Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BREIÐFJÖRÐ vélstjóri, Unufelli 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 10. október, kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Guðjón Kristjánsson, Þórður Hreinn Kristjánsson, Anna Sch. Jóhannesdóttir, Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, Ingólfur Benediktsson og barnabörn. t Ástkær faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN EINARSSON skipasmíðameistari, áður á Garðstíg 1, Hafnarfirði, er lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 11. október kl. 13.30. Katrín Sigurjónsdóttir Thorarensen, Vigdís Sigurjónsdóttir, Haukur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku litli drengurinn okkar, ÍVAR ÞÓR JÓNSSON, Lækjarhúsum, Suðursveit, verður jarðsunginn frá Kálfafellstaðar- kirkju laugardaginn 12. október. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Sigurrós Erla Björnsdóttir, Jón Þorsteinsson, Jón Birnir Jónsson, Þóra Birna Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN PÉTUR PETERSEN, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala þriðjudaginn 8. október. Guðriður Petersen, Eli'n Jóhannsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Bryndis Petersen, Leifur Jónsson, Jóhann Petersen, Björg Haraldsdóttir, Pétur Jakob Petersen, Auður Héðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskaður sonur okkar og bróðir, SINDRI KONRÁÐSSON, lést af slysförum þriðjudaginn 1. október. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Lilja Helgadóttir, Konráð Jóhannsson, Svanhildur Konráðsdóttir, Hrafnkell Konráðsson, Jóhann Helgi Konráðsson, Aðalheiður Konráðsdóttir og aðrir ástvinir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 12. október kl. 10.30. Helga Marteinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Þorsteinn Árnason, Dóróthea Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. STURLA JÓNSSON + Sturla Jónsson fæddist á Suð- ureyri við Súganda- fjörð 24. ágúst 1902. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 2. október síð- astliðinn. Foreldrar Sturla voru Jón Einarsson, formað- ur og íshússfjóri á Suðureyri, f. 9.6. 1873, d. 22.1. 1939, sonur Einars Jóns- sonar bónda að Meiri-Bakka í Skálavík og Krist- ínar Þorkelsdóttur; og Kristín Krisfjánsdóttir, f. 4.6. 1874, d. 25.1. 1931, dóttir Kristjáns Al- bertssonar, útvegsbónda, Suð- ureyri, og Kristínar Guðmunds- dóttur. Systkini Sturlu eru: 1) Þóra Jónsdóttir Hjartar, f. 12.2. 1896, maki Friðrik Hjartar. 2) Þorlákur Jónsson, f. 23.12. 1907, maki Krisfjana Örnólfs- dóttir. 3) Kristjana Jónsdóttir, f. 7.11. 1909, maki Friðbert Pétursson. 4) Jóhannes Jóns- son, f. 20.1. 1916j maki Svava Valdimarsdóttir. A lífi eru Þor- lákur, Kristjana og Jóhannes. Hinn 9.10. 1926 kvæntist Sturla Kristeyju Hallbjöms- dóttur, f. 22.2. 1905, d. 30.7. 1983. Foreldrar hennar vom Hallbjörn Eðvarð Oddsson, bóndi og kennari. Bjó að Bakka í Tálknafirði, Súg- andafirði og Akra- nesi, og Sigrún Sig- urðardóttir frá Hof- stöðum í Gufudals- sveit. Börn þeirra em: 1) Eva, f. 7.9. 1927, maki Guðni Þ. Jónsson. Þau eiga eina dóttur. 2) Sig- rún, f. 18.4. 1929, maki Þórhallur Hall- dórsson. Þau eiga fjórar dætur. 3) Kristín, f. 14.6. 1930, maki Guðbjörn Björnsson. Þau eiga fjögur börn. 4) Jón, f. 21.10.1932, maki Sigurbjörg Björnsdðttir. Þau eiga þijú börn. 5) Eðvarð, f. 23.3. 1937, maki Ambjörg Bjarnadóttir. Hann á sex böm. Afkomendur Kristeyjar og Sturlu em 53, allir á lífi. Sturla stundaði nám í Núps- skóla 1920-1922, var á sjómanna- námskeiði á ísafirði 1924, tók þar skipsfjórapróf fyrir 30 tonna báta. Hann var háseti, stýrimaður og skipsfjóri í mörg ár og útgerð- armaður um 25 ára skeið, verk- stjóri við fiskkaup og fiskverkun. Síðan reisti hann saltfiskverkun og herti einnig fisk fyrir innan- landsmarkað. Setti á stofn lítið frystihús og frysti þann fisk sem áður var saltaður. Var nokkur ár með vinnslu og frystingu á rækju. Hann hætti sjálfstæðum Sturla Jónsson stendur hér styrkur, í orðum hagur, ávallt fyrir augum mér ötull gæfumaður. Svona var eitt sinn um þig ort, elsku afi minn. Með örfáum orðum langar mig að kveðja þig og þakka góðar stundir. Þú varst sannarlega „í orðum hagur“, og ég var ekki há í loftinu er þú kenndir mér fyrstu kvæðin. Gríska stafrófið lærði ég af þér sem skemmtilega vísu áður en ég varð níu ára gömul. Það er þér að þakka að ég kann að meta ljóð. Þó minnið hafi tapast, geymdir þú kveðskapinn í hólfí hugans. Undanfarin ár áttum við góðar stundir við að syngja saman, fara með ættjarðarljóð og kvæði. Já, ættjarðarljóð um Súgandafjörð, þann stað er var þér kærastur á jörðu. Þangað ert þú nú kominn, afí minn, og ég veit að þér líður vel. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt. Berðu Eyju ömmu kveðju mína. Barnabarnið þitt, Steinunn. Elsku langafí minn. Nú ert þú búinn að fá þína hinstu hvíld. Krist- ey amma hefur örugglega komið og sótt þig og nú eruð þið saman á ný á einhverjum fallegum stað. Eg veit að núna líður þér vel. Það sem mér er minnisstæðast um þig, elsku afí, er svo margt, mest þó að þú varst alltaf í jakkafötum og fórst aldrei út án þess að hafa þinn hatt. Um heimsóknir okkar systra til ykkar ömmu á Suðureyri, hvað þú varst þolinmóður að kenna okk- ur gríska stafrófið, alfa og beta, gamma, delta o.s.frv. Við gleymd- um því iðulega á milli ferða vestur en þú varst alltaf tilbúinn að kenna okkur það upp á nýtt, þegar við komum aftur. Svo var auðvitað gott að vita af bijóstsykurpokanum sem þú ávallt hafðir í vasa þínum. Þú varst alltaf að fara með vísur um allt og alla, sem var svo gaman að heyra þig fara með, það fór og fer enginn með vísur eins og þú. Svo þegar þú varst kominn suður og áttir ekki auðvelt með að þekkja fólk, komstu bara með vísu um nafnið, eins og á pabba mínum: Elvar blossi og auðnu hnoss . . . eða eitthvað sem var upp úr gömlum sögubókum: Sigrún á Sunnuhvoli, Hallgerður langbrók eða eitthvað í þeim dúr. Það er alltaf erfítt að kveðja ein- hvern sem manni þykir vænt um. Ég er svo ánægð með að við náðum að taka mynd með fímm ættliðum, rétt eftir að sonur minn fæddist. Blessuð sé minning þín, elsku afí minn, ég og systur mínar Þóra og Hrafnhildur munum ávallt geyma minninguna um merkismanninn hann Sturlu langafa, í hjörtum okk- ar. Þegar maður hefur tæmt sig öllu, mun frið- urinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. Að ná þessu er að öðlast eilífðina. Sá sem finnur til eilífðarinnar nefnist vitur. Sá sem skynjar ekki eilífðina, veitir ástríðum ráðrúm og verður fyrir ógæfu. Að finna til eilífðar- innar víkkar sálina og lyftir henni. Víðsýnni andi hefur samúð með öllu. í samúðinni finnst konungdómurinn, í konungdóminum himinninn, og í himninum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvaldinu, líður ekki undir lok; þó að líkaminn leysist sundur, er engin hætta á ferðum. Leiðir Alvaldsins liggja heim. Hógværð einkennir starfsemi Alvaldsins. Allir hlutir eiga rót sína í tilverunni, en hið tilvistarlausa er upphaf tilverunnar. (Lao-Tse.) Þín dótturdótturdóttir Sigrún Ama Elvarsdóttir. Er mér bárust þau tíðindi að Sturla Jónsson væri allur sótti margt á hugann. Hér kveður maður sem sigrar fylgdu langa ævi. Þá hann tapaði orrustu vann hann stríðið. Hann var oddviti Súgfírðinga í 24 ár, hreppstjóri í 30 ár og formað- ur Fjórðungssambands Vestfirð- inga í 15 ár. Þetta er þó aðeins hluti af þeim félagsstörfum sem hann sinnti. Níu ára gamall byijaði Sturla sjómennsku á handfæraveiðum á vélbátnum Svani. Jón Einarsson, faðir hans, var formaður á bátnum. Þetta var að sumarlagi. Útilegan var oftast 4 til 6 dagar. Saltað var um borð. Frá fermingaraldri til 32 ára ald- urs stundaði hann sjóinn. Þar af var hann formaður í 9 ár. Eftir það atvinnurekstri árið 1958 en var áfram um nokkurn tíma hlut- hafi í frystihúsarekstri og út- gerð á Suðureyri. Sturla var formaður íþróttafélagsins Stefnis í 17 ár samfellt og er heiðursfélagi þess. Hann var fyrsti æðstitemplar barnastúk- unnar Vísis og var einnig í stúk- unni Dagrúnu og i Góðtempl- arareglunni alla tíð. Var heið- ursfélagi í umdæmisstúkunni á Isafirði. Ennfremur var hann virkur í Leikfélagi, Fiskifélags- deild o.fl., í hreppsnefnd frá 1934 og þá oddviti samfellt til 1958, eða 24 ár. Hreppssljóri frá 1948-1978, í 30 ár, sýslu- nefndarmaður 1946-1978, 32 ár, safnaðarfulltrúi frá 1946- 1972, 26 ár, í sóknarnefnd 1958-1976, í 18 ár, umboðs- maður skattstjóra í 16 ár, for- seti Fjórðungssambands Vest- fjarða frá 1955-1970 og heið- ursforseti þess síðan. í Yf- irskattanefnd um skeið og í skólanefnd Núpsskóla, stjórn- arformaður Kaupfélags Súg- firðinga frá 1948-1973, í 25 ár. Sat í Hrafnseyrarnefnd í fjölda ára. Var félagi í Oddfellow- stúkunni Gesti á ísafirði frá 1949 eða í 47 ár og orgelleikari í Suðureyrarkirkju til margra ára. Var gerður að heiðurs- borgara Suðureyrarhrepps, sá fyrsti og eini, árið 1976. Minningarathöfn um Sturlu verður í Bústaðakirkju í dag, 10. október, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Útför hans fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 12. október og hefst athöfnin klukkan 14. rak hann eigin útgerð í áratugi. Hann rak einnig fískverkun í landi með öðrum en síðar sína eigin. Einn af samferðamönnum orti um Sturlu þessa vísu: Sturla Jónsson stendur hér styrkur í orðum hagur. Ávallt fyrir augum mér ötull gæða maður. Þessi fábrotna staka segir það sem segja þarf. Þetta var maður sem Súgfírðingar völdu til forustu. Þetta var maður sem Vestfírðingar völdu til forustu. í sinni oddvitatíð tókst Sturlu að breyta verstöð Suðureyrarmalar í Iítið sjávarþorp. Bijóturinn sem bæði var brimvarnargarður og við- lega fyrir flutningaskip var fram- kvæmdin sem skipti sköpum. Sjáv- arþorpið var vissulega risið áður á þeirri forsendu einni að stutt var á fengsæl fiskimið en á dönsku sjó- kortunum var Súgandafjörður merktur sem staður sem bæri að sigla framhjá. Það storkaði geði Sturlu. Þegar hægt var að skipta út vörum með eðlilegum hætti og draga úr mætti haföldunnar á för hennar inn fjörðinn tók við nýtt tímabil. Þetta var engum ljósara en Sturlu enda orti hann: Hafnarstaðir, húsið mitt hátt við brjótinn stendur. Þar sem aldan syngur sitt sorgarlag við strendur. Sem formaður Fjórðungssam- bands Vestfírðinga gaf hann út Hagfræði Vestfjarða. Þar var m.a. gerð grein fyrir þeim afla sem barst á land í hverri verstöð og útflutn- ingsverðmætum. Þar mátti og sjá hveijar voru gjaldeyristekjur Is- lendinga, hvert framlag Vestfírð- inga var í gjaldeyrisöfluninni. Þessu hélt hann gjarnan að ráða- mönnum. Það þýddi ekkert hjá þeim að halda því að Sturlu að annað skipti meira máli í efnahagslegri sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Hug- tök eins og þjóðartekjur sá hann í gegnum. Þing Fjórðungssambands- ins voru notuð til stefnumörkunar og til að fylkja liði. Þar komu oft fram ólík sjónarmið. Séra Stefán Eggertsson á Þing- eyri hafði talað langt mál af sann- færingarkrafti til stuðnings flug- samgöngum. Sturlu þótti þetta of einhliða og varði nauðsyn flutnings á sjó. „Ég var varla sestur", sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.