Morgunblaðið - 06.10.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 06.10.1996, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Hárgreiðslumeistari óskar eftir hlutastarfi Áhugasamir sendi nafn og síma til afgreiðslu Mbl., merkt: „H - 848", fyrir 10. október. Heimilisaðstoð Aukavinna óskast til að gæta 6 mánaða stráks og vinna létt heimilisstörf eftir hádegi. Áhugasamir sendi svör til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. október merkt: „Aðstoð - 851“. Landsþekkt fyrirtæki óskar eftir sölufólki, dagtímar eða kvöldtímar. Laun + bónus út að borða/utanlandsferð. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Mbl. merktar: „Bónus". Sölustarf Ört vaxandi fyrirtæki óskar eftir fólki til sölu- starfa. Um er að ræða krefjandi sölustarf með framtíðarmöguleikum. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta byrjað strax. Upplýsingar í síma 555 0350. Tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu í Reykjavík (108). Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 10. október '96. Bifvélavirki Óskum að ráða bifvélavirkja til að annast viðgerðir á vöru- og sendibílum. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Guðmunds- son, verkstæðisformaður í síma 561 9550. Bakarameistari Útlærður bakarameistari óskar eftir vinnu við bakstur. Hefur mikla reynslu. Tók þátt í íslandsmeistarakeppni í kökuskreytingum 1994. Getur byrjað fljótlega. Uppl. í símum 462 6585, 897 6054, Einar. Tannlæknastofa Aðstoðarmaður tannlæknis óskast í 70% starf. Leitað er eftir duglegum einstaklingi með reynslu. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „S - 1404“, fyrir 10. október nk. rtfv Laust starf Ríkisútvarpið vill ráða tæknimann í útsend- ingadeild Sjónvarpsins. Æskilegt er að um- sækjendur hafi rafeindavirkjamenntun og reynslu af tölvuvinnslu. Umsóknarfrestur er til 14. okt. nk. og ber að skila umsóknum til Sjónvarpsins, Lauga- vegi 176 eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. A KÓPAVOGSBÆR Kópavogsbær Laus eru til umsóknar tvö hálf störf við móttöku/gæslu, í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Umsóknarfrestur er til 16. október nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins i síma 554 4501 kl. 10-12 f.h. Starfsmannastjóri. Sölumaður Góður sölumaður óskast til starfa hjá gam- alli og vel rekinni fasteignasölu í borginni. Til greina kemur að ráða byrjanda - mann eða konu - sem hefur góða rithönd, er góð- ur vélritari með nokkra þekkingu á tölvum og hefur bíl til umráða. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 15 miðvikudaginn 9. október, merktar: „Hækkandi prósenta - 850“. Viðgerðarmenn Óskum að ráða viðgerðarmenn, helst vana viðgerðum þungavinnuvéla. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson á skrif- stofutíma í síma 562 2700 eða 567 4002. ÍSTAK Skúlatúni 4. Góð sölulaun Starfsemi söludeildar Skjaldborgar hefur verið mjög árangursrík nú um eins árs skeið. Vegna aukinna verkefna getum við bætt við þremur nýjum sölumönnum. Verkefnin eru unnin ýmist á daginn eða á kvöldin og um helgar. Reynsla af sölustörfum æskileg en ekki skilyrði. Allar upplýsingar veittar í síma 581 1716 eða 896 1216 mánudaga og þriðjudaga. |Shjakiborg Lögfræðingur Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Um er að ræða fullt starf. Ráðið verður í starfið frá 1. nóvember nk. Laun skv. kjarasamningi SLÍR og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 21. október 1996 og skal umsóknum skilað til sýslumanns. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði. Matvælaiðnaður - framleiðslustjóri Vaxandi fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar eftir að ráða framleiðslustjóra til framtíðarstarfa. Um er að ræða framleiðslu á margs konar tilbúnum réttum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu eða þekkingu á matvælaiðnaði, sé ábyrgur, sjálf- stæður og skipulagður. Umsóknir vinsamlegast sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 15309“. KÓPAVOGSBÆR Kópavogsbær Baðvörður Kópavogsbær óskar eftir því að ráða nú þegar baðvörð í u.þ.b. 70% starf við íþrótta- hús Kópavogsskóla til baðvörslu í drengja- klefum. Umsóknarfrestur er til 11. október. Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi í síma 554 1988. Starfsmannastjóri. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJNESI Vantar þig gefandi og þroskandi starf? Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða til starfa stuðnings- fulltrúa á sambýli fatlaðra í Hafnarfirði og Kópavogi og Garðabæ og á skammtímavist- heimili í Hafnarfirði og Garðabæ. Óskað er eftir áhugasömu fólki með færni í mannlegum samskiptum. Nýju starfsfólki er veitt vönduð leiðsögn og fræðsla. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Umsóknareyðublöð eru afhent á Svæðis- skrifstofunni, Digranesvegi 5 í Kópavogi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 564 1822. Heilsugæslustöðin Bolungarvík Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- stöðina í Bolungarvík er laus til umsóknar. Embættisbústaður fylgir stöðunni, einnig fylgir hlutastaða við Sjúkrahúsið í Bolungar- vík. Sérfræðimenntun í heimilislækningum æski- leg. Bolungarvík er 1.100 manna bær með marg- víslega þjónustu og menningarlíf. Einsetinn grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, íþrótta- hús og sundlaug, golfvöll og margt fleira. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. októ- ber 1996. Upplýsingar veita: Bæjarstjóri í síma 456 7113 og heilsugæslulæknir í síma 456 7287 eða 456 7387. Umsóknir sendist til stjórnar Heilsugæslu- stöðvarinnar, Aðalstræti 12,415 Bolungarvík. Heilsugæslustöðin Bolungarvík. Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra við sýslumannsemb- ættið á Húsavík er laust til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 25. október 1996 og veit- ist starfið frá 1. desember. Umsóknir skulu vera skriflegar og berast undirrituðum ásamt gögnum um menntun og fyrri störf. Starfið felst m.a. í yfirumsjón með skrifstofu- haldi, þar með töldu bókhaldi, starfsmanna- stjórn, umsjón með innheimtu þeirra ríkis- og sveitarsjóðsgjalda sem embættið hefur með höndum og gerð rekstraráætlana. Leikni og þekking í bókhaldi er óhjákvæmileg í starfinu. Mikil mannleg samskipti fylgja því og er nauðsynlegt að umsækjendur eigi auð- velt með þau. Bæði er átt við verkstjórn á vinnustað og samskipti út á við t.d. við inn- heimtustörf. Starfið krefst yfirsýnar, frum- kvæðis og sjálfstæðis í hugsun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og BSRB. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um starfið veita undirritaður og Bjarni Bogason, skrifstofustjóri, í síma 464-1300. Húsavík 3. október 1996, Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.