Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 47 H 4 ------------------------------------- 4 hann, „þegar Hjörtur Hjálmarsson, | þá skólastjóri á Flateyri, lagði þessa vísu á borðið hjá mér: Sturlu sýnist í særokið gráa að sigla sé ævinnar grín. En Stefán sig heidur við heiðloftið bláa hærra minn guð til þín.“ Þing Fjórðungssambandsins nutu ekki virðingar allra fremur en | önnur þing. Eitt sinn sem oftar er j þingið var haldið í Bjarkarlundi, f sem j afnframt var greiðasölustaður, 4 gerðist eftirfarandi: Stór maður vexti, nokkuð við skál, spurði hverjir hinir prúðbúnu menn væru er sátu þar í hliðarsal. Honum var tjáð að það væru full- trúar á Fjórðungsþingi. „Ég þarf að tala við þá andskota," sagði hann og stefndi þar að. Sturlu var gert viðvart og fylgdust menn /J grannt með til hvaða ráða yrði nú gripið. Sturla gekk á móti mannin- 2 um, hvessti á hann augun og hellti % yfir hann af brennandi mælsku Haukadalsfrönsku, sem var versl- unarþula á frönsku, kennd við Haukadal í Dýrafirði. Hinum stóra manni varð svo um þetta að hann tók ofan derhúfuna, hneigði sig og fór út. Þessa sögu sagði mér Jón A. Jóhannsson sem þá var skatt- stjóri á ísafirði. Hann, sem fleiri | fundarmenn, höfðu mjög gaman i af þessu atviki. Sturla gerði miklar kröfur til f sjálfs sín. Hann neytti hvorki áfeng- is né tóbaks. Tóbaks sagðist hann þó hafa neytt einu sinni en skildi ekkert í þeirri vitleysu. Fermingar- börn frá Suðureyri þurftu að fara út í Staðardal að Stað til spurninga hjá prestinum. Kalt var í veðri og leituðu bömin skjóls fyrir vindinum smástund við brúna á Langá. Einn ( úr hópnum var með sígarettur sem ; hann bauð hinum að prófa. „Hann , kvað þær sérstaklega góðar til að * halda á sér hita. Þetta var vit- leysa,“ sagði Sturla, „en ég freist- aðist til að prófa eina“. Ég hef reynt hér í fáum orðum að draga upp mynd af manni sem ég kynntist þegar hann var að leggja frá sér hin veraldlegu vopn. Hann taldi nauðsyn að kunna á kompásinn. Að setja strik og halda I stefnu var það sem Sturla Jónsson ( taldi að skipti höfuðmáli, bæði til i sjós og lands. Honum var ekki um málamiðlanir. Hann var trúmaður og lengi var hann formaður sóknarnefndar. Á yngri árum hafði Sturla verið íþróttamaður og stundaði bæði fim- leika og glímu. Sturla var gæfumaður í lífinu. Kona hans, Kristey Hallbjarnar- dóttir sem er látin, var hans ham- niiiimii - 4 IjI IMII VkKIU H n J € W m H sd H n 4 H P E R L A N ss sa Simi 562 0200 W IIIIIIIIIII hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LOFTLEIIIIR MINNIIMGAR ingjusól. Hún er minnisstæð öllum sem kynntust henni. Þau bjuggu við barnalán en það mótlæti að Kristey varð að vera í hjólastól lang- an hluta sinnar ævi eða frá því að hún var hálffertug að aldri. Hún var eftir sem áður hin virka hús- móðir. Hennar ríki virti Sturla. Sturla var heiðursborgari Suður- eyrarhrepps. Það var gæfa lítils fjarðar að eiga hann og njóta verka hans í þágu samfélagsins. Það er von mín að Súgandafjörður eignist fleiri forustumenn sömu gerðar. Mér finnst þeim mönnum fækka sem gera miklar kröfur til sjálfra sín. Ég veit að slíkir menn gera löngum einnig miklar kröfur til annarra, en þeir eru helst til marg- ir sem aldrei gera kröfur til sjálfra sín en aðeins til annarra. Sturlu var sú líkn léð að mega lifa hin seinni ár meir í eigin hugar- heimi minninganna sem hann unni, en í þeirri veröld nútímans sem eyðileggur skip og hefur gleymt því hvaðan gjaldeyririnn kom sem breytti bústöðum fátækra manna úr hreysum í hýbýli. Hann heldur nú á vit feðra sinna. Deyr fé, deyja frændur. Afkomend- um votta ég samúð mína. Ólafur Þ. Þórðarson. • Fleiri minningargreinar um Sturlu Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HERDÍS SIGURLÍN GÍSLADÓTTIR frá Hellnafelli, Grundarfirði, sem lést 1. október sl., verður jarðsung- in frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Ingibjörg H. Árnadóttir, Guðbjörg Árnadóttir, SveinbjörnÁrnason, Guðný M. Árnadóttir, Þorgrímur Jónsson, Kristín S. Árnadóttir, Ester Árnadóttir, Guðmundur Júliusson, Arndís Árnadóttir, Arnþór Sigurðsson, Sigurberg Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir, ívar Árnason, Jóhanna Gústafsdóttir, ömmu-, langömmu og langalangömmubörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI EINARSSON frá Túni á Eyrarbakka, Grettisgötu 52, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 11. október kl. 14.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Guðmundur Bjarnason, Sigurrós Ólafsdóttir, Ingibergur Bjarnason, Elsa Þ. Dýrfjörð, Laugheiður Bjarnadóttir, Ketill Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og mágs, SIGURÞÓRS KRISTJÁNSSONAR matreiðslumanns, Klapparholti 6, Hafnarfirði. Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, Gunnar Rúnar, Brynjar og Hlín Sigurþórsbörn, Sigrún Sigurðardóttir, Kristján Þórðarson, Rósa Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Fjóla Kristjánsdóttir, Jón Trausti Harðarson, Kristján Kristjánsson, Borghildur Kjartansdóttir, Reynir Kristjánsson, Soffía Helgadóttír, Gunnar Kristjánsson, Ingigerður Sigurgeirsdóttir og aðrir vandamenn. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 Bg S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR H. GUÐJÓNSSON bifreiðastjóri, Suðurhvammi 20, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju föstudaginn 11. október kl. 14.00. Sigríður Á. Árnadóttir, Aldfs Guðný Sigurðardóttir, Christophe Alexandre Duret, Hildur Brynja Sigurðardóttir, Erlendur Guðmundsson, Málfríður Dögg Sigurðardóttir, Aldís F. Magnúsdóttir, Guðni F. Guðjónsson, Alda G. Friðriksdóttir. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stóra Nýjabæ í Krýsuvík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 11. október kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á dvalarheimilið að Blesastöðum, Skeiðum. Lúlla Kristfn Nikulásdóttir, Jósef Borgarsson, Elín Sigriður Jósefsdóttir, Snæbjörn Guðbjörnsson, Ketill Guðjón Jósefsson, Særún Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þuríður Jósefsdóttir, Alan Matcke, Baldur Jósef Jósefsson, Ásta Huld Jónsdóttir og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON, Háholti 33, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 11. október kl. 14.00. Sigriður Jónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Ágústa Einarsdóttir, Hugrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Guðmundur Smári Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, GUÐRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fyrir góða aðhlynningu. Kjartan Haildórsson. Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í orðum, verkum, með blómum og minningar- kveðjum við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RÚTS ÓSKARSSONAR, Svalbarði 12, Hafnarfirði. Sigriður Karlsdóttir, Karl Rútsson, Anna Þorsteinsdóttir, Oskar L Rútsson, Helena K. Leifsdóttir, Sumarliði J. Rútsson, Kristjana G. Guðbergsdóttir, Ingi B. Rútsson, Gréta Rögnvaldsdóttir, Rútur Sigurður Rútsson og barnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar HELGA SKÚLASONAR. Leiklistarskóli Islands. Lokað Skrifstofa Bifreiðastjórafélagsins FRAMA verður lokuð frá kl. 12 föstudaginn 11. október nk. vegna jarðarfarar SIGURÐAR H. GUÐJÓNSSONAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.