Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 3
2 D MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 D 3 ÚRSLIT Knattspyrna Undankeppni HM 1. RIÐILL: Bologna, Italíu: Bosnía - Króatia.................1:4 Hasan Salihamidzic (25.) - Slaven Bilic (14.), Goran Vlaovic (32.), Alen Boksic 2 (63., 84.). ■Króatar unnu „stríðið" við Bosníumenn, en leikurinn var sigur fyrir íþróttina, fór mjög prúðmannlega fram, þar sem leikmenn og áhorfendur voru til fyrirmyndar á „heimaleik" Bosníu á Ítalíu. Staðan: Grikkland .............2 2 0 0 5:0 6 Króatía................1 1 0 0 4:1 3 Danmörk................1 1 0 0 2:0 3 Slóvenía...............2 0 0 2 0:4 0 Bosnía.................2 0 0 2 1:7 0 5. RIÐILL: Lúxemborg - Búlgaría.............1:2 Roby Langers (20.) — Krasimir Balakov (14. - vítasp.), Emil Kostadinov (37.). 3.800. Staðan: Rússland ..............1 1 0 0 4:0 3 ísrael.................1 1 0 0 2:1 3 Búlgaría...............2 1 0 1 3:3 3 Lúxemborg..............1 0 0 1 1:2 0 Kýpur..................1 0 0 1 0:4 0 EM 21 árs liða 8-RIÐILL, sem ístand, Litháen og Rúmenía Ieika einnig i Dublin, írlandi: frland - Makedónía...............4:0 Foley (32.), Carr (72.), Kennedy 2 (86., 88.). 2.300. ■Ísland er með 6 stig, Rúmenía og írland 3. England 1. DEILD: Huddersfield - Birmingham.......3:0 Holland PSV Eindhoven - Twente Enschede..2:0 Fortuna Sittard - Doetinchem.....0:3 Handknattleikur ísland - Grænland 24:14 Godtháb-höllin í Nuuk, æfingamót á Græn- landi, sunnudagur 6. október 1996. Mörk íslands: Helga Ormsdóttir 7, Guð- munda O. Kristjánsdóttir 4, Brynja Steinsen 3, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Anna Kristín Amadóttir 2, Eivon P. Blöndal 2, Inga S. Björgvinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Sonja Jónsdóttir 1, Björk Ægisdóttir 1. ísland - Færeyjar 20:18 Mörk Íslands: Brynja Steinsen 4, Hrafn- hildur Skúladóttir 4, Rut Steinsen 2, Helga Ormsdóttir 2, María Rós Friðriksdóttir 2, Eivon P. Blöndal 2, Nína K. Bjömsdóttir 2. ■21 árs landsliðið lék fyrir hönd islands í Grænlandi. 2. deild karla Ármann-HM.....................15:24 Körfuknattleikur 1. deild karla: ÍS - Selfoss..................60:63 Snæfell - Höttur..............73:75 Þór Þ. - Reynir S.............94:77 Stafholtstungur- Höttur.......71:93 1. deild kvenna: ÍR-KR.........................27:83 ÍS - Grindavík................64:49 Njarðvík - Breiðablik.........60:46 Skvass Kim Magnús Nielsen varð sigurvegari á fyrsta skvassmóti vetrarins, sem fór fram í Veggsport um helgina. Hann vann Arnar Arinbjamar í úrslitum 3:0. Albert Guð- mundsson lagði Jökul Jörgensen í keppni um þriðja sætið, 3:0. Idag KNATTSPYRNA Evrópukeppni ungmennaliða Varmáv.: Island - Rúmenía.14 í kvöld Knattspyrna Undankeppni HM Laugard.: Island - Rúmeníal9 Handknattleikur......... 1. deild kvenna Austurberg: KR-FH....kl. 20 Ásgarður: Stjaman-ÍBV kl. 20 Valsheimili: Valur-Víkingur..kl. 20 Konukvöld Fram HIÐ árlega konukvöld Fram verður laugardaginn 12. október kl. 19.30 í Framheimilinu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður ræðumaður kvöldsins. Frekari upplýsingar í íþróttahúsi Fram. UMFN-veisla Körfuknattleiksdeild UMFN heldur veislu fyrir stuðningsmenn, leikmenn og starfsmenn deildarinnar á Staðn- um við Hafnargötu,_ laugardaginn 12. október kl. 19. A boðstólum er hlaðborð, aðgangseyri er kr. 600. KNATTSPYRNA Gheorghe Hagi, leikstjómandi og fyrirliði rúmenska landsliðsins, vakti fyrst alþjóða athygli fyrir 13 árum, sló í gegn í HM í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og er einn besti knattspymumaður heims. Hann er dýrkaður um víða veröld, ekki síst í heima- landinu þar sem hann á næstflesta lands- leiki allra að baki, 101. Steinþór Guðbjarts- son ræddi við bennan geðþekka mann eftir æfíngu í gærkvöldi. Rúmenía er stórveldi í knattspyrnu og Gheorghe Hagi á stóran þátt í því. Hann fæddist 5. febrúar 1965 í smábænum Sacele, sem er skammt frá Svartahafinu, liðlega 200 km frá höfuðborginni Búkarest, og þar hófst ferillinn. „Foreldrar mínir voru og eru ósköp venjulegt fólk, venjuleg og góð fjöl- skylda, sem hafði um annað að hugsa en knattspyrnu þegar ég var strákur. Ég á tvær systur og önnur var í frjáls- um en hugur minn hneigðist snemma að knattspyrnunni. Allir strákar voru í knattspyrnu og ég byijaði- að æfa þegar ég var sex ára. 10 ára fór ég að hugsa alvarlega um íþróttina og sjö árum síðar fékk ég fyrst greitt fyrir áhugamálið." Jarðbundinn og raunsær Fólk á sér oft drauma, ekki síst íþróttamenn, en ekki Hagi. Hann er hagfræðingur að mennt frá háskólan- um í Búkarest en hefur alla tíð ein- beitt sér að knattspyrnunni, viðfangs- efninu sem unnið hefur verið að hveiju sinni, og þykir sennilegt að hann eigi eftir að helga knattspym- unni allt sitt líf. „Þegar ég fór í háskólann varð námið að víkja fyrir knattspymunni. Hún fékk allan tíma sem þurfti en námið þann sem eftir var. Ég hef alltaf hugsað um það sem ég hef verið að gera hveiju sinni og læt mig ekki dreyma um óorðna hluti. Ég reyni að gera mitt besta í hveiju við- fangsefni og hugsa ekki um annað á meðan.“ Hann lék með Farul Constanta 1975 til 1983 og var 16 ára þegar fyrsti leikurinn í meistaraflokki varð að veruleika. 18 ára gamall lék hann fyrsta landsleikinn og tveimur ámm síðar var hann fyrirliði í landsleik í fyrsta sinn. „Ég er knattspyrnumaður af lífi og sál. Þegar ég spila geri ég allt sem ég get til að sigra og vil alls ekki tapa. Þess utan er ég opinn í viðmóti og vil að allir séu metnir af verðleik- um, að rými sé fyrir allt fólk. Ég virði annað fólk og vil að það virði mig á sama hátt, að það komi fram við mig eins og ég kem fram við það. En ég hef algerlega helgað mig knattspymunni og boltinn er mér allt.“ Virtur og dáöur Rúmenska landsliðið komst í átta liða úrslit í HM í Bandaríkjunum fyr- ir tveimur árum og rúmenska þjóðin fagnaði leikmönnunum sem þjóðhetj- um við heimkomuna. „Hagi á að vera forseti," söng hún en fyrirliðinn sagði að ekki mætti taka orðin bókstaflega. „Ég er hreykinn af öllu sem ég hef gert. Það er mikill áfangi fyrir dreng frá litlu þorpi að vera valinn í landslið Rúmeníu og frábært að hafa verið í landsliðinu í 13 ár en ég á mikið eftir. Þegar við komum frá Bandaríkjunum sýndi almenningur tilfinningar sínar með fyrmefndum orðum en þau áttu ekkert skylt við stjórnmál. Ég hef ekki áhuga á stjórn- málum og það vita allir en með þess- um orðum var fólkið að tjá um- hyggju sína og ást. Það veit að ég er knattspyrnumaður og ekkert ann- að.“ Fjölskyldan stendur saman Gheorghe er kvæntur Marilenu og eignuðust þau dótturina Kira í lok mars sem leið. Vegna knattspyrnunn- ar er hann lítið heima en hann sagði að fullur skilningur ríkti á því. „Fjöiskylda mín veit að knattspyrn- an er númer eitt hjá mér. Konan skilur mig og veit hvað starfið er mikilvægt. Fjölskyldan veit líka að ég elska hana og hugsa til hennar og um hana hvar sem ég er. Vinna mín er þess eðlis að ég er mikið á ferðinni og hjá því verður ekki kom- ist í þessu starfí.“ Reynsla í fjórum löndum Hagi fór frá Farul Constanta tii Sportul Studentesc 1983 og var þar til 1986. Þaðan lá leiðin til Steaua Búkarest þar sem hann var til 1990. Eftir Heimsmeistarakeppnina á Ítalíu 1990 gerði hann samning við Real Madrid á Spáni og var þar í tvö ár en lék með Brescia á Ítalíu 1992 til 1994. Næst lék hann með Barcelona 1994 til 1996 og hefur verið hjá Galatasaray í Tyrklandi síðan í sum- ar. „Það er áhugavert að kynnast fólki í mismunandi löndum, lífi þess og menningu. Rúmenía verður alltaf númer eitt hjá mér því þar fæddist ég og þar dey ég vonandi. Það var mikil reynsla að vera á Spáni og ég kunni vel við mig á Ítalíu en of Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Gheorghe Hagi, fyrirliðl rúmenska landsliðsins í knattspyrnu, gaf sér tíma til að ræða málin í gærkvöldi. „Ég er hreykinn af öllu sem ég hef gert. Það er mlkill áfangi fyrir dreng frá lltlu þorpi að vera valinn í landslið Rúmeníu og frábært að hafa verið í landsliðinu í 13 ár, en ég á mikið eftir,“ sagði hann m.a., en hann verður í svfðsljósinu á Laugardalsvelli í kvöld. Nafnið er ekki Hagi heldur Rúmenía snemmt er að dæma Tyrkland." Á þessari stundu fékk Hagi sér kaffi og skellti allt í einu uppúr. „Í sannleika sagt var svolítið erfitt að byija í atvinnumennskunni erlend- is. Ég fór einn tií Spánar og það tók mig fjóra til fímm mánuði að aðlag- ast nýju umhverfi, öðrum hugsunar- hætti en ég átti að venjast og nýju tungumáli. En eftir að ég hafði aðlag- ast var allt eðlilegt á ný og þegar ég fór til Barcelona var _eins og ég væri aftur kominn heim. Ég gekk að öllu sem vísu og ekkert kom mér á óvart. Ég á ekkert nema góðar minningar frá Madrid og Barcelona." Rúmenía skiptir öllu máli Hagi er fyrirliði landsliðsins og hann sagði að það að leika fyrir Rúme- níu skipti öllu máli. „Þegar ég klæðist landsliðsbún- ingnum og heyri þjóðsönginn geri ég mér grein fyrir að öll þjóðin fylgist með, að ég er að fara að leika fyrir fólkið, veija það og heiður þjóðarinn- ar. Þetta er sérstök tilfinning, þá er nafn mitt ekki Hagi heldur Rúmen- ía.“ Hann sagði að eitt væri að leika landsleik og annað með félagsliði. „Ekki er hægt að bera þetta saman því um tvo ólíka hluti er að ræða þó ekki sé hægt að slíta þá í sundur. Ég er Rúmeni, elska landið og þjóðina og er fulltrúi þeirra í landsleikjum. Félagsliðið er í allt öðru umhverfi. Það er vinnustaður minn á hveijum degi, það borgar mér laun.“ Horfir á björtu hliðarnar Hagi hefur að flestu leyti verið mjög farsæll knattspyrnumaður. Hann hefur sloppið við að meiðast alvarlega og oftar en ekki fagnað glæstum árangri þó skipst hafi á skin og skúrir eins og gengur á löng- um ferli. „Ég hef oft verið sár og svekktur, til dæmis þegar við í Steaua töpuðum 4:0 á móti AC Milan í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1989. En ekki væri sanngjarnt af mér að líta á það sem miður hefur farið því knatt- spyrnan hefur gefið mér svo mikið, gefið mér allt.“ Hann sagðist hafa verið lánsamur en ef til vill hefði hann farið út á aðrar brautir ef hann hefði ekki byij- að í knattspyrnunni eins snemma og raun ber vitni. „Á seinni árum hef ég hrifist mjög af læknisfræði og starfi lækna. Læknir Barcelona var til dæmis besti vinur minn hjá félaginu og það var gaman að fylgjast með því sem hann var að gera. Það er gefandi starf að vera læknir." 1994 toppurinn Hagi hefur átt marga frábæra leiki. Hann lék með Rúmeníu í úrslit- um Evrópumótsins 1984 og 1996 og í HM 1990 og 1994. „Þegar ég lít til baka er i raun ótrú- legt að hafa verið í landsliðinu í 13 ár. Hefði einhver sagt mér þegar ég byijaði að ég ætti eftir að leika 100 landsleiki hefði ég ekki trúað því en þessi áfangi gerir það að verkum að ég vil halda áfram og áfram, bæta mig stöðugt og ná æ betri árangri. I raun var ég óþekktur 1984 en sprakk út og blómstraðj. 1994 var ég settur á stall og þaðan verður mér ekki kippt. Viðbrögð fólksins í Rúme- níu við heimkomuna skipta mig miklu máli. Ég hef unnið til ýmissa viður- kenninga, orðið meistari og þar fram eftir götunum en öll verðlaun, allir heiðrarnir, eru viðurkenningar fýrir vel unnin störf. Það skiptir mig öllu því ég fer í hvern leik með því hugarf- ari að sigra en ekki til þess eins að vera með. Það er munurinn á venju- legum leikmanni og góðum leik- manni. Sigurinn skiptir mig öllu.“ Syngur bara í leik Eins og fram hefur komið snýst líf hans um knattspyrnu en hann á sér önnur áhugamál. „Við spilum oft á spil í æfingaferð- um og þegar ég á frí í dag eða tvo leik ég gjarnan tennis. Ég hef lært bæði spænsku og ítölsku og er nú í sjálfsnámi í ensku. Það gengur ekki að vera i Tyrklandi án þess að kunna ensku ágætlega. Það væri gaman að kunna á hljóðfæri og ég syng bara á minn hátt í leik!“ Skilningsleysi Hagi sagði að knattspyrnan væri vinsæl í Rúmeníu en hún þrifist ekki án stuðnings og stjórnmálamenn væru skilningslausir að því leyti. „Stjórnmálamenn vita ekki hvernig á að meta knattspyrnuna og hvað á að gera fyrir hana. Fyrir vikið hafa þeir ekki sýnt henni nauðsynlegan stuðning í grasrótinni en hann er nauðsynlegur til að hjólið haldi áfram að snúast. Undanfarin 10 ár hefur Rúmenía verið í hópi 20 bestu knatt- spyrnuþjóða í Evrópu og árangurinn var frábær í Bandaríkjunum en samt eru ekki nema 3.000 til 5.000 áhorf- endur á leikjum í 1. deild. Það er of lítið en ég held að menn átti sig á mikilvægi góðs stuðnings og því hef ég trú á að Rúmenía verði áfram í hópi þeirra bestu.“ íslensk föt Kaffið er búið, vindurinn gnauðar á gluggann og orðið áliðið. Rúmensk- ur blaðamaður sagði í kvöldmatnum að landslið Rúmeníu hefði aldrei mætt til leiks í veðri eins og var í gær og gert er ráð fýrir að verði í dag, en Hagi hafði ekki áhyggjur af því frekar en öðru. „Ég kom hingað til að leika knatt- spyrnu og hugsa ekki um annað. Ég hef leikið á þykkum snjó í Rúmeníu og læt aðstæður ekki hafa áhrif á mig. Aðalatriðið er að leika fyrir Rúmeníu og sigra. Hins vegar er ég ánægður með að hafa fengið tæki- færi til að koma til íslands - það hvarflaði aldrei að mér þegar ég var strákur. En ég fer héðan með minja- grip og svo keypti ég íslenskan al- klæðnað á dóttur mína. Hún á því eftir að minna mig^á heimsóknina.“ Líklegt byrjun- arlið Rúmena LEIKAÐFERÐ: 4-4-2 Markvörður: Bogdan Stelea Varnarmenn: Dan Petrescu, Daniel Prodan, Anton Doboz og Tibor Selymes. Miðvallarleikmenn: Julian Filipescu, Gheorghe Popescu, Gheorghe Hagi og Dorinel Munteanu. Sóknarmenn: Adrian Ilie og Viorel Moldovanu. KNATTSPYRNA Popescu heldur upp á 29 ára afmælið í dag Vonast efftir sign í afmælis- gjöf Valur B. Jónatansson skrifar GHEORGHE Popescu, fyrirliði Barcelona, er einn af iykil- mönnum rúmenska iandsliðs- ins. Hann heldur upp á 29 ára afmælið sitt í dag og segist vonast eftir sigri í afmælisgjöf. „Það yrði góð afmælisgjöf að sigra Islendinga. Annars verð- ur þessi leikur erfiður fyrir okk- ur, sérstaklega ef veðrið verð- ur eins og það var í dag [í gærj. Við höfum aldrei áður leikið við svona aðstæður," sagði Popescu í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. ÆT Eg þekki íslenska liðið ekki mikið en hef þó séð það leika í sjón- varpinu. Það eru nokkrir góðir leik- menn í liðinu og við getumekki vanmetið liðið. Ég sá leik ís- lenska liðsins á móti Litháen á mynd- bandi í gær. Úrslit leiksins gefa ekki rétta mynd af honum. Vítið sem Litháen fékk 'var mjög vafasamur dómur og það breytti gangi leiksins. Við erum með mjög gott lið og erum taldir sigurstranglegastir. Það er ekki sjálfgefið að sigra í riðlinum og því þurfum við á sigri hér á ís- landi að halda ætlum við okkur að komast á_HM í Frakklandi. Ég tel líklegt að írland veiti okkur hörðustu keppnina um efsta sætið. „Litlu“ lið- in hafa oft náð óvæntum úrslitum og því skipta allir leikirnir í riðlinum jafn miklu máli fyrir okkur. Það eru þijú stig í pottinum í hveijum ein- asta leik.“ Popescu, sem hefur m.a. leikið með PSV Éindhoven og Tottenham, er með samning við Barcelona til ársins 1999. Honum líkar vel í her- búðum spænska liðsins. „Barcelona er með eitt besta iið í heimi og því er það mikill heiður að fá að leika með því. Það er mikil samkeppni um að komast í liðið enda eru 17 landsl- iðsmenn á samningi hjá félaginu. Við höfum ekki unnið spænska meistaratitilinn í þijú ár og það er nokkuð sem eigendur félagsins sætta sig ekki við. Félagið keypti átta nýja leikmenn fyrir þetta tíma- bil, þar á meiðal Ronaldo sem ég tel besta knattspyrnumann heims í dag. Það verður því mikil pressa á okkur í vetur og menn þurfa að beijast fyrir stöðu sinni í liðinu, hvað svo sem þeir heita. Ég var heppinn að vera í byijunarliðinu í fyrsta leiknum og hef haldið stöðunni síðan.“ Þekkir Eið Smára Hann sagðist þekkja einn íslensk- an leikmann, Eið Smára Guðjohn- sen, sem leikur með PSV. „Hann kom inn á sem varamaður þegar við lékum á móti PSV í Evrópukeppn- inni síðasta tímabil. Eiður Smári er greinilega mjög efnilegur leikmaður og það verður forvitnilegt að fylgj- ast með honum í framtíðinni," sagði þessi geðþekki leikmaður, sem leikur sem miðvörður hjá Barcelona en afturliggjandi miðjumaður í landslið- inu. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn leikmaður ársins í Rúmeníu, 1989-1992 og 1995. Hann var kos- inn besti miðvörðurinn í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. Morgunblaðið/Ásdfs GHEORGHE Popescu, elnn af lykilmönnum rúmenska landsliðsins, segir að erfitt veröi aö leika viö íslenskar aðstæður. Vogts vill sleppa vetrar- fríinu BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, sagði í gær að of stutt væri á milli leikja í þýsku deildinni sem gerði það að verkum að meiri hætta væri á að leikmenn meiddust, en sjö iykilmenn Þýskalands eru meiddir og missa af HM-leikn- um í Armeníu í kvöld. Vogts sagði að ástandið hefði versn- að eftir að tveggja mánaða vetrarfríinu var komið á, og vill hann það í burtu. „Síðan vetrarfríinu var komið á hafa meiðsl sett strik í reikninginn því leikmenn eru neyddir til að leika á þriggja til fjögurra daga fresti," sagði Vogts. „Leikmenn fá æ minni tíma til að ná sér sem gerir þá líklegri tii að meiðast á ný. Engin önnur hinna öflugu knattspyrnuþjóða gerir tvö löng hlé á ári.“ Franz Beckenbauer, fyrrum landsliðsþjálfari og nú forseti Bayern Miinchen, studdi Vogts. „Við höfum ekki efni á að taka samtals fimm mánaða frí á ári og þurfa að byija tvisvar frá grunni," sagði hann og lagði til að vetrarfríið yrði stytt i mánuð. Vetrarfrí hefur verið síðan túnabilið 1986 til 1987 og hef- ur sitt sýnst hveijum. Félög með lið í Evrópukeppni hafa Iagst gegn fríi, því leikmenn séu ekki í leikæfingu þegar mikilvægir Evrópuleikir fari fram en mörg félög nota fríið til að halda innanhússmót sem þau hagnast á. HANDKNATTLEIKUR Haukastúlkum spáðsigri KEPPISIIN ífyrstu deild kvenna í handknattleik hefst íkvöld með þremur leikjum og af þvítilefni héit Handknattieikssamband ís- lands blaðamannafund þar sem þjálfarar og ieikmenn spáðu fyrir um lokaniðurstöður deildarinnar. Einnig var á fundinum dregið í bikarkeppni HSÍ og kynntur var nýr landsliðsþjálfari, Theódór Guðfinnsson en hann þjálfar einnig kvennalið Víkinga. Það kom lítið á óvart að liðin s Stefán Stefánsson skrifar sem mættust í stórkostlegum leik í meistarakeppni HSÍ um dag- inn, þar sem þurfti að knýja fram úrslit með bráða- bana, Stjarnan og Haukar, skyldu vera efst í spánni en það kom samt nokkrum á óvart að Haukastúlkum er spáð sigri í deildinni þó að ekki muni nema einu stigi. „Ég tek þessu nú ekki sem heil- ögum sannleik, langt í frá, og þetta er bara spá en við munum samt reyna okkar besta til að standa við hana,“ sagði Ragnhildur Guð- mundsdóttir fyrirliði Hauka á blaðamanna- fundinum en Ragn- heiður Stephensen úr Stjörnunni var ekki á því að spáin gengi eft- ir: „Þetta er að vísu tilbreyting, því tvö síð- ustu ár hefur okkur verið spáð efsta sæt- inu. Þetta setur pressu á Haukana en pressan mun öll koma frá okk- ur. Okkar stefna er að Spáin Spá þjálfara og leik- manna: ....124 2. Stjarnan.... ....123 3.FH 96 4. Fram 86 1 5.KR 75 6. Víkingur.... 67 7. Valur 65 8. ÍBV 36 9.Fylkir 25 10.ÍBA 18 taka það sem við misstum úr síð- ast, bikarinn, og við viljum auðvitað vera númer eitt.“ Reiknað er með að úrslitakeppnin hefjist 8. mars á næsta ári og ljúki mánuði síðar. Dregið var í 16-liða bikarkeppni HSÍ en þar eð ÍBA og ÍBV sjá sér ekki fært að vera með og níu lið hafa tilkynnt þátttöku voru aðeins tvö lið dregin úr „pottinum“. Það voru Fylkir og Haukar og verður leikur þeirra 13. nóvember næst- komandi. Nokkur umræða var um stöðu kvennahandboltans og hvernig slæm fjárhagsstaða HSÍ hafi þar áhrif á. Af því tilefni mun HSÍ standa fyrir málþingi fyrir áramót, sem Ragnheiður Karls- dóttir mun sjá um. Einnig standa yfir við- ræður HSÍ og fyrir- tækis sem mun styrkja kvennadeild- ina en ekki er að fullu frá því gengið. Það mun í fyrsta sinn, sem 1. deild kvenna í handknattleik fær slíkan stuðning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.