Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell ÖSKUSPRENGINGAR urðu á 10-15 mínútna fresti þegar ljós- myndari Morgunblaðsins flaug yfir gosstöðvarnar. Vindurinn bar kolsvartan strókinn á brott milli sprenginganna og því virt- ist sem nokkrir stigu til himins í senn. A myndinni til hliðar sést gjáin sem myndast hefur yfir gossprungunni, en suðurendi hennar er mjóstur, um tvö hundruð metrar að breidd. Rúmum þremur kílómetrum norðar er gosstrókurinn. Miklar breytingar hafa orðið við gosstöðvarnar í Vatnajökli Stór opin sprunga í íshellunni TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á gossvæðinu í Vatnajökli frá því það var síðast skoðað fyrir helgi. Um 3,5 km iöng sprunga hefur opnast í íshelluna sunnan við gosgíginn. Miklar sprungur eru í ísnum umhverfis gosgíginn og virðist íshellan vera að síga í átt að honum vegna bráðnunar. Gott skyggni var í Grímsvötnum og við gosgíginn þegar blaðamað- ur og ljósmyndari Morgunblaðsins voru þar á ferð um hádegisbil í gær. Ekki var að sjá að krafturinn í gosinu væri mikið minni en þeg- ar flogið var yfir svæðið 'sl. fimmtudag. ísinn bráðnar á stóru svæði Gufustróka lagði til himins og öðru hveiju komu öskusprenging- ar sem þeyttu ösku og ís hátt í loft. Nokkuð hvasst var af vestri á Vatnajökli í gær og lagði gos- strókinn til austurs. Ur fjarlægð var eins og 5-6 öskustróka bæri við loft, en ástæða fyrir því er að 10-15 mínútur liðu á milli ösku- sprenginga og þess vegna mynd- aðist bil í gosmekkinum. Jökullinn er mjög sprunginn bæði norðan og sunnan við gosgíg- inn. Bráðnunin frá gosinu virðist valda því að ísinn sígur á stóru svæði í átt að gossprungunni. Sunnan við gíginn er 3,5 km iöng opin sprunga. Hún er greinilega miklu lengri og breiðari nú en á fimmtudag. Sjá má ofan í henni öskublandað vatn sem virðist vera á stöðugri hreyfingu og gefur þannig til kynna að þar sé eldgos undir þótt ekki nái það að þeyta gosefnum upp í háloftií). Þessi mikla sprunga er síst tilkomu- minni en sjálft gosið. Hún ber þess skýran vott að gífurleg bráðn- un hefur átt sér stað á svæðinu frá því að gosið hófst í byijun mánaðarins. Yfirborð Grímsvatna hækkar Sunnan við þessa opnu sprungu er mikið sprungubelti sem nær langleiðina að Grímsvötnum. Gera má ráð fyrir að vatn hafi fossað um þetta sprungubelti ofan í Grímsvötn. Ekki fer á milli mála að yfirborð Grímsvatna hefur hækkað frá því á fimmtudag. Austan við Grímsfjall er há ís- bunga, en undir hana þarf vatnið að brjótast til að komast fram á Skeiðarársand. Athygli vekur að skammt innan við ísbunguna má greina tvær dældir í íshellunni yfir Grímsvötnum. Hvort þær eru fyrirboði hlaups skal ósagt látið. Jökullinn er orðinn nokkuð svartur norðan og austan við gosg- íginn, en víða á jöklinum má sjá gráa öskuskafla. Ösku má m.a. sjá á íshellunni yfir Grímsvötnum. Snjóað hefur hins vegar á jöklinum og snjó og ösku hefur dregið sam- an í skafla. Það er því ekki gott að meta hversu mikil aska hefur komið úr gosinu. Vatns- rennsli í Gríms- vötn minnkar GJÁIN sem myndast hefur nú yfir suðurhluta gossprungunn- ar í Vatnajökli er um þrír og hálfur kílómetri að lengd og hefur vatn safnast þar saman. Gjáin er mjóst syðst, um tvö hundruð metrar að breidd, en verður mörg hundruð metra breið við gosstöðvarnar nyrst. Jarðskjálftamælingar benda til að heldur hafi dregið úr eld- virkni í heild, en gosstrókurinn sem kemur upp úr jöklinum er svipaður og áður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur segir að ísbræðsla hafi sennilega dregist saman en vatnsrennsli í Grímsvötn þó enn meir, vegna söfnunar vatns undir ísnum á gosstöðvunum. Hann segir að vatnið í gjánni muni þó fara sömu leið og það sem er í Grímsvötnum, það er að segja niður Skeiðarársand. Ástæða þess að dregur úr vatnsrennsli í Grímsvötn er að munur á yfirborði vatns þar og yfir sprungunni hefur minnkað. Magnús segir engin ummerki um að sprungan hafi lengst, en ekki er ljóst hvort gýs á nyrsta hiutanum. Engin ummerki sáust um sigkatla við ofanverðan Dyngjujökul eða í austurhlíðum Bárðarbungu þegar flogið var yfir í gær og ekkert bendir því til eldvirkni eða vatnssöfnunar annars staðar en yfir sprung- unni og í Grímsvötnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.