Morgunblaðið - 06.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 06.10.1996, Side 1
OCTAVIA OG C70STALUSENUNNI-ENDURBÆTUR Á MINI - NÝR LANGBAKUR FRÁ MERCEDES BENZ - NISSAN PRIMERA REYNSL UEKIÐ - FALIN LOFTNET MEGANE MEISTARAVERK RENAULT RENAULT ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 4^ PEUGEOT 406 % TÍMAMÓTABÍLL Komdu og reynsluaktu. Verð frá._ •480.000 PEUGEOT - þekktur fyrir þaglndl Nýbýlavegi 2 Sími 554 2600 GERT er ráð fyrir að ein milljón manna sæki bílasýninguna í París en hún stendur fram yfir miðja viku. Margt nýtt í París NÝIR bílar frá Skoda, Volvo, Pe- stærðarflokki. Sérstöku rými var ugeot, Renault og Ford voru meðal nú í fyrsta sinn varið til sýninga á þeirra sem helst vöktu athygli á jeppum en þar voru nýjungar ekki bílasýningunni í París sem nú stend- margar enda jeppamarkaður ekki ur yfir, ekki síst Octavia frá Skoda burðugur í Frakklandi. Nánar um sem er framhjóladrifinn bíll i milli- sýninguna í opnu. Lotus-sportbílar á íslandi LOTUS Esprit hefur sfðustu ár verið flaggskip sportbíla fyrir- tækisins breska og verkfræðingar og vel settir lögfræðingar hafa verið áhugasamasti kaupendahópurinn í mörgum lönd- um. Þessi vagn er 4,8 sekúndur í 100 km hraða og arftaki hans með V8 vél nær 283 km hraða. FERRARI, Lamborghini og Lot- us. Þijú nöfn sem bflaáhugamenn þekkja gjörla. Allt merki sem njóta virðingar í bílaheiminum. Lotus sportbíllinn breski hefur nú fengið íslenska umboðsaðila sem hyggjast markaðssetja bílinn hér- lendis og kanna sölumöguleikana á þessu sögufræga merki. „Við teljum að það sé kominn tími til að íslendingar kynnist alvöru sportbflum sem eru hann- aðir frá grunni sem sportbílar. Þess vegna ákváðum við að fá umboð fyrir Lotus, merki sem er þekkt um allan heim,“ sagði Guð- laugur Búi Þórðarson hjá Impetus hf. í samtali við Morgunblaðið en hann og Hákon Halldórsson hafa slðustu ár m.a. framleitt og selt aukahluti á bíla í Bandaríkjunum með ágætum árangri. Þeir telja sérstaklega góðan grundvöll fyrir því að selja Lotus Elise sem er nýjasti og ódýrasti sportbíllinn frá fyrirtækinu breska. Hann mun kosta liðlega þijár milljónir króna en samningaviðræður um lægra verð eru enn í gangi. Langur bið- listi er eftir bflum, yfirieitt um þijú ár. En þar sem Impetus er nýtt umboð verða afgreiddir bflar til íslands strax á næsta ári. „Lotus Elise er bíll fyrir þá sem viþa njóta akstursins til fullnustu. Það er ekkert aukadót sem skipt- ir ekki máli, útvarp fylgir t.d. ekki bílnum. Það er ætlast til að þú hugsir um aksturinn og njótir hans. Allt er haft sem léttast. Elise er aðeins 673 kg og undir- vagninn er úr áli og byggður á sérstakan hátt. Hugmyndin á bakvið smíði bílsins er að ökumað- ur og farþegi fái mikla tilfinningu fyrir akstrinum, þess vegna er t.d. ekki vökvastýri. Kaupandinn er að fá sérstakan bfl, ekki blöndu hluta frá mörgum löndum, heldur ekta breskan sportbfl,“ sagði Guðlaugur. Átta ára ábyrgð er á vél og drifbúnaði í Elise bilnum, en auk hans fást margar aðrar útgáfur af Lotus. Sú dýrasta er á 11 milij- ónir, Lotus V-8 Esprit. Sá bíll er með 350 hestafla vél og togkraft- ur hennar er 400 Nm. „Menn eru að kaupa 6-7 milljóna króna Hummer til að rúnta á innanbæj- ar eða dýra Benz bfla, þannig að Lotus á rétt á sér hérlendis eftir okkar kokkabókum. Elise er snaggarlegur sportbíll sem er ódýr í rekstri og með aksturseig- inleika kappakstursbíls,“ sagði Guðlaugur. ■ 4^ Bíliðnafélagið Pclclcif ► Á bifreiðaverkstæðum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaði með merki Bíliðnafélagsins ► Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefur aðgang að endurmenntun á sínu sérsviði ► Láttu ekki bílinn þinn í hendurnar á hverjum sem er, það gæti orðið þér dýrt Bíliðnafélagid er fagfélag bifreiðasmiða, bílamálara og bifvélavirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.