Morgunblaðið - 09.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.10.1996, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MCRGUNBLAÐSIPJS MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 | BRAIMPABAR | Börn ogdýr LITLA stúlka á litlum tám, ætlar þú ekki að koma og sjá, mjá, mjá, mjá? Litla stúlkan er að fara út og sér þá litla Labbakút. Litla stúlkan mín, ætlar þú ekki að fara að segja svín? - Þannig hljóðar textinn um litlu stúlkuna, labbakút, kisu og svínið, sem fylgdi með myndinni hennar Nönnu Birtu Pétursdóttir, 5 ára, Miðvangi 14, 220 Hafnarfjörður. Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík Kisu- lóra eftir Elínu Magnúsdóttur ÞAÐ er maí og María, sem er níu ára, lallar af stað í skólann. - Bless, mamma mín, kallar María. - Bless, elsku hjartað mitt, og passaðu þig á bílunum, kall- ar mamma. í skólanum gengur allt vel. Núna er lestrartími og María er að hugsa hvað hún eigi að gefa vinkonu sinni í afmælisgjöf. - María Björg, viltu gjöra svo vel að fylgjast með. Við erum á blaðsíðu átta í annarri línu. María hrekkur við. Hún er fluglæs og byijar að lesa. Þegar líður á daginn þurfa krakkamir að fara út í frímínútur. Þegar María er á leiðinni heim úr skól- anum tekur kisa á móti henni. Það er venja að kisa taki á móti henni. Einn daginn er Kisulóra (kötturinn heitir það) ekki í körfunni sinni. Mamma, pabbi og María fara að leita; í skúffum, undir rúmum, uppi í hillum, en þau sjá hvergi Kisu- lóru. Þá fer mamma að kalla á hana úti, en kisa kemur ekki. Þá fer María að hágráta. - Kaaannskiii deeeyr hún, segir hún grátandi. - Svona, svona, þetta bjarg- ast allt. Við gætum hringt í lög- regluna, segir pabbi hughreyst- andi. Eftir smá samræður er ákveðið að pabbi hringi upp á lögreglustöð. Pabbi lýsir kisu nákvæmlega. Lögreglan byijar að leita. Hún leitar allan eftir- miðdaginn að Kisulóru. Morguninn eftir kveður dyra- bjallan við. Allir ijúka upp og fara til dyra og þar stendur Kristín bekkjarsystir Maríu og heldur á Kisulóru. Kisulóra hoppar niður úr fanginu á Krist- ínu og María kyssir hana og kjassar. Kisulóra er komin og að laun- um fær Kristín kleinur og mjólk. Höfundur þessarar vel skrif- uðu og skemmtilegu sögu er Elín Magnúsdóttir, Skóla- völlum 12, 800 Selfoss. Mjög ánægjulegt var að sjá hand- ritið frá Elínu, snyrtilegt og réttritunin til fyrirmyndar. Kærar þakkir fyrir, ungi skáldsagnahöfundur. LEITAÐ undir sófa að Kisulóru. HÆ, hæ. Ég er stelpa í Grinda- vík. Eg vil eignast penna- vinkonur á aldrinum 7-9 ára, ég er sjálf 7 ára. Áhugamál: Fímleikar, fót- bolti, páfagaukar og margt, margt fleira. P.S. Mynd fylgi með fyrsta bréfí. Karen L. Óladóttir Ásvöllum 7 240 Grindavík Kæru Myndasögur Moggans. Eg heiti Karóiína Ösp og vil eignast pennavin- konur á aldrinum 9-12 ára. Ég er sjálf 9 ára. Áhugamál mfn eru: Lest- ur, límmiðar, badminton, sund, skautar og svo margt fleira. Karólína ö. Pálsdóttir Viðarrima 58 112 Reykjavík Hæ, kæri Moggi. Ég er 12 ára stelpa og mig langar að skrifast á við strák og stelpu á aldr- inum 11-13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Heiða R. Ingibjargar- dóttir VölvufelU 50 111 Reykjavík Ég er að leita að penna- vin á aldrinum 8-11 ára, en ég er sjálf 9 ára og heiti Laufey Ingólfsdóttir. Áhugamál: skautar, skíði, flutningar, að versla og margt fleira. Laufey Ingólfsdóttir Kiapparstíg 5 260 Nfjarðvík Halló. Ég er 9 ára strákur, sem vil eignast pennavini á aldrinum 8-11 ára. Áhugamál: Hjólreiðar, hestar, diskótek og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfí. Benedikt Hallgrímsson Klapparbergi 31 111 Reykjavík Pennavinir BLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.