Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 c MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 C FERÐALÖG FERÐALÖG RÓM var ekki byggð á einum degi... og hún verður heldur ekki skoðuð á einum degi. Borgin er þrungin sögu fyrir þá sem hafa auga fyrir því, en hún er einnig nútíma stórborg með öllu tilheyrandi. Hið versta er umferðin, sem er yfirþyrmandi og óskaplega þreytandi. Best er að stika borgina fram og aftur, því mest af því sem laðar ferðamanninn er í göngufæri í þröngum götum miðborgarinnar, en taka neðanjarðarlestina þegar þarf að fara milli borgarhluta. Áður en lagt er af stað er vitur- legt að lesa sér aðeins til um sögu borgarinnar, athuga hvað þar er að sjá og velja lauslega hvað helst eigi að skoða. Það eru til margar góðar ferðabækur um borgina og allar gera sögunni einhver skil. Ábendingar hér á eftir um merkisstaði eru fáar, því þær fást í bókum, en áhersla lögð á ábendingar um hvar gaman er að halda sig til að sjá hið raunverulega rómverska líf og ekki aðeins ferða- mannalífíð. Besti ferðatíminn er apríl-júní og september-október, því eftir miðjan júní og fram í miðjan ágúst er að vænta yfír 30 stiga hita, sem eflir ekki löngun til skoðunar- ferða. Sól og 17 stiga hiti í desember er ekkert einsdæmi, svo borgin getur sýnt á sér bestu hliðamar að vetrar- lagi. Og hvar er þá skemmtilegast að búa? Tvímælalaust í miðborginni. í hverfínu kringum aðaljárnbrautar- stöðina, Termini, eru mörg hótel og eins í kringum glæsigötuna Via Ve- neto. Allt í kring eru stórar og mikl- ar umferðargötur. Fyrir þá sem vilja þreifa á rómverskum anda er mun skemmtilegra að velja hótel í borgar- hjartanu í hverfunum beggja vegna við Via del Corso, þaðan sem stutt er að ganga í allar áttir eða reika um þröng stræti. Trastevere, elsta hverfið, er hinum megin við ána og ber svip af miðöldum með þröngum götum og lotlegum húsum. Þar dvöldu á árum áður margir lista- menn, nú búa þar margir útlendingar og á sumrin er það troðfullt af ferða- mönnum. Glstlstaðir vlð allra hœfi Hótelin hér á eftir eru lítil, á góð- um stöðum og valin eftir ábending- um. d’Ingilterra, Via Bocca di Leone 14 (s. 69981/ símbr. 69922243) er fomfrægt hótel, skammt frá Spönsku tröppunum og kjörið fyrir þá sem kjósa munað. 105 herbergi; 500-600 þús. lírur fyrir tvo. Fyrir ofan tröpp- umar er Scalinata di Spagna, Piazza Trinit dei Monti 17 (6793006/69940598), 15 herbergi, innréttuð í gömlum stíl; 300-380 þús. lírur fyrir tvo. Campo de’ Fi- ori, Via del Biscione 6 (68806865/6876003) er í hverfi með litlum, þröngum götum. 27 herbergi; 180 þús. lírur fyrir tvo. Lítil en fal- lega búin herbergi og frá veröndinni er útsýni yfír gamla bæinn. Contilia, Via Principe Amedeo 79/d (s. og sím- bréf 4466887) er stutt frá Termini VIÐ hringleikahúsið Colosseo. Sögu og samtíð lýstur saman í borginni eilifu Lönqu óður en hugtakið ferðamaður varð almenninqseiqn var Róm orðin vinsæll áfanqastaður. Enn hefur hún upp ó margt að bjóða, eins og Sigrún Pqvídsdéttir rekur hér á eftir, m.a. matsölustaði á hverju götuhorni stöðinni í gömlu og fallega búnu húsi. Sjö herbergi, fyrirtvo 100-150 þús. límr. Öll áðurnefnd hótel taka kredit- kort, en ekki eftirfarandi ódýr hótel, en það er enginn vandi að fínna staði til að taka út peninga á kortið í hrað- bönkum. Fiorella á Via del Babuino 196 (3610597) er eiginlega heimahús með átta stómm og björtum her- bergjum og tveimur baðherbergjum frammi á gangi; 89 þús. lírur fyrir tvo. Gatan liggur út frá Piazza del Popolo og hún er vel í borg sett. MANNFJÖLDI í Spönsku tröppunum. SÍGILD Róm. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir RÓM - Péturstorgið. Hér er verið að undirbúa páskaávarp páfa. Torgpð er hólfað af svo að vel fari um fólk og þeir fyrstu verði ekki síðastir. Hótelið er einn af fáum ódýmm gisti- stöðum í þessu skemmtilega glæsi- hverfí. Navona, Via dei Sediari 8 (6864203/68803202) er steinsnar frá Piazza Navona. 30 herbergi; 115 þús. lírur fyrir tvo. Flest herbergin eru stór, björt og með baði, en spytj- ist fyrir um það. Börn em velkomin. HvaA á að skoða? Það em auðvitað nokkrir staðir, sem ferðamaður í Róm getur vart látið hjá sér fara. Péturskirkjan er einn þeirra, en gleymið heldur ekki Vatíkansöfnunum, I musei Vaticani. Umfang Vatíkansafnanna er gífur- legt, svo veljið ykkur leið við hæfi. Herbergi skreytt af Raffaello og Sixt- ínsku kapelluna með freskum Miche- langelos má telja með undmm heims- ins, en Vatíkanið hýsir einnig nú- tímalist eins og páfamálverk Francis Bacons. Rómversku rústirnar, Foro ro- mano, og hringleikahúsið Colosseo tilheyra rómverskum göngutúr. En rústirnar taka sig líka vel út utan frá, svo látið ekki hjá líða að njóta þeirra við sólsetur frá Campidoglio hæðinni, að baki ráðhússins, þegar þær taka á sig töfrabirtu. Kirkjur eru sjálfsagður viðkomu- staður í Róm og einhver finnur sig kannski knúinn til að ganga fyrir höfuðkirkjurnar sjö til að bæta fyrir syndir sínar. Af stóm og gömlu kirkj- unum má telja San Clemente, sem segir sögu kristninnar í hnotskurn. Kirkjan var reist á 12. öld ofan á eldri kirkju frá 4. öld, sem reist var á gömlu hofi og alls þessa sér merki. Gullfalleg mósaíkverk skreyta kirkj- una. Santa Maria del Popolo við samnefnt torg er frá endurreisnar- tímanum. Hún er ekki ein af stóru og frægu kirkjunum, en það er áhrif- amikið að ganga þar fram á tvö málverk eftir Caravaggio. Santa Maria Maggiore er tilkomumikil barokkkirkja og Sant’Ignazio er önnur slík með skemmtilega fresku í loftinu, sem villir augað. Etrúskasafnið í Villa Giulia er margfaldlega heimsóknarinnar virði, bæði af því að safnið gefur góða yfirsýn yfir líf og list Etrúska, frum- býlinganna á Italíuskaganum, en einnig af því húsið var byggt sem sumarhús fyrir Júlíus páfa og Michel- angelo átti þátt í að teikna það. Húsið er áþreifanlegt dæmi um hug- myndir endurreisnartímans og sam- ræmið, sem einkennir list þess tíma. RÓMANTÍSK Róm. Það þarf ekki annað en tylla sér nið- ur í garðinum til að fínna hve það hefur góð áhrif á líkama og sál. I garðinum eru iðulega haldnir sumar- tónleikar. Fyrir þá sem vilja hverfa til nútím- ans er einnig sitthvað að sjá. Gall- eria Nazionale d’Arte Moderna e Contemporanea, nútímalistasafnið, virðist vera að ranka við sér eftir nokkurn doða og safnið sjálft er áhugaverður vitnisburður um ítalska list frá síðustu öld og fram á þessa. I Palazzo delle Esposizioni, sýning- arhöllinni við Via Nazionale eru skipu- lagðar sýningar og fleiri uppákomur. Kaffístofan þar er kjörinn viðkomu- staður og hægt að fara þar inn án þess að borga sig inn á sýningu. Hádegismaturinn er ágætur og með- lætið er að virða fyrir sér rómverskt menntafólk. Galleríin koma og fara svo þeim er best að fletta upp í nýjum ferðahandbókum eða tímaritum. Róm hefur ekki sérstakt menning- arorð á sér, myndlistin blómstrar í Mílanó, óperan þykir rislág og sama er með klassíska tónlistarlífíð yfir- leitt. Á þessu hefur þó orðið bót und- anfarin ár með sumartónleikum víða um borgina. Leikhúslífíð á vetuma er bæði fjölbreytt og gott og töluvert af nútímadansi. Bíóin eru mörg, bæði margsala bíó og pínulítil og sæt. Flest- ar myndimar em með ítölsku tali, en nokkur hús sýna erlendar myndir með upprunlegu tali; ýmist stöðugt eða einstaka daga. I blöðunum em slíkar sýningar merktar VO. Götulífið, mannlíflð og maturinn Róm er full af börum, sem ekki eru vínstaðir heldur kaffístofur og oft matstaðir einnig. H.C. Andersen, Goethe og fleiri andans menn heim- sóttu Róm á þeim tíma, þegar allir menntaðir menn í Evrópu fóm ein- hvern tímann á ævinni á vit fomrar menningar Ítalíuskagans og komu þá við á Antico Café Greco á Via Condotti, steinsnar frá Spænska torginu. Thorvaldsen var þar tíður gestur. Kaffíhúsið er fallegt, en hefur svolítinn túristabrag á sér núorðið. Giolitti, Via Uffici del Vicario 40, er vinsæll viðkomustaður í kvöld- göngunni. Kaffiísinn með ijóma, kaffi-granit, er himneskur og sval- andi og aðrir ísar og kökur eru þarna af betra taginu. Sant’Eustachio á samnefndu torgi hefur orð á sér fyr- ir að vera besta kaffihús Rómar. Verðið er eftir því, en kaffið er óum- deilanlega gott. Rosati við Piazza del Popolo er vinsæll viðkomustaður eldri gáfumanna í Róm. Innviðirnir eru í ósviknum Art Nouveau-stíl og gaman að tylla sér þarna við torgið. Panella, Largo Leopardi 2-10, er bar við hliðina á samnefndu bakaríi með öldungis frábæru brauð- og kökuúr- vali, sem hægt er að gæða sér á barnum, eða bara á næsta bekk, til dæmis eftir að hafa skoðað Santa Maria Maggiore. Matstaðir em á hveiju götuhomi, bæði dýrir og ódýrir. í hádeginu nægir að grípa pizzubita eða samloku á bar, til dæmis kartöflupizzu, sem er hnossgæti. Margar matarbúðir selja einnig rétti, sem hægt er að taka með sér og það er einnig frábær kostur á kvöldin. Drykkjarvörur eru alls staðar fáanlegar og kannski er líka tunglskin. Þeir sem vilja hafa meira við og borða á veitingastað geta flett upp í ferðabókum eða spurt innfædda um góðan stað, sem þeir borði sjálfir á. Sneiðið hjá matstöðum á fjölförnustu ferðamannaslóðunum og stöðum sem bjóða upp á menu turistico, ferðamannamatseðla. Og svo er að fiska upp litlu vasaorðabók- ina, sem er ómissandi fyrir þá sem ekki tala tungu innfæddra og reyna að átta sig á matseðlinum. Sum hverfi eru skemmtilegri en önnur til að borða í. í Trastevere er fullt af matstöðum, sumum býsna túristalegum, en öðrum betri. í hverf- inu í kringum markaðstorgið Campo de’Fiori og úteftir götunum Via Monserrato og Via dei Banchi Vecchi er úr ýmsum matstöðum að velja, sem Rómveijarnir flykkjast á. Sama er um Via del Governo Vecchio og götumar upp að Santa Maria di Pace- kirkjunni. Tískuvörur og annað tll kaups Via del Governo Vecchio er einnig skemmtileg gata fyrir þá tískuglöðu, því þar eru ungir hönnuðir og búðir, sem selja notuð föt, eins og táningar og ungt fólk er æst í. Hátískan er vís í götunum samhliða og þvert á Via Condotti og Via del Babuino. Verðið er ríf- legt, en útsölutíminn er í júlí og svo eftir þrettándann í janúar. I Via Gesu e Maria, hliðargötu frá Via del Corso, er II Discount dell’Alta Moda, afsláttarbúð með eldri ár- ganga af hátískuvörum á mun lægra verði en það var upprunalega og úrvalið er gott. Flestar búðir taka kreditkort, en ekki þessi búð eða aðrar afsláttarbúðir. Þeir sem vilja kaupa sér íþrótta- dót, til dæmis galla Roma-liðsins, koma við í Cisalf Largo Brindisi 5/a/6 við San Giovanni-neðanjarðar- stöðina. Ítalía er gósenland lestrar- hesta, en mest er á ítölsku. The Economy Book & Video Center á Via Torino 136 skammt frá Termini brautarstöðinni er sögð stærsta og besta enska bókabúðin á Ítalíu og býður bæði upp á það nýjasta nýja og notaðar bækur. Via Cola di Rienzo er góð versl- unargata, þar sem venjulegt fólk kaupir allt milli himins og jarðar á jarðbundnu verði. Að lokum er bara að hafa í huga að fara sér ekki svo geyst að ferða- maðurinn fái Stendahl-einkennin ... Á hveiju ári þurfa læknar á ítölskum slysavarðstofum að stumra yfír er- lendum ferðamönnum með væg ein- kenni taugaáfalls sökum yfirþyrm- andi menningaráhrifa. Franski rit- höfundurinn Stendahl lýsir þessu í ferðabók sinni frá Italíu og því eru óþægindin, til dæmis svefnleysi og óró, oft kennd við hann. ■ Víkingosigling með eitt hundraö skipum og bótum Frumleg uppákoma í ferðaþjónustu MIKLAR vonir eru bundnar við að víkingasiglingin frá Noregi til ís- lands verði að veruleika næsta sum- ar. Á undirbúningsfundi fyrir sigl- inguna sem haldinn var um síðustu helgi í Floro í Noregi sagði Ole Sten- bakk, formaður skipulagsnefndar víkingasiglingarinnar, meðal annars: „Ef forfeður okkar voru færir um að sigla til íslands er ég sannfærður um að við getum það.“ Eftir tveggja daga víkingahátíð í Floro verður haldið af stað 29. júní. Víkingaflotinn, eitt hundrað skip og bátar, kemur til hafnar í Hjaltlandi 1. júlí, Færeyjum 5. júlí og á íslandi 9. júlí. Hópurinn mun dvelja hér á landi í sex daga, en þá verður siglt aftur til baka. Ferðinni lýkur í Nor- egi 28. júlí og hefur hún þá staðið yfir í mánuð. Gjaldgengir í víkingasigllngu Til að vera gjaldgengir í víkinga- siglinguna verða bátar að vera þijá- tíu fet og vel búnir til úthafssigl- inga. Á hveijum bát þarf að vera að lágmarki fjögurra manna áhöfn og að minnsta kosti tveir þurfa að kunna að sigla bátnum. Bátunum verður skipt í þijá hópa og verður fylgdarskip með hveijum hóp sem hægt er að kalla til aðstoðar ef eitt- hvað fer úrskeiðis. { fyrsta hópnum verða seglbátar, sjö mílna bátar í öðrum hópnum og fímmtán mílna bátar í þeim þriðja. Seglbátarnir munu láta fyrstir úr höfn, sjö mílna bátarnir 3 til 4 klukkustundum síðar og loks fímmt- án mílna bátarnir öðrum 3 til 4 klukkustundum síðar. ^íktngaflotínn 1997 HJALT- LAND FÆREYJAR Ferðaáætlun næsta sumar 27.-28. maí í Flor0 1.-2. júní á Hjaltlandi 5.-6. júní í Færeyjum 9.-14. júní Á íslandi 17.-20. júní í Færeyjum 23.-25. júní á Hjaltlandi 29. júní í Floro Þetta er gert til að bátarnir hitt- ist á miðri leið, en svo dregur í sund- ur með þeim aftur og koma seglbát- arnir síðastir í höfn. Á hveijum áfangastað verður slegið upp veislu og auk þess verða fjölmargar uppá- komur, enda verða lista- og fræði- menn á meðal þátttakenda. Mikill áhugl fjölmiðla í fyrra var svipuð sigling farin frá Noregi til Hjaltlandseyja og tóku 120 skip þátt í ferðinni. Hún þótti geysi- lega vel heppnuð og komust færri að en vildu. Enda hafa þegar tugir áhafna gengið frá þátttöku sinni í víkingasiglingunni á næsta ári. Ekki er nauðsynlegt að eiga skip eða bát til að taka þátt í ferðinni. Sum stærri skipanna munu taka við farþegum og líklegt er að sumir fari með flugi. Til marks um það má nefna að búist er við um 200 manns með Norrænu til íslands næsta sum- ar og 100 manns með flugi. Fjölmiðlar sýndu víkingasigling- unni til Hjaltlandseyja í fyrra gífur- legan áhuga og gerðu henni góð skil. Norska sjónvarpsstöðin TV-2 bjó til þátt um siglinguna sem m.a. var sýndur á BBC. Þegar hafa bor- ist fýrirspumir frá stórum dagblöð- um í Noregi um siglinguna næsta sumar og einnig er líklegt að TV-2 búi til annan þátt um þá ferð. Það sýnir vel hversu mikill áhugi er á siglingunni í Noregi að dagblöð á vesturströndinni slógu fréttum af undirbúningsfundinum upp á fors- íðu. í einu blaðanna var mynd frá setningarhófinu með fyrirsögninni: „Skál for galne tanker.“ Mlklnn viðbúnað þarf á íslandi Á undirbúningsfundinum gætti eins og fyrr segir mikillar bjartsýni. Engu að síður gerðu menn sér al- mennt grein fyrir að um stórt og vandasamt verkefni væri að ræða og fyllstu varkárni og útsjónarsemi væri þörf. Mikill viðbúnaður verður að vera á íslandi til að anna öllum þessum fjölda og á fundinum þótti líklegt að kalla yrði til björgunar- sveitir, lögreglu og landhelgisgæslu. „Áhugi Norðmanna vaknaði þeg- ar þeir fréttu af víkingahátíðinni næsta sumar og þá fengu þeir hug- myndina að því að tengja hana vík- ingasiglingunni," segir Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar og framkvæmdastjóri Víkingahátíðarinnar. „Þetta sýnir vel hversu mikilvægt er að eiga frumkvæði að uppákomum af þessu tagi.“ 120 mllljónir í gjaldeyristekjur Rögnvaldur bendir á að ef 1.500 manns komi til landsins vegna vík- ingasiglingarinnar og hver eyði um 70 þúsund krónum skapi það gjald- eyristekjur upp á 120 milljónir króna. Fyrir utan landkynninguna sem fáist með slíkri uppákomu. „Þetta er mikilvægt skref í samvinnu þessara þjóða í ferðamannaþjónustu og ef vel gengur ætti þetta líka að bæta stöðu íslands sem ferðamanna- lands í þessum löndum." Hann segist vera ánægður með ferðina og þann áhuga og velvilja í garð íslendinga sem hann varð var við hjá Norðmönnum. „Það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn fyr- ir næsta sumar,“ segir hann að lok- um. ■ Aukaferð hjá bændum BÆNDAFERÐIR verða með auka haustferð 2.-9. nóvember vegna mikillar eftirspurnar í áður auglýstar ferðir 26. október til 2. nóvember og 17.-22. nóvem- ber. Leiðin iiggur til Lúxemborgar þar sem gist verður á sama stað allan tímann, hjá vínbændum í litlu þorpi sem heitir Leiwen og er við Mosel. Á meðan á dvölinni stendur verður farið í skoðunarferðir, m.a. til Rudesheim við Rín, Bernkastel og Trier við Mosel, auk þess sem Lúxemborg verður skoðuð. Þá verður farið í heimsókn til bónda sem stundar lífræna bú- vöruframleiðslu. Stór tæknivætt kúabú verður einnig skoðað. Ferðin kostar 44.500 krónur á mann. Innifalið í flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður, allur akstur og fararstjórn. ■ GATA í Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.