Morgunblaðið - 09.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.1996, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLA ÐSINS MIÐVIKUDAGUR 9. OKTOBER 1996 BLAD 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 3 Ársfundur Alþjóðahafrann- sóknaráðsins Markaðsmál 0 Ofveiði veldur breytingum á framboði og fisk- neyslu LOÐNUSJÓMENIM BJARTSÝNIR • LOÐNUSJÓMENN eru bjart- sýnir á góða vetrarvertið, en veiði hefur verið þokkaleg. Hér má sjá Háberg GK á loðnumiðunum um Morgunblaðið/Þorsteinn 50 mílum norðaustur af Straum- nesi og tvÖ drekkhlaðin loðnuskip á sömu slóðum. Aflaverðmæti togara dróst saman um tæp 12% Samheiji vill ekki vera með AFLAVERÐMÆTI ísfisktogara dróst saman um ríflega 15% og frystitogara um ríflega 9% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, skv. nýútkominni Togara- skýrslu LÍÚ. Að meðaltali nemur samdráttur í aflaverðmæti togaraflotans tæpum 12%. Skýrist þessi samdráttur einna helst af því að Samheiji vildi ekki vera með í skýrslunni að þessu sinni og er það eina útgerðarfyrirtækið á landinu sem óskað hefur eftir því að vera undanþeg- ið skýrslugerð af þessu tagi. „Ef skip Samherja hefðu verið með nú tel ég fullvíst að við værum að horfa á aukningu í aflaverðmæti í stað minnk- unar. Hins vegar er forsvarsmönnum fyrirtækja í sjálfsvald sett hvort þeir vilji vera með eða ekki og þurfa þeir ekki að gefa neinar skýringar á ákvörð- unum sínum í þessu efni. Óhætt er að segja að þessi afstaða Samheija hafí komið nokkuð á óvart þó við gerum allt eins ráð fyrir að fyrirtækið verði með í tólf mánaða uppgjörinu," segir Pétur Örn Sverrisson hjá LÍÚ. Togaraskýrslan kemur að jafnaði út þrisvar á ári. Ef Samheiji er undanskilinn nam afla- verðmæti togaraflotans í heild fyrstu átta mánuði ársins tæpum 13,9 milljörð- um á móti rúmum 15,7 milljörðum yfír sama tímabil í fyrra. Þar af nam afla- verðmæti ísfísktogara tæpum 5,8 millj- örðum kr., en var í fyrra tæpir 6,8 millj- arðar. Frystitogarar öfluðu á hinn bóg- inn fyrir rúmlega 8,1 milljarð kr. fyrstu átta mánuði þessa árs en fyrir rúma 8,9 milljarða í fyrra. Úthaldsdögum ísfisktogaranna fækkaði um tæp 16% fyrstu átta mán- uði þessa árs samanborið við síðasta ár, en frystitogara ekki nema um rúm 4%. Þetta er meginniðurstaða Togara- skýrslunnar vegna fyrstu átta mánaða þessa árs. Það er LÍÚ, sem gefur skýrsl- una út en þar kemur enn fremur fram, ef litið er til meðalafla á úthaldsdag í tonnum talið, að frystitogarar hafa að jafnaði fengið 11,15 tonn á dag á móti 11,9 tonnum á sama tímabili í fyrra, sem er minnkun upp á 6,33%. Á sama tímabili stóð meðalafli ísfisktogara á úthaldsdag svo til í stað milli áranna, er um 9,5 tonn á dag, en meðalskipta- verðmæti frystitogara minnkaði úr 1.003 þúsund krónum á dag í fyrra í 940 þúsund krónur í ár. Munar þar 6,33% milli ára. Meðalskiptaverðmæti ísfísktogara hækkaði hins vegar iítil- lega eða um 1,01%, úr 490 þúsundum á dag í fyrra í 495 þúsund í ár. Meðal- talstölur alls togaraflotans eru þær að skiptaverðmætið fór úr 697 þús. kr. í 687 þús. kr. á dag sem er minnkun upp á 1,38%. Hálf önnur milljón ð dag Mesta aflaverðmæti frystiskipa á tímabilinu náði Vigri RE 71, en hann fiskaði fyrir rúmar 412,5 milljónir króna fyrstu átta mánuði ársins. Meðalskipta- verðmæti á úthaldsdag var rúm hálf önnur milljón króna og meðalafli á út- haldsdag var um 24 tonn. Alls veiddi skipið 4.821 tonn á tímabilinu. Næst- mestu aflaverðmæti náði Höfrungur III AK 250, rúmum 392 milljónum króna og var meðalskiptaverðmæti á úthalds- dag rúm 1.450 þúsund kr. Heildarafli skipsins á tímabilinu var hins vegar 3.731 tonn. Gullver hæstur ísfisktogara Hæsta aflaverðmæti ísfisktogara náði Gullver NS 12, en hann fiskaði fyrir tæpar 187 milljónir króna á tíma- bilinu. Heildarafli skipsins var 2.254 tonn og meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag var rúmar 790 þúsund krón- ur. í öðru og þriðja sætinu voru ísfisk- togararnir Asbjörn RE 50 og Skagfirð- ingur SK 4, hvor með rúma 171 milljón kr. í aflaverðmæti. Ásbjörn veiddi 3.685 tonn og var með meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag rúmar 973 þús. kr. og Skagfirðingur veiddi 2.353 tonn og reyndist meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag vera rúm 648 þús. kr. Fréttir Neyddir í úreldingu • MEÐ úreldingum smá- báta, verður meira til skipt- ana fyrir þá, sem eftir verða í kerfinu. Aftur á móti telur Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, smá- bátaeigendur marga hveija neydda í úreldingu og því séu úreldingabæturnar í raun bætur fyrir atvinnu- skerðingu þeirra./2 Sjómenn íhuga aðgerðir • SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hyggur á að- gerðir vegna yfirvofandi uppsagna íslenskra sjó- manna í kaupskipaflotanum og ráðninga útlendinga í þeirra stað. Til greina kem- ur að leita eftir aðstoð er- lendra verkalýðsfélaga til að stöðva afgreiðslu ís- lenskra kaupskipa í erlend- um höfnum./2 27% heims- aflans hent • FJÖGUR hundruð erindi voru kynnt á ársfundi Al- þjóðahafrannsóknaráðsins sem nýlega er lokið í Reykjavík. Að mati sljórn- armanna, hafa íslendingar sýnt fulla ábyrgð í stjórnun fiskveiða, en þeir vara hins- vegar við of miklu smá- fiskadrápi og telja gífur- lega sóun vera fólgna í út- kasti fisks, en áætlað er að 27% af heimsaflanum sé kastað fyrir borð á ári sem þýðir 27 miiyónir tonna./3 Flökkustofnar rannsakaðir • EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt um 50 miljjóna króna styrk til rannsókna- verkefnis, sem lýtur að hagkvæmni veiða á fiski- stofnum, sem flakka á milli fiskveiðilögsaga og Sjávar- útvegsstofnun Háskóla ís- lands tekur þátt í. í verk- efninu verða aðallega kannaðir tveir stofnar á Evrópuhafsvæðinu, annars vegar túnfiskstofn á haf- svæðinu frá sunnanverðri Evróþu allt norður að lög- sögu Islands og hinsvegar norsk-íslenski síldarstofn- inn. Að verkefninu standa auk íslendinga, Norðmenn, Portúgalir, Finnar og Bret- ar./8 Markaðir Botnfiskveiði stenst í stað • HEILDARVEIÐIESB hefur vaxið frá árinu 1991 um 9%, á sama tíma hefur innflutningur sjávarafurða til ESB minnkað um 10%. Engrar aukningar hefur gætt í botnfiskveiði á síð- ustu árum sé litið á heiminn sem heild, heldur hefur hún verið í kringum 8,4-8,8 milljónir tonna, þar af nem- ur Atlantshafsþorskveiðin um 1,2 milljónum tonna og velta margir því nú fyrir sér hvernig mæta eigi hugs- anlegri eftirspurnaþörf. Heildarveiði ríkja ESB og sjávarafurðainnflutningur Framboð mikið af eldisfiski Heimsframboð af eldisfiski 1984 1991 1992 1993 1994 • RÚMLEGA tvöföldun hefur orðið á framboði af eldisfiski í heiminum á rúmum tíu árum og er nú um 17 milljón tonn. Af Atl- antshafseldislaxi voru framleidd 30 þús. tonn í heiminum árið 1984, en sú tala er áætluð 600 þús. tonn í ár. Afkastamestir á þessu sviði munu vera Chilebúar og virðast þeir geta undir- boðið Norðmenn á þessu sviði, skv. upplýsingum frá Höskuldi Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi./6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.