Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H- LISTIR Bangsaleikur eftir Uluga Jökulsson frumsýndur í Gerðubergi I hugmyndaheimi barna Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEFÁN Sturla Sig-urjónsson og Jakob Þór Einarsson í hlutverkum sínum í Bangsaleik. SJÓNLEIKHÚSIÐ frum- sýnir Bangsaleik eftir 111- uga Jökulsson í Gerðubergi í dag kl. 11. Ræðir hér um liðlega hálfrar klukku- stundar langa sýningu fyrir börn á aldrinum 2-7 ára sem hægt er að sýna nán- ast hvar sem er, svo sem aðstandendur komast að orði. Bangsaleikur segir frá litla Bangsa sem villist frá fjölskyldu sinni úti í hinum stóra skógi. Verður hann hræddur og einmana. í skóginum hittir Bangsi litli ljón, fíl og krókódíl, sem hann reynir með öllum ráð- um að vingast við og geng- ur jafnvel svo langt að reyna að líkjast þeim en ekkert þeirra vill eiga hann að vini. Þegar litli Bangsi fínnur stóra Bangsa á ný er hann orðinn svo torkennilegur að sá síðamefndi ber ekki kennsl á hann. Þá uppgöt- var litli Bangsi að leiðin til að eignast vini er ekki að reyna að vera annar en maður er, eða eins og seg- ir í lokasöngnum. „Hvort sem þú ert ljón, eða fíll eða kálfur,/ þá skiptir mestu máli — að vera þú sjálfur." Leikstjóri er Sigrún Edda Bjöms- dóttir, tónlist er eftir Guðna Franz- son, búningahönnuður er Helga Rún Pálsdóttir en öll hlutverk í sýning- unni em í höndum Stefáns Sturlu Sigurjónssonar og Jakobs Þórs Ein- arssonar. Vandasamt verk „Við Jakob Þór höfum unnið mik- ið saman á undanfömum ámm, meðal annars í leikhópnum Banda- mönnum, þar sem Guðni Franzson hefur jafnframt komið við sögu,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson, þegar tilurð sýningarinnar ber á góma. „Á ferðalögum okkar með hópnum höfum við rætt mikið um bamaleikhús og eitt af því sem okk- ur langaði að gera var að vinna sýningu út frá hugmyndaheimi barnanna sjálfra." Sýning af þessu tagi er hins veg- ar vandasamt verk, bætir Stefán Sturla við og þeir Jákob Þór hafí því ákveðið að spara hvergi. „Við leituðum strax til Illuga þar sem okkur hefur þótt hann vinna út frá þessari sömu hugmynd í bamabók- um sínum. Tók hann okkur strax vel. Sigrún Edda var alltaf efst á blaði sem leikstjóri enda hefur hún lengi verið að vinna á þessum nót- um, einkum í sjónvarpi, auk þess sem hún hefur mikla reynslu af því að leika í miklu návígi við böm í gegnum störf sín í brúðu- leikhúsi." Að sögn Stefáns Sturlu hefur sýningin verið unnin í hópvinnu — leikaramir hafi nánast æft með nál og tvinna í höndunum við und- irleik saumavélarinnar. „Við höfum alltaf verið staðráðin í að vinna út frá einfaldleikanum — enda er um farandsýningu að ræða — án þess að það komi nið- ur á ævintýraheiminum. Hugmyndin er að sækja bömin heim í þeirra um- hverfí og búa til leikhús á líkum forsendum og þau gera sjálf í sínum fijálsu tímum í gmnnskólum eða leikskólum.“ Stefán Sturla segir að framboð á leiknu efni fyrir böm hafi aukist jafnt og þétt á liðnum misserum. „Hér áður fyrr vom skól- arnir þakklátir fyrir öll leik- rit sem ætluð vom bömum en nú em þeir orðnir vand- látari og gleypa ekki lengur við öllu efni fýrir böm — bara af því það er fyrir böm — þótt þakklætið sé ennþá til staðar. Fyrir vikið leggur fólk sífellt meiri vinnu í bamaleiksýningar sem er vitaskuld af hinu góða.“ íslenskt barnaleikhús hefur löng- um átt undir högg að sækja og þó það sé að sækja í sig veðrið segir Stefán Sturla að bjöminn sé hvergi nærri unninn — við stöndum hinum Norðurlöndunum enn langt að baki. Reykjavík sé til dæmis eina höfuð- borgin á Norðurlöndum, og jafnvel í Evrópu, sem hafi ekki yfir að ráða menningarmiðstöð sem eingöngu sé ætluð bömum. „í nokkurn tíma hefur hins vegar orðið einhver breyting til batnaðar á hveiju ári, þannig að maður verður að vera bjartsýnn; í það minnsta munum við hjá Sjónleikhúsinu ekki leggja árar í bát.“ TUTTUGU og fjórir dansarar leggja sinfóníuhljómsveitinni Iið á tónleikum í kvöld og á laugardag. Sinfónískir dansar Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói í kvöld, kl. 20. og á laugardaginn kl. 14.30. fær Sinfóníuhljómsveitin til liðs við sig dansara úr Listdansskóla ís- lands. Flutt verða verkin Boðið upp I dans eftir Carl Maria von Weber, Pas de deux efttir Tchaikov- sky/Stravinsky, Ungverskur dans nr. 5 eftir Johannes Brahms, Tango Jalousie eftir Jacob Gade, Sverð- dansinn eftir Aram Khachaturian, Elddansinn eftir Manuel DeFalla, Pavane eftir Maurice Ravel, Can, can úr Orfeus í undirheimum eftir Offenbach og Sinfónískir dansar úr Sögu úr vesturbænum eftir Leonard Bemstein. Hljómsveitarstjóri er Nic- holas Uljanov. Kynnir á tónleikunum verður Ingibjörg Björnsdóttir. Dansararnir eru 24 nemendur Listdansskóla Is- lands og koma fram í fjórum atrið- um þ.e. Ungverskum dansi eftir Brahms, Sverðdansinum eftir Khac- haturian, Elddansinum eftir DeD- alla og Can, can eftir Offenbach. Allt eru þetta mjög ólíkir dansar sem koma hver úr sinni áttinni. Ung- verskur dans er fjörugur slavneskur þjóðdans, Sverðdansinn er uppmna- lega rússneskur dans um sverð sem liggja óslíðmð á jörðinni, aðallega dansaður af karlmönnum en er nú mjög stílfærður í dansgerð Hany Hadya. Elddansinn er særingardans dansaður við trúarathafnir en síð- asti dansinn er Can, can, franskur gleðidans sem var mjög algengur á síðustu öld, en þá þótti sumum hann bijóta í bága við almennt velsæmi. Það em kennarar við Listdans- skólann, þau Auður Bjamadóttir, Hany Hadya og David Greenall sem ásamt skólastjóra skólans Ingi- björgu Björnsdóttur hafa samið dansana. Milli dansatriða mun hljómsveitin leika ýmis danslög en tónleikunum lýkur á Sinfónískum dönsum úr Sögu úr vesturbænum eftir Leonard Bemstein. Hljómsveitarstjórinn Nicholas Uljanov er fæddur í St. Pétursborg í Rússlandi þar sem hann hóf tónlist- arnám. Síðar lá leið hans í fram- haldsnám til Austurríkis þar sem hann nú býr. Uljanov hefur mikið unnið í óperuhúsum við uppfærslur á ópemm og ballettum. Kynnir á tónleikunum verður Ingibjörg Bjömsdóttir, skólastjóri Listdans- skólans. Morgunblaðið/Ámi Sæberg EGGERT Pétursson segir að blómaáhuginn hafi fylgt sér frá blautu barnsbeini. Eggert Pétursson opnar sýningu í Ingólfsstræti 8 Blómí brennidepli ANDSPÆNIS íslenskri náttúm hefur margur fallið í stafí. Flóran, í öllum sínum fjölbreytileika, skipar þar veglegan sess og hafa margir reynt að gera henni skil í máli og myndum. Eggert Pétursson er einn þeirra sem valið hafa síðarnefnda miðilinn og á málverkasýningu sem hann opnar í Ingólfsstræti 8 í dag getur að líta árangurinn. Eggert segir að blómaáhuginn hafi fylgt sér frá blautu barns- beini en hann hafi snemma lært að greina blóm og þekkja, meta gildi þeirra og fegurð. Snemma fór Eggert því að mála plöntur og hin síðari ár hefur hann svo til eingöngu málað verk af þeim toga. „Blómin hafa alltaf komið einhvers staðar inn í það sem ég hef verið að fást við en í seinni tíð hefur áherslan á þau verið að ágerast." En þótt blómin séu miðlæg í verkum Eggerts og meðhöndluð af virðingu er hætt við að ekki sé allt sem sýnist. Skyldi list hans vera dulbúin í gervi blómamál- verka? „Auðvitað skiptir málverkið sjálft máli. í fjarlægð líta myndim- ar mínar ef til vill út fyrir að vera afstrakt en þegar nær kemur koma hins vegar margvísleg smáatriði í ljós, svo sem blóm sem eru falin í áferð og litum, sem breytast við mismunandi birtu.“ Á sýningunni í Ingólfsstræti 8 eru grænir litir og dökkir efst á baugi. Þarf það vart að koma á óvart en staðreyndin er hins vegar sú að Eggert hefur ekki alltaf leitt þá liti til öndvegis. Sagt hefur verið að verk Egg- erts séu persónuleg og illflokkan- leg í listsögulegu samhengi en sjálfur hefur hann látið svo um mælt að málverkið sé endanlega horfið en fjarvera þess sé mikils- verð. „Tvívítt verk sem hefur yfir- borð málverks er staðgengill þess.“ Eggert segirtakmarkandi að láta verk sín fylla út í fyrirframgefínn listrænan bás - eðlilegra sé að horfa til margbreytileika og eðli- legra mótsagna, þótt hann sé ef til vill ekki rétti maðurinn til að kveða upp dóm í þeim efnum. Kveðst lista- maðurinn hafa orðið fyrir áhrifum úr ólíkum áttum, þó einkum frá mönnum sem fengist hafi við allt aðra hluti en hann sjálfur. Eggert vinnur hægt - gefur sér góðan tíma til að nostra við hvert málverk. Fyrir vikið kveðst hann mála tiltölulega fáar myndir á ári, þótt hann sé jafnan að frá morgni til kvölds. „Það eru dæmi um að ég hafi verið í heilt ár með sömu myndina - eingöngu." Þegar framtíðina ber á góma kveðst listamaðurinn ekki hafa í hyggju að venda kvæði sínu í kross - blómin verði áfram í brenni- depli. Hann sé til að mynda farinn að leggja drög að næstu sýningu. Þessa dagana þarfnist sýningin í Ingólfsstræti 8 hins vegar óskiptr- ar athygli hans en henni lýkur 3. nóvember næstkomandi. Ólafur Elíasson sýnir í Kaupmannahöfn Islenskt listaverk unnið út frá kúluhúsi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÓLAFUR Elíasson myndlistarmað- ur tekur þátt í norrænni samsýn- ingu á vegum Arken og verður hún opnuð á föstudaginn. Sýningin markar jafnframt opnun mynda- styttugarðs við Vestvolden í Hvidovre í útjaðri Kaupmanna- hafnar og verða verkin hluti af garðinum eftir að sýningunni lýk- ur. Ólafur á eitt stórt verk á sýn- ingunni, nokkurs konar kúluhús, sem hann hefur unnið í samráði við Einar Þorstein arkitekt. Nútímalistasafnið Arken valdi þátttakendur, sem eru auk Ólafs þeir Anders Tomren frá Noregi, Ulf Rollof frá Svíþjóð og Martin Erik Andersen frá Danmörku. Garðurinn er sá fyrsti sinnar teg- undar í nágrenni borgarinnar. Ól- afur er íslenskur en ólst upp í Danmörku og gekk á Kúnstaka- demíuna í Kaupmannahöfn. Und- anfarin þijú ár hefur hann búið í Köln í Þýskalandi. Verk Olafs í garðinum er kúlu- hús sem hann teiknaði en Einar Þorsteinn arkitekt aðstoðaði við endanlega útfærslu hugmyndar- innar. Húsið er grindin ein, 9 metra breið og þriggja metra há, og valdi Ólafur henni sjálfur stað í garðin- um. Fyrr í sumar tók Ólafur þátt í samsýningu í Rotterdam. Þann 19. október verður opnuð einka- sýning á verkum hans hjá Malmö kunstmuseum og síðar í haust sýn- ir hann í Berlín. I \ \ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.