Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Nibursveifla hjá handknattleikslandslibinu VSkorabi 16 mörk í hvorum hálfleik í landsleiknum á Akureyri en einungis 10 mörk í Aþenu Frá AKUREYRI til AÞENU Ísland-Grikkland 32:21 (16:6) Grikkland-ísland 20:20 (10:10) 30 mín^ rris ^01 30 rnírL^, _ 30 mín. Aftrir leikir í riðlinum: Danmörk-Eistland 24:17 Eistland-Danmörk 25:29 5. RIÐILL: |_ U J T Stig Danmörk 2 2 0 0 4 ISLAND Grikkland 2 0 11 1 Eistland 2 0 0 2 0 Efsta liöiö í riölinum tryggir sér rétt til aö leika í úrslita- keppni HM í Kumamoto í japan 1997 Auk þess fœr þaö liö sem nœr besta árangri í 2. sœti riöils leik viö liö frá Eyjaálfu um farseöil til japans ■ ARNÓR Guðjohnsen tognaði á ökkla í landsleiknum á móti Litháen og því ekki víst að hann geti leikið á móti Rúmenum annað kvöld. „Ég er ekki orðinn góður, en Sigurjón [Sigurðsson] læknir ætlar að sprauta mig í ökklann á morgun [í dag] og svo verðum við bara að koma í ljós hvernig ég verð eftir það,“ sagði Arnór á blaðamanna- fundi í gær. ■ BJARKI Gunnlnugsson, sem gat ekki leikið með landsliðinu í Litháen vegna tognunar aftan í lærvöðva, kom til landsins í gær og verður tilbú- inn í slaginn á morgun. Hann lék í 20 mínútur með Mannheim á sunnu- daginn. ■ GUÐFINNUR Kristmannsson, handknattleiksmaður úr ÍBV, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann. ■ FRIÐRIK Friðriksson verður ekki í marki Eyjamanna gegn ÍA í Meistarakeppni KSÍ á laugardaginn kemur. Hann er farinn utan í frí. ■ RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Ovidiu Sabau mun ekki leika á miðj- unni gegn íslandi, þar sem hann er meiddur. I hans stað kemur Basarab Panduru, leikmaður með Benfica. ■ ÓLAFUR Jóhannesson verður áfram þjálfari nýliða Skallagríms í 1. deild í knattspyrnu. ■ GYLFI Orrason dæmdi Ieik Finna og Svisslendinga í undan- keppni HM í Helsinki á sunnudag- inn. Aðstoðardómarar voru Pjetur Sigurðsson og Kári Gunnlaugsson. Svisslendingar fögnuðu sigri, 2:3. ■ ERLA Hendriksdóttir, lands- liðskona í knattspymu hjá Breiða- bliki, var úrskurðuð í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni landsliða á fundi hjá aganefnd UEFA fyrir helgi. Hún var rekinn af leikvelli í leik gegn Þýskalandi á dögunum og leikur því varla með landsliðinu næsta árið. ■ ZORAN Ljubicic og Milan Stef- án Jankovic verða báðar áfram í herbúðum 1. deildarliðs Grindvík- inga í knattspymu. Gengið var frá samningum við þá um helgina. ■ RAGNA Lóa Stefánsdóttir, landsliðskona sem lék með Val meistaraflokks kvenna hjá KR. Hún mun einnig leika með liðinu í 1. deild næsta sumar. __ ■ TEITUR Örlygsson og félagar hans í gríska liðinu Larissa töpuðu þriðja leiknum í röð í deildinni er þeir mættu Stanonius á laugardag- inn. Leikurinn sem fram fór á heima- velli Larissa endaði 70:57 fyrirgest- ina. Teitur gerði tvö stig í leiknum. ■ RONALDO, Brasilíumaðurinn hjá Barcelona, fékk 9,17 af 10 mögulegum í einkunn fyrir frammi- stöðu sína sem af er tímabili í skoð- unarkönnun meðal áhangenda liðsins sem gerð var af blaðinu E1 Mundo Deportivo í gær. Meira en 70 pró- sent aðspurðra sögðust halda að hann yrði betri leikmaður en Diego Maradona. ■ BOBBY Robson, enski þjálfarinn hjá Barcelona, fékk aðeins 3,89 í einkunn í sama blaði fyrir stjómun en 8,75 fyrir framkomu. Aðeins tvö prósent aðspurðra vildu að Barcel- ona skipti um þjálfara og næstum 75 prósent sögðust trúa því að Barc- elona yrði spænskur meistari. V0NBRIGÐI Tap fyrir Litháum i knatt- spymulandsleik í Vilnius, í undankeppni heimsmeistaramóts- ins, og jafntefli á móti Grikkjum í handknattleik i Aþenu - einnig í riðli heimsmeistarakeppninnar - er sem reiðarslag. Reyndar má tína til ■■■■■ sigi-a gegn Grænlend- ingum og Færeying- um í handknattleik kvenna um helgina, en ljósið I íslensku iþróttaskammdegi kemur ungmennalið- inu í knattspymu sem sigraði Lit- háen örugglega 3:0. Menn velta því fyrir sér eftir þessa útreið A-landsliðanna, hvað hafí brugðist. Var það enn einu sinni andlega hliðin? Hélt hand- boltalandsliðið að um auðvelt verkefni yrði að ræða í Aþenu eftir léttan sigur á Akureyri? E.t.v. er það skiljanlegt að sumu leyti vegna þess að Islendingar eru Grikkjum „fremri á öllum sviðum handknattleiksins,“ eins og fréttamaður Morgunblaðsins á Akureyri skrifaði eftir fyrri leik- inn hér heima. Eftir ellefu marka sigur sagði hann ennfremur: „Munurinn hefði auðveldlega get- að orðið meiri en forskotið nægir áreiðanlega fyrir leikinn í Grikk- landi, enda Grikkir lítt klókir á handknattleikssviðinu." Auðvitað hefði sigurinn nyrðra átt að gefa mönnum byr undir báða vængi fyrir Grikklandsferðina, en hugs- anlega hefur byrinn verið of mik- ill í hugum leikmanna. Knattspyrnulandsliðið hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum undanfarin ár, en oft náð hagstæðum úrslitum á móti sterk- ari þjóðum en aftur misst niðrum sig buxumar gegn „veikari“ lið- um eins og í Vilnius á laugardag- inn. Hvað er til ráða? Þurfa leik- menn ekki að herða beltisólamar fyrir hvem einasta leik, herða hana það vel að hún haldi allan leikinn? Ungmennalandslidið í knattspymu er Ijósið í skammdeginu „Við sofnuðum á verðinum á móti Litháen og okkur var refsað með mörkum. Meðan lið eins og Látháen refsar okkur með tveimur mörkum eftir einbeitingarleysi, hvað gera þá Rúmenar?," segir Logi Olafsson, landsiiðsþjálfari, í viðtali við Morgunblaðið. Varð- menn íslands geta ekki leyft sér að sofna á verðinum frekar en rúmenski landsliðsmaðurinn Ghe- orghe Hagi og félagar hans. „Við mætum einbeittir til leiks og spil- um af krafti í 90 mínútur," sagði þessi leikreyndi knattspymumað- ur um leikinn á móti íslendingum annað kvöld. íslensku landsliðsmennimir ættu að temja sér meiri aga og einbeita sér að því verkefni sem þeir eru valdir til. Ef þeir gera það ekki á að gefa öðrum tæki- færi sem eru tilbúnir að svara kallinu. Rúmenar era með frá- bæra leikmenn innanborðs og það verður erfítt og jafnframt kreij- andi verkefni sem bíður íslend- inga á Laugardalsvelli. Vilji er allt sem þarf. Valur B. Jónatansson Ætlar landsliðsmaðurínn ÞORBJÖRN ATLISVEINSSON að slá endalaustígegn? Keppnin er rétt að byija ÞORBJÖRN Atli Sveinsson var í sviðsljósinu með samherjum sínum í ungmennalandsliði íslands í knattspyrnu íVilnius í Litháen á laugardag. Hann gerði tvö mörk í3:0 sigri og er liðið í efsta sæti riðils síns í Evrópukeppninni með sex stig eftir tvo leiki auk þess sem það hefur ekki fengið á sig mark. Þetta er áður óþekkt staða hjá íslensku knattspyrnuliði í þess- um aldursflokki, en strákarnir taka á móti Rúmenum að Varm- árvelli í Mosfellsbæ á morgun. Þorbjörn Atli er liðlega 19 ára nemi á sálfræðibraut í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla en var ■BBBHBI áður á íþrótta- Eftir braut í tvö og Stemþór hálft ár. Kærast- Guðbjansson an heitir íris Ösp Bergþórsdóttir og knattspyrnan er helsta áhugamálið, en hann hefur einn- ig verið liðtækur í öðrum grein- um. „Knattspyrnan gengur fyrir öllu þó námið hafí ákveðinn for- gang. Ég var kominn í landslið 16 ára leikmanna í snóker en greinin er á niðurleið á íslandi og því fór ég alfarið í fótboltann. Reyndar lék ég körfu með yngri flokkum ÍR en eftir að Ásgeir Sigurvinsson valdi mig í meist- araflokkslið Fram hef ég lagt áherslu á knattspyrnuna. Ég var í Víkingi í yngri flokkunum en skipti í Fram í 4. flokki vegna þess að félagið var áhugavert og þjálfun liðanna til fyrirmynd- ar. Það var erfitt að skipta en ég hafði meiri metnað en var hjá Víkingi á þessum tíma og það ýtti mjög undir mig að vera val- inn í meistaraflokksliðið 15 ára gamall.“ Er eitthvað sérstakt á döfinni? „Ljóst er að árangur landsliðs- ins opnar leiðir fyrir marga í lið- inu og menn fá meiri athygli en framtíðin hjá mér er óráðin. Vissulega er draumur allra knattspymumanna að komast í atvinnumennsku og ýmislegt virðist vera í gangi en ég veit ekkert í því sambandi og hef ekki fengið neitt tilboð. En fengi Morgunblaöið/Ásdis ÞORBJÖRN Atll Sveinsson við ÍSÍ-hótelið eftlr æfingu í gærkvöldi, en íslendingar mæta Rúmenum á morgun. ég slíkt skoðaði ég það örugglega mjög vel.“ Þú hefur leikið með meistara- flokki Fram síðan 1993, lékst 23 leiki með Iandsliði 16 ára leik- manna og 13 með liði 18 ára manna. Tveir hafa hæst í safnið með ungmennaliðinu en hvað stendur upp úr á annars stuttum ferli? „Það var mjög ánægjulegt þegar við unnum okkur sæti í 1. deild um daginn. Eins var gaman þegar við náðum í 16 liða Evrópuúrslit með 18 ára liðinu og margir titlar í yngri flokkun- um eru eftirminnilegir en von- andi verður keppnin með þessu landsliði það sem ég á ávallt eft- ir að muna eftir. Gamanið er mikið þegar vel gengur og við fáum athygli sem kitlar egóið. Hins vegar er of snemmt að fagna því keppnin er rétt að byrja - tveir leikir búnir og átta leikir eftir. Við erum í riðli með sterkum liðum þar sem leik- mennirnir era flestir á elsta ári og því yfirleitt eldri en við en við þurfum ekki að hræðast móthetjana vegna þess að við erum líka með stóra og sterka jálka. Hraðinn er miklu meiri í þessum aldursflokki en í yngri landsliðunum og styrkleikinn meiri. íslendingar geta aldrei valið úr eins mörgum leikmönn- um og hinar þjóðirnar en við gerum það sem við getum. Aðal- atriðið er að einbeita sér að ein- um leik í einu og næst er það Rúmenía.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.