Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 KSI MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING ,Med reynslu tíl Beriínar17 segir Helgi Sigurðsson, yngsti leikmaður landsliðsins. „Ætlum að leggja Rúmena að velli“ HELGI Sigurðsson er yngsti leikmaðurinn í landsliðshópi Is- lands, nýorðinn 22 ára. Helgi sem var hjá Stuttgart í eitt og hálft ár, hefur flutt sig um set í Þýskalandi — hélt til Berlínar með knattspyrnuskó sína og leikur með 3. deildarliðinu Tennis Borussia Berlín. „Eg kann mjög vel við mig hérna og mér hefur gengið ágætlega, ég er búinn að skora fjögur mörk í níu leikj- um. Ég er ánægður með að nú fæ ég að leika reglulega, eftir að hafa verið lengi ineiddur og setið á varamannabekknum hjá Stuttgart. Ég lærði mikið þann tíma sem ég var hjá Stuttgart, öðlaðist mikla reynslu. Þá reynslu tók ég með mér til Berlínar, ákveðinn að vinna vel úr henni og þroska mig sem knattspyrnumann," sagði Helgi, sem átti ekki mikla mögu- leika á að komast í byrjunarlið Stuttgart. „Ég sá að það var nær vonlaust að komast að hjá Stuttg- art, sem er með besta sóknarparið í Þýskalandi, Brasilíumanninn El- ber og þýska landsliðsmanninn Fredi Bobic. Ég var fjórði miðheij- inn hjá Stuttgart, kom á eftir Pólverjanum Radoslav Gilewicz, þannig að þegar ég fékk boðið frá Berlín ákvað ég að slá til. Ég er kominn í góða leikæfingu, eftir að hafa leikið lítið síðan ég lék með Fram heima,“ sagði Helgi. Helgi sagðist bíða eftir tækifær- inu með íslenska landsliðinu. „Þeg- ar ég fæ tækifærið mun ég að sjálfsögðu reyna að skora. Það hefur verið ákveðin stígandi í leik íslenska landsliðsins og leikurinn gegn Tékkum í Tékklandi lofar góðu um framhaldið. Við vorum óheppnir að tapa með einu marki, á vítaspyrnu, sem var strangur dómur. Leikurinn í Tékklandi gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við sýndum þá að við getum veitt bestu landsliðum heims harða keppni, eins og liði Rúmeníu. Við munum mæta grimmir til leiks á Laugardalsvellinum, þegar Rúm- enar koma í heimsókn og höfum tekið stefnuna á sigur, eins og alltaf.“ Helgi sagði að 3. deildarkeppn- in í Þýskalandi væri sterk og lið úr deildinni hefði veitt 1. deildarl- iðum harða keppni í bikarkeppn- inni. „Tennis Borussia hefur leik- ið níu leiki, unnið þijá, gert fimm jafntefli og tapað einum. Það er slæmt að þurfa að sætta sig við jafntefli, sem gefa svo lítið — aðeins eitt sig.“ Helgi er ekki eini landsliðs- maðurinn sem leikur í Berlín, Eyjólfur Sverr- isson, einnig fyrrverandi leikmaður Stuttgart, leik- ur með 2. deildarliðinu Herthu Berlín. „Eyjólfur hefur verið að leika mjög vel að und- anförnu í stöðu aftasta varnar- manns, hann eflist með hveij- um leik,“ sagði Helgi. Landslióshópurinn Markverðir: Birkir Kristinssnn, Brann..........45 Kristján Finnbogason, KR...........11 Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton.............69 Ólafur Þórðarson, ÍA...............69 Arnór Guðjohnsen, Örebro...........67 Rúnar Kristinsson, Örgryte.........55 Sigurður Jónsson, Örebro...........45 Arnar Grétarsson, Breiðabliki......33 Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín.32 Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim......20 Arnar Gunnlaugsson, Soehaux........18 Ólafur Adolfsson, ÍA...............17 Helgi Sigurðsson, TB Berlin........10 Þórður Guðjónsson, Bochum...........9 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke........7 Einar Þór Daníelsson, KR............5 Agúst Gylfason, Brann...............5 Ríkharður Daðason, KR...............5 Heimir Guðjónsson, KR...............2 ■Landsleikjafjöldi er fyrir leik Litháen og Islands í Vilníus, sem fór fram í gær. HELGI Slgurðsson er byrjaður að senda knöttinn í netamöskvana, sem mlðherji hjá Tennis Borussia Berlín. Hann hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum. .1 Hugsaðu Fótbolta. Dreymdu Fótbolta. Drekktu Coca-Cola. © 1996 The Coce-Cola Company. 'Coca-Cola og Vynamic Ribbon device'eru skrásetl vörumerki 'The Coca-Cola Cornp3ny'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.