Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING KSÍ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 E 5 glíma við eldri leikmennina, sem vilja alltaf ólmir leika gegn þeim yngri á æfingum. Síðast rúlluðum við yngri mennirnir Ólafi Þórðar- syni og félögum upp. Við erum ákveðnir í að endurtaka þann leik,“ sagði Lárus Orri, sem lék síðasta leik sinn með Stoke gegn Guðna Bergssyni og félögum hjá Bolton, áður en hann kom heim. „Það má segja að ég hafi verið góður við landsliðsfyrirliðann, því að það var ég sem gaf Bolton markið sem lið- ið skoraði, sem betur fer náðum við að jafna á lokamínútu leiksins, 1:1. Það yrði skemmtilegt ef við Guðni yrðum samferða upp í úr- valsdeildina, að Stoke yrði í fyrsta sæti í 1. deild og Bolton í öðru sæti.“ Mun glíma við lan Wright Stoke mætir Arsenal í 16 liða úrslitum deildarbikarkeppninnar og verður leikið í Stoke. Þá fær Lárus Orri það verkefni að glíma við Ian Wright, markahrók, og Hollendinginn Dennis Bergkamp. „Það er góður skóli að leika gegn köppum eins og Wright, sem kallar ekki allt ömmu sína upp við mark- ið. Ég lenti til dæmis í kröppum dansi í bikarleik gegn Newcastle í fyrra, er við töpuðum 0:4. Þá voru þeir Les Ferdinand og Peter Be- ardsley á ferðinni fyrir framan mig og ég verð að segja eins og er - ég var leikinn grátt. Maður lærir af þannig rimmum.“ Það er vitað að „njósnarar“ frá stóru félögunum í Englandi hafa mætt oft á leiki hjá Stoke til að fylgjast með Lárusi Orra og sagt hefur verið frá áhuga liða áLárusií- blöðum. Fylgist Hann spenntur með þessari umfjöllun? „Auðvitað fylgist ég spenntur með. Draumur- inn er að leika með og gegn þeim bestu - það gerir maður aðeins í úrvalsdeildinni. Á meðan ég er ekki að leika þar, nýtur Stoke krafta minna. Eg veit að það er aðeins ein leið til að ná lengra, það er að leika vel með Stoke og sanna sig með liðinu. Ég kann mjög vel við mig hjá Stoke, það yrði aftur á móti bónus ef maður fengi tæki- færi til að leika með stóru félögun- um,“ sagði Lárus Orri, sem hefur leikið átta landsleiki og því stutt að hann nái að leika fleiri lands- leiki en faðir hans, sem lék ellefu landsleiki - síðast gegn írum í Reykjavík fyrir þrettán árum, þeg- ar Lárus Orri var tíu ára. ÞÓRÐUR Guðjónsson. og hálfa klukkustund með viðkomu í Bergen. Með í för var einnig ung- mennalið íslands og komu liðin aft- ur til Reykjavíkur eftir miðnæt.ti í gær. KSI og Flugleiðir hafa gert með sér samning, að Flugleiðir fljúgi með landsliðshópana í Fokker-vél til Makedóníu og Rúmeníu á næsta ári, þegai’ leikið verður þar. Fyrir ferðina til Litháen hafði landslið Islands farið tvær keppnis- ferðir með Fokker-vél Flugleiða, til Moskvu og Gefn í Sviss. Safnkort ESSO er lið- ur í leiknum Á undanförnum árum hefur skap- ast mjög góð samvinna á milli KSÍ og Olíufélags hf. Esso, sem sér um forsölu aðgöngumiða á landsleikinn fyrir safnkortshafa á sautján ESSO-stöðvum. Forsalan er framlag Olíufélagsins til að auka áhuga fólks að breggða sér á völlinn. Allir geta orðið safn- kortshafar og fengið 20% afslátt. Forsalan er hafin og geta safn- korthafar fengið stúkumiða sem kosta kr. 2.000 á kr. 1.600, miða í stæði sem kosta kr. 1.000 á kr. 800 og barnamiða (10-16 ára), sem kosta kr. 500 á kr. 400. MARTEINN Geirsson, fyrrum fyrlrliði landsliðslns, notfœrði sérforsöiutllboðlð ð ESSO-stöAInni á Ártúnshöfða. Hvar Sjóvá-Almennar eru fyrsta tryggingafélagið sem hefur lækkað tryggingakostnað heimilanna með afslætti og endurgreiðslu á hluta iðgjalda Ræddu við tryggingaráðgjafa okkar í Kringlunni 5, næsta umboðsmann eða leitaðu álits hjá viðskiptavinum sem þekkja Stofn af eigin raun. SJOVAOoALMENNAR Þú tryggir ekki eftir á!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.