Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Kristinn 800 itiilliónum minna frá ferðaþjónustunni GJALDEYRISTEKJUR af ferða- þjónustunni fyrstu sex mánuði árs- ins eru tæpir 6,9 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Seðla- banka íslands. A sama tíma í fyrra voru tekjurnar hinsvegar 7,7 millj- arðar. Tekjurnar hafa því minnkað um 800 milljónir milli ára. Síðasta ár var metár í gjaldeyristekjum, en samdrátturinn nú veldur samt áhyggjum innan ferðaþjónustunn- ar. Magnús Oddsson ferðamálastjóri vekur athygli á að fargjaldatekjur eru meiri fyrstu sex mánuðina núna en í fyrra eða nærri 200 milljónir. „Aftur á móti hefur eyðsla ferða- manna í landinu minnkað um meira en 900 milljónir," segir hann. Sam- drátturinn í gjaldeyristekjunum liggur því í minni peningaeyðslu erlendra ferðamanna innanlands. Fleiri útlendingar en í fyrra heim- sóttu ísland fyrstu sex mánuðina samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingaeftirlitinu. Fjölgunin nemur 7%. Það, að fleiri ferðamenn komi til landsins, merkir því ekki að gjald- eyristekjur aukist. „Ferðamönnum fjölgar nefnilega ekki frá mikilvæg- um markaðsvæðum, eins og Norð- urlöndum og Þýskalandi, en þaðan hafa einmitt mestar tekjurnar kom- • ið undanfarin ár,“ segir hann. Ferðamönnum frá öðrum svæðum fjölgar hinsvegar og meðaldvalar- lengd þeirra er styttri. „Þetta er í samræmi við það sem búist var við miðað við þær breyt- ingar sem voru að verða á samsetn- ingu gestanna með tilliti til mark- aðssvæða og dvalarlengdar," segir Magnús Oddsson að lokum. „Þetta þarf þó ekki að þýða minni tekjur á árinu í heild, þar sem ákveðnir jákvæðir hlutir hafa gerst undan-- fama mánuði." ■ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 BLAÐ C Búist er við að um eitt þúsund manns taki þátt í víkinqasiqlingu frá Noreqi á næsta ári JOL A KANARI Hundrað skip til íslands í víking VÍKINGASIGLING með hundrað skipum og bátum og að minnsta_ kosti þúsund þátttakend- um verður farin til íslands frá Noregi næsta sumar, með þeim fyrirvara þó að ekkert bregði út af fram að því og veður verði viðráðanlegt. Byijað verður á að halda tveggja daga vík- ingahátíð í Floro sem hefst 27. júní. Síðan verður lagt af stað til Hjaltlandseyja 29. júní. Þar verður haldin tveggja daga víkingahátíð og einnig í Færeyjum þegar siglingin nær þang- að. Áætlað er að siglingin nái til Islands 9. júlí. Dvalld á íslandl í vlku Skipin munu koma að landi á Höfn í Homa- firði. Bærinn á einmitt aldarafmæli á næsta ári, þannig að búast má við að þar verði mikið um dýrðir - enda vart hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf frá Norðmönnum en þessa víkinga- heimsókn. Sæfaramir munu svo dvelja á Islandi í viku- tíma og verður efnt til ýmissa uppákoma af því tilefni. Auk þess að ferðast um landið mun hópurinn taka þátt í víkingahátíðinni í Hafnar- firði. Áætlað er að lagt verði af stað frá íslandi 14. júlí og verður komið við í Færeyjum og á Hjaltlandseyjum á bakaleiðinni. Skipin munu svo koma aftur til Noregs 28. júlí og hefur þá víkingaferðin staðið yfir í mánuð. Slgllngln vekur athygll Fulltrúar frá Færeyjum, Hjaltlandseyjum, íslandi og Noregi hittust í Floro um síðustu helgi til skrafs og ráðagerða. Fyrirhugað er að naglföst áætlun um fyrirkomulag ferðarinn- ar liggi fyrir í nóvember næstkomandi og verð- ur gefinn út bæklingur með upplýsingum um löndin, ferðir, gistingu og fleira fyrir 25. nóvem- ber. Búast má við að siglingin hljóti mikla athygli í fjölmiðlum, eins og svipuð sigling síðasta sum- ar frá Noregi til Hjaltlandseyja hlaut. ■ Vonir/3 Morgunblaðið/Kristinn VÍGALEGUR á víkingahátíð. ► ÞAÐ komast færri en vi\ja til Kanaríeyja um jólin á vegum Flug- leiða. Þijár vélar fara utan, 20. og 21. desember. Um síðustu jól fóru tvær vélar með 378 farþega til Kanaríejja. Þá komust færri en vildu, og þvi er þriðju vélinni bætt við nú. Samtals taka vélamar á sjötta hundrað farþega, en töluvert af fólki er á biðlista. Dóra Magnús- dóttir, í upplýsingadeild Flugleiða, segir ólíklegt að fleiri vélar fari til Kanaríeyja um jólin, þar sem þær séu bókaðar í öðrum verkefnum. ► Auður Sæmundsdóttir er aðal- fararsljóri Flugleiða á Kanaríeyj- um. „Við leggjum mikið upp úr ís- lenskri jólastemmningu á aðfanga- dagskvöld, en tíminn hér er sá sami og heima á íslandi yfir vetrartím- ann. Við söfnumst því saman klukk- an sex og höldum hátíðlega stund. Sumir kjósa að vera með sínum nánustu „heima“ í íbúðunum, borða hangikjöt og laufabrauð sem marg- ir taka með að heiman, taka upp pakka og lesa jólakort," segir Auð- ur. „Aðrir fara í kirlq'u.“ ► Gamlárskvöld er með svipuðu sniði á Kanaríeyjum og heima á Fróni að sögn Áuðar. Glens og gleði ræður ríkjum og flugeldar eru áberandi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.