Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 9. OKTOBER1996 Rannsaka hagkvæmni veiða á flökkustofnum ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ E VRÓPU S AMB ANDIÐ hefur Tiinficlr ftír oÍIíIqt* veitt um 50 milljóna króna styrk ± UIII IMv" Ug Mludl “ til rannsóknaverkefnis sem lýtur ofnfnQr e»+VinrvorSiv að hagkvæmni veiða á fiskistofn- MUlIldl dtllllgrtUII um sem flakka á milli fiskveiðilög- saga og Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands tekur þátt í. í verkefninu verða aðallega kannaðir tveir stofnar á Evrópuhafsvæðinu, annarsvegar túnfískstofn á hafsvæðinu frá sunnanverðri Evrópu allt norður að lögsögu íslands, og hinsveg- ar norsk-íslenski síldarstofninn. Að verkefninu standa auk íslendinga, Norð- menn, Portúgalir, Finnar og Englendingar. . „Verkefnið felst í að kanna hag- kvæmni og óhagkvæmni á fiskistofnum sem þvælast út fyrir fiskveiðilögsögur strandríkjanna og eru veiddar í úthafinu eða þvælast úr einni fiskveiðilögsögu yfir í aðra og því veiddar í samkeppni af viðkomandi þjóðum," segir Ragnar Amason, hagfræðiprófessor, sem vinnur að verkefninu fyrir hönd Sjávarútvegs- stofnunar Háskóla íslands. Hann segir að einkum verði reynt að hugleiða hve mikill kostnaður fylgi veiðunum, fari þær ekki fram með skipulögðum og sam- ræmdum hætti. „í einum áfanga verk- efnisins munum við kanna aðstæður, meta samhengið og hvað væri hægt að hafa út úr þessum fiskveiðum í heild ef veiðarnar færu fram með hagkvæmasta hætti og bera þá útkomu saman við það sem er líklegt að gerist, náist ekki sam- komulag um veiðarnar." Leikjafræðileg staða könnuð Ragnar segir að þátttakendur í verk- efninu muni einnig velta fyrir sér leikja- fræðilegri hlið málsins. „Islendingar og Norðmenn eru, til dæmis þegar kemur að síldinni, stöðugt í einskonar hag- fræði- og stjómmálafræðilegum leik, flóknum leik um hvernig þeir geta náð sem mest úr þessum stofnum. Báðir vilja ná sem bestum samningi þegar upp er staðið. Við munum rekja þetta ferii með það í huga að útskýra innan hvaða ramma hin endanlega niðurstaða hlýtur að verða. Þannig munum við einnig sýna mönnum hvað gerist ef ekki næst samkomulag. Það er nú einu sinni þann- ig að ef menn ná ekki góðu samkomu- lagi um hvernig fyrirkomulag veiðanna á að vera, þá tapa allir, bara mismiklu. Það er best að gera þetta í sameiningu, nýta bestu fiskimennina og bestu vinnsl- urnar til að sjá um veiðamar og skipta síðan ágóðanum með einhveijum hætti,“ segir Ragnar Niðurstöður eftir þrjú ár Ragnar segist gera ráð fyrir að verk- efnið hefjist af fullum krafti nú í nóvem- ber og standi í þijú ár og þá megi búast við niðurstöðum. Nú hafí verið skipaður einn aðili frá hveiju landi til að vinna að verkefninu en reiknað sé með að myndað- ir verði vinnuhópar í hveiju landi fyrir sig. Hann segir að einnig verði sótt um styrk úr Norðurlandaráði til að geta lagt aukna áherslu á það sem snýr að Norður- löndum, sérstaklega í þessum efnum. Þar sem hreinlætið skiptir mestu máli Fyrirtæki í efna- og matvöruiðnaði, sjúkrahús og íþróttahús þurfa á hreinsiefnum að halda sem standast ströngustu hreinlætiskröfur. Olís hefur á síðustu árum þróað hreinsiefnalínu í samvinnu við Relavit sem uppfyllir ISO staðla og kröfur um umhverfisvernd. Þú færð öll þessi efni og alhliða ráðgjöf hjá starfsmönnum Iðnaðar- vörudeildar OLÍS um hreinlæti, gerð þrifáætlana og HACCP greiningu. Olíuverzlun íslands hf., Héðinsgötu 10, Sími: 515 1000. Þjónustuborö: 515 1100, Internet: http://www.mmedia.is/olis FÓLK Ulfaldi gerður úr mýflugu • SNORRI Snorrason, for- maður Félags úthafsútgerða, kom að máli við Verið og vildi leggja orð í belg varðandi það sem hann kallar „ýktar drykkjusögur af íslenskum sjómönnum um borð í flugvélum Flugleiða á leiðinni milli Kanada og ís- lands,“ en skv. frétt í Morgun- blaðinu sl. föstudag hafa flug- vallaryfirvöld í Kanada kvart- að vegna óþæginda af völdum ölvaðra sjómanna í leiguflugi Flugleiða til Saint John’s og á nýrri áætlunarleið félagsins milli Keflavíkur og Halifax. Um þetta „meinta" sérís- lenska vandamál hefur m.a. nýlega verið fjallað um í kana- dískum dagblöðum, en Snorri vildi taka upp hanskann fyrir hönd íslensku sjómannastétt- arinnar í þessu efni og segir að það þurfi ekki bara sjó- menn til, til að láta ófriðlega. Þeir, sem hefðu einhveija reynslu af hefðbundnu ferða- mannaflugi, gætu eflaust bor- ið því vitni. „Við fengum hins vegar bréf frá Flugleiðum þar sem okkur var bent á að flug- vallaryfirvöld í St. John’s og Halifax hefðu kvartað yfir þessu með þeim afleiðingum að við ákváðum að ósk Flug- Ieiða að veita ekki vín um borð á vélunum og að farþeg- ar mættu ekki hafa með sér vín í síðustu leiguflugferðinni sem var um miðja síðustu viku. Mér vitanlega var það öllum að meinalausu. Þetta er þriggja til fjögurra klukku- stunda flug og hreint ekkert mál. Við höfum hins vegar aldrei mætt neinu nema þægi- legheitum á flugvellinum í Saint John’s. Aftur á móti hef ég sjálfur og mín áhöfn aðeins einu sinni farið í gegnum Halifax og þar eru flugvalla- starfsmenn með fádæmum leiðinlegir, smámunasamir og með alls kyns hundakúnstir án þess að um sé að kenna áfengi." Aðspurður hvort áfengisbann meðal sjómanna í háloftunum yrði viðvarandi sagðist Snorri ekki vita hvað framtíðin bæri í skauti sér. „Ég skil þetta uppþot ekki almennilega, held reyndar að öllum sé sama um hvort áfengi sé veitt eða ekki veitt því þetta hefur ekki verið neitt vanda- mál. Búið er að flytja þúsund- ir manna með leiguflugi til og frá Kanada og mér finnst svona umfjöllun afar ósmekk- leg, jafnvel þó finna megi eitt, tvö eða þijú dæmi um eitthvað sem miður hefur farið. Að mínu mati er verið að gera úlfalda úr mýflugu." Snorri Snorrason Tveir settir í að henda • HÚN Hulda Kjörenberg, sem nú starfar í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, steig í pontu á ráðstefnu fískverkafólks sl. laugardag og lýsti yfir áhyggjum sínum ef flytja ætti landvinnsluna út á sjó, eins og þróunin hefði verið síðustu ár. Hún greindi m.a. frá því að hún hefði ráðið sig á Beiti NK í Smuguna í fyrra og þegar um borð hafi verið komið, hafi áhöfninni verið sagt að nú ætti að hugsa sem minnst um nýtinguna, heldur aðeins um hraðann. „Með öðrum orðum áttum við að vinna sem mest og voru tveir menn settir í að henda drasl- inu og smáfiskinum frá sem var allt að helmingur eða rúmlega það í hveiju holi. Hins vegar ef veiðin var dræm, vorum við látin heil- frysta smælkið. Svona vinnu- aðferðir getur landverkafólk ekki leyft sér að viðhafa, vinna aðeins verðmætasta fiskinn og henda svo draslinu frá. Okkur í áhöfninni, þar með talinn skipstjórinn, fannst þessi meðferð vægast sagt svakaleg. Og svo voru menn að metast um það í talstöðinni hvað þeir gætu dregið mikið í einu án þess að komast yfir að vinna allan þennan fisk. Það þurfti því oftar en ekki að opna troll- pokana að nýju til að hleypa fiskinum út, vel flestum dauð- um.“ Annars sagðist Huldu hafa líkað togarasjómennsk- an vel. Sagðist hafa haft nokkra reynslu af trilluskaki áður en hún hélt á fjarlægari mið. „Mig langaði nefnilega að prófa togarasjómennskuna svona í ellinni," sagði Hulda, 53 ára, en hún var hátt í sex vikur í Smugunni og það ásamt þremur öðrum konum í áhöfn Beitis þá. Marineruð þorskhrogn Soðningin ÞORSKHROGN eru vafalaust ekki á borðum ísleudinga á hveijum degi. Engu að síður áskotnaðist Verinu uppskrift að marineruðum þorskhrognum á dögunum sem ekki væri úr vegi fyrir áhugasama að prófa. Rétturinn var m.a. á horðum nemenda í Brúarási í Jökulsárhlíð í vor ásamt Qölda annarra sjávairétta i tengslum við verkefnið „Mengunarsjóræningjarnir“, sem nemendur unnu. Iðunn Kröyer, matreiðslukennari, stjórnaði matargerðinni og Jkveður hún þennan rétt vera hið mesta fjúfmeti. í réttinn þarf 250 grömm af himnulausum hrognum, sem skorin eru í sneiðar og raðað á fat. Hálfur iaukur saxaður og stráð yfir hrognin. Fersku dilli síðan stráð yfir allt saman. í marineringuna þai-f: V.dlolía ’/.dledik '/< tsk. salt '/< tsk. pipar 1 tak. sætt sirmep Hrist saman og hellt yfir hrognin og látið standa í kæli í tvær klukkustundir. Borið fram með kartöflum og brauði. Þetta má einnig hræra saman og nota á kex sem snakk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.