Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 D 3 TILBOÐ ÓSKAST BERLINGO (t.v.) heitir strandarbíll frá Citroen sem Bertone hefur hannað. Galaxy frá Ford hefur gengið vel í Þýskalandi. Falin loftnet EIN af stærstu nýjungunum á varahluta- og bílbúnaðarsýning- unni Automechanika í Frankfurt var falið loftnet. Á næsta ári kem- ur ný Volkswagen Bjalla á mark- aðinn með loftneti sem er inn- byggt í vinstri framfelguna. Framleiðandinn er Richard Hirsc- hmann GmbH í Esslingen í Þýska- landi. Mercedes-Benz SLK, nýi sportbíllinn, verður sömuleiðis með falið loftnet í afturstuðaran- um og verður það staðalbúnaður. Hægt verður að tengja GSM síma við búnaðinn. Strandarbíll I ró Citroen CITROÉN kynnir um þessar mundir þrjá hugmyndabíla sem byggðir eru á nýju Berlingo smá- sendibílalínunni sem hleypt var af stokkunum í júní. Myndin er af einum þeirra, strandarbíl sem Bertone hannaði. Einnig er um að ræða fimm sæta kúlustallbak sem Heuliez í Tórínó teiknaði og stóran farþegabíl sem svipar til Multispace fjölnotabílsins. Galaxy vel tekið í Þýskalandi FORD hefur átt velgengni að fagna á þýska markaðnum fyrir fjölnotabíla eftir að fyrirtækið hleypti af stokkunum nýjum Ga- laxy fjölnotabíl í september 1995. Markaðshiutdeild bílsins í þessum flokki er orðin 23%. Nýlega kom á markað fjórhjóladrifsútfærsla af bílnum. Ford telur að saia á fjölnotabílum verði brátt um 5% af heildarsölu nýrra bíla. VW hef- ur einnig gengið vel með tvíbura- bílinn Sharan. Hvorugur þessara bíla er í boði hérlendis. Grænfriöungar kynna bíl GRÆNFRIÐUNGAR hafa kynnt bíl sem samtökin segja að hægt sé að aka 100 km leið á 3-4 lítrum af bensíni, eða töluvert lengra en Renault Twingo sem bíllinn er byggður á. Svissneskir verkfræð- ingar hafa verið Grænfriðungum innan handar með hönnun á bíln- um. í stað 1,2 lítra vélarinnar í Twingo er þessi umhverfisvæni bíll með tveggja strokka, 360 rúmsentimetra að slagrými. Verðlækkun hjá Renault RENAULT verksmiðjurnar frönsku hafa boðað verðlækkun á nokkrum gerðum á heimamarkaði til að endurheimta markaðshlut- deild sína en hún lækkaði úr 30% í 26,2% á fyrstu átta mánuðum ársins. Luc-Alexandre Menard, sem er sölustjóri fyrirtækisins, segir að með þessum aðgerðum eigi að ná að minnsta kosti 28% hlutdeild sem sé hin eðlilega staða Renault heima fyrir. Sem dæmi um lækkunina má nefna að verð á Megane með 1,4 lítra vél lækk- ar um fjögur þúsund franka, kringum 50 þúsund krónur, niður í rúma 80 þúsund franka. Verð- lækkunin tók gildi um síðustu mánaðamót. Endurbætur ÚMini HINN nálega fertugi Mini smá- bíll gengur um þessar mundir í gegnum mikla endurskoðun hjá Rover en ýmsar endurbætur eru nauðsynlegar meðal annars vegna nýrra reglna um öryggi og mengunarvarnir. Ráðgert er að halda lífí í þessari gerð enn um sinn en koma að nokkrum árum liðnum með nýjan Mini. Breyta þarf kælikerfi bílsins, stýrisstöng til að koma fyrir líkn- arbelg, styrkja yfírbyggingu og lögð hefur verið áhersla á að kynna ýmsa aukahluti á Mini. Verðið í Bretlandi er sem svarar 900 þúsund íslenskum krónum. Astra seinkar OPEL verksmiðjurnar hafa frest- að því að kynna nýja kynslóð af Opel Astra en hún var ráðgerð í Frankfurt að ári liðnu. Nú er ljóst að frumsýning hennar verður ekki fyrr en í Genf í mars 1998. í Isuzu Rodeo “S” 4x4 árgerð '95 (ekinn 24 þús. mílur), MMC Montero RS 4x4 árgerð '91, Jeep Cherokee Pioneer 4x4 árgerð '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 8. október kl. 12 - 15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA BILAR BILAR Nýr langbakur í C-línunni frá Mertedes Benz NÝR langbakur er nú í boði í C-lín- unni frá Mercedes Benz en hann var kynntur á bílasýningu í Genf á liðnu vori. Nú getur að líta þenn- an grip hjá Ræsi í Reykjavík, umboðinu fyrir Mercedes Benz. Langbakurinn í C-línunni er virðu- legur bíll og stílhreinn, fáanlegur með ýmsar dísil- og bensínvéla- stærðir og er grunngerðin nokkuð vel búin. Síðan má lengi vel bæta ýmsum þægindum við. Grunnverð- ið á langbaknum er á bilinu 3,3 milljónir til 3,8 milljóna króna og má segja að það sé í ágætu sam- ræmi við það sem bíllinn býður uppá: Mercedes Benz er rúmgóður bíll, vandaður í hólf og gólf, kraft- mikiil og vei búinn. Sver sig í ættina í raun virkar C-línu langbakur- inn fínlegur en hann er meðalstór og hefur þessa bogadregnu þakl- ínu, þ.e. fremst og aftast sem gerir hann straumlínulagaðan og lágt byggður og kúptur framend- inn gerir sitt til að undirstrika þessa tilfinningu. Aðalluktir og vatnskassahlíf eru með sama svip og aðrir bílar frá Mercedes (nema E-línan sem nú er með tvöföldum kringlóttum luktum) og allur sver langbakurinn sig í ættina. Rúðurn- ar eru ekkert of stórar en útsýni er samt sem áður ágætt. Að innan ræður glæsileiki ríkj- um en þó er þar allt með fremur fáguðu yfírbragði. í fyrsta lagi er rýmið yfirdrifið fyrir ökumann sem og alla farþega. Sætin eru öll þægileg og báðir framstólar eru með rafstillingum sem er auka- búnaður og mjög þægilegur. Hægt er að stilla hæð sætanna, halia setunnar og hæð höfuðpúða og að sjálfsögðu fjariægð frá stýri og bakhallann. Einnig eru rofar fyrir breytilegan hliðarstuðning við bak sem þó er tæpast nógu mikill. Vandræðalaus að’ögun Vandræðalaust er fyrir öku- mann að aðlagast. Mælaborð er skýrt og gott, rofar nokkuð marg- ir m.a. fyrir hita í sætum, hæð ökuljósa, rafmagnsrúðurnar, rafstillta hliðarspeglana, hægt er að samlæsa bílnum innan frá og þannig mætti áfram telja. Auk hefðbundinna mæla er að finna útihitamæli og snúningshraða- mælir er næsta sjálfsagður í bíl í Allir stærstu bílaframleiðendur heims taka þátt í alþjóðlegu bílasýningunni í París. Þeir sýna nýjar gerðir, endumýjaðar eldri gerðir ogjeppadeild er nú í fýrsta sinn í París. Guðjón Guðmundsson fylgdist með straumunum í heimsborginni. Octavia og C70 stálu senunni TALIÐ er að vel yfir ein milljón manns sæki alþjóðlegu bflasýning- una í París, Mondial de l’automo- bile, sem nú stendur yfír. Fjöldi bíla er frumsýndur í París, ýmist spánnýir bílar eða breyttir. Volvo afhjúpaði C70, Peugeot nýjan 406 Coupé, Toyota Picnic fjölnotabíl, Ford breyttan Mondeo og smábíl- inn Ka. Opel sýndi langbaksút- færsiu af Vectra og Sintra fjöl- notabílinn sem sagt hefur verið frá í reynsluakstri á þessum síðum. Ný Primera frá Nissan, VW Pass- at, Skoda Octavia og Z3 Roadster- inn frá BMW í M-útfærslu glöddu augu sýningargesta að ógleymd- um litla Audi A3. í fyrsta sinn á þessari sýningu var sérstöku plássi varið undir jeppa en það er kannski til marks um daufan jeppamarkað í Frakk- landi hve lítið var um nýjungar þar. Þó mátti þar sjá m.a. lítið breyttan Jeep Cherokee, Land Cruiser Jínuna og nýja landnem- ann á íslandi, SsangYong, bæði Musso og Korindo sem sums stað- ar heitir Stampede. Einnig var þarna L200 pallbíllinn frá Mitsub- ishi sem hefur fengið andlitslyft- ingu og gerðarlegur Ford F150. Yflr 10O þúsund fermetra sýningarsvæöi Nokkrir íslendingar sóttu sýn- inguna, þrír blaðamenn, og for- svarsmenn a.m.k. þriggja umboðs- aðila á íslandi. Sýningin er í átta sölum á alls yfir um 100 þúsund fermetra svæði. Sýnendur eru yfir eitt þús- und. Mestu gólfrými er varið til sýninga á nýjum fólksbílum en auk þess eru framleiðendur varahluta, rafbíla og ýmiss aukabúnaðar fyr- BOXTER frá Porsche er rennilegur en Skoda Octacvia vakti einna mesta athygli. PEUGEOT sýndi ýmislegt nýtt, Peugeot Coupé og endurnýjaða 406 gerðima. irferðamiklir. Fornbílar fengu sitt pláss og til gamans var sett upp sýning á bílum sem kvikmynda- persónan James Bond hefur ekið. Gullfallegur Skoda Octavia Mesta athygli mína vakti nýr, framhjóladrifinn Skoda Octavia sem er stórglæsilegur milli- stærðarbíll sem slær við mörgum evrópskum bílum í hönnun. Lín- urnar eru reyndar ekki óskyldar öðrum frumsýningargrip, VW Passat. Octavia var þó að öllu leyti hönnuð af Skoda verksmiðjunum en hann er byggður á undirvagn sem hannaður er af VW. Þetta er 4,51 m langur bíll, 1,73 m breiður og 1,43 m hár. Farangursrýmið er stórt, einir 528 lítrar og er stækkanlegt í 1.328 iítra með því að fella niður aftursætisbökin. Octavia verður fáanlegur í þremur útfærslum, LX sem er grunngerð- in, GLX sem er heldur betur búinn bíll og SLX sem er lúxusútgáfan. Sá fyrsti með fjölventlatækni Bíllinn er hlaðinn öryggisbúnaði og þægindum, tveir líknarbelgir eru staðalbúnaður, rafdrifnar rúðuvindur og speglar. Á næsta módelári verður hann einnig boð- inn með hliðarbelgjum. Octavia er sögulegur bíli að því leyti að þetta er fyrsti bíllinn sem Skoda kynnir sem er með fjöl- ventlatækni í vél, þ.e. með dísilvél með forþjöppu. Allar vélarnar í Skoda Octavia eru hannaðar af VW. Þijár verða í boði, dísilvélin fyrrnefnda sem er 1,9 lítrar að slagrými og skilar 90 hestöflum, 1,8 lítra, 20 ventla vél sem skilar 125 hestöflum og loks 1,6 lítra, 75 hestafla vél. ABS-hemlakerfí er staðalbúnaður með 1,8 lítra vélinni en auka- búnaður með öðrum gerðum. Octavia er virðulegur að framanverðu, með stórt grill lagt krómi og allur fremur straumlínu- lagaður og nútímalegur. Það er ekkert Skodalegt lengur við Skoda. Sænskur sportbíll Frönskum blaðamönnum sem ég snæddi með á sýningarstaðnum þótti mest vert um nýjan Peugeot Coupé og Renault Scénic, sem er framhald á einrýmislínunni frá Renault sem hófst með Twingo smábílnum. Scénic kom nokkuð á óvart og virðist vera haganlega smíðaður bíll. Hann er rúmgóður og hægt að koma fyrir í honum þremur sætaröðum þótt hann sé minni en Espace. Sagt er um nýja C70 sportbílinn sem Volvo frumsýndi að þetta sé ekki Volvo sem þú þarfnast heldur Volvo sem þig langar til að eiga. Þetta er fjögurra sæta, tveggja dyra sportbíll sem verður fáanleg- ur með tveimur gerðum af for- þjöppu dísilvélum, 2,3 lítra, 240 hestafla með 330 Nm hámarks- togi, og 2,5 lítra lágþrýstingsfor- þjöppu, 193 hestafla og 270 Nm hámarkstogi. Bíllinn er einkum ætlaður á markað í Bandaríkjunum en verð- ur þó til sölu í Þýskalandi, Bret- Iandi, Frakklandi og Japan. Hann verður til sölu frá og með næsta vori. ■ Morgunblaðið/Júlíus C-LÍNAN frá Mercedes Benz býður nú einnig langbak með ýmsum vélastærðum. þessum verðflokki. Meðal öryggis- búnaðar má telja tvo líknarbelgi og hemlalæsivörn. Fimm þrepa sjálfskipting í bílnum sem umboðið býður nú til sölu er 2,3 lítra og 150 hest- afla, fjögurra strokka og 16 ventla bensínvél. Ekki er í henni hávaðinn og eyðslan er talin vera í blönduð- um akstri 8,3 lítrar. Bfllinn var búinn fimm þrepa sjálfskiptingu með vetrar- og spyrnustillingu og er hún mjög liðleg. Þegar tekið er hranalega af stað í fjórða gír stendur ekki á viðbragðinu og skiptingin fer mjúklega milli gíra. Hreyfing stangarinnar er ekki bein fram og aftur eins og oftast er heldur býður Mercedes eins konar hliðarspor. Þannig fer stöngin til hliðar þegar skipt er milli „drive“ og fjórða gírs og sama er milli annars og þriðja. Þetta er til þæginda þegar ökumaður hefur vanist því og er ákjósanlegt. Margar vélar Aðrar vélar í boði eru 1,8 lítra og 122 hestafla, tveggja lítra 136 hestafla og 2,8 lítra og 193 hest- afla bensínvélar, og 2,2 og 2,5 lítra dísilvélar. Meðal helsta staðalbún- aðar í C-línu langbaknum er heml- alæsivörn, tveir líknarbelgir, Ijar- stýrð samlæsing með ræsitengdri þjófavörn, rafdrifnar rúður og hliðarspeglar með upphitun, hæð- arstilling á framluktum, þrír höf- uðpúðar í aftursætum, Sjúkra- kassi, útvarp og geislaspilari og sex hátalarar, hlíf yfir farangurs- rými og þar er einnig 12 volta tengi. I meðförum er Mercedes Benz langbakur frekar lipur. Tilgangur þægindanna kemur einkum fram í þjóðvegaakstri enda má segja að bíll sem þessi sé hannaður fyr- ir langferðir á hraðbrautum. Þar má nefna atriði eins og góða aðlög- un eða stillingar á ökumannssæti, hraðastillinguna og útvarp með geislaspilara en í bæjarsnatti skipta meira máli atriði eins og fjarstýrð samlæsingin, sem reynd- ar er dálítið hægfara og raf- magnsrúður en vitanlega eru öll þessi atriði meira og minna notuð við hvers kyns akstur. Verðið 3,2 tll 4,9 milljónlr króna Verðið á grunngerðinni af Mercedes Benz C-línu langbakn- um er 3.295.000, þ.e. þeirri gerð sem er búin 1,8 lítra vélinni. Grunnverð á gerðinni sem var prófuð er 3.815.000 en í hann var kominn margháttaður aukabúnað- ur sem hækkaði verðið um rúma milljón. Meðal þess aukabúnaðar er leðuráklæði, spólvörn, raflntuð og rafdrifin framsæti, rafdrifin sóllúga, loftnet og tengingar fyrir GSM síma, slökkvitæki og upphit- aðar rúðusprautur. Bilar Mercedes Benz eru nú framleiddir í 50 verksmiðjum víða um heim og seldur í 190 löndum. Starfsmenn eru um 197 þúsund. m jt RÝMI fyrir farangur mælist 465 lítrar sé það hlaðið upp að glugga en 1.510 lítrar sé aftursæti fellt fram og hlaðið uppí þak. Morgunblaðið/Kristinn ÞÆGINDI eru í bak og fyrir hið innra. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.