Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 37 AÐSENDAR GREINAR Hver er hagur Islendinga? Sigurður Magnússon NÚ ÞEGAR komið er að því að skrifa und- ir samninga við Col- umbia Ventures, sem á að staðsetja á Grund- artanga, er efst í huga margra aukin mengun í viðbót við þá sem kem- ur frá Járnblendiverk- smiðjunni. Sagt er að allt sé í stakasta lagi, góður hreinsibúnaður og annað slíkt, og hafa tilraunir þeirra sýnt já- kvæðar niðurstöður. Aftur á móti sagði mér bóndi inni í Hval- firði, að eftir að Grund- artangaverksmiðj an tók til starfa hefði dýralíf þar stórsk- aðast og sumt horfið. Hann tók sem dæmi að sandmaðkur, sem lifað hefði svo lengi sem hann mundi í sandfjörunni, þar sem hann lék sér er hann ólst upp, í Hvalfirðinum væri horfinn með öllu eftir að Járn- blendiverksmiðjan tók til starfa. Ég ætla ekki að draga fleira fram um mengun að sinni. Það er af einhveiju sem íbúar og ráðamenn meginlandsins vilja losa sig við þá óhollustu sem álverk- smiðjum fylgir. Til dæmis, kom fjöl- margt eftirtektarvert fram í saman- tekt Halls Þorsteinssonar í Morgun- blaðinu 10. september síðastliðinn um hugsanlegan iðnað hér á landi. Norska fyrirtækið Hydro Alumin- ium, hefur sett sig í samband við Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar til að kanna mögugleika á að byggja ál- ver hér á landi. Einnig er í grein- inni talað um að kínversk sendi- nefnd hafi komið til landsins til að kanna möguleika fyrir kínverskt álver og að sendinefnd frá íslandi hafi farið til Kína og skoðað álver þar. í því sambandi er ekki úr vegi að rifja upp frétt sem var fyrir skömmu í Morgunblaðinu, um að heil borg í Kína hefði horfið af yfir- borði jarðar samkvæmt upplýsing- um frá myndavélum í gervihnetti. Þegar málið var athugað nánar var borgin hulin svo þéttum mengunar- hjúp að hún sást ekki utan úr geimn- um. Ég bendi einnig á ágæta og eftir- tektarverða grein sem var i Morg- unblaðinu 24. sept. sl sem nefnd er: „þröngsýni ráðamanna". Þessi grein er nánast um sama efni og ég var að hugsa um að skrifa er ég las hana. Ég þakka Arnljóti Bjarka Bergssyni fyrir það ómak sem hann tók af mér. En að sjálfsögðu sagði hann ekki allt sem mig langaði að drepa á. Hæstvirtum iðnaðarráðherra ís- Iands, Finni Ingólfssyni, finnst sjálf- sagt að bæta við álveri og segir það hagkvæmt fyrir landsmenn. En af hverju alltaf álver!, við höfum eitt slíkt í Straumsvík þar sem Isal er, og ætti það að duga fyrir okkur til álframleiðslu. Setjum svo að reist verði 3-4 ál- ver víða um land og að Landsvirkjun ráðist í virkjanir til að geta annað {f CODIR SKOR I Á CÖTUNA | / vítur 'AfdjáttarverA eftirspurn varðandi raforku til útlending- anna. Hvað skeður ef álverð fellur í verði á heimsmarkaði? Það verður algjör eymd í landinu hvað varðar tekjur af raforkusölu, samanber frásögn Halldórs Jónatansson- ar, í sjónvarpsviðtali, 25.9. 1996, þar sem hann segir álverð bundið heimsmarkaðs- verði. Ég minni á frétt sem var Sjónvarpinu 23. maí 1996 þar sem rætt var um ýmis mál Landsvirkjunar, þar var m.a. sagt: „Hagur Landsvirkjunar mun batna svo á næstu árum, ekki síst vegna stækkunar álversins í Straumsvík, að fyrirsjáanlegt er að raforkuverð til almennings muni lækka í náinni framtíð." Ekki áhyggjur, en þó hærra verð! í öðrum hluta úr fréttinni, þar sem rætt er við Jóhann Má Maríus- son, aðstoðarforstjóra Landsvirkj- unar, um sölu á raforku um sæ- streng kemur m.a. fram: „Kaupend- ur ótryggðrar raforku frá Lands- virkjun mega búast við straumrofi í auknum mæli eftir að nýr ker- skáli verður tekinn í notkun í Straumsvík. Ella verða þeir að greiða hærra verð fyrir orkuna.“ Einnig kemur fram í fréttinni að kaupendur umframraforku hafi ekki þurft að hafa áhyggjur síðastliðin fimm ár eða svo vegna hinnar miklu umframorku í kerfinu. Ennfremur er bent á að rafmagns- og olíuveit- ur, sem veita rafmagni til rafhitunar og loðnubræðslu svo stærstu not- endumir séu nefndir, geti átt von á straumrofi eða verði að greiða hærra verð fyrir rafmagnið. Hvað greiða álkóngamir hátt verð? Þegar svona frétt er lesin verður Ráðherra ætti að hugsa sig vel um, segir Sigurður Magnússon, áður en hann skrifar endanleff a undir fleiri álsamninga. mörgum- á að hugsa; fyrir hvern vinnur iðnaðarráðherra? Það er orðin brennandi spurning hjá flestum íslendingum hvenær þeirra iðjuver fái raforku á sama verði og útlendingar. Hvenær þeir fái sömu skatta- og tollaívilnanir og ýmsa aðra fyrirgreiðslu sem út- lendingum er boðið upp á til að lokka þá til landsins. Hæstvirtur ráðherra, Finnur Ingólfsson, gætuð þér ekki séð af smátíma til að íhuga hvernig hægt er að lækka raforkukostnað án straumrofs hjá þeim iðjuvemm sem stunda vinnslu úr hráefni sem verður útflutningsvara og skapar vinnu í landinu og aflar þjóðinni gjaldeyris? Hugsið yður hvað auðveldara yrði að reka: heimilin, sjúkrahúsin, skól- ana, fiskiðjuverin, landbúnaðinn, sláturhúsin, mjólkurbúin, loðnu- bræðslur og mjölþurrkara, gróður- húsin, límtrésverksmiðjumar, upp- hitunarkostnað og allt sem hitað er upp með raforku. Gleymið ekki hvað launin okkar entust betur ef innlend vara lækk- aði í samræmi við lækkað raforku- verð. Þetta ættuð þér að hugsa vel um, hæstvirtur ráðherra Finnur Ingólfs- son, áður en þér skrifið endanlega undir fleiri áisamninga, og ef þér viljið taka þátt í að halda íslandi sem íslensku sjálfstæðu landi, með íslenskri þjóð og sjálfbærri þróun. Höfundur er fv. yfirrafmagnseftirlitsmaður. ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200 ESTEE IAIJDFR kynnir True Lipstick Obrigðull litursem helst alltaf eins. Nýjungin frá ESTEE LAU DER: True Lipstick. Allar konur þurfa að eiga einn slíkan varalit, lit, sem aldrei breytist en er samt léttur og silkimjúkur. ESTEE LAUDER kemur til móts við þessar óskir. True Lipstick er ný efnasamsetning, næfurþunn lög af hreinum lit, lit sem klessist hvorki né smitar, lit, sem er svo óbrigðull, að hann hvorki dofnar né breytist, sama hver birtan er. Engin ilmefni. True Lipstick. Notirðu einn færðu þér fleiri. 14 frábærir litir. Kynnum True Lipstick í dag og á morgun. ^ LipZone 3 ml nýja kremið sem gerir við línurnar í kringum varirnar, fylgir hverjum varalit. ^-Lwjtn/eg 66^5-55l?l® Sjöundl hlmlnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.