Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 43 MINNINGAR ilmi sínum út í andrúmsloftið og gefa jafnvel ríkulegar en nokkru sinni fyrr. Þannig var Helgi í list sinni, stórbrotinn og litríkur. í per- sónulegum kynnum var hann okkur dýrmætur vinur. Hans verður sárt saknað af frændfólki og vinum fyr- ir austan. Við hjónin þökkum fyrir okkar hönd og barna okkar allar samverustundimar sem við áttum saman. Elsku Helga og börn. Megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Guð blessi minningu Helga Skúlasonar. Guðbjörg (Bubba) og Magnús. Harmafregn sem kom okkur öll- um á óvart. Helgi, sem aðeins fyrir nokkrum dögum hafði leitað læknis vegna verkjar í btjósti, fékk þann úrskurð að hann væri með alvarleg- an sjúkdóm og þyrfti þegar í stað að hefja meðferð. Hann lék þó frumsýningu á fyrsta verkefni haustsins í leikhúsinu, bflstjórann í leikritinu í hvítu myrkri og auðvitað af sinni alkunnu snilld, enn ein per- sónan í langt og ógleymanlegt safn litríkra manngerða. Hann lék þó aðeins Qórar sýningar og annar leikari var bytjaður að æfa hlut- verkið þegar kallið kom. Ekkert okkar óraði fyrir að það yrði svona skjótt. Helgi Skúlason var einn fremsti leikari sinnar kynslóðar og reyndar í fararbroddi í íslensku leikhúslífi um árabil - einnig sem leikstjóri. Fjölhæfni hans var við brugðið og þegar litið er um öxl raðast þær upp hver á eftir annarri ógleyman- legar persónur, sem hann hefur skapað á íslensku leiksviði og reyndar ekki bara á sviði, því að Helgi lék fjölmörg hlutverk í ís- lenskum kvikmyndum og var sá íslenskur kvikmyndaleikari, sem þekktastur var erlendis. Kostir hans sem leikara voru margir: hann átti ótrúlega auðvelt með að vera eðlilegur og trúverðug- ur, þannig að hann var einn þeirra leikara, sem áhorfendur áttuðu sig ekki alltaf á að væri „að leika“. Hann hafði sérlega skýra og blæ- brigðaríka framsögn og gat auð- veldlega sveiflað sér á milli þess að vera harðneskjulegt illmenni af verstu gerð eða mildilegt góð- menni, sem geislaði af gæsku og hjartahlýju. Tilfinningasvið hans var breitt og að því er stundum virtist ótæmandi. Síðasta hlutverk Helga varð hlut- verk bílstjórans, sem fyrr var nefnd- ur, einn af þessum alþýðlegu og vingjarnlegu mönnum, sem þó átti sér sína sorgarsögu að vera misskil- inn af þorpsbúum fýrir að falla ekki inn í fjöldann. Sterkur og eftir- minnilegur leikur í einfaldleika sín- um. Þar áður hafði hann í fyrravet- ur skapað lítinn gimstein, föður Don Juans í samnefndu verki, þar sem hann hærugrár og hrumur sagði syni sínum flagaranum til syndanna í sérkennilega og óvenjulega há- stemmdum en jafnframt fíngerðum leik. Frá síðustu árum munum við eftir honum sem hinum kjaftfora en tilfínningaríka útgerðarmanni Þórði í Hafinu eða sem prúðmenn- inu og eilífðarpiparsveininum Pick- ering ofursta í My Fair Lady. Hann var hlýr og ráðagóður Bróðir Lár- ens í Rómeó og Júlíu og heimilisfað- irinn Haraldur í Stakkaskiptum Guðmundar Steinssonar, en það var einmitt eitt af þeim hlutverkum, sem Helgi lék að því er virtist alger- lega fyrirhafnarlaust. Samt var þar allt þaulhugsað: með örfínum blæ- brigðum og smáatriðum í látbragði og framsögn náði hann að auðga og dýpka hversdagslegustu hluti. Að ógleymdum Eugene O’Neill i Seiði skugganna, frábær skapgerð- arleikur í hlutverki hins bitra, lífs- þreytta rithöfundar. Helgi stundaði nám við Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins 1952-54 og lék að námi loknu í Þjóðleikhúsinu um sjö ára skeið. Á þessum stutta tíma lék hann á fimmta tug hlut- verka, þeirra á meðal voru hlutverk HELGI Skúlason og Helga Bachmann í hlutverkum Kára og Höllu í Fjalla-Eyvindi þjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1966. HELGI í hlutverki Þórðar í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur árið 1984. HELGI í hlutverki Róberts Belfords í Marmara eftir Guðmund Kamb- an hjá Þjóðleikhúsinu árið 1988, en Helga Bachmann leikstýrði og samdi leikgerð verksins. eins og Demetríus í Jónsmessunæt- urdraumi, Sigismund í Sumar í Tyrol, Marco í Horft af brúnni, Stef- án í Gauksklukkunni, Leónardó í Blóðbrullaupi og Markús Anton í Júlíusi Sesar. Árið 1960 flutti Helgi sig til Leik- félags Reykjavíkur og varð einn af burðarstólpum þess bæði sem leik- ari og leikstjóri allt til ársins 1976 að hann sneri aftur til starfa í tjóð- leikhúsinu. Ár Helga hjá Leikfélag- inu voru mikill uppgangstími í sögu félagsins. Hann tók þegar í stað sæti í stjórn og var formaður Leik- félagsins frá 1962-65 einmitt á þeim tímamótum, þegar ákveðið var að taka skrefíð yfír í rekstur at- vinnuleikhúss með fastráðningu leikara og ráðningu leikhússtjóra. Hjá Leikfélaginu fór hann að leik- stýra, þá einhver yngsti leikstjóri sem þar hafði starfað. Strax á fyrsta ári sínu í Iðnó stjómaði hann leikriti Jökuls Jakobssonar, Pókók, og nýlegum einþáttungum Ionesco, Kennslustundinni og Stólunum. Hann skipaði sér fljótlega í röð fremstu leikstjóra með sýningum eins og Kviksandi, Húsi Bernörðu Alba, Málsókninni, Dúfnaveislunni, Sumrinu ’37, Koppalogni, Dauða- dansi og leikritinu Sú gamla kemur í heimsókn. Ófá voru hlutverkin, sem hann lék og hóf til listrænnar reisnar. Einna hæst ber Franz í Föngunum í Altóna, en fyrir það hlutverk hlaut hann Silfurlampann, viðurkenningu leikgagnrýnenda 1964. Einnig mætti nefna Jerrí í Sögu úr dýra- garðinum, Astrov lækni í Vanja frænda, Merkútíó í Rómeó og Júlíu, Kára í Fjalla-Eyvindi eða þá Ein- stein í Eðlisfræðingunum, Ejlert Lövborg í Heddu Gabler og Jörund í Þið munið hann Jörund. Á allra síðustu árunum í Iðnó lék Helgi titil- hlutverkið í Volpone, karlinn í Með- göngutíma, eiginmanninn blóðheita í Fló á skinni, Relling lækni í Villi- öndinni, Flynn í Plógi og stjörnum, þjófínn í Selurinn hefur mannsaugu og drykkjusjúka föðurinn í Fjöl- skyldunni; allt ógleymanlegar manngerðir, þar sem Helgi spilaði á alla strengi fjölhæfni sinnar. Árið 1976 lá leiðin aftur upp í Þjóðleikhús og þar starfaði hann alla tíð síðan. Þar leikstýrði hann nokkrum vönduðum sýningum: Nótt ástmeyjanna, Amadeus, Haustið í Prag, Ödipus konungur og Sonur skóarans og dóttir bakar- ans. En einkum starfaði Helgi sem leikari, vann hvern leiksigurinn á fætur öðrum og bætti bæði skringi- legum og skelfílegum körlum í safn sitt: Jóni bónda í Gullna hliðinu, Hamm í Endatafli, Jóni Hreggviðs- syni í íslandsklukkunni, Haraldi í Stundarfriði, Ríkarði þriðja í sam- nefndu verki og Róbert Belford í Marmara, svo aðeins fáein stærstu burðarhlutverkin séu nefnd. Helgi lét til sín taka í félagsmál- um bæði leikara og leikstjóra. Hann var varaformaður Félags íslenskra leikara um skeið og hann beitti sér fyrir stofnun Félags leikstjóra á Islandi og var fyrsti formaður fé- lagsins 1972. Kynni mín af Helga sem sam- starfsmanni hófust í leikritinu Fóta- taki sem var fyrsta leikstjórnar- verkefni mitt í Iðnó. Ég var dauð- hræddur við þennan reynda og fræga leikara og leikstjóra en sá ótti reyndist ástæðulaus, Helgi var sem hugur manns. Síðar áttum við eftir að vinna oft saman og var sú samvinna sérstaklega ánægjuleg. Helgi var samvinnulipur og kurteis en gat verið þrjóskur og þver ef honum var ofboðið. Einu sinni lenti ég í stappi við hann þegar ég vildi að hann skriði undir borð í Leikhús- kjallaranum (í leiksýningu að sjálf- sögðu) og biði þar með ungri og glæsilegri leikkonu í nokkrar mínút- ur meðan annað atriði var leikið. Hann þijóskaðist við en lét undan, beygði sig fyrir dyntum leikstjórans í nafni listarinnar. Hann varð líka stundum pirraður í seinni tíð, þegar umfang leikmynd- anna á sviðinu gekk fram af honum og honum fannst leikarinn týnast í mikilmennskuæði sumra leik- myndahöfundanna, sem sperrtust við að hanna himinháa veggi og risavaxnar umgjarðir. Hann var einn af þeim sönnu leikhúslista- mönnum, sem fyrir löngu hefur lært að það er leikarinn sem allt byggist á. Við kynntumst kannski best á Stundarfriðsferðunum, sem oft er vitnað til, svo náin varð öll sú vinna þeim, er þar komu við sögu og stóð í ein þijú ár á sviði, á erlendri grund og í sjónvarpi. Engum hjónum hef ég kynnst jafnsamrýndum og þeim Helgu og fáa eiginmenn hef ég vitað virða og dá jafnákaft eiginkonu sína, sem hann kom fram við sem drottningu. Það var alltaf einstaklega skemmti- legt og beinlínis auðgandi að vera samvistum við þau hjón. í vor var Þjóðleikhúsinu boðið með sýninguna Don Juan á alþjóð- lega leiklistarhátíð í Litháen og eitt- hvað var Helgi ragur við þá ferð og færðist undan að fara, vitnaði til þess að hann væri í litlu hlut- verki í einu atriði. En þetta litla hlutverk var einmitt ein af perlun- um, sem hann skapaði og að utan kvað við ramakvein þegar fréttist að kannski yrði Helgi ekki með: „En hann er einmitt eini leikarinn sem allir þekkja í Litháen! Úr íslensku kvikmyndunum!" Og þau hjón komu bæði með og gerðu LJtháen-ferðina ríkari og skemmtilegri. Helgi var hógvær og barst aldrei á, hann var dagfarsprúður og sagði ekki margt ótilkvaddur, væru ein- hver ágreiningsefni á ferðinni en þeim mun meira vægi og þungi fylgdi því sem hann hafði til mál- anna að leggja þegar hann kaus að taka til máls. Hann var ekki bara frábær leikari og leikstjóri, hann var einnig drátthagur. Mynd- ræn smekkvísi hans birtist oft glæsilega í vinnu hans sem leik- stjóra. Hann var ágætur píanóleik- ari þótt ekki vildi hann hafa hátt um það frekar en annað eigið ágæti. - — Helgi var seintekinn en ákaflega opinn, hlýr og gamansamur þegar inn fyrir skelina var komið, gerði þá mjög að gamni sínu og var vin- sæll meðal samstarfsfólksins. Ég tel það hafa verið mikla gæfu að fá að vera samtíma honum í ís- lensku leikhúsi. Það er mikil eftirsjá að þessum frábæra listamanni, sem n.ú er horf- inn á braut, langt um aldur fram. Hans biðu kröfuhörð stórhlutverk á vetri komanda. Það er stundum^ sagj, í leikhúsi að allir séu mikilvæg- ir en enginn ómissandi, maður komi í manns stað. En íslenskt leikhús og íslenskir áhorfendur hafa misst mikið við fráfall Helga Skúlasonar. Skarð hans verður ekki fyllt. Helgu eiginkonu hans og hinum mannvænlegu bömum þeirra, Hall- grími, Skúla og Helgu Völu, eru færðar innilegar samúðarkvéðjur frá mér og fjölskyldu minni og frá öllu samstarfsfólki Helga í Þjóðleik- húsinu. Blessuð sé minning þessa merka listamanns. Stefán Baldursson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að vinna með lista- manninum Helga Skúlasyni í nokkrum kvikmyndum og fá að kynnast honum persónulega. Að- dáun minni á Helga hef ég lýst oft áður á prenti, og verður litlu þar við bætt í þessu stutta faxi frá Havanaborg á Kúbu. Vonandi vinnst tími til að minnast hans á verðugri hátt síðar. Ég get þó ekki stillt mig um að geta þess hér, að af þeim leikurum sem ég hef unnið með átti Helgi engan sinn líka: kröfuharkan til sjálfs sín, ósérhlífn- in og lipurðin í samstarfi, ásamt djúpu innsæi - og síðast, en ekki síst, auðmýktin fyrir listinni, hvor^ " sem hann lék lítið hlutverk eða stórt, konung eða betlara - gerðu það að verkum að úr smiðju hans komu ógleymanlegri persónur en flestum leikurum er gefíð að skapa. Hann var listamaður af guðs náð. Minningu þess listamanns Iýt ég nú í lotningu og ég kveð hann með sárum trega. Helgi, þakka þér fyrir þær stór- kostlegu stundir sem þú gafst mér af miklu örlæti, og allt sem þú kenndir mér. Sem fyrirmynd í list- inni verður þú alltaf nálægur. Helga, ég votta þér og bömum ykkar mína dýpstu samúð. Megi minningin um stórkostlegan lista- mann sem aldrei brast kjark verða ykkur stoð í sorginni. Hrafn Gunnlaugsson. SJÁ NÆSTU SlÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.