Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 B 5 KNATTSPYRNA Strákamir á áður óþekktri leið, en skemmtilegri Mættu fullirsjálfstrausts og sigruðu örugglega Frá því farið var að tefla fram liði leikmanna tuttugu og eins árs og yngri hefur það yfirleitt ver- ■■■■ ið eins konar utan- Steinþór veltulið, lið sem Guöbjartsson sjaldan hefur náð skrífar árangri. Nú er tónn- frá Vilnius ;nn annar 0g ag tveimur leikjum loknum í riðla- keppni Evrópumótsins tróna íslend- ingar á toppnum í sínum riðli með sex stig og markatöluna 5:0. Glæsi- legra getur það varla verið og er ljóst að Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, er að gera góða hluti. Strákarnir mættu fullir sjálfs- trausts til leiks á móti jafnöldrum sínum frá Litháen í Vilnius á laug- ardag. Þeir vissu til hvers þeir voru komnir og ætluðu að sýna hvers þeir væru megnugir. „Á hvaða stall setjið þið ykkur? spurði ég strák- ana,“ sagði Atli við Morgunblaðið. „Ég sagði við þá að við hefðum unnið Makedóníu 2:0 og Möltu 6:0 og ef þeir hefðu trú á því sem þeir væru að gera gætu þeir klárað dæmið hérna.“ Og þeir gerðu það með glæsi- brag. Fyrri hálfleikurinn var mikið augnayndi. Strákamir gáfu ekki tommu eftir, spiluðu örugga og trausta vörn og sóttu grimmt. Átta hornspyrnur gegn einni segja sína sögu og í raun áttu heimamenn aðeins eitt almennilegt skot að marki en Árni Gautur varði glæsi- lega um miðjan hálfleikinn. Skömmu síðar skoraði Brynjar hörkumark með skalla eftir auka- spyrnu frá Bjarnólfí og Þorbjörn Atli bætti öðru marki við fimm mínútum fyrir hlé eftir glæsilega sendingu frá Ólafi. 2:0 var í raun alltof lítil forysta miðað við gang leiksins fyrstu 45 mínúturnar en hún var örugg og það skipti öllu. Fyrir vikið fóru pilt- arnir sér frekar hægt í seinni hálf- leik og lentu í því að veijast lengi vel en Þorbjörn Atli innsiglaði góð- an sigur fimm mínútum fyrir leiks- lok eftir góðan undirbúning Stef- áns. Reyndar fékk Bjarnólfur kjörið tækifæri til að bæta fjórða markinu við á lokamínútunni en markmaður heimamanna varði frá honum víta- spyrnu sem Sigurvin fékk eftir að brotið hafði verið á honum í teign- um í kjölfar nákvæmrar sendingar frá Sigþóri. „Ég get ekki annað en verið ánægður með þetta,“ sagði Atli. Þetta var í einu orði sagt frábært þó mörkin hefðu getað verið fleiri í fyrri hálfleik. Hinir höfðu engu að tapa í seinni hálfleik og sóttu þá meira en við stóðumst áhlaupið. Við erum með unga og viljuga stráka sem eru komnir með mikla reynslu í landsleikjum yngri liða en þetta sýnir að leggja þarf meiri rækt við þennan aldursflokk. Hann hefur verið vanræktur en strákarn- ir eiga skilið að fá meiri athygli og» samfara henni verður árangurinn enn betri.“ Ekki er ástæða til að taka einn út öðrum fremur. Um var að ræða sigur sterkrar liðsheildar, leik- manna, sem vilja leggja mikið á sig til að standa sig. „Þetta var löng og erfið ferð en strákarnir gerðu það sem þeir ætluðu að gera,“ sagði Atli. „Þetta byggist á vilja, aga og þolinmæði.“ Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari eftirtapið ÍVilnius Var erfitt hjá okkur eftir vrtið Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var óánægður með úrslitin eins og aðrir í íslenska hópnum. „Ég er fyrst og fremst óánægður með að fá þessi mörk á okkur. Þeir byrjuðu með látum en sköpuðu sér engin færi. Svo fengu þeir vít- ið og eftir það var þetta erfitt hjá okkur. Samt vorum við yfirvegaðir og sköpuðum okkur fullt af færum en það er erfitt að spila þegar mótheijarnir pakka níu mönnum inn i teiginn og við bætumst við.“ Logi sagði að innáskiptingarnar hefðu verið til að reyna að bijóta leikinn upp. „Arnar Gunnlaugsson er góður í þvögu og hann fékk tvö góð færi. Ég setti Arnar Grétarsson inn til að fá meiri þunga í sóknina og Ólaf Þórðarson á kantinn með fyrirgjafirnar í huga. Þeir sem þeir skiptu við léku ekki illa heldur var þetta gert til að breyta um gír.“ Upphaflega var gengið til leiks með því hugarfari að bíða þolinmóð- ir, láta mótheijana sækja og beita síðan skyndisóknum. „Leikurinn þróaðist fyrir þá eins og ég hafði vonað að hann myndi ganga upp fyrir okkur. Við viljum forðast að fá á okkur mark á útivelli en vítið breytti öllu. Þeir voru ánægðir í stöðunni 1:0 og bökkuðu en náðu ekki að skora eftir markvisst spil.“ Logi sagðist_vera mjög svekktur með úrslitin. „Ég ætlaði að fara að minnsta kosti með jafntefli héðan og því er ég mjög svekktur. Hinu er ekki að neita að Litháar eru með mjög sterkt lið og þeir eru erfiðir heim að sækja eins og dæmin sýna. En ég vildi meira en þetta.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði Logi að ekkert hefði komið sér á óvart hjá Litháum. „Við áttum möguleika en heppnin var ekki með okkur. Litháen er með gott lið, ég óska ykkur til hamingju með sigur- inn og alls hins besta í framtíðinni." Léku mjög vel Benjaminas Zelkevicius, þjálfari Litháa, sagði að íslendingar hefðu leikið mjög vel. „Við vissum að hveiju við gengum, höfðum kynnt okkur leik Islendinga, en þeir voru erfiðari en við áttum von á, einkum í seinni hálfleik. Þeir spiluðu vel og langar sendingar þeirra sköpuðu mikla hættu en við lékum sem sterk heild og stóðumst prófið. Númer 5, Ólafur Adolfsson, var erfiðastur við að eiga og íslendingarnir voru mjög líkamlega sterkir en ég er ánægður með úrslitin." Byrjunarliðið ÍSLENSKA liðið, sem hóf leikinn gegn Litháum í Vilnius á laugardaginn. Aftari röö frá vinstrl: Sigurður Jónsson, Guðni Bergsson fyrlrliöi, Ríkharður Daðason, Ólafur Adolfsson, Lárus Orrl Sigurðsson, Eyjólfur Sverrisson, Heimir Guðjóns- son. Fremrl röð frá vlnstrl: Arnór Guðjohnsen, Rúnar Krlst- insson, Birkir Kristinsson og Þórður Guðjónsson. Morgunblaðið/Steinþór Metjöfnun GUÐNI Bergsson og Ólafur Þórðarson eftir að hafa jafnað landsleikjamet Atla Eðvaldssonar í Lltháen. Þetta var 70. lelkur þeirra og á morgun fellur því metið; Guðni verður ör- ugglega í byrjunarliði en spurning er hvort Ólafur byrjar inná. Þýðir ekki að hengja haus GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lék 70. landsleik sinn eins og Olafur Þórðarson og þar með jöfnuðu þeir met Atla Eðvaldssonar, en úrslitin spilltu ánægjunni með áfangann. „Þetta er ömurlegt," var það fyrsta sem fyrirliðinn sagði við Morgunblaðið á leið út af vellinum. „Ég er mjög svekktur en við verðum að taka því. Við komumst meira inn í leikinn eftir vítið, sóttum I okkur veðr- ið en þeir vörðust vel. Eftir markið áttum við á brattann að sækja og því miður tókst okkur ekki ætlunarverkið. Við vorum alltaf að bíða eftir því að skora en það er ekki nóg að eiga færi. Hins vegar þýðir ekkert að hengja haus, við eigum erfiðan leik fyrir höndum og einbeitum okkur nú að honum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.