Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING KSÍ______________ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 E 11 Knattspymusnillingurinn Hagi í sviðsljósinu í Laugarda! 4 4 4 4 4 4 u « leikja maðurinn á íslandi EITT sumarkvöld fyrir þrettán árum urðu 9.000 áhorfendur á Ullevál-leikvanginum í Ósló vitni að því að ný knattspyrnustjarna var að skjótast upp á sljörnuhimininn. Flestir áhorfenda eru búnir að gleyma úrslitum vináttuleiks Noregs og Rúmeníu, 0:0. Þeir hafa ekki gleymt manni leiksins, hinum átján ára Gheorghe Hagi, sem var að leika sinn fyrsta leik, enda fór hann á kostum. HAGI og Petrescu leggja á ráðln áður en aukaspyrna er tek- in. Hagi er kunnur aukaspyrnusérfræðingur. Engir viðvaningar í sókn Það eru engir viðvaningar sem leika í fremstu víglínu. Þar má fyrstan nefna Florin Valeriu Raducioiu hjá West Ham, einn af snjöllustu leikmönnum Rúmeníu - var í herbúðum AC Milan, fór það- an til Espanyol á Spáni og síðan til West Ham. Adrian Bucurel Ilie, ^em leikur með Steaua Búkarest og er nú markahæstur í Rúmeníu, fer til Galatasaray á næstu dögum. Igor Valadoiu, er mjög fljótur og markheppinn - skoraði 23 mörk í 28 leikjum fyrir Steaua sl. keppnis- tímabil, sem varð til þess að þýska liðið Köln keypti hann fyrir EM á Englandi. Þá er einn leikmaður ónefndur: Gheorghe Craioveanu, sem leikur með Real Sociedad á Spáni. Iordanescu hélt honum lengi fyrir utan lið sitt, þar sem þjálfar- inn sagði að hann „elskaði knött- inn“ það mikið, að hann ætti erfitt með að senda hann frá sér. Eins og sést senda Rúmenar mjög öflugt lið til íslands. Ilie leikurvið hlið Hagi íTyrklandi RÚMENSKI sóknarleikmaðurinn Adrian Ilie, sera leikur með Steaua Búkarest, var í vikunni seldur til tyrkneska liðsins Galatas- aray, þar sem hann ieikur við hlið landa síns Gheorghe Hagi. „Það verður stórkost- legt að fá tækifæri til að leika með Hagi, sem hefur verið fyrirmynd mín frá æsku,“ sagði Ilie, sem fær 52 miiy. isl. kr. í árs- laun. Hann er 22 ára og mjög marksækinn. Nú er hann 31 árs og rauf 100 landsleikjamúrinn í EM í Eng- landi, hefur skorað 27 mörk í leikj- unum. Hagi er frábær leikmaður, leikstjórnandi rúmenska iandsliðs- ins og þekktur fyrir mörg frábær mörk sem hann hefur skorað með langskotum. Hann lék aðalhlut- verkið með Rúmeníu í HM í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Rúm- enía vann Argentínu, 3:2, varð geysilegur fögnuður ■■■■■■ í Rúmeníu, fólk geystist út á götu og hrópaði: „Við vilj- um Hagi sem for- seta!“. Með „Herforingj- ann“ eins og Hagi er kallaður, hefur landslið Rúmeníu skipað sér á bekk með bestu landslið- um heims. Hagi er frægasti knatt- spyrnumaður Rúm- eníu fram til þessa. Real Madrid keypti hann frá Steaua Búkarest eftir HM á ítaliu 1990 á 284 millj. ísl. kr. Hann lék tvö ár með Real Madrid, síðan tvö ár með Brescia á Ítalíu, áður en hann gekk til liðs við Barcelona 1995. Hann náði ekki að festa rætur í Barcelona, þar sem þjálfarinn Jo- hann Cruyff lét hann ekki leika þá stöðu á miðjunni sem hentaði honum, setti hann út á kant. Það fór svo að hann yfirgaf Barcelona sl. sumar og hélt til Tyrklands, gerðist leikmaður með Galat- asaray. Hagi hefur tvisvar verið út- nefndur knattspyrnumaður ársins í Rúmeníu og eftir HM í Bandaríkj- unum var hann kjörinn fjórði besti knattspyrnumaður Evrópu. Þess má til gamans geta að móðir hans hringir í hann á hveijum degi, hvar sem hann er í heiminum. Hún kemur því til með að hringja nokkrum sinnum til íslands næstu daga. Þrátt fyrir að Rúmenía næði ekki að fagna verðlaunum í EM í Englandi, hafði Hagi sérstaka ástæðu til að fagna á árinu, eigin- kona hans Marilena ól honum dótt- ur í mars. Cruyff hrósar Popescu „HANN er dæmigerður knatt- spyrnumaður, sem allir þjálf- arar óska eftir að hafa í sínu iiði. Hann er mjög sterkur og duglegur - gefur allt sem hann á til í leikinn." Þetta sagði Jo- hann Cruyff, fyrrum þjálfari Barcelona, um Gheorghe Po- pescu, fyrirliða Barceiona. Heldur upp á afmæli sitt á íslandi GHEORGHE Popescu heldur upp á 29 ára afmæli sitt á mið- vikudaginn, eða sama dag og hann leikur gegn Islendingum á Laugardalsvellinum. Hann hefur leikið 67 landsleiki fyrir Rúmeníu, þar af 45 leiki i röð, sem er rúmenskt met. Talarfimm tungumál POPESCU lék með Eindhoven í fjögur ár og eitt með Totten- ham, áður en hann var seldur til Barcelona á 300 millj. ísl. kr. 1995. Hann talar fjögur tungumál, flæmsku, ensku, ít- ölsku og spænsku, fyrir utan móðurmál sitt. Á hótel við Craiova POPESCU lék í fímm ár með Universitatea Craiova áður en hann fór til Eindhoven. Þegar hann var í Hollandi ákvað hann að opna hótel i Dorabia, fyrir sunnan Craiova. Hann lærði um hótelrekstur samhliða því að leika með Eindhoven og mun opna hótel sitt á næsta ári. Helgardvöl í heimsborg Verð írá 29.900 á mann í ívíbýli í 4 daýa\ Popescu, fyrirliði Barcel- ona. ’lnnifalið: Flug, gistingmeð morgmverði ogflugvallarskattar. fyrir líkama og sál Falleg borg sem kemur á óvart - og verðlagið er mun hagstæðara en í Bandaríkjunum! Halifax Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða- skrifslofurnar eða söludeild Flugleiða í síma 50 50100 (svarað mánud. - föstud. ki. 8-19 og á laugard. kl. 8-16). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.