Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 40
.40 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMEIMNTAVETTVANGUR LEIKARARNIR Stan Fiferman og Beryl Mortimer i hljóðgjörningi Tacitu Dean i Tate safninu. ÁRLANDSLAG með reiðmanni og sveitamönnum eftir Albert Cuyp, Hollandi, (1620-1691). Þjóðlistasafnið. Af söfnum í London Aðsókn að sumum söfn- um í London er gríð- arleg og þannig koma nær 4 milljónir gesta á Þjóðlistasafnið eitt, National Gallery, ár- lega. Bragi Asgeirsson heldur áfram að segja frá söfnum í London. - EFST á óskalista myndlistar- manna frá öllum heimshornum sem staldra við í London er vafalítið Tate safnið sem stofnað var 1897. Það er sambland eldri enskrar list- ar, allt frá 16. öld, og alþjóðlegrar samtímalistar. Þeir sem þar hafa ráðið húsum, hafa gert sér far um að fylgjast vel með hræringum á vettvanginum síðustu ár og áratugi og verið ósparir á innkaup í helstu listhúsum heimsins. Á seinni tímum hefur það stöðugt orðið meira áberandi að núlistasöfn spegli þessi afmörkuðu listhús vestan hafs og austan, jafn- framt listheimspeki eigendanna, sem þýðir auðvitað meiri einhæfni *og vaxandi miðstýringu. Ávinning- ur Tate safnsins er þá helst sér- kenni þess ásamt hinum viðamiklu sýningum sem þar eru haldnar reglulega og mjög vel er staðið að. I svonefndri Clore viðbyggingu á hægri vængnum frá 1987, sem James Stirling hannaði, státar það af óviðjafnlegasta safni myndverka snillingsins J.M.W. Turner sem til er í heiminum, 300 málverk og 20.000 riss. Svo umfangsmikil er listaverka- eign aðalsafnsins, eða 16000 verk, og einungis áttundi hluti þeirra til sýnis í einu, að fram fer árleg upp- stokkun eftir ákveðnu kerfi sem nefnt er „New Display", sem frá 1990 nýtur styrks frá B.P. olíufé- Iaginu. Stöðugur straumur fólks er á safnið allan ársins hring, einkum yfir sumarmánuðina, og hér er eitt- hvað að skoða fyrir allar gerðir áhugafólks um listir, frá hefð- bundnu úrvali útlitsmynda eftir Gainsborough og Reynolds til ösk-/_ urs Bruce Naumans á sjónvarps- kermi, og hins allra nýjasta sem var í þetta sinn fjöltæknigjörningur á skermum og skjám, kenndur við .einhvern Mr. Foley, þar sem hvers konar tilbúin og framkölluð hljóð voru í aðalhlutverkinu. Listafólkið sem fremur gjörninginn er svo kennt við þennan Foley, en höfndur , þessa sérstaka gjörnings er ung ‘ kona að nafni Tacita Dean (f. 1965), en leikarar Beryl Mortimer og Stan Fiferman. (Til 20. nóvem- * ber). Eitthvað virðast menn hafa hér MÁLVERK eftir Leon Koss- off; „Caty No 1“ (1994). Tate safnið. farið út fyrir svið hreinna sjónlista, þótt sjálfur efast ég ekki um að þetta sé fullgild list og nú bíða ýmsir eftir því að málverkasýning- ar verði haldnar á sviðum leikhúsa og tónlistarahalla, eða hið sjónræna verði þar eitt sér í aðalhlutverkinu, en hljóðið hins vegar útlægt gert. Nýstárlegt þætti mörgum að horfa á hljóðlausar óperur, sem rýnirinn hefur frá dvöl sinni í Róm fyrir margt löngu oftsinnis haft dijúga ánægju af, því um vissa sjónlist er að ræða, og viðurkennir einnig fús- lega að hann hafði lúmskt gaman af tiltektum Foley-listamannanna á skjánum. Trúlega mundi að- streymi á óperur og tónleika minnka til nokkurra muna, ef menn fengju til dæmis einungis að horfa á Pavarotti og Carreras, og svo við gætum jafnréttis, Kiri Te Kavanna og Montserrat Caballo belgja sig út, en hljóðið hins vegar með öllu útilokað. Eðlilega er þessu líkt far- ið með myndlistarunnendur, er litir og form eru burtkústuð af vett- vanginum á söfnum og listhúsum, en í stað þess dynur á þeim öskur, óhljóð og argansþras úr skjám, nákvæmlega eins og gerist víða utandyra, með góðum skammti af ÚTLITSMYND af konu í gulu eftir Alesso Baldovinetti, Ítalíu (1426-1499), Þjóðlistasafnið. sjónrænu áreiti, innyflum, sora og afbrigðilegu kynlífi. Öll helstu stílbrögð 20. aldar eru vel kynnt í sölum Tate, í sumum tilvikum á frábæran hátt enda hlut- lægt kynningargildið í fyrirrúmi. Aðalsýning sumarsins var þannig á verkum infædda Lundúnabúans Leon Kossoff (f. 1926), sem er ekki einasta hefðbundinn málari sem sækir efnivið sinn að stórum hluta til borgarinnar heldur smyr olíulitnum svo þykkt á fleka sína að nálgast lágmyndahugtakið. Hrár og villtur málari, er á stundum minnir á Svein Björnsson í fijálsum óheftum vinnubrögðum sem fann fljótt stíl sinn og hefur litlum um- skiptum tekið síðan. Litrófið mjög jarðrænt, yfirbragð málverkanna merkilega þróað og sérstætt á köfl- um svo vekur til umhugsunar. Illu heilli var nýlokið sumarsýningu í aðalsölum Konunglegu akadem- íunnar á Piccadilly, en í hinum vist- legu sýningarsölum á efstu hæð var minningarsýning á verkum málarans Robert Gray sem lést á sl ári. Sá var algjör andstæða Koss- offs, því hinir sléttu dúkar lista- mannsins eru með ólíkindum snyrtilegir og fágaðir. Hins vegar JOHN Armstrong ARA (1893-1973) „Getur vorið ver- ið langt undan?“ (1940). Safn heimsstyijaldanna. sótti hann myndefni sitt til náttúr- unnar og var fastur í sama græna og blíða stílnum allt lífið. Þrátt fyrir andstæðurnar var yfírbragðið jafn enskt hjá báðum, getur minnt á kolanámumann annars vegar og fyrirmann hins vegar. Á sumarsýningunni átti Karólína Lárusdóttir tvö málverk, sem góða athygli vöktu auk þess að báðar seldust þó sala væri fremur slök í heildina. -Þjóðlistasafnið við Trafalgar Square hýsir með ólíkindum mikið og gott alþjóðlegt sýnishorn mál- aralistar frá miðöldum og fram til höfuðsnillinga aldarinnar. Það var stofnað 1824, á tímum er slík tákn þjóðarstolts og hámenningar höfðu áður risið í Vínarborg, París, Amst- erdam, Madríd og Berlín, svo hér var samkeppnin nokkur. Og svo sem oft gerist, var það að stofni til einkasafn áhugamanns, í þessu tilviki hins rússnesk fædda fjár- málamanns John Julius Angerstein. Hann átti 38 málverk og þar á meðal nokkur eftir höfuðsníllinga eins og Tizian, Rembrandt og Ru- bens. Fyrir lá að selja þetta safn úr landi að honum látnum, er dán- arbú hans skyldi gert upp, en þeg- JOHN Singer Sargent RA (1851-1925) „Gasaðir“ (1918) Safn heimsstyijaldanna. ar tveir aðrir merkir safnarar gáfu loforð um höfðinglegar gjafir yrði ekki ekki af því, brá þjóðþingið skjótt við og keypti safnið. Innan mánaðar hafði það verið opnað al- menningi í húsakynnum Anger- steins við Pall Mall 100. Á fyrstu árum þess streymdu fleiri dýrmæt aðföng að safninu og vinsældirnar voru slíkar að fljótlega var farið var að huga að sérstakri byggingu yfir það. Mál þróuðust svo að í apríl 1838, aðeins 15 árum eftir lát Angersteins, var Þjóðlistasafnið risið af grunni við Trafalgar Squ- are, hannað af William Wilkins, og meðal fyrstu gesta var hin ný- krýnda Viktoría drottning. Síðan hefur safnið stækkað og þanist út án þess að framhlið þess hafi breyst tiltakanlega og málverkaeign þess er komin yfir 2000 verk. Fimm hæða hliðarbygging þess, Sains- bury Wing, hönnuð af R. Ventury, reis 1991 eftir miklar vangaveltur og heitar umræður og við þá miklu stækkun var allt safnið skipulagt upp á nýtt og málverkin hengd upp í tímaröð. Á hæðunum eru einnig salir fyrir tímabundnar sýningar, leikhús- og kvikmyndasýningar, tölvutengt upplýsingarými, verzl- un, veitingabúð og snyrtiaðstaða. Tvær til þijár mikils háttar sýn- ingar, aðallega á list annarra þjóða, eru settar upp í safninu árlega, en vinsælustu sýningarnar hafa þó, vel að merkja, verið þær sem nefn- ast „Auga listamannsins“, en þá er merkum samtímalistamönnum boðið að velja verk úr eigu safnsins og hengja eigin verk við hlið þeirra. Nefndir skulu listamenn eins og Anthony Caro, Richard Hamilton, Howard Hodgkin, R.B. Kitaj, David Hockney, Francis Bacon, Patrick Caulfield, Lucien Freud og Bridget Riley. Tala gesta á safnið eykst með ári hveiju og fer að nálgast 4 millj- ónir á ári og er ekki síður fróðlegt að fylgjast með fólkinu en málverk- unum því hér er mannlífsvettvang- urinn fjölskrúðugur og endurnýjast dag hvern sem rýnirinn varð greini- lega var við þau þijú skipti sem hann leit þar inn að þessu sinni. Það skeði eitt skiptið, er hann var djúpt sokkin við að rýna í hin hreinu og meitluðu verk Agnolo Bronzin- os, (1503-1572) einkum „Lík- ingarsögu ástarinnar", að nokkrar japanskar stúlkur bar að, stilltu sé upp við við hlið hans og horfðu hugfangnar á verk snillingsins. Skyndilega verður einni litið á næsta vegg og uppgötvar þá mál- verk eftir Michaelangelo og um- hverfist öll. Benti vinkonum sínum í miklum æsingi handapati og lát- um á myndirnar og þær eins og stormsveipur þangað líkt og lostnar opinberun. Léttist þá á rýninum brúnin því jafnan er uppörvandi að verða vitni að slíkum viðbrögðum, sem segir okkur að unga fólkið hefur enn taugar til málverksins, kannski meiri en nokkru sinni í ljósi aukins upplýsingastreymis og breytts gildismats. Og þótt menn geti nú heimsótt söfn um allan heim á skjánum mun það aldrei jafnast á við að skoða þau augliti til auglitis, hefur einungis mennt- unar- og upplýsingagildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.