Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 12
 12 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ | I I í | s t i ; r ) } I ; í i i FRÉTTIR AFSTÖÐUMYND frá austri, sem sýnir háhýsin við Kirkjusand 1, 3 og 5 sam- kvæmt fyrstu tillögum Ármannsfells. Húsin áttu að vera 6, 7 og 9 hæða. TVÖ húsanna við Kirkjusand verða 6 hæða og eitt 5 hæða, samkvæmt samþykkt snefndar. Þá verður reistur veggur úr gleri og steypu fyrir framan húsin. BORGARRÁÐ hefur samþykkt deiliskipulag, breytingu á landnotk- un og uppdrætti Ármannsfells fyrir þrjú fjölbýlishús á lóðum númer 1, 3 og 5 á Kirkjusandi þar sem Ár- mannsfell hefur hafið bygginga- framkvæmdir. Húsin verða lægri en upphaflega var gert ráð fyrir og við Sæbrautina verður reistur veggur úr gleri og steypu til að draga úr hávaða frá umferð. í sumar hafnaði skipulagsnefnd útfærslu háhýsanna þar sem hún uppfyllti ekki kröfur um hljóðvist á nýbyggingarsvæði. Ármannsfell hafði fengið graftrarleyfí hjá bygg- ingarfulltrúanum í Reykjavík sjö vikum fyrr. Það mun hafa miðast við að uppbygging á lóðinni væri endurnýjun buggðar og hafði Ár- mannsfell þegar hafist handa við grunn húsanna sem áttu að vera 6, 7 og 9 hæða. Dregið úr hávaða Eftir synjun skipulagsnefndar voru lagðar fram tillögur um hvem- ig mæta mætti kröfum um hljóðstig vegna umferðarhávaða og gerði arkitektinn, Helgi Hjálmarsson, ráð fyrir 5,5 metra háum hljóðskermi við Sæbraut og jarðfyllingu að hon- hugasemdum rann út. Auk þess hafi upplýsingar um hávaðamengun og aðra þætti verið ófullnægjandi en síðar hafí komið í ljós að hljóð- stig hafi verið yfir þeim mörkum sem sett eru fram í mengunarvarn- arreglugerð. Málið hafi velkst um í borgarkerfínu í margar vikur án þess að meirihlutanum hafi tekist að finna viðunandi lausn. Ljóst sé að R-Iistinn hafi gefið verktakanum loforð um jákvæða afgreiðslu og skýri það vandræðagang þeirra. Með hliðsjón af vinnubrögðum meirihlutans og með hliðsjón af þeim breytingum sem verktakinn hafi látið gera þá ætti verktakinn sér nokkrar málsbætur og því sætu þau hjá. í bókun Guðrúnar Ágústsdóttur og Guðrúnar Ögmundsdóttur er full- yrðingum um fljótfærni og vand- ræðagang vísað á bug. Fá mál hafi fengið jafn vandaða og nákvæma umíjöllun innan borgarkerfisins. I bókun minnihlutans komi fram sá miskilningur að borginni beri að fínna viðunandi laus. Það sé hlut- verk umsækjandans að skila inn til- lögu til nefndarinnar í samræmi við lög og reglugerðir, sem nefndin taki þá til faglegrar afgreiðslu. Sex og fimm hæða hús I stað allt að níu hæða um og 3 metra háum gegnsæjum skermi á umferðareyju milli braut- arhluta Sæbrautar. Skipulagsnefnd taldi hins vegar ekki réttlætanlegt við nýskipulag að viðhafa svo mikl- ar ráðstafanir til þess að tryggja viðunandi hljóðvist. Hins vegar var rætt um að lægri byggð kæmi til greina. Heilbrigðisnefnd borgarinnar samþykkti í síðustu viku að viðun- andi yrði að veita undanþágu frá viðmiðunarmörkum fyrir umferð- arhávaða í mengunai'varnareglu- gerð. Skipulagsnefnd tók málið fyr- ir á ný á mánudag og samþykkti byggingu þriggja íbúðablokka, tveggja 6 hæða og einnar 5 hæða. Meirihluti Reykjavíkurlistans í skipulagsnefnd klofnaði við þá af- greiðslu því Guðrún Ágústsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir greiddu atkvæði með en Guðrún Jónsdóttir var á móti. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Guðrún Zoéga og Jóhann Gunnar Birgisson, sátu hjá. Skapar fordæmi í bókun Guðrúnar Jónsdóttur segir meðal annars að með sam- þykkt heilbrigðisnefndar um heim- ild til fráviks frá hávaðaviðmiði sé búið að skapa fordæmi, sem leiðir til þess að héðan í frá er ekki hægt að miða við lögboðnar reglur um hljóðstig í nýbyggð. Þá sé það ábyrgðarhluti að þrengja helgunar- svæði Sæbrautar með þeim hætti sem þarna sé gert. Sæbraut sé meiginumferðaræð og gegni vax- andi hlutverki sem slík. Bent er á að hljóðtálminn sem til standi að reisa sé of stutt frá götubrún með tilliti umferðaröryggis, snjómokst- urs og hreinsunar gatna. Þá sé veggurinn sem reisa á 6 metrar að hæð eða sem svarar til tveggja hæða húss. Fljótfærni og vandræðagangur í bókun Guðrúnar Zoéga og Jó- hanns Gunnars Birgissonar kemur fram að fljótfærni og vandræða- gangur hafi verið með eindæmum við afgreiðslu þessa máls. Graftrar- leyfi hafi verið gefið út mánuði áður en frestur íbúa til að skila inn at- * Fjölbýlishús Armannsfells við Kirkjusand Orðsending frá Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags íslands Til sjóðfélaga Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld átímabilinu 1. janúar—31. júlí 1996. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags íslands, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frá- drátt á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 10. nóvember nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyris- sjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar, innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits, ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi, innan sömu tímamarka, leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður ein- ungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um ið- gjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 568 8504, fax 568 8834. Ríkið greiði bætur vegna mistaka sýslumannsembættis ÍSLENSKA ríkið hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmt til að greiða konu rúm 980 þúsund, auk vaxta frá 1993, vegna mistaka embættis sýslumannsins í Reykjavík. Embætt- ið felldi niður nauðungaruppboð, sem konan hafði krafist, án sam- þykkis hennar og varð hún því af um 946 þúsund krónum, því við síð- ara uppboð á sömu eign kom ekkert í hlut konunnar. Konan óskaði nauðungaruppboðs á íbúð í mars 1993, eftir árangurs- laust ijárnám hjá skuldurum sínum. Nauðungarsala fór fram í júní sama á, boði hæstbjóðanda var tekið og samkvæmt frumvarpi sýslumanns til úthlutunar skyldi konan fá 946 þús- und krónur. Konan gekk eftir greiðslunni, en fékk þau svör í júní 1994 að málið hefði verið fellt niður með samþykki uppboðsbeiðenda og veðhafa og hæstbjóðandi leystur undan boði sinu. Láðst hafði að leita samþykkis konunnar og óskaði hún nauðungar- uppboðs að nýju. Eignin var seld, en nú bar svo við að samkvæmt frumvarpi að úthlutun uppboðsand- virðis komu engar greiðslur í hlut konunnar, vegna mikillar hækkunar þeirra veðskulda, sem hvíldu á eign- inni á undan kröfu hennar. Leitaði bóta úr ríkissjóði Eftir tvær tilraunir til ijárnáms hjá skuldurunum, báðar árangurs- lausar, beindi konan skaðabótakröfu til sýslumannsins í Reykjavík, á grundvelli þess að niðurfelling nauð- ungarsölunnar og lausn hæstbjóð- anda undan boði hans hafþ átt sér stað án samþykkis hennar. íslenska ríkið bæri ábyrgð á slíkum mistökum og krafðist konan því tæplega 946 þúsund króna í skaðabætur, auk útlagðs kostnaðar við tilraunir sínar til að fá kröfu sína greidda hjá skuld- urunum, alls rúmar 980 þúsund krónur, auk vaxta. Af hálfu ríkisins var því haldið fram að ábyrgð ríkissjóða vegna mistaka við framkvæmd nauðung- arsölu væri takmörkuð við það að mál væri höfðað innan þriggja mán- aða, en frestur sá hafi verið liðinn 18 mánuðum fyrir þingfestingu skaðabótamálsins. Fékk sömu upphæð og samkvæmt fyrra uppboði Dómarinn, Arngrímur Isberg, sagði ágreiningslaust að um mistök af hálfu sýslumannsembættisins væri að ræða. Hann hafnaði því að ákvæði laga um nauðungarsölu, þar sem kveðið er á um málshöfðun inn- an þriggja mánaða, ættu við, heldur gilti almenn skaðabótaregla. Niður- felling á uppboði hafí valdið því að konan hafi ekkert fengið greitt upp í kröfu sína eftir seinna uppboðið. A þessu hafi ríkið borið ábyrgð og því bæri að dæma það til að greiða kon- unni þá upphæð, sem henni hafi verið úthlutað samkvæmt fyrra upp- boði. Hún hafi einnig borið kostnað af seinna uppboði og af því að sækja skuldarana um greiðslu og bæri rík- inu einnig að greiða hann, enda mætti rekja tilurð hans beint til nið- urfellingar fyrra uppboðsins. Auk rúmlega 980 þúsund króna skaðabóta var ríkissjóður dæmdur til að greiða málskostnað, alls 233 þúsund krónur. Kristín Ólafsdóttir um lengri biðlista í aðgerðir Vanlíðan og kostnaðarauki AÐ SLA aðgerðum á frest og lengja með því biðlista hefur í för með sér óþarfa lengingu á vanlíðan sjúklinga og kostnaðarauka fyrir heilbrigði- skerfið og samfélagið í heild sinni. Sjúkrahús á borð við Sjúkrahús Reykjavíkur (SHR) eiga hins vegar oft ekki annarra kosta völ til að halda sig innan fjárlagaramma að því er fram kemur í samtali við Kristínu Ólafsdóttur stjórnarform- ann Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sparn- aðaráform sjúkrahússins hafa m.a. í för með sér, að mati yfírlæknis augndeildar Landakotsspítala, að biðlisti í augnaaðgerðir tvöfaldast fram til áramóta. Kristín sagði ekki einfalt að svara því hvort sparnaður fælist í því að slá aðgerðum á frest. „Svarið fer alveg eftir því hvort við erum að tala um stofnun með skammtað fé eins og SHR eða samfélagið í heild. Við í SHR stöndum einfaldlega frammi fyrir því að vera gert að veita þjónustu innan ákveðins fjár- hagsramma. Sjúkrahúsið er bráða- sjúkrahús og því er eðliiegt að setja bráðaaðgerðir efst í forgöngsröðun. Annað fer aftar á listann. Hvort lengri biðlistar skapi sparnað fyrir samfélagið í heild er annað mál.“ Hvað fjárhagsvanda SHR varðaði sagðist Kristín meta það svo nú að um 500 milljónir til viðbótar upphaf- legri fjárveitingu hefði þurft til að halda uppi viðunandi þjónustu á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.