Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 1
IARKAÐURINN • SMIÐJAN • L AG N AFRETTIR • GROÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLl • FRÉTTIR fltasmtlMbiMfe Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 8. október 1996 Blað C Gamlir torfbæir Ekki er ýkja langt síðan hætt var að búa í torfbæjum hér á landi. Þá lagðist af merkur kafli húsagerðar hér, segir Bjarni Olafsson í þættinum Smiðjan, en þar fjallar hann m. a. um gamla bæinn á Glaumbæ í Skagafirði. / 13 ? Eftirlit og viðhald LAGNAKERFI margra húsa, sem eru orðin 20-30 ára, hafa aldrei verið yfirfarin, segir Sig- urður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Margir gera sér ekki grein fyrir, að _ eftirlit og viðhald eru bezta for- vörnin. / 20 ? U T T E K T Borgar- kringlan breytist UMFANGSMIKLAR breytingar standa nú yfir á Borgarkringl- unni. Byggð verður 7000 rúm- metra viðbýgging fyrir kvik- myndahús með þremur sýning- arsölum og sætaplássi fyrir 700manns. Öll ásýnd hússins breytist og Borgarkringlan hættir að vera sjálfstæð bygging, en verður hluti af Kringlunni og opnast bæði til austurs og norðurs fyrir fólksumferð það- an. Ný klæðning verður sett á bygginguna að utan og þar valin sömu efni og litir og not- aðir eru í Kringlunni. Nýr að- alinngangur verður settur á norðurhliðina, en inngangur- inn á vesturhliðinni hverfur. Um leið verða gerðar mikl- ar breytingar á innganginum, sem snýr út að torginu á milli Borgarkringlunnar og Kringl- unnar, en þar eiga bygging- arnar að tengjast saman undir yfirbyggðu þaki. Bflastæði Borgarkringlunn- ar verða sameinuð bflastæðum Kringlunnar og miklar breyt- ingar verða einnig á bygg- ingunni að innan. Skipt verður um gólfefni og efri hæðin verður aðallega afþreyingar- hæð. Mikill hraði einkennir þess- ar framkvæmdir, en áformað er að taka bygginguna í notk- un á ný í næsta mánuði og opna bíóið með sýningu á ann- an í jólum. / 16 ? Vaxandi hlutverk Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins ÓVÍÐA skiptir byggingariðnaðurinn jafn miklu máli og hér á landi og þá ekki sízt vegna þess, að hér hefur allt þurft að byggja nánast frá grunni á þessari öld og þó einkum og sér í lagi eftir síðustu heimsstyrjöld. Þannig eru um 80% af öllum húsum í landinu byggð á seinni hluta þessarar aldar. Sem frekari kennitölur um mikil- vægi byggingariðnaðarins hér á landi má nefna, að um um 80% af þjóðarauðnumliggjaímannvirkjum. Arleg fjármunamyndun hér á landi er um 50 milljarðar kr., þar af eru 20 milljarðar í húsum og yfir 60% af ár- legri fjárfestingu er í mannvirkja- gerð. Af þessum tölum má sjá, að byggingariðnaðurinn hefur afger- andi áhrif á lífskjör og afkomu fólks í landinu. Til þess að annast rannsóknir á þessu mikilvæga sviði, var Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins sett á fót 1965 og var hún því þrítug á síðasta ári. Stofnuninni hefur vax- ið fiskur um hrygg. I byrjun störf- uðu hjá henni 3 menn, en nú eru þeir 45. Kröfur til stofnunarinnar hafa aukizt verulega, ekki sízt vegna þess, að hún hefur skilað mikilvægum ár- angri í starfsemi sinni. Rannsókna- verkefni eru um það bil 30% af starf- seminni og kröfur eru gerðar um, að þær séu að verulegu leyti fjármagn- aðar af utanaðkomandi aðilum. A stöplaritinu hér til hliðar má sjá þróunina í rekstri stofnunarinnar sl. 10 ár. Þar sést hvernig fjárveitingar til hennar á fjárlögum hafa lækkað frá 1988, en sértekjur aukizt, þannig að unnt hefur verið að reka öfluga rannsóknastarfsemi, þrátt fyrir lægri fjárveitingar. A síðasta ári var eigið aflafé tæp- lega 70% af veltu, en fjárveitingar um 30% og tókst að reka stofnuna á sléttu. Rannsóknastofnun /^/^ byggingariðnaðarins ^^^\, Rekstrartölur 1986-1995 Uppreiknaðar með vísitölu vöru og þjónustu, ársmeðaltal 1995 = 438,1 stig D Gjöld ¦ Paratstofnkostnaður 0 Fjárveiting 1 Sértekjur c—'Hluttall sértekna (án stofnkostn.) af veltu /o -70 Milljónir króna 160 120 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 J IM IM VILTU SKULDBREYTA EÐA STÆKKA VIÐ ÞIC3? Byggðu á Fasteignaláni Skandia Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um mánaðarlegar aíborganir af l.000.000kr. Hasteignaláni Skandia* \fartirc%)10ár tSár. 2Sár 7,0 7,5 8,0 11.610 8.990 7.070 11.900 9.270 7.500 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngrciðslulán. *Auk verðbóta Skandia UAUGAVEGl 170 Sífvll 5-3 O 50 ÍO • FAX 5«3Q 5Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.