Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING HELGI INGVARSSON nokkurri heilsu svo hann gat tekið við stöðu aðstoðarlæknis á Vífíls- stöðum haustið 1922. Eftir það starfaði hann þar, varð yfírlæknir í ársbyijun 1939 og gegndi því starfí til ársloka 1967, í full 29 ár. Árið + Helgi Ingvars- son fæddist í Gaulverjabæ í Flóa 10. Hann lést 14. maí 1980. Foreldrar Helga voru Ingvar Nikulásson prestur í Gaulverjabæ og kona hans Júlía Guðmundsdóttir. Helgi kvæntist 10. desember 1921 Guðrúnu Lárus- dóttur, f. 17. mars 1895. Þau eignuðust sex börn en misstu tvö, Júlíus, þriggja mánaða gamlan og Júlíu, 9 ára. Eftir lifa Guðrún Pálína, Ingvar, Lárus og Sigurður. Afkomend- ur Helga eru nú nálægt sjötíu talsins. í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum. Hann var maður slíkr- ar gerðar að hveijum þeim sem kynntust honum er annt um að minning hans lifi með þjóðinni. Af þeim sökum eru þessar línur festar á blað. Helgi Ingvarsson fæddist í Gaul- veijabæ í Flóa 10. október 1896. Foreldrar hans voru Ingvar Nikulás- son prestur í Gaulveijabæ og kona hans Júlía Guðmundsdóttir. Séra Ingvar ólst upp við kröpp kjör. Faðir hans, Nikulás Sigvalda- son, hafði misst heilsuna á besta aldri og fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur árið 1872 þegar Ing- var var 5 ára gamall. Snemma bar á góðum gáfum og mannkostum sveinsins og var hann fyrir atbeina Helga E. Helgesen skólastjóra settur til mennta þrátt fyrir fátækt heimilis- ins. Helgi Ingvarsson bar nafn þessa velgjörðarmanns föður síns. Kona séra Ingvars, Júlía, átti mun auðveldara í uppvextinum. Faðir hennar, Guðmundur Brynjólfsson bóndi á Keldum á Rangárvöllum, var auðugur maður og var talið að hann hefði gefið börnum sínum jarð- ir í tannfé. Júlía, yngsta dóttirin, fékk að erfðum Kálfsstaði í Vestur- Landeyjum og part úr Vestra- Kirkjubæ á Rangárvöllum og Götu í Holtahreppi. Júlía stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Það þótti mikil menntun fyrir konur þess tíma. Séra Ingvar Nikulásson var fyrst prestur í Gaulveijabæ í Flóa og þar fæddust böm hans þijú, Ingunn, Helgi og Soffía, sem enn er á lífi 93 ára gömul. Árið 1903 varð séra Ingvar að hætta prestskap vegna heilsubrests og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Fjórum árum síðar hafði heilsa hans batnað og voru honum veittir Skeggjastaðir við Bakkafjörð og þar ólst Helgi upp eftir það. Presthjónin unnu fljótt traust og virðingu sóknarbama sinna og heimilið varð annálað fyrir glaðværð og rausn. Einkasonurinn Helgi var settur til mennta í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og síðar í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1916. Emb- ættisprófi í læknis- fræði við Háskóla ís- lands lauk hann í febr- úar 1922. Helgi var prýðilegur námsmaður og lauk þessum prófum með góðri 1. einkunn. Helgi kvæntist 10. desember 1921 Guð- rúnu Lámsdóttur. Hún var fædd 17. mars 1895, dóttir hjónanna Guðrúnar Þórðardóttur og Lámsar Pálssonar hómópata, ein 8 systk- ina sem mörg urðu þjóðfræg fyrir gáfur og atgervi. Um foreldra Guðrúnar nægir að vísa til ágætrar ævisögu Lámsar hómópata eftir dótturdóttur hans, dr. Guðrúnu P. Helgadóttur. Að heimilislífi þeirra Helga og Guðrúnar og afkomendum verður síðar vikið. Að loknu læknaprófi sigldi Helgi til Kaupmannahafnar til að ljúka skyldunámi á fæðingarstofnun, en hugði síðan á framhaldsnám í lyf- læknisfræði og hafði fengið styrk úr Sáttmálasjóði til þess. Námið á fæðingardeildinni var mjög strangt og að því loknu fékk hann allmikinn blóðuppgang. Kom þá í ljós að hann var með opna lungnaberkla og var því framhaldsnámi sjálfhætt. Fór hann þá aftur heim til íslands og endurgreiddi strax styrkinn þótt skuldugur væri fyrir. Séra Sigurður Lámsson í Stykkishólmi, mágur Helga, og kona hans, Ingigerður Ágústsdóttir, buðu fjölskyldunni til sumardvalar og þar náði Helgi aftur 1926 fékk hann aftur Sáttmála- sjóðsstyrk til dvalar á erlendum heilsuhælum fyrir berklasjúklinga og dvaldist ytra um hálfs árs skeið. Síðar fór hann langar námsferðir til útlanda árin 1931, 1935 og 1937 til að kynna sér berklalækningar. Starfa Helga á Vífilsstöðum verður lengi minnst. Hann var brautryðj- andi í lyfjameðferð berkla hér á landi. Þegar berklályfin elstu komu á markað á ámnum 1947-1952 var eftirspurnin margföld á við fram- boð, en Helga tókst ótrúlega fljótt að fá þau til landsins og taka í notk- un. Árangurinn lét ekki á sér standa og um 1960 var berklaveikin hætt að vera stórkostlegt vandamál hér á landi þótt enn þann dag í dag sé á engan hátt hægt að afskrifa hana sem hugsanlegan vanda. Eftir það sneri Helgi sér að öðmm vágesti, áfengisbölinu, sem hann taldi nú orðinn verri vanda en jafnvel berkla- veikin hefði verið. Ritaði hann fjölda greina um þetta efni og hvatti til aðgerða. Eftir starfslok á Vífilsstöð- um fluttust þau hjónin til Reykjavík- ur og bjuggu þar til dauðadags. Hann naut lengst af góðrar heilsu en lést nokkuð skyndilega 14. apríl 1980. Guðrún kona hans lést tæpu ári síðar, 4. mars 1981 og hafði þá verið þrotin að heilsu um nokkurt skeið. Maðurinn Helgi Ingvarsson verð- ur öllum ógleymanlegur sem honum kynntust. Hann var hávaxinn, grannur og stæltur, laglegur og óvenju göfugmannlegur og mátti vel heimfæra þessi vísuorð Gríms Thomsen, t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, FRIÐRIKKU GUÐBJARGAR EYJÓLFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð sjúkradeildar Hrafnistu, Hafnarfirði. Karlotta Einarsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Ásta Lárusdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Nikulfna Einarsdóttir, Sigfús Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við fráfall föður okkar, sonar míns, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS BALDVINSSONAR, Aðalgötu 48, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til læknis og starfs- fólks á Hornbrekku. Áslaug Ingólfsdóttir, Sóphus Jóhannsson, Sigrún Ingólfsdóttir, Kári Ólfjörð, Sigurður Pétur Ingólfsson, Margrét Ólafsdóttir, Frfmann Ingólfsson, Sigrfður Aðalbjörnsdóttir, Óli Hjálmar Ingólfsson, Snjólaug Kristinsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Ólafur Rúnar Gunnarsson, Guörún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skírt var yfirlitið bjarta, hið ytra þar hins innra naut um hann. Ég kynntist Helga fyrst sem stúdent vorið 1961 og síðan enn betur 1972 eftir að ég hóf störf sem læknir á Vífilsstöðum. Helgi var ágætur kennari, kenndi okkur mjög vel að hlusta lungu og mér er minnisstætt hversu frumstæða hlustpípu hann notaði. Þetta var eldgömul bjalla með tveimur gúmmíslöngum sem hann tróð beint í eyrun, notaði ekki eymastykki eins og eru á öllum hlustpípum í dag. Með þessu virtist hann heyra alla hluti og lýsti þeim fyrir okkur á lif- andi og skemmtilegan hátt. Aldrei hef ég fengið betri sönnun á því að það er það sem er á milli eyma- stykkjanna en ekki áhaldið sem skiptir mestu máli við hlustun. En mest og best kenndi hann með for- dæmi sínu. Aðra eins framkomu við sjúklinga, það sem enskumælandi þjóðir nefna „bedside manners" hef ég aldrei séð og hef þó mörgum læknum kynnst bæði austan hafs og vestan. Hann virtist alltaf í góðu skapi, stilltur en þó skein bros úr augnkrókunum. Hann var léttur í tali, laus við væmni og sjúklingam- ir skynjuðu það fremur en heyrðu að hann var þeirra maður, tilbúinn að styðja þá og styrkja í gegnum þykkt og þunnt. Helgi Ingvarsson var lifandi sönnun þess að aðeins góður maður getur verið góður læknir. Eftir að hann hætti störfum kom hann oft í heimsókn á Vífilsstaði. Hann heilsaði þá ætíð upp á okkur læknana en gætti þess að stansa stutt og tefja okkur ekki þótt við reyndum að halda í hann. Síðan heilsaði hann upp á gamla sjúklinga sína og gaf sér þá góðan tíma og oft undruðumst við hvað þessar heimsóknir gátu haft góð áhrif. Stundum hitti maður hann á fömum vegi, svo léttan í spori að fremur mátti segja að hann skokkaði en gengi, aldrei í frakka en hafði tref- il um hálsinn ef kalt var. Heimilis- lífi þeirra Guðrúnar og Helga var við brugðið. Hann reyndi eftir megni að skilja vandamálin eftir úti á spít- ala, en það var ekki alltaf hægt. Þau vom ólík, hún léttari og kátari eins og mörg ættmenni hennar, hann stilltari og hægari, en hjóna- bandið frábærlega gott. Þau vom kynsæl með afbrigðum, eignuðust 6 böm, en urðu fyrir þeirri sorg að missa 2 þeirra, Júlíus, 3 mánaða gamlan, sem dó þegar faðir hans var í námsferð erlendis og Júlíu, sem lést 9 ára gömul. Eftir lifa Guðrún Pálína, Ingvar, Láms og Sigurður og hafa öll skarað fram úr hvert á sínu sviði og eru þjóðkunn. Hefur Guðrún m.a. ritað ævisögu föður síns sem að mínu mati ber af flest- um öðmm slíkum bókum vegna vís- indalegrar nákvæmni í vinnubrögð- um. Afkomendur Helga em nú ná- lægt 70 og í þeim hópi era 6 lækn- ar sem allir hafa getið sér gott orð og em sumir þeirra í fremstu röð íslenskra vísindamanna í dag. Þótt nú séu liðin meira en 16 ár frá andláti Helga Ingvarssonar lifa áhrif slíkra manna vonandi lengi með þjóðinni þó að „umgerðin“ sé hvorki pappír né prentsverta, heldur „góðra drengja hjörtu". Nú heyrist oft sagt að íslenskir læknar hirði mest um að hljóta umbun fyrir verk sín. Þá er gott að geta minnst manna eins og Helga, sem aldrei hirti um hvort hann fengi greitt fyrir erfiði sitt, heldur það eitt að vel væri að verki staðið. Blessuð sé minning þessa öðlings. TryKgvi Ásmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturmóður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Guðný Jónsdóttir, Þorfinnur Harðarson, Eyrún B. Þorfinnsdóttir, Arnar Bragason, Hermann H. Þorfinnsson, Halldór Þór Hermannsson. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Navision Financials Það máttu Microsoft* MndowÍ95 Navision* Financials er kerfi sem fljótlegt er að læra á og auðvelt að vinna með. Ef þú leitar að heildarlausn getur þú bókað með Navision* Financials Navision Financials er nýtt grafískt bókhalds- og upplýsingakerfi. Það er fýrsta viðskiptakerfið í heiminum sem viðurkennt er fyrir Windows 95. STRENGUR ÁRMÚLA7 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.