Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Maradona jafnvel sagdur í lífshættu vegna lang- varandi eiturlyfjaneyslu DIEGO Maradona hvet- ur lið Boca Juniors, sem hann var síðast hjá, í leik gegn erki- fjendunum í River Plate síðastliðinn miðviku- dag í Buenos Aires í Argentínu. Eiginkonan Claudia er knatt- spyrnugoðinu á hægri hönd. Maradona seg- ist ekki framar vilja leika knattspyrnu með liði í heimalandinu. Blað í Argentínu segist hafa komist yfir niðurstöður rannsókna á heila knattspyrnumannsins frá því í fyrra LÆKNIR í Argentínu hélt því fram ítímaritsviðtali ívikunni að knattspyrnustjarnan Diego Maradona væri jafnvel dauð- ans matur vegna mikillar eiturlyfjaneyslu mörg undan- farin ár. Læknir knattspyrnu- liðsins Boca Juniors, sem Maradona lék síðast með, dregur hins vegar mjög í efa sannleiksgildi þessa. Maradona hefur viðurkennt eiturlyfjaneyslu og reyndar verið í meðferð upp á síðkastið, í þeirri von að yfirvinna fíknina. Sérfræðingur í heimalandi hans, Dr. Ricardo Grimson, sem hefur annast Maradona, segir hann hafa eyðilegt ennisblöð í heilanum vegna mikillar kókaínneyslu og gæti verið við dauðans dyr. „Ég get ekki útilokað að sú hætta sé fyrir hendi að Diego gæti látist hvenær sem er, hvort sem er á knattspyrnuvelli eða bara gang- andi úti á götu,“ sagði hann. Læknir Boca Juniors, dr. Hom- ero De Agostino, neitar að taka svo djúpt í árinni. Hann sagðist í vikunni efast mjög um að heila- sneiðmynd sýndi varanlegan skaða á knattspyrnuhetjunni. „Ég held þetta sé ekki sannleikanum sam- kvæmt. Ég fór þess reyndar aldrei á leit við Maradona að hann færi í slíka rannsókn, vegna þess að ég taldi aldrei að slíkt væri rétt- lætanlegt." De Agostino neitaði einnig fréttum í vikuritinu Noticias þess efnis að Maradona væri svo illa á sig kominn líkamlega vegna ára- langrar fíkniefnanotkunar að hann ætti á hættu að detta niður dauð- ur í knattspyrnuleik. Noticias birti grein um knattspyrnugoðið og hélt því fram að blaðið hefði kom- ist yfir niðurstöður ómskoðunar á heila hans og annarra rannsókna sem fram hefðu farið í fyrra, og niðurstaðan væri endanleg: heila- frumur í ennisblöðum heilans væru margar ónýtar og blóðstreymi væri því af skomum skammti. Blaðið sagði Maradona árásar- gjarnan og ekki þess megnugan að ráða við þær tilfinningar. Notic- ias hélt því einnig fram að heila- starfsemin væri orðin þannig að Maradona yrði ekki var við fólk sem væri aftan við hann. Maradona, besti knattspyrnu- maður heims um árabil, hefur ekki svarað þessum ásökunum. Leikmaðurinn fór í eiturlyfja- meðferð til Sviss á dögunum, og var þá mikið í fréttum. Skömmu síðar var hann um tíma í Madrid á Spáni og komst þá aftur í frétt- irnar eftir að hafa brotið og braml- að húsgöng á hóteli. Ástæða þess var að hann lokaðist inni í lyftu og þoldi það illa. Sjaldan er ein báran stök því Maradona var á dögunum einnig ásakaður um að hafa lagt fram þvagsýni úr öðrum leikmanni þeg- ar hann fór í lyfjapróf í ágúst eft- ir leik, og síðar hafi verið tilkynnt að viðkomandi samheiji hans hafi fallið á lyfjaprófinu - vegna kókaínneyslu. Sá sem ber þetta á Maradona er lyftingamaður í Bu- enos Aires, Sergio Parodi að nafni. Þjálfari Boca Juniors, Carlos Bil- ardo, fyrrum landsliðsþjálfari, varði Maradona hins vegar í þessu máli. Sakaði hann Parodi um að nýta sér frægð Maradonas til frama. „Niðurstaðan í prófi Diegos var neikvæð og um er það er ekk- ert meira að segja.“ Þrátt fyrir þessi ummæli er Maradona ekki ánægður með Bil- ardo um þessar mundir og segist ætla í mál við hann og fleiri fyrr- um samstarfsmenn og ættingja vegna ummæla sem viðkomandi létu falla við Bretann Jimmy Burns, sem gaf út bókina Hönd Guðs um Maradona. Þessi frábæri knattspyrnumaður, lengi vel sá besti í heimi, hefur verið á hraðri niðurleið - að miklu leyti vegna eiturlyfjaneyslu. Hann var settur í 15 mánaða keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi á heimsmeist- arakeppninni í Bandaríkjunum sumarið 1994. Nokkrum mánuð- um áður skaut hann á fréttamenn með loftriffli. 1991 var hann einn- ig settur í 15 mánaða keppnis- bann, eftir að hafa fallið á lyfja- prófi - vegna kókaínneyslu - þeg- ar hann lék með Napolí. Reuter Hefðum getað hjálpað honum miklu meira CIRO Ferrara, varnarmaður hjá Juventus á Ítalíu og sam- herjji Maradonas hjá Napolí í sjö ár, segist sjá eftir því að hann og aðrir hjá félaginu skyldu ekki reyna að hjálpa Maradona enn frekar en þeir gerðu í að leita sér hjáipar vegna eiturlyfjanotkunar. „Vandamálið er að Diego byijaði að neyta kókaíns í Barc- elona áður en hann kom til Napolí og við hjá Napolí áttuð- um okkur ekki á því fyrr en of seint,“ sagði Ferrara við fréttamenn í vikunni. Mara- dona lék með Barcelona á Spáni frá 1982 til 1984 áður en hann kom til Napoh', þar sem hann lék í sjö ár, til 1991. „Ég fór stundum heim til Diegos til að reyna að fá hann á æfingu. Sagði honum að mikilvægur leikur væri framundan og við þörfnuðumst hans allir. Og hann brást vel við. Kom á æf- ingu, náði að vinna kókaínið úr líkamanum ... og eftir æf- ingu fórum við allir saman, með honurn og [eiginkonunni] Claudiu og fengum okkur pítsu,“ sagði Ferrara. „Þegar ég hugsa til baka nú get ég ímyndað mér að hver pítsa sem við borðuðum saman hafi kom- ið í veg fyrir að hann fengi sér „kók“ í nefið. Við hefðum því átt að bjóða honum út á hverju kvöldi.“ MARADONA upplifði margar gleðistundir innan vallar er hann lék með Napolí á Ítalíu, en átti þá þegar við eiturlyfja- vanda að stríða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.