Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. EIGENDUR Centrum á Selfossi, Silja Þorsteinsdóttir og Arna Árnadóttir. Ný hártískustofa á Selfossi Selfossi - Hártískustofan, Centr- um, var nýlega opnuð í miðbæ Selfoss, við hringtorgið á Trygg- vatorgi, gegnt ölfusárbrú. Stof- an er í 80 fermetra húsnæði sem hefur yfir sér vinalegt yfirbragð og fjölmörg atriði sett upp til þess að viðskiptavinum líði sem best. Auk hefðbundinnar þjón- ustu við hársnyrtingu eru á stof- unni til sölu nærföt og skart- gripakeðjur eftir máli. Eigendur hinnar nýju stofu eru Arna Árnadóttir og Silja Þorsteins- dóttir. Fjöldi fólks var við opnun nýju stofunnar og sögðu eigendurnir að þær hefðu strax og undirbún- ingur hófst orðið varar við mik- inn áhuga sem sýndi að fólk fylgdist vel með því sem væri að gerast á þessu sviði. Mikið var að gera hjá þeim Silju og örnu fyrstu dagana eftir opnun. Funklisti boðar til landsþings síns ísafjörður. - Funklistinn, listi nemenda framhaldsskóla Vest- fjarða, sem vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum fyrr á árinu hefur boðað tii landsþings listans. Þingið verður haldið nk. laugardag á Vonarlandi á In- gjaldssandi og hefst kl. 14. í frétt frá Funklistanum segir m.a. að ljóst sé að Vestfirðingar hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár og því ríði á að standa saman. „Ekki er það ætlun vor að tíunda allt það sem yfir vort litla samfélag hefur dunið á öllum sviðum mannlífsins, nóg er nú samt, og þyrftum vér helst að vera bæði blind og heyrnarlaus til að leiða það hjá oss. í stað þess að hlaupa í fjölmiðla og væla yfir því að hér sé allt að fara í kalda- kol ætlum vér að blása til lands- þings Funklistans og hafa vonina að vopni gegn þeim hættum sem steðja nú að heimkynnum vorum. í þeim tilgangi að snúa taflinu oss í hag er hvergi betra að leggja úr höfn en á Vonarlandi. Það gefur á bátinn og því skul- um vér skunda á Vonarland og byrja að stíga ölduna saman í þeirri trú að fley vort haldist á floti um alla framtíð. Nú ríður á að standa saman og halda hópinn í baráttunni, hún kemur oss öllum við vegna þeirrar einföldu stað- reyndar að við erum öll systkin!" segir m.a. í frétt frá Funklistan- um. Auk hefðbundinna þingstarfa munu bæjarfulltrúarnir Hilmar Magnússon og Kristinn Her- mannsson, fara með stutt yfirlit um stjórnsýslu ísafjarðarbæjar og störf Funklistans í bæjarstjórn og er yfirskrift þeirrar umræðu „Fé, græðgi og fólskuverk". Þá verður tónlistarflutningur að þingslitum loknum um kl. 19, verður boðið upp á mat á bænum Hrauni og þar verður stiginn dáns fram á rauða nótt. Skólabyggingu lokíð á einum o g hálfum mánuði Grundarfirði - Ný viðbygging við Grunnskólann í Grundarfirði var tekin í notkun um þessi mánaðar- mót. Bygging hófst fyrir rúmum einum og hálfum mánuði og hefur mikið gengið á hjá iðnaðarmönnum undanfarna daga til að geta staðið við tímaáætlunina. Loftorka í Borg- arnesi sá um mestan hluta bygging- arinnar. Viðbyggingin er fyrsti áfangi af þremur í áætlun sveitarfélagsins um betri aðstöðu til skólahalds í Grundarfirði. Byggingin, sem er þrjár skólastofur á einni hæð, mun hýsa yngstu nemendumar, 6 ára bekkinn. Sá árgangur er óvenju stór og þarf að skipta honum í tvær bekkjardeildir, sem er fremur sjald- gæft í þessum skóla. Skólinn er nú allur einsetinn og auk þess var tek- Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon VIÐBYGGING Grunnskólans í Grundarfirði. in upp sú nýbreytni að gefa nem- í hálfa klukkustund, þannig að endum kost á að kaupa mat í hádeg- börnin komast fyrr heim. í næsta inu í stað þess að þurfa að fara áfanga verður byggt yfir eldri heim. Um leið var matarhléið stytt skólabygginguna. Morgunblaðið/Egill Egilsson TORFI Jónsson við eitt verka sinna. Letursýning til styrktar skrúðgarði Flateyri - Minningarsjóður Flat- skemmtidagskrár í sambandi við eyrar efndi nýverið til mikillar fjáröflun Minningarskrúðgarðs- - Þakskífurnar eru sérstaklega fallegar og setja glæsilegan svip jafnt á ný hús sem gömul. _ Þakskífurnar frá BM • Vallá eru viðhaldsfríar. Þær ryðga ekki og þær þarf aldrei að mála. _ Þakskífurnar eru mjög þéttar og auðvelt er að leggja þær. Kynntu þér þetta hagkvæma og spennandi þakefni. Pantaðu ókeypis bækling með ítarlegum upplýsingum m.a. um lögn og frágang. Pantaðu bækling í síma 577 4200 • Grænt númer 800 4200 • Netfang: bmvalla.sala@skima.is GÆÐAKERFI ommrAS O fsfTSÖ9Ö01 Þakskífur úr steini hafa lengi verið húsaprýði í grannlöndum okkar. BM»Vallá framleiðir nú þakskífur sem þróaðar eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og standast ströngustu kröfur um frostþol og endingu. BM-VALIÁ Söluskrifstofa Breiðhöfða 3 112 Reykjavík íns. Leturlistamaðurinn Torfi Jónsson lagði sinn skerf af mörk- um með einstakri sýningu á let- urverkum. Um leið var frumflutt dagskrá sem innihélt ljóðalestur, leikverk, frumsamda tónlist og söngatriði. Víða var komið við, en hvergi eins oft var sótt í smiðju hirðskálds Önundarfjarð- ar, Guðmundar Inga Kristjáns- sonar, sem hefur ort margar fal- legar ljóðaperlur á sinni langri ævi. Jöfn og góð aðsókn var á skemmtidagskrána þá tvo daga. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir fljótt stíflum Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu Tilbúinn stíflu i eyðir Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. i t S ( •! f C ( M c i c ■í 'I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.