Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Akvörðun umhverfisráðherra um flutning Landmælinga íslands á Akranes Skortur á stj órn- sýsliilegimi rökum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá starfs- mönnum Landmælinga íslands, sem byggist á úttektum Framkvæmda- sýslu og Hagsýslu ríkisins sem um- hverfísráðherra lét gera 1994 og 1996: „Umhverfisráðherra hefur ákveðið að Landmælingar íslands verði fluttar á Akranes og taki þar til starfa 1. janúar 1999. Ráðherra segir þetta vera pólitíska ákvörðun, verið sé að framfylgja stefnu ríkis- stjómarinnar, og bregður fyrir sig óljósri byggðastefnu og enn óljósari stefnu um að flytja ríkisstofnanir út á land. Ráðherrann telur sig jafn- framt óbundinn af stjómsýslulögum nr. 37/1993, þó að þar séu ákvæði um að stjórnvöldum beri að sinna rannsóknar- og upplýsingaskyldu áður en stjórnsýsluákvörðun ertekin. Öll stjórnsýsluleg rök skortir fyrir ákvörðun um flutning Landmælinga íslands. Flutningurinn er ekki nauð- synlegur til að ná fram settum mark- miðum með starfseminni. Þvert á móti setur ákvörðunin alla starfsemi stofnunarinnar í uppnám. Þá má færa rök fyrir því að sú kvöð, sem lögð er á starfsmenn, að tilkynna fyrir 1. janúar 1998 hvort þeir hygg- ist starfa hjá stofnuninni á nýjum stað, sé í raun dulbúin uppsöjgn. Starfsmenn Landmælinga Islands mótmæla ákvörðun umhverfísráð- herra og senda í því skyni þetta bréf til alþingismanna og borgarfulltrúa í Reykjavík. Efni þessa bréfs er að mestu byggt á úttektum Fram- kvæmdasýslu og Hagsýslu ríkisins, sem umhverfisráðherra létgera 1994 og 1996. Umræða og kynning á nið- urstöðum þessara umsagna hefur verið með þeim hætti að starfsmenn Landmælinga íslands hljóta að koma þeim á framfæri. Arið 1994 fól fyrrverandi um- hverfísráðherra, Össur Skarphéðins- son, Framkvæmdasýslu ríkisins að gera úttekt á kostnaði vegna flutn- ings Landmælinga íslands til Akra- ness. Framkvæmdasýslan fól aftur Hagsýslu ríkisins að vinna hluta út- tektarinnar. Í þessum úttektum var gert ráð fyrir að markaðs- og sölu- deild Landmælinga starfaði áfram í Reykjavík, önnur starfsemi flyttist til Akraness og húsnæði væri keypt á báðum stöðum. Helstu niðurstöður úttektanna árið 1994 voru þessar: • Hægt er ná fram hagræðingu í nýtingu húsnæðis og minnka þannig húsnæðisþörfina, t.d. í samhengi við endurmat á starfsemi stofnunarinn- ar. Kostnaður við fasteignakaup á Akranesi og í Reykjavík ásamt kostnaði við flutning er áætlaður tæplega 200 m.kr. • Sértekjur stofnunarinnar eru um 50 m.kr. á ári. Heildarveltan er hins vegar um 120 m.kr. á ári. Það er mat Framkvæmdasýslunnar að sér- tekjur muni minnka í kjölfar flutn- ings. • Kostnaður ríkisins, til langs tíma litið, mun aukast ef stofnunin flytur frá Reykjavík. í úttekt Hagsýslu ríkisins 1994 er bent á að með því að flytja stofn- unina út fyrir höfuðborgina sé verið að rýra möguleika hennar til að sinna hlutverki sínu og torvelda viðskipta- vinum samskipti við stofnunina og gera þau tímafrekari og kostnaðars- amari. Einnig megi vænta þess að stofnunin eigi ekki jafn margra kosta völ í starfsmannavali á Akranesi og í Reykjavík. Hagsýslan telur að slík stjómsýslu- og samhæfíngarstofnun, sem Landmælingar íslands á að vera, geti best og hagkvæmast sinnt hlut- verki sínu sé hún staðsett í höfuð- borginni. Þá virðist Hagsýslu ríkisins full ástæða að taka starfsemi Landmæl- inga Islands til nákvæmrar skoðunar og gera jafnframt athugun á kostum og göllum þess að sameina eða sam- þætta starfsemi Landmælinga ís- lands, Skipulags ríkisins og jafnvel Sjómælinga íslands. Þá bendir Hag- sýsla ríkisins á reynslu annarra þjóða af afleiðingum þess að flytja stofnan- ir til. Víða er reynslan sú, að rekstur stofnana verður dýrari, samskipti kostnaðarsamari og starfsemi stofn- unarinnar truflast um árabil vegna flutnings, endumýjunar á starfsfólki og breytinga á húsnæði og umhverfí. í umræðu um flutning Landmæl- inga íslands hefur Guðmundur Bjarnason umhverfísráðherra forð- ast að tíunda niðurstöður þessara úttekta, enda treysti forveri hans sér ekki til að taka ákvörðun um flutning stofnunarinnar á grundvelli þeirra. Snemma árs 1996 fól Guðmundur Bjarnason umhverfísráðherra Fram- kvæmdasýslu og Hagsýslu ríkisins að láta á ný í ljós álit á hugsanlegum flutningi Landmælinga Íslands til Akraness. í minnisblaði frá Hagsýslu ríkisins 11. mars 1996 eru teknartil skoðun- ar það sem Hagsýslan telur breyttar forsendur varðandi flutning Land- mælinga til Akraness frá því sem var 1994. Þessar forsendur eru: • Veggöng undir Hvalfjörð. • Möguleikar á hraðvirkum gagna- flutningum. • Drög að frumvarpi um landmæl- ingar og kortagerð. • Ekki er gert ráð fyrir markaðs- og söludeild í Reykjavík. • Húsnæði á Akranesi boðið til leigu í stað kaups. Þegar tekið er mið af ofangreind- um forsendum telur Hagsýsla ríkis- ins að dregið hafi úr ókostum þess að flytja Landmælingar íslands á Akranes. Hagsýslan bendir á, að á Akranesi séu aðstæður ekki hag- stæðari en annars staðar og hugs- anlega þurfí að meta á ný hvort flutn- ingur á Akranes hafí nægilega mikil byggðaáhrif eftir að veggöng undir Hvalfjörð hafa fært kaupstaðinn nær vinnumarkaði höfuðborgarsvæðisins. Í stað þess að kaupa húsnæði á Akranesi bauðst umhverfisráðuneyti að leigja 1.300 fm húsnæði til 20 ára en auk þess bauðst leigusali til að innrétta húsnæðið að þörfum Landmælinga íslands. Einnig hafði eigandi húsnæðis Landmælinga fs- lands í Reykjavík gert umhverfís- ráðuneyti tilboð um áframhaldandi leigusamning á 1.455 fm til 10 ára. Samanburður á þessum tveimur kostum, samkvæmt mati Fram- kvæmdasýslu ríkisins, er dreginn saman í meðfylgjandi töflu, en þar er reiknað núgildi leigusamninga til 10 og 20 ára. Umhverfísráðuneytinu stendur til boða að kaupa húsnæðið, sem Land- mælingar íslands leigja nú hluta af. Söluverð 2.189 m2 miðað við stað- greiðslu er um 92 m. kr. Ef samsvar- andi rými og leigt er í dag (1.590 m2) er kaupverð um 67 m.kr. ef mið- að er við sama fermetraverð. Hagkvæmasti kosturinn, til langs tíma, væri því að kaupa húsnæðið, sem Landmælingar eru nú í. Næst hagkvæmasti kosturinn væri að leigja áfram núverandi húsnæði. Dýrasti kosturinn er að taka á leigu húsnæði á Akranesi, en á leigukostn- að þar bætist kostnaður vegna flutn- ings. Arin 1992-1993 gekkst umhverf- isráðuneytið fyrir tilraunaverkefni um stafræn staðfræðikort, gróður- kort og landfræðileg upplýsinga- kerfí. Verkefnið var unnið í fram- haldi af þingsályktun frá 13. mars 1991. Á fjárlögum var varið 108 m.kr. til verkefnisins, en því lauk með skýrslu verkefnisstjómar 1994. Síðan hefur þessi skýrsla Iegið í þagnargildi í umhverfísráðuneytinu. I skýrslunni er bent á mörg brýn verkefni í landmælingum og korta- gerð, sem krefjast úrlausnar. Við bendum ykkur vinsamlega á að kynna ykkur skýrslu verkefnisstjóm- ar, sem umhverfísráðuneytið gaf út, og íhuga síðan hvort flutningur Landmælinga íslands til Akraness þjóni best því markmiði að efla land- mælingar og kortagerð á íslandi." Staður m2 kr./m2mán. m.kr. á ári 10 árm.kr. 20 ár m.kr. Akranes 1.300 550-650 8,6-10,1 80-91 116-134 Reykjavík 1.455 483 8,5 72 107 Lyfjaútgjöld Stefnt er að 400 milljóna sparnaði STEFNT er að því að spara 400 milljónir í lyfjaútgjöldum á næsta ári. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að ráðu- neytið hafí markað þá stefnu að hækka ekki almennt hlutdeild sjúkl- inga í lyfjakostnaði frá því sem verið hefur, en þó kunni að verða gerðar breytingar á einstökum lyijum. Hann segir að innan heilbrigðisráðuneytis- ins sé hafín vinna sem miði að því að endurskoða listann yfír þau lyf sem ríkið greiðir niður. íslenska ríkið taki þátt í að greiða niður mun fleiri lyf en nágrannaþjóðir okkar. Heildarlyfjakostnaður lands- manna hefur hækkað um liðlega 10% á ári síðustu ár þrátt fyrir að gripið hafi verið til ýmissa aðgerða til að stemma stigu við vexti hans. Talið er að ef ekkert hefði verið gert hefði hann vaxið um 12-15% á ári. Stefnt er að því að vöxturinn á næsta ári verði 9%. Lyfjaútgjöld Trygginga- stofnunar á þessu ári stefna í að verða um 3.500 milljónir. Fjárlaga- frumvarp næsta árs gerir ráð fyrir að útgjöldin verði 3.600 milljónir. Margþættar aðgerðir Þórir sagði að á þessu ári hefði verið gripið til aðgerða, sem vonast væri eftir að skiluðu enn meiri ár- angri á næsta ári. Fyrsta júlí sl. hefði verið sett hámark á álagningu lyfja sem sjúkrahúsin afgreiða. Sam- ið hefði verið við apótekin um af- slátt á tilteknum lyfjum, en samning- urinn hefði skilað umtalsverðum spamaði. Stefnt væri að því að end- umýja hann, en hann gildir aðeins til áramóta. Lyfjaverðsnefnd hefði hafíð skoðun á innflutningsverði til- tekinna lyfja sem væru flutt inn á hærra verði hingað til lands en í nágrannalöndum okkar. „Það er búið að setja á fót eftirlits- kerfí með lyfjaávísunum lækna. Með því getum við fylgst betur en áður með bæði kostnaði og gæðum þjón- ustunnar. Við höfum þar með fengið í hendur betra tæki til að beita að- haldi þar sem kostnaðurinn verður til,“ sagði Þórir. Þórir sagði að miklar breytingar ættu sér stað í lyfjanotkun á hveiju ári. Stjórnvöld þyrftu þess vegna að fylgjast vel með og vera tilbúin til að bregðast við með eðlilegu aðhaldi þegar ný lyf kæmu á markað og þegar lyflanotkun breyttist. Nú væri ráðuneytið t.d. að skoða sérstaklega geðdeyfðarlyfin, en notkun á þeim hefur stóraukist og kostnaður ríkis- ins þar með. „Það er stefna ráðuneytisins að ekki verði gerðar almennar breyting- ar á kostnaðarþátttöku almennings á næsta ári. Stefna ráðuneytisins er að íslenskir sjúklingar greiði svipað- an hlut og sjúklingar í nágrannalönd- um okkar. Hlutfall sjúklinga hér á landi er núna 32-33%, en meðaltalið í Evrópu er 35-36%. Breytingar á lyfjaneyslu hafa áhrif á þetta hlut- fall og leiddu m.a. til þess að það lækkaði nokkuð á síðasta ári.“ Lyfjalistinn til skoðunar Þórir sagði að til skoðunar væra ýmsar fleiri leiðir til að stemma stigu við sjálfvirkum vexti lyfjaútgjalda. M.a væri áformað að skoða frá granni lista yfír öll lyf sem ríkið tek- ur þátt í að greiða. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefíð út lista yfír lyf sem hún telur eðlilegt að velstödd þjóðfélög taki þátt í að greiða. Við greiðum niður u.þ.b. fjórfalt fleiri lyf en eru á þessum lista.“ Þórir sagði óvíst hvenær þessari vinnu lyki eða hve mikill fjárhagsleg- ur sparnaður yrði af þessu fyrir ríkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.