum en Bárðarbungu fer af stað vegna jarðskjálfta sem urðu í vesturhlíðum Báðarbungu. Skýrslan sem byggt er á er unnin af sérfræðingum Veðurstof- unnar, þeim Ragnari Stefánssyni, Gunnari B. Guðmundssyni og Sig- urði Rögnvaldssyni. — Vatnshæð í Grímsvötnum 1930-1996 Vatnsborð 4. 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 Ísstífla við Grímsvötn heldur aftur af hlaupi YFIR Grímsvötnum liggur fljótandi um 250 metra þykk íshella (sjá mynd 1) . Hún lyftist og sígur eftir því hvort vatn er að safnast fyrir í vötn- unum eða að renna úr þeim. Að jafn- aði hefur hlaupið úr Grímsvötnum á 4-6 ára fresti sl. hálfa öld (sjá mynd 2) . Síðast gerðist það í apríl á þessu ári. Nú er hæð yfírborðs Grímsvatna um 20 metrum hærri en hún hefur áður verið frá því mælingar hófust. Vatnshæðin árið 1938 er hins vegar ekki þekkt, en þá urðu þar svipaðir atburðir og nú eru að gerast. Það sem heldur vatni í Grímsvötnum er ísstífla framan við Grímsvatnaöskj- una. Vatnið, sem safnast fyrir í henni, þrýstir á stífluna. í hlaupum síðustu áratuga hefur vatnið náð að bijóta sér leið um veilur undir stífl- una áður en til þess hefur komið að það hefur lyft henni upp. Núna hafa Grímsvötn fyllst miklu hraðar en áður og þess vegna hefur vatninu ekki tekist að hola sér leið undir ísinn með venjubundnum hætti. Vatnssöfnunin heldur þv( áfram. Það kemur hins vegar að því að vatnið nær að brjóta sér leið. Það gerist annaðhvort þannig að það nær að brjótast í gegnum veikleika í ísstífl- unni eða ísstíflan mun hreinlega fljóta upp. Vísindamenn vita ekki hvort gerist fyrr að þessu sinni, en miðað við óbreytt vatnsrennsli frá gosstöðvunum í Grímsvötn má ætla að ísstíflan fljóti upp fyrir miðja næstu viku hafi hlaup ekki hafist við það að vatn nái að finna sér leið um veilur undir stíflunni. Myndin sýnir skjálftavirknina fyrsta klukkutíma eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5 mældist vestast í Bárðarbungu kl. 10.48 hinn 29. september sl. Fyrsti skjálftinn var langmestur. Við jarðskjáiftann varð samgengi til norðvest- urs (sjá örvar). Segja má að land fyrir suðaustan upptök stóra skjálftans hafi gengið Irtillega til norðvesturs. Sunnar og austar verður spennulækkun og hliðarþrýstingur á hina verðandi gosspmngu lækkar. Við lækkandi hliðar- þrýsting á sprunguna fer kvika smám saman að streyma upp um hana. Sunnudagur Mánudagur 30. sept.: Nú sést greinilega að kvika er 29. sept.: að þrýsta sér upp gossprunguna niðri í jarðskorpunni. Dreifing jarð- Tiltölulega margir jarðskjálftar verða þar í nágrenninu skjálfta eftir sem kvikan er að brjóta sér leið upp. Margir skjálftar kl. 12 þann 29. hafa gliðnunareinkenni. Þriðjudagur 1. okt.: Aðafaranótt 1. október er kvika komin í samband við jökulinn, suða og bráðnun á sér stað, aska hleðst upp við gosopið undir jöklinum og nú taka að mynd- ast sigkatlar í jöklinum. Vatn rennur í átt til Grímsvatna. Skjálftavirkni er að mestu horfin þar sem kvikan er komin upp gegnum skorpuna og „smyr“ hana. Hins vegar eru skjálftar rétt fyrir norðan sprunguna eins og gliðnunin í sprungunni sé að reyna á svæðið fyrir norðan og kvika sé að byrja að þröngva sér upp þar. Miðvikudagur 2. okt.: Nú eru skjálftarnir hættir rótt norðan við gossprunguna. Skýringin gæti verið sú að kvika hafi komist vel upp í skorpuna þar og sé farin að smyrja hana. Getur það verið hluti af skýringunni. Fimmtudagur 3. okt.: Skjálftar eru aðeins norðaustur af eða norður af Bárðarbungu. Gossprungan hefur opnast lengra til norðurs uppi á yfirborðinu og er orðin 6 til 8 km löng. Við vitum ekki hversu langt til norðurs kvika er að ryðjast inn í skorpuna. Ekki er ólíklegt að gossprungan eigi eftir að opnast einhverjum kílómetrum noraðar en nú er. Þegar dregur enn norðar virðist hafa skapast spennujafnvægi eftir atburðina sem hófust 29. september, og eftir gliðnunina og gosið sem fylgdi í kjölfarið. 1. október 2. október 3. október 1996 Tímaröð skjálftanna í Vatnajökli 29. sept til 4. okt. 6475 norðlasg breidd 6470 64'65 64'60 64"55 64*50 64*45 Skjálftar f I Skjálftar hoppa til suöurs Bárðarbungu j 'f _ Lengri tími líður milli skjálfta Gosið b ryst Gosið hefst undi Gossprungan liggur milli 64*50 skjálftavirknin ftyst um leið norðar og 65°56N ir ísnum og t upp ur isnum 29. sept. 30. sept 1. okt. 2. okt. 3. okt. Hæð, m.y.s. 2.000 Grímsvötn - NA V- 1.800 - 1.600 Grímsfjali Fljótandi íshella 9/10 eru neðan valnsbarðs Vatnsborð 4. okt. 1996 Jokulis 1.400 íshella 1.200 - 1.000- Berggrunur Teikiat ettir rissmynd Helga Bjömssom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.