Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Synti Viðeyjarsund í suðvestan kalda Var orðinn leiður á að synda í laugunum HEIMIR Arnar Sveinbjörnsson gerði sér Htið fyrir og synti út í Viðey í gær. Hann stakk sér i 7,7 gráða kaldan sjóinn við Köllunar- klett og 19 mínútum síðar tók hann land í Viðey. Hann er sá átjándi sem syndir Viðeyjarsund á þessari öld en það hefur aldrei verið gert á þessum árstíma áður. „Þetta var góð útrás og manni líður vel á eftir,“ sagði sundkapp- inn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Lofthitinn var sex gráður, suðvestan kaldi og 5-6 vindstig." Heimir Arnar er 35 ára gamall og vinnur í vélsmiðju í Hafn- arfirði á daginn. A kvöldin og um helgar syndir hann í Nauthólsvík- inni. Hann segist lengi hafa synt sér til gamans en svo hafi hann _ hætt því fyrir nokkrum árum. „Ég var orðinn leiður á því að synda í laugunum. Svo fannst mér timi til kominn að fara aftur að synda í vor og fór þá að synda úti í Nauthólsvík ásamt Birni kunn- ingja mínum. Þrekið gagnvart kuldanum hefur smátt og smátt verið að aukast. Ég var farinn að vera þarna í 20 mínútur og synda svona kílómetra í senn. Þá fór einhver að tala um að synda Við- eyjarsund einhverntímann næsta vor eða sumar - en ég sá bara enga ástæðu til að vera að bíða eftir sumrinu,“ segir Heimir Arn- ar og ekki er á honum að heyra að honum hafi orðið meint af volk- inu. Íslenskt-bandarískt samstarfsverkefni Miðaldarit á alnetið LANDSBÓKASAFN íslands og Fiskesafnið við Comellháskóla í Bandaríkjunum sækjast nú eftir fjármagni til að koma fjölda ís- lenskra handrita og bóka úr báðum söfnunum í tölvutækt form og geyma á alnetinu. Sótt hefur verið um styrk til ónefndra aðila og mun svar við umsókninni berast í lok þessa árs. Verkefnið mun, ef af verður, taka 2-3 ár, og verður að mestum hluta unnið á íslandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er kostnaður áætlaður um ein milljón dollara, eða 67 milljónir íslenskra króna. Það eru hundruð þúsunda blaðsíðna úr íslenskum miðalda- bókmenntum, bæði handritum og prentuðum bókum, og fræðirit tengd þessu efni sem ráðgert er að setja á alnetið. Sumt af efninu er til á filmum, en annað verður hugsanlega ljósmyndað með staf- rænum myndavélum. Fulltrúar Fiskesafnsins og Landsbókasafns hafa hist bæði á íslandi og í Bandaríkjunum til skrafs og ráðagerða. Að sögn Patricks J. Stevens, forstöðumanns Fiskesafnsins, kom hugmyndin upphaflega frá íslendingum. Hann segir langa hefð fyrir samstarfi safnanna og því eðlilegt að leitað hafi verið til hans. Fiskesafnið er þriðja stærsta safn íslenskra bóka í heiminum. Nýskipaður sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, Day 0. Mount, hef- ur lýst yfir vilja til að aðstoða eft- ir fremsta megni við framgang verksins . Morgunblaðið/Ásdís Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. sameinast nýju útgerðarfyrirtæki á Isafirði Verður sjötta kvóta- hæsta fyrirtæki landsins AKVEÐIÐ hefur verið að Hrað- frystihúsið Norðurtangi hf. á ísafirði sameinist hinu nýja fyrir- tæki í ísafjarðarbæ sem til skamms tíma hefur gengið undir vinnuheit- inu Útgerðarfélag ísafjarðar hf., en geiigur nú undir vinnuheitinu Nýja Básafell hf. Þar með samein- ast Norðurtanginn, Togaraútgerð ísafjarðar, Básafell hf., Ritur hf. og Sléttanes hf. í fyrirtæki sem verður öflugasta fyrirtækið í sjávar- útvegi á Vestfjörðum með samtals um 9.000 þorskígildistonna kvóta og fjölbreytta starfsemi, en með Norðurtanganum koma tæplega 3.000 þorskígildistonn. Hið nýja fyrirtæki verður sjötta kvótahæsta fyrirtæki landsins á eftir Granda hf., Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Fiskiðjunni Skag- firðingi hf., Samheija hf. og Har- aldi Böðvarssyni hf. Unnið hefur verið að sameiningu Togaraútgerðar ísafjarðar, Bása- fells hf., Rits hf. og Sléttaness hf. um nokkurt skeið og er stefnt að því að gengið verði frá sameiningu þeirra í lok nóvember. Meðal stærstu hluthafa í þessari sameiningu eru Gunnvör hf., ísafjarðarbær og Olíu- félagið hf., sem hefur stuðlað mjög að sameiningu fyrirtækjanna, en jafnframt hafa Vátryggingafélag íslands og íslandsbanki komið að málinu. Að sögn Halldórs Jónsson- ar, stjórnarformanns Hraðfrysti- hússins Norðurtanga hf., er síðan stefnt að því að búið verði að ganga endanlega frá sameiningu fyrirtækj- anna fimm um næstu áramót. Eignarhaldsfélag keypti öll hlutabréfin Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að sjö tilboð hefðu borist í hlutabréfín í Norðurtanga sem öll voru boðin til sölu, en hann sagði að það hefði orðið að samkomulagi að gefa ekki upp hveijir hefðu boð- ið í bréfin. Þá væri það jafnframt trúnaðarmál hvert matsverð bréf- anna væri í fyrirhugaðri samein- ingu fyrirtækjanna fímm. Eignarhaldsfélag i eigu Olíufé- lagsins_ hf., Samvinnulífeyrissjóðs- ins og íslenskra sjávarafurða keypti öll hlutabréfin í Norðurtanganum og sagði Halldór þetta vera milli- skref þar sem nýja fyrirtækið, Nýja Básafell, hefði ekki verið stofnað. „Þegar það er tilbúið þá yfírtekur það þennan samning og töluverður hluti af hluthöfum Norðurtangans kemur inn með sinn hlut úr Norð- urtanganum í þetta nýja félag.“ Seljendur hlutabréfanna eru þau Guðmundur M. Jónsson, Eggert Jónsson, Ólafía Kristjánsdóttir og Jón Páll Halldórsson með 20% eign- arhlut hvert, og loks Ásgeir Guð- bjartsson og fjögur systkini hans með 4% hvert, eða samtals 20%. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru eignir Norðurtanga umfram skuldir um 500 milljónir króna og hver 20% eignarhlutur miðað við það að andvirði um 100 milljþnir króna. „Ég sé ekki forsendur til annars en að þetta verði gríðarleg lyfti- stöng fyrir byggðarlagið og þetta er það skref sem menn hér hafa verið að bíða eftir og hefði í raun og veru átt að stíga fyrir tíu árum,“ sagði Halldór Jónsson. ísafjarðarbær mun greiða fyrir sameiningunni Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, sagðist mjög ánægður með það ef af sameiningu Norðurtanga og Nýja Básafells yrði. „Ef við lítum blátt áfram á þetta þá er þarna þorskkvóti upp á um þrjú þúsund þorskígildi. Ef þessi þorskígildi hefðu horfið héðan þá hljóta allir að sjá það sem vilja sjá hvað það hefði þýtt fyrir þetta svæði. Allt sem getur komið í veg fýrir það er í mínum huga af hinu góða,“ sagði Kristján. Sem fyrr segir er ísafjarðarbær einn af þremur stærstu hluthöfum í fyrirtækjunum fjórum sem sam- einast í Nýja Básafell og sagði Kristján að hlutafjáreign bæjarins hefði verið notuð til að greiða fyrir sameiningu fyrirtækjanna og það yrði gert áfram. Þá tæki bærinn af heilindum þátt í sameiningunni við Norðurtanga. Framboð Péturs Kr. Hafstein Kostnaður umfrarn tekjur 14,5 millj. kr. HEILDARKOSTNAÐUR við fram- boð Péturs Kr. Hafstein til forseta íslands nam 35.510.397 kr. sam- kvæmt endurskoðuðum reikningum sem gerðir voru opinberir í gær. Þar kemur fram að kostnaður umfram tekjur vegna framboðsins nemur tæpum 14,5 millj. króna en í fréttatilkynningu frá stuðnings- mönnum Péturs kemur fram að sá kostnaður hefur verið greiddur með lántökum. Pétur ber persónulega ábyrgð á þeim skuldbindingum sem til var stofnað en söfnun stendur yfir á vegum stuðningsmanna hans. Rekstrartelgur um 21 millj. kr. Stærstu útgjaldaliðirnir voru rekstur kosningaskrifstofu um 5,5 milljónir kr. og úrvinnsla og birting auglýsinga í ljósvakamiðlum um 6,5 milljónir kr. Annar auglýsingakostnaður, s.s. í prentmiðlum og vegna útiauglýs- inga, nam um 6 milljónum kr. Kostnaður við markaðskannanir og úrvinnslu þeirra var um 3 millj- ónir kr. og svipaðri upphæð var varið í prentað mál og merki. Rekstrartekjur námu um 21 milljón kr. Helstu tekjuliðir voru fijáls framlög einstaklinga um 10,5 milljónir kr. og 8,5 milljóna kr. stofnframlag Péturs .. Tekjur vegna happdrættis námu tæpum 700.000 kr. og um 900.000 kr. söfnuðust vegna fjáröflunar- kvöldverðar til styrktar framboði Péturs. Sæstrengririnn slitnar Alnetssam- band Intís rofið í sól- arhring SÆSTRENGURINN milli íslands og Evrópu slitnaði ellefu kílómetra undan strönd Þýskalands í fyrra- dag og voru alnetstengingar Intís sambandslausar í tæpan sólar- hring, eða þangað til rétt fyrir hádegi í gær. Talið var að skip hefði slitið strenginn með akkeri eða trolli. Strax eftir að strengurinn slitn- aði var hafist handa við að koma símtölum yfír á varaleiðir. Fullt símasamband til Evrópu var komið á klukkan sjö um kvöldið. Gervi- tunglasamband við Kanada náðist klukkan hálfátta og alnetsgátt sem Póstur og sími hefur þangað komst þá í Iag. Fjórðungur símtala til og frá landinu fer ætíð í gegnum Skyggni, og að sögn Hrefnu Ing- ólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, var því aldrei síma- sambandslaust við landið. Alnetssamband Intís, sem flestir alnetsnotendur eru háðir, var áfram í ólagi, því varaleið þess til miðstöðvarinnar í Svíþjóð virkaði ekki, vegna bilunar í fjarskiptastöð í Bretlandi. í gærmorgun, um klukkan hálftólf, tókst að koma á alnetssambandi um sæstrenginn til Danmerkur. Símasamband er áfram um gervihnött og ekki er ljóst hvenær hægt verður að koma því um strenginn. Viðgerð á streng með kapalskipi tekur að jafnaði 10-14 daga. - 1 í i ! II I ; I í b f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.