Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 6
-6 C MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ fFiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Ag. Sept Okt. 35. v 136.v 137.V 136. v j 39.V Karfi Alls fóru 115,0 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 23,5 tonn á 97,06 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 25,1 tonn á 92,50 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 66,4 tonn á 114,68 kr./kg. Af karfa voru seld alls 124,9 tonn. í Hafnarfirði á 39,00 kr. hvert kíló (2,61), á Faxamarkaði á 45,73 kr. hvert kíló (0,61) og á 55,93 kr. (121,71) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 86,9 tonn. í Hafnarfirði á 54,78 kr. (10,61), á Faxagarði á 56,26 kr. (4,21) og á 59,54 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (72,11). Af ýsu voru seld 70,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 85,37 kr./kg. Fiskverð ytra 110 Ágúst 35. yika Sept. 36, vika Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 272,6 tonn á 147,92 kr./kg. Þar af voru 27,7 tonn af þorski á 165,13 kr./kg. Af ýsu voru seld 122,0 tonná 122,0 kr. hvert kíló, 44,2 tonn af kola á 195,13 kr./kg og 23,0 tonn af karfa á 101,24 kr./kg. Þorskur Karfi wmm—m Ufsi ******* Eingöngu var seldur fiskur úr gámum I Bremerhaven, Þýskalandi í síðustu viku. Af karfa voru seld samtals 138 tonn á 87,46 kr./kg. Ofveiði veldur breytingum á framboði og fiskneyslu Þorskurinn hefur tapað sinni fyrri stöðu A SIÐUSTU árum hafa orðið miklar breytingar á fiskfram- boði á helstu markaðs- svæðunum og sérstak- lega hvað varðar skiptingu á milli tegunda. Framboð af þorski hefur stórminnkað en í staðinn hafa komið tegundir eins Alaskaufsi, lýsa, lýsingur, hokinhali og fleiri tegundir. Er ástæðan fyrir þessum svipting- um langoftast ofveiði, sem leitt hefur til mikils samdráttar í veiðinni eða jafnvel hruns einstakra fiskstofna. Fiskimiðin á Georgsbanka og Miklabanka við austurströnd Norð- ur-Ameríku voru meðal þeirra auð- ugustu um aldir en þar leiddi of- veiðin loks til mikils hruns eins og öllum er kunnugt. Við Nýfundna- land var sett algert þorskveiðibann 1992 og ekki er enn ljóst hvort þorskurinn þar muni ná sér aftur. Þó eru vísbendingar um, að hann hafi eitthvað rétt úr kútnum á sunnanverðu svæðinu. Á Georgsbanka hefur ástandið að mörgu leyti verið svipað og veiði í helstu tegundunum hefur verið sáralítil í langan tíma. Þó virðist eitthvað vera að rætast úr, að minnsta kosti í Kanada því að þar hafa kvótar í þorski, ýsu og lúðu verið auknir lítillega. Eftir sem áður eru þeir mjög litlir og ekki nema nokkur þúsund tonn í þorski og ýsu og aðeins 1.000 tonn í lúð- unni. Harðar aðgerðir í Nýja Englandi Sjómenn í Nýja Englandi hafa að sjálfsögðu fagnað fréttum um aukna fískgengd á Georgsbanka en þar, ólíkt því sem er í Kanada, hafa aldrei verið neinir kvótar. Sjó- menn eru hins vegar afar óánægð- ir með þær reglur, sem gilda um veiðarnar. Bannað er að koma með meira en 250 kg af ýsu úr hverri veiðiferð og það hefur aftur leitt til þess, að þeir hafa neyðst til að henda aftur í sjóinn öllu, sem er umfram það. Miðin úti af Nýja Englandi hafa verið ofveidd áratugum saman og nú loksins hafa stjórnvöld gripið í taumana. Hafa þau ákveðið að skera sóknina niður um 80% á næstu tveimur árum. Ná á 50% samdrætti í sókninni með því að banna mönnum að sækja sjóinn lengur en í 88 daga á ári og 30% með lokunum og nýjum reglum um möskvastærð. Auk þessa hefur verið settur kvóti í fyrsta sinn i helstu nytjafiskunum og sem dæmi má nefna, að þorsk- kvótinn á þessu ári vérður 4.600 tonn en fyrir tveimur árum var árs- aflinn 17.500 tonn. Sýna þessar tölur best hvemig komið er fyrir þessum fyrmm gjöfulu miðum. Allurafll að landi Áætlað hefur verið, að allt að 25 milljónum tonna af fiski sé kast- að í sjóinn aftur og því er hér um alþjóðlegt vandamál að ræða, sem farið er að brenna á sjávarútvegin- um um allan heim. Víða er reynt að vinna gegn þessu með því gera veiðarfærin þannig úr garði, að þau skilji á milli æskilegs og óæskilegs físks en sú aðferð gengur ekki neraa að nokkru leyti. I Alaska hafa þessi mál verið mikið til umræðu og nú hafa sam- tök verksmiðjuskipaútgerðanna tekið af skarið. Hafa þau lagt til, að öllum fiskiskipum í Alaska verði gert að skyldu að koma með að landi allan þorsk og Alaskaufsa, sem þau veiða. Búist er við, að fisk- veiðayfirvöld í ríkinu fallist á þessa tillögu og talið er, að þessi regla geti að lokum leitt til, að aukaafli skipanna minnki um helming. Fyrir nokkrum árum var mikið búrfisksævintýri við Nýja Sjáland og Ástralíu en nú hefur orðið mik- il breyting á. Augljóst er, að geng- ið hefur verið of nærri þessari eftir- sóttu fisktegund enda vex hún mjög hægt og er langan tíma að ná kynþroska. Hafa Nýsjálending- ar leitað út fyrir efnahagslögsög- una í leit að nýjum búrfisksmiðum og eitt fyrirtæki hefur jafnvel sent skip til búrfisksveiða við Namibíu. Rússar auka þorskveiðar Þótt þorskurinn í Atlantshafi standi illa víðast hvar þá er staðan ekki alveg jafn slæm hjá frænda hans í Kyrrahafi. Hafa Bandaríkja- menn eða sjómenn í Alaska lengi veitt mest af honum en nú virðist sem Rússar séu í mikilli sókn í þessum veiðum. Á síðasta ári var landað 320.000 tonnum af Kyrra- hafsþorski í Alaska en talið er, að þá hafi afli Rússa verið kominn í 220.000 tonn. Er jafnvel búist við, að bilið muni enn minnka á þessu ári. Áratugum og raunar öldum sam- an var þorskurinn í mestum metum á vesturhveli jarðar en sá tími er nú kannski liðinn. Aðrar tegundir eins og Alaskaufsi, lýsa, lýsingur, hokinhali, lax og fleiri hafa víða komið í hans stað. Þorskurinn er þó enn eftirsóttur og hvergi eins og í Bretlandi. Þótt breskir fiski- menn komi í mesta lagi með 5% þorskaflans að landi þá láta Bretar ofan í sig allt að 25% þorskfram- leiðslunnar. Leigja kvótann og veiða í Smugunni NORSKA dagblaðið Dagens Næringsliv, sem fjallar um viðskipti og atvinnulíf, slær því upp á forsíðu í gær, að íslensku útgerðirn- ar, sem sent hafi skipin til veiða í Smugunni, hafi með því slegið tvær flugur í einu höggi. í fyrsta lagi fái þær peninga fyrir Smugu- þorskinn og í öðru lagi fyrir íslenska kvótann, sem þær leigi öðrum meðan á Smuguveiðunum stendur. Blaðið segir, að leigan á þorskkílóinu sé nú um 150 isl. kr. og þar við bætist, að þau íslensku skip, sem stundað hafa Smuguna, geta gert sér vonir um að fá mestu kvótana þar náist um það samn- ingar milli Norðmanna og Islendinga. Rekur blaðið ganginn þannig, að fyrst niðurgreiði norska ríkið skipin fyrir íslendinga og síðan leigi útgerðirnar kvótann öðrum, til dæmis smábátunum, meðan skipin þeirra séu að veiðum í Smug- unni, á Reykjaneshrygg eða Flæmska hattinum. Sagt er, að á síðustu 10 árum hafi verið smíðuð í Noregi 22 skip fyrir íslendinga fyrir rúmlega 13 milljarða ísl. kr. og hafi niðurgreiðsla norska ríkisins numið tveimur milljörðum kr. Dagens Næringsliv hefur það einnig eftir Erni Pálssyni hjá Landssambandi smábátaeigenda, að það muni koma sér afar illa fyrir smábátaeigendur ef Smuguveiðarnar hætti. Það sé meðal annars þeim að þakka, að hlutur smábátanna í þorskaflanum við Island hafi aukist á undanförnum árum. Innflutningur á fiski og fiskafurðum til Bretlands, jan.- júní 1995 og 1996 Ferskur og ísaður fiskur (án skelfisks) MAGN VERÐMÆTI Þús. tonna Millj. pund 1995 1996 1995 1996 Frystur fiskur (án skelf.) MAGN VERÐMÆTI Þús. tonna 17<; r 1995 1996 1995 1996 MAGN VERDMÆTI Þús. tonna Millj. pund 1995 1996 1995 1996 Ferskvatnsfiskur MAGN VERÐMÆTI Þús. tonna Millj. pund 1995 1996 1995 1996 Tilbúnir réttir úr sjavarafurðum MAGN VERÐMÆTI 1995 1996 1995 1996 Framboð Markaðshlutdeild fimm helstu smásöluaðila á matvörumarkaði (Bretland, Frakkland, Þýskaland) Litli fisksalinn er að hverfa SMÁSÖLUMARKAÐURINN í ESB er að færast á færri hendur og eru fimm helstu smásöluaðil- ar í matvöru í Bretlandi, Frakk- landi og Þýskalandi nú með um 64% markaðshlutdeild en voru árið 1994 með 52% hlutdeild. Því þykir ijóst að meiri sam- þjöppun á sér stað á evrópskum smásölumarkaði. Stærri aðilar eru að kaupa upp þá smærri auk þess sem fyrirtækin tengjast milli landa. Þessarar þróunar hefur sérstaklega orðið vart á undanförnum tíu árum og eru stóru og sterku fyrirtækin sömuleiðis að leita eftir sem beinustum tengslum við fram- leiðsluiðnaðinn til að sleppa við milliliðina. Eftirspurn Freðfiskmarkaðurinn f nokkrum löndum ESB 1994 - í milljónum ECU Frakkland Bretland Þýskaland Ítalía Spánn Danmörk |72 Holland |52 írland §38 434 233 SÖMULEIÐIS hefur orðið vart mikilla breytinga í vörugerðinni sjálfri, en gífurleg aukning hef- ur orðið á eftirspurn eftir svo- kölluðum þægindavörum sem hafa skamman eldunartima og á það við bæði um tilbúna og frysta rétti. Jafnframt er al- gengara að fiskur sé nú seldur pakkaður í loftskiptar umbúðir í stað þess að selja hann í lausum flökum yfir borð. Að sögn Ilösk uldar Ásgeirssonar helgast þetta einkum af minni fjöl- skyldustærðum, fleiri útivinn- andi konum, fjölgun einbúa og aldraðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.