Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM MIKIL umræða hefur farið fram 'um uppgræðslumál hér á landi und- anfarin ár og er þetta sumar sem nú er að líða engin undantekning þar á. Umræða þessi hefur ekki verið mjög málefnaleg og hafa fréttir og umfjöllun fjölmiðla ekki bætt þar úr. Að okkar mati hefur umfjöllun þeirra oft verið mjög hlut- dræg og fréttir borið keim af æsi- fréttastíl. Stundum hefur læðst að manni sá grunur að ásetningur fjölmiðlamanna sé fremur að æsa menn til illdeilna en að fjalla um uppgræðslumál af hlutleysi og skoða þau í sem vfðustu samhengi. í stórum dráttum má segja að reynt hafi verið að skipa mönnum í tvær andstæðar fylkingar. Ann- arsvegar eru þeir sem kallaðir hafa verið fylgjendur svartrar náttúru- vemdar, sem oft hafa einnig verið kallaðir lúpínuandstæðingar. Hins- vegar eru uppgræðslu- og ræktun- armenn, eða lúpinusinnar. Þessa skiptingu teljum við afar óheppilega vegna þess að hún lýsir ekki raun- veruleikanum og hefur leitt til þess að hafin er nokkurs konar keppni milli þeirra sem fara vilja mismun- andi leiðir í uppgræðslustarfi. Virð- ist svo komið að meira máli skipti Að mati gróðurvist- fræðinganna Signrðar H. Magnússonar og Borgþórs Magnús- sonar er notkun lúpínu til uppgræðslu aðeins hluti af miklu stærra máli sem taka verður á sem fyrst, en það er stefnu í uppgræðslu og skógrækt. að fara með sigur af hólmi í kapp- ræðum og koma fram með sterk- ustu yfirlýsingarnar í stað þess að brjóta mál til mergjar og komast að ásættanlegri niðurstöðu um stefnu í uppgræðslumálum. Um hvað er deilt Deilurnar hafa einkum staðið um innflutta plöntutegund, alaskalúp- ínuna. Menn hafa deilt um hvort og í hve miklum mæli eigi að nota hana til uppgræðslu. Hvort rétt sé að stemma stigu við útbreiðslu hennar á svæðum þar sem hún er talin óæskileg svo sem í þjóðgarðin- um í Skaftafelli eða á nokkrum stöðum í landi Reykjavikurborgar. Á Rannsóknastofnun landbúnað- arins (RALA) höfum við unnið að rannsóknum á vistfræði þessarar umdeildu tegundar. Tilgangur rannsóknanna hefur m.a. verið að kanna hvernig lúpínan hegðar sér í íslensku vistkerfi, svo sem við hvaða aðstæður hún nemur land og hvaða áhrif hún hefur á gróður og jarðveg. Rannsóknir þessar hafa verið gerðar við margvísleg skilyrði víða um land. Niðurstöðumar sýna m.a. að lúpínan er mjög öflug land- græðsluplanta og nemur einkum land á gróðurlitlum svæðum svo sem á melum, moldum og í skrið- um. Niðurstöðurnar sýna einnig að lúpínan getur breiðst auðveldlega yfir gróið land svo sem lyngmóa þar sem svörður er gisinn og upp- vaxtarskilyrði góð fýrir ungplöntur. Þar sem gróður er þéttur og hávax- inn, eins og t.d. í gróskumiklu gras- að marka framtíðar- eða kjarrlendi, á lú- pínan hinsvegar erfið- ara með að nema land. Þar sem lúpína fer yfir, hvort sem um er að ræða lítt gróið eða gróið land, hefur hún mikil áhrif bæði á gróður og jarðveg. Lúpínan er hávaxn- ari en flestar útha- gaplöntur og er upp- skerumikil. Á þeim svæðum sem henta henni best til vaxtar, eins og á hlýjum og úrkomusömum stöð- um á Suðurlandi, drepast flestar lág- vaxnar tegundir undir henni þegar hún tekur sér bólfestu. Þar sem skilyrði eru erfiðari, svo sem á þurrum berangurssvæðum á Norðurlandi gerist þetta hinsvegar ekki í sama mæli. Þar nær lúpínan yfirleitt ekki að loka landi og mela- tegundir geta oft lif- að með henni. Á Norðurlandi höfum við fundið mjög skýr dæmi um það að lú- pína dreifist af mela- svæðum og inn á að- liggjandi lyngmóa þar sem hún myndar þéttar breiður og dafnar betur en á melunum. Má væntanlega rekja það til betri raka- skilyrða í móajarðveginum. Þar sem lúpínan nemur land bætir hún næringarástand jarðvegs til mikilla muna og vöxtur plantna sem þrífast með henni eykst þá oft mikið. Víðast hvar nema grasteg- undir land í gömlum lúpínubreið- um og verða áberandi í gróðri þeirra er tímar líða. Dæmi höfum við um að lúpína hafi hörfað af blettum eftir að hafa vaxið í um 20 ár, en sumstaðar er hún enn til staðar eftir nær hálfa öld. Um lang- tímaáhrif lúpínunnar á gróður og jarðveg er ekki vitað þar sem hún hefur vaxið hér á landi í tiltölulega skamman tíma þegar miðað er við framvindu í gróðursamfélögum. Ljóst er að lúpínan er mikilvirkt tæki sem nota má í uppgræðslu og teljum við að svo eigi að gera á völdum svæðum. Helstu kostir lúp- ínunnar frá uppgræðslusjónarmiði eru að hún þarfnast ekki áburðar- gjafar og að hún breiðist út af sjálfsdáðum þegar henni hefur ver- ið komið í land. Það er hinsvegar mikilvægt að sjá til þess að hún berist ekki til svæða þar sem hún getur valdið tjóni. Þar sem við höf- um kynnt niðurstöður rannsókna okkar höfum við lagt áherslu á að lúpínu beri helst að nota á stórum samfelldum örfoka svæðum sem erfitt er að græða upp með öðr- um hætti, en gott dæmi um það er Hólasandur. Hinsvegar mæl- um við alls ekki með að lúpína sé notuð við uppgræðslu smærri svæða sem auðveldlega má græða upp með öðrum aðferðum. Framtíðarstefna Að okkar mati er notkun lúpínu til uppgræðslu aðeins hluti af miklu stærra máli sem taka verður á sem fyrst, en það er að marka framtíðar- stefnu í uppgræðslu og skógrækt. Menn þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar nú, hvernig þeir vilja að gróður landsins verði í framtíð- inni og þar með hver ásýnd þess skuli vera. Allir sem kynnt hafa sér uppgræðslu og gróðurframvindu þekkja að uppgræðsla tekur í raun langan tíma, jafnvel þótt reynt sé að flýta henni með ýmsum ráðum. Uppgræðslu er alls ekki lokið þótt takist hafi að mynda gróðurþekju. Þróun jarðvegs og samfélaga plantna og dýra tekur ekki aðeins áratugi heldur miklu frekar aldir. Komið hefur í ljós að fyrstu upp- græðsluaðgerðir hafa oft varanleg áhrif á þá þróun sem síðar verður. Þess vegna er mjög mikilvægt að líta til langs tíma þegar valið er á milli uppgræðsluaðferða og reyna að gera sér sem besta grein fyrir þeirri þróun sem verða mun í hveiju tilviki. Notkun innfluttra tegunda til uppgræðslu Þegar litið er yfir sögu uppgræðslu hér á landi er ljóst að þar hafa orðið verulegar breytingar bæði hvað varðar markmið og aðferðir. í byijun ald- arinnar voru nánast eingöngu notaðar inn- lendar tegundir til upp- græðslu þar sem ís- lenska melgresið hafði langmesta þýðingu. Upp úr 1940 var farið að nota innfluttar grastegundir í stórum stíl og skömmu síðar hófst leit að erlendum tegundum til land- græðslu og stendur sú leit enn. Að okkar mati var innlendum tegundum allt of lítill gaumur gefinn. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum að farið er að prófa innlendan efnivið með skipuleg- um hætti til upp- græðslu lands. Þess má t.d. geta að ekki var farið að rannsaka birki og innlendan víði með upp- græðslu í huga fyrr en á síðasta áratug og prófanir á innlendum belgjurtum til notkunar í landbún- aði og landgræðslu er nýlega hafin. Við teljum að hér hafi ekki verið valin heppilegasta leiðin. Betra hefði verið að kanna hvað íslenska flóran hefur upp á að bjóða áður en farið var að leita tií annarra landa í stórum stíl. Innlendu teg- undirnar eru hluti af náttúrlegum gróðurlendum hér á landi sem hlýt- ur að teljast veigamikið atriði. Þær hafa verið hér í langan tíma eða hafa borist frá nálægum löndum þar sem aðstæður eru að mörgu leyti svipaðar og hér, til dæmis hvað varðar loftslag, plöntur, dýr og aðrar lífverur. Þær eru því að öllu jöfnu betur aðlagaðar þeim aðstæðum sem hér ríkja en þær innfluttu. Þótt hér sé alls ekki verið að mælast til að innflutingur plantna verði stöðvaður þá sýnir reynsla annarra þjóða að mikillar aðgæslu er þörf þegar plöntur eru fluttar inn frá fjarlægum löndum og gildir þá einu hvort nota á þær til ræktunar eða uppgræðslu. Flestar tegundir sem þannig eru fluttar ná aldrei að dafna á nýja staðnum, aðrar geta aðeins vaxið í görðum eða þar sem sérstaklega er um þær búið, en þriðji hópurinn, sem yfirleitt er frekar lítill, nær að nema land og fjölga sér í náttúrulegum gróður- lendum. Af þessum síðastnefnda hópi eru síðan ætíð nokkrar tegund- ir sem ná að breiðast út af miklum krafti og gjörbreyta gróðurfari þar sem þær nema land. Því miður er ekki auðvelt að sjá fyrirfram hvort innflutt tegund verði ágeng. Það er t.d. ekki nægi- legt að prófa hana í nokkur ár á nýjum stað til þess að kanna hegð- un hennar, því mörg dæmi eru um að tegundir sem ekki hafa breiðst út í mörg ár taki skyndilega að leggja undir sig náttúruleg gróður- lendi. Menn hafa því reynt að finna þau einkenni sem eru þessum teg- undum sameiginleg. Þótt verulega skorti á að vísindamenn hafi leyst þetta vandamál er vitað að margar þeirra einkennast af því að vera hávaxnar, breiðumyndandi, upp- skerumiklar og mynda mikið fræ. Rétt er að geta þess að allt eru þetta eiginleikar sem prýða alaska- lúpínuna og skógarkerfilinn en báð- ar þessar tegundir breiðast nú ört út hér á landi. Reynsla af ágengum tegundum hefur orðið til þess að í mörgum löndum hafa verið settar reglur um innflutning og meðferð plantna. Hér á landi eru ekki til neinar slík- ar reglur. Það er t.d. hveijum manni leyfilegt sem þess óskar að flytja Sigurður H. Magnússon Borgþór Magnússon HjARTA- VERflDAR Hægt er að greiða heimsenda miða með greiðslukorti síma 581 3947. Sendum hvert á land sem er. Hjartavernd Lágmúla 9 108 Reykjavík Þökkum eftirtöldum adiium veittan stuðning SPARISJÓÐUR REYKJAVtKUR OG NÁGRENNIS H Tæknival @TOYOTA UPPGRÆÐSLA Á TÍMAMÓTUM?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.