Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAIMDSMANNA 3n*qgmffl$foib 1996 Útlendingaskipti íGrindavík Myers ístað Jackson GRINDVÍKINGAR hafa ákveð- ið að láta erlenda leikmanninn sinn, J ohn Jackson, sem hefur leikið með þeim að undan- ¦im förnu, taka pok- Frímann ann sinn og leik- Ólafsson ut hann ekki skrifar frá meira með þeim Gnndavik að þessu sinni. Þessi ákvörðun var tekin eftir leik íslandsmeistaranna við Kefl víkinga á sunnudaginn var. Þar þótti Jackson ekki standa sig sem skyldi og sú ákvörðun var tekin að láta hannfara. Grindvfkingar hafa þegar tryggt sér leikmann í staðinn og er það enginn annar en Herman Myers sem lék með þeún á síðasta timabili altt þar til hann mciddist í janúar á þessu ári og varð að hverfa heim. Unnendur körf uknatt- leiks muna að Rodney Ðobard leysti hanu af hólmi og lék eftirminnilega í úrsli takeppn- úmi með Grind vf kingum. „ Við höfum ver ið i sambandi við Myers að undanför nu og þegar ákvörðun var tekút um að láta Jackson fara var hann tilbúinn að koma. Við vorum rajög ánægðir með hann þegar hann var hérna síðast og þótt hann væri ekki með sýningar í leikj- um skilaði hann gððum ieik þegar hanii náði að komast í æfingu. Með honum vitum við að hverju við göngumog losn- um við að leita að ú tlendingi með misjöf num árangri og að öllu óbreyttu leikur hann með okkur á móti Þ6r annað kvðld," sagði Ólaf ur Þór J óhanusson varaformaður körfuknattleiks- deildar Grindavfkur. Bayless tilÍA SKAGAMENN hafa f engið bakvörðinn Koland Bayless, sem lék með Val i fyrra, til liðs við sig. Hann kemur i stað Rússans Andre Bondarenko, sem fer á ný heim. MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER BLAÐ D Logi undir feldi - á meðan leikmenn hans fóru fil að sjá Djöflaeyjuna LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, lá undir feldi í gærkvöldi, á sama tíma og leikmenn hans brugðu sér í kvik- myndahús í boði Friðriks Þórs Friðriks- sonartil að sjá Djöflaeyjuna. Logi var ekki endanlega búinn að gera upp við sig hvaða ellef u leikmönnum hann myndi tefla fram í byrjun gegn Rúmeníu. Litlar líkur eru á að Arnór Guðjohnsen geti leik- ið, þar sem hann er meiddur á ökkla. Logi mun tilkynna Ieikmönnum sínum hvaða ellefu leikmenn byrja leikinn, á fundi fyrir hádegi í dag. Leikurinn gegn Rúmeníu hefst kl. 19 á Laugardalsvellin- um. KNATTSPYRNA Manchester United fylgist með Lárusi Orra ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri ensku meistaranna í Man- chester United, hefur látið fylgj- ast með íslenska landsliðsmannin- um Lárusi Orra Sigurðssyni und- anfarið. Ferguson er að leita að varnarmanni og íslendingurinn er einn þeirra sem koma til greina að félagið vilji kaupa. Útsendari frá Manchester United verður meðal áhorfenda á landsleik ís- lands og Rúmeníu í heimsmeist- arakeppninni á Laugardalsvelli í kvöld. Haft er eftir Ferguson á upplýs- ingalínu 1. deildarliðs Stoke City, sem Lárus Orri leikur nú með, að eftir að United hóf leit að sterk- um varnarmanni hafi Ferguson heyrt vel látið af Lárusi Orra og látið fylgjast með honum í tveim- ur síðustu leikjum liðs hans. Á upplýsingalínu Stoke er í gær greint frá óstaðfestum fréttum um söluverð á Lárusi Orra, verði hann seldur. Þar er rætt um allt frá 1 milljón punda til 2,5 milljóna punda; um 100 til 250 milljóna króna. Eins og menn muna þá hafði Newcastle augastað á Lárusi Orra á dögunum. HANDKNATTLEIKUR Félögin standa öll við gerðan samning Formenn allra 1. deildarliðanna tólf mættu til fundar sem HSÍ boðaði til í gær vegna deilna sem risið hafa upp vegna sjónvarpssamn- inga þriggja félaga, Vals, KA og Aftureldingar, við Stöð 2, eftir að HSÍ og Samtök 1. deildarliðanna höfðu gert sjónvarpssamning við RÚV og Stöð 3 um einkarétt stöðv- anna á sýningu frá leikjum allra fé- laga í 1. deild til fjögurra ára. Niður- staða fundarins í gær var sú að umrædd félög samþykktu að standa við samning HSÍ og félaganna við RÚV og Stöð 3. Guðmundur Ingvars- son, formaður HSÍ, sagði við Morg- unblaðið eftir fundinn að ekki væri ástæða til að ætla annað en félögin standi öll við þann samning. Guðmundur sagðist ánægður með niðurstöðu fundarins. „Eg er ánægð- ur með að það skuli vera komin niður- staða í þessu máli og það var ekki annað að sjá en að allir væru sáttir. Nú þurfa menn bara að einbeita sér að þvi að spila handbolta og hafa gaman af því og vonandi fara fjöl- miðlar að flytja jákvæðar fréttir af handboltanum. Það er búið að þyrla upp nógu miklu ryki í kringum þetta mál." Formaður HSÍ sagðist ekki vita hvernig félögin þrjú, sem skrifuðu undir sjónvarpssamninginn við Stöð 2, kæmu til með að rifta honum. „Það er ekki okkar mál og við viljum helst ekkert vita af þeim sjónvarps- Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Ingvarsson, formadur HSÍ, tekur á móti KA-mönnunum Sigurði Sigurossyni og Páli Alfreossynl er þeir komu til fundar i gær út af sjónvarpsmálinu. samningi. Félögin verða að leysa það sjálf." Eftir að sættir náðust á fundinum í gær var farið í að ákveða skipting- una á þeim fjármunum sem fást fyr- ir samninginn við RÚV og Stöð 3. Skiptingin verður með hefðbundnum hætti og er tengd árangri liðanna. Þau lið sem komast í 8-liða úrslit fá ákveðna upphæð og. eins þau lið sem komast í 4-liða úrslit og svo framveg- is, en alls greiða RÚV og Stöð 3 um 13 milljónir króna á samningstíman- um, sem er fjögur ár. Því er um að ræða rúmar 3 milljónir króna á ári. Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að félögin þrjú hefðu í raun ekki átt annan valkost en að samþykkja að standa að baki samningi HSÍ og Samtaka 1. deildarliðanna. „Samkvæmt régl- um HSÍ geta félögin ekki ein og sér gert sjónvarpssamning frá leikjum í Islandsmótinu. Menn gerðu sér ekki grein fyrir þessu þegar gengið var til samninga við Stöð 2. Liðin þrjú höfðu öll ákveðna ástæðu til að leita annað. Við vorum óánægðir með þá skiptingu sem stefndi í og því var farið í að semja við Stöð 2," sagði Brynjar. Forráðamenn Vals, KA og Aftur- eldingar funduðu í gær með fulltrú- um Stöðvar 2 og Sýnar um riftun samningsins sem þeir gerðu við þau fyrirtæki. Ekki náðist endanleg nið- urstaða og því óljóst hvert framhald- ið verður varðandi samning félag- anna við stöðvarnar. Valtýr Björn Valtýsson, íþróttastjóri á Stöð 2, sagðist ekki reikna 'með að íslenska útvarpsfélagið setti félögunum stól- inn fyrir dyrnar varðandi samninginn sem gerður var. „Við ætluðum með þessum samningi að koma með nýja vidd inn í handboltann. Við viljum veg handboltans sem mestan og þetta var leið til þess. Félögin verða að ráða því hvað þau gera. Það er nokkuð ljóst að samningarnir geta ekki gengið báðir á sama tíma," sagði Valtýr Björn. VIÐTÖL VIÐ RÚMENSKU STJÖRIMURNAR HAGIOG POPESCU / D2, D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.