Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N UA UGL ÝSINGAR Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi til setu í úthlutun- arnefnd sjóðsins. Um er að ræða hlutastarf til ágústloka 1997 en helsta verkefni nefndar- innar fer fram frá nóvember 1996 til janúar- loka 1997. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og áhuga á kvikmyndum og kvikmyndafram- leiðslu. Umsóknum skal skilað til Kvikmyndasjóðs íslands, Laugavegi 24, 101 Reykjavík, merkt- um: „Úthlutunarnefnd 1997“. SÍMAÞlðNUSTA Laus eru til umsóknartvö 1/2 dags störf við símaþjónustu hjá öflugu iðnfyrirtæki. Störfin felast í símsvörun á aðalskiptiborði fyrirtækis ásamt léttum skrifstofustörfum. Menntunar- og hæfniskröfur • Enska og eitt Norðurlandamál. • Stúdentspróf eða sambærileg menntun. • Reynsla af skrifstofustörfum ásamt tölvukunnáttu æskileg. • Þjónustulund og góð framkoma. Vinnutími frá kl. 8:15-12:30 eða 12:30-17:00. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12. í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Símaþjónusta" fyrir 14. október n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. RÁÐGARÐUR hf SIJÓRNUNAROGREKSIRARRÁElGjCSF Furugarfil B 108 Raykjatlk Slml 533 1800 Fax: 533 1808 Natfang: rgmldiunOtroknet.l* HeimaafAa: http://www.treknot.lB/radwardur ísafjarðarbær Bæjarritari ísafjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu bæjarritara. Starfssvið: • Staðgengill bæjarstjóra. • Umsjón með skrifstofuhaldi bæjarins • Umsjón með starfsmannahaldi • Annast samskipti við íbúa og starfsmenn einstakra deilda og stofnana bæjarfélags- ins. • Tekur við ábendingum og fyrirspurnum vegna þjónustu bæjarsjóðs við íbúa og hefur forgöngu um úrlausn mála eins og efni standa til hverju sinni. Um krefjandi og áhugavert starf er að ræða í nýju og sameinuðu sveitarfélagi. Við leitum að háskólamenntuðum einstakl- ingi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sveitarstjórnarmálum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn skal senda Rekstri og Ráðgjöf ehf., sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Rekstur og Ráðgjöf ehf. Austurstræti 14, Ráðgjöf og ráðningaþjónusta Pósthólf 261, 121 Reykjavík. fyrir sveitarfélög og Sími 562-6530, faxríkisstofnanir. 562-6532. Afríka þarfnast þfn! Þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar leitar að sjálfboðaliðum í 6 mánaða staf í Mósambík: - Kennslu í íþróttaskóla fyrir götubörn. - Félagslegt starf í “Barnabæ". - Störf við byggingu sveitaskóla. Engrar sérstakrar kunnáttu er krafist, einungis þor og áhugi á að vinna þar sem þörfin er! Nauðsynlega þekkingu færð þú á 5 mánaða námskeiði ( Den rejs- ende Hejskole á suður-Sjálandi, Danmörku, sem byrjar í apríl eða september 1997. Eftir starfiö í Afríku er 4 vikna námskeið, þar sem unnið er úr gögnum og upplýsingum. Kynningarfundur verður í Reykjavík í október. Skrifið eða sendið símbréf og fáið nánari upplýsingar. Símbréf 00 45 53 82 55 89 sendist til Lotte Ladegaard. Den rejsende Hejskole pá Sydsjælland, Lindersvoldvej 5, 4640 Fakse, DK. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... HÚÐ- OG KYNSJÚKDÓMADEILD Á VÍFILSSTÖÐUM Deildarlæknir/aðsfoðarlæknir Laus er til umsóknar staða deildarlæknis/að- stoðarlæknis við húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans á Vífilsstöðum. Um er að ræða 50% starf og vaktir á lungnadeild. Staðan er laus nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Jón Guðgeirsson forstöðulæknir í síma 560 2324. HJARTA- OG LUNGNASKURÐDEILD Hjúkrunarfræðingur Stöður hjúkrunarfræðinga á deild 11-G eru lausar til umsóknar. Deildin er hjarta- og lungnaskurðdeild með 22 rúmum. Hjúkrunar- form deildarinnar er einstaklingshæfð hjúkr- un. í boði er aðlögunartími eftir þörfum hvers og eins undir leiðsögn reyndra hjúkrunar- fræðinga. Nánari upplýsingar um starfsemi deildarinnar veita Steinunn Ingvarsdóttir deildarstjóri í síma 560 1340 og Kristín Sop- husdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 1300. GEÐDEILD LANDSPITALANS Hjúkrunarfræðingur Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á deild 33A og 32C á geðdeild Landspítalans. Ráðn- ingartími og starfshlutfall er samkomulags- atriði. Aðlögunartími, fræðsla og góður starfsandi. Upplýsingar veitir Jóhanna Stef- ánsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 1750 eða 560 2600 og einnig deildar- stjórar á viðkomandi deildum. APOTEK LANDSPITALANS Lyfjatæknir Lyfjatæknir óskast til starfa í Apótek Land- spítalans. Um er að ræða 100% starf. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. október nk. Nánari upplýsingar veitir Elín Theodórs deildarlyfjatæknir í síma 560 1514. ONÆMISFRÆÐIDEILD Líffræðingur Laus er staða líffræðings við ónæmisfræði- deild Landspítalans. Um er að ræða fullt starf og verður meginverkefnið að annast vissar, sérhæfðar þjónusturannsóknir. Reynsla í blóð- töku, frumueinangrun, frumuræktun og notkun mótefna til að greina frumur er æskileg. Starfsmaður mun sjá um daglegan rekstur þjónustunnar, ábyrgjast aðföng rekstrarvöru og annast skráningu niðurstaðna í samráði við sérfræðinga deildarinnar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf og reynslu, sendist til forstöðulækn- is deildarinnar fyrir 20. október nk. Upplýsingar veita Helgi Valdimarsson, for- stöðulæknir og Ásbjörn Sigfússon, sérfræð- ingur í síma 560 1960. Heilsugæslulæknar! Staða heilsugæslulæknis við heilsugæslu- stöð Raufarhafnar er laus til umsóknar nú þegar. Um er að ræða H1 stöð með staðarsamninga. Aðstaða, sem í boði er, er m.a. einbýlishús, bíll með síma og boðtæki. Nánari upplýsingar á heilsugæslustöðinni í síma 465 1145. Aðstoð Aðstoð óskast í 50% starf á tannlæknastofu miðsvæðis í Reykjavík. Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur, hress og samviskusamur. Stofan er reyklaus vinnustaður. Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. október, merktar: „T - 1500.“ Leikskólar Garðabæjar Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun og reynslu af starfi með börnum óskast til starfa á leikskólann Lunda- ból. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 565 6176. Leikskólar Garðabæjar eru reyklausir vinnustaðir. Leikskólafulltrúi. SKRIFSTOFUSTJÓRI SIGLUFJÖRDUR Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða í starf skrifstofustjóra (bæjarritara.) Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofuhalds bæjarins. Hann er staðgengill bæjarstjóra, situr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar ásamt ritun fundagerða. Starfssvið • Umsjón daglegra fjármála, bókhalds, reikningagerðar og innheimtu. • Gerð greiðsluáætlana og kostnaðareftirlit. • Ábyrgð á launavinnslu og skýrslugerð. • Ýmis sérverkefni í samráði við bæjarstjóra. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og/eða reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar. • Röggsamur stjórnandi sem á auðvelt með mannleg samskipti. • Frumkvæði og ábyrgð í starfi. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Siglufjörður” fyrir 19. október nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAROGREKSIEARRÁEX3JÖF Furugerðl 5 108 Reykjavlk Siml 533 1800 Faxi 833 1BQ8 Natfang; rgmldlunttraknat.la httpi//www.tr«kn*t.l«/r«do«rdur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.