Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 64
<ö> AS/400 er... ...mest selda ..gfc fjölnotenda viðskiptatölvan í dag co> UfHBRit QPIN KERFI HF. Sím: 567 1000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUKEYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breytingar hjá Granda hf. Tveimur skipumlagt og eitt fer til Falklandseyja HUGSANLEGT er að Viðey og Akur- ey sem Grandi hf. gerir út verði lagt um óákveðinn tima eftir að skipin koma úr Smugunni, þar sem þau eru nú við veiðar, og missa áhafnir skip- anna þá störf sín. Þá er Engey að halda til veiða við Falklandseyjar um áramótin, og er mögulegt að útlend- ingar verði ráðnir til starfa þar um borð, að sögn Sigurbjöms Svavars- sonar, útgerðarstjóra hjá Granda hf. Að sögn Sigurbjöms hefur Akurey verið á söluskrá í heilt ár og lá skip- ið verkefnalaust frá því í fyrrahaust og fram á vor þegar það fór til tíma- bundinna veiða á úthafskarfa og síðan í Smuguna. Segir hann þá 23 starfs- menn sem réðu sig á skipið hafa vit- að að hvetju þeir gengu. Þá hafí ver- ið ákveðið fyrr á þessu ári að Viðey yrði ekki í rekstri nema fram að hausti og um mitt sumar, þegar ákveðið var að senda skipið í Smuguna, hefði þurft að manna skipið að mestu upp á nýtt þar sem flestir úr áhöfn skips- ins hefðu ráðið sig annað. Nýju menn- Jrnir sem komið hefðu til starfa hefðu *itað að um tímabundna ráðningu væri að ræða, en 23 eru í áhöfninni eins og á Akurey. Áhöfn Engeyjar, sem fer til veiða við Falklandseyjar, hefur að sögn Sigurbjöms verið boðið að fara með skipinu, en formlega hefur þurft að segja' öllum mannskapnum upp þar sem stofnað var nýtt félag í kringum rekstur skipsins við Falklandseyjar og kemur það til með að leigja skip- ið. í áhöfninni em 27 menn. ■ Sóknargetan/20 GOSIÐ í Vatnajökli hefur brætt þriggja og hálfs kílómetra langa gjá í ísinn yfir suðurhluta sprung- unnar. Vatn safnast þar fyrir en minna berst í Grímsvötn en áður. Vötnin hafa þó hækkað, en ekki tókst að mæla það nákvæmlega í gær. Jarðskjálftamælingar benda til þess að heldur hafi dregið úr eldvirkni í heild, en gosstrókurinn sem nær upp úr jöklinum er svip- aður og verið hefur. Grímsvötn hækka hægar Gott skyggni var yf ir gosstöðv- unum í gær og var það í fyrsta sinn síðan á fimmtudag sem til þeirra sást. Þegar ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins flugu yfir um hádegisbil urðu öskusprengingar á 10-15 mínútna fresti en gosstrókurinn barst í Morgunblaðið/Þorkell austur undan vindi. Gjáin var full af öskublönduðu vatni og jökum. Sprungan er mörg hundruð metr- ar á breidd nyrst, þar sem gýs, en mjókkar í um tvö hundruð metra syðst. Þar sem gjánni sleppir tekur við sprungubelti sem nær langleiðina að Gríms- vötnum. ■ Miklar breytingar/6 Andlát Ályktunardrög um GATT á landsfundi Sjálfstæðisflokksins TORFIHJARTARSON TORFI Hjartarson fyrrverandi tollstjóri í Reykjavík og ríkis- sáttasemjari lést þriðjudaginn 8. októ- ber síðastliðinn, á ní- tugasta og fimmta aldursári. Foreldrar Torfa voru Hjörtur Snorrason, bóndi og alþingismaður, og Ragnheiður Torfa- dóttir frá Ólafsdal, húsfreyja. . Torfí fæddist 21. maí árið 1902 á Hvanneyri í Andakíls- hreppi í Borgarfirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1924 og cand. juris frá Háskóla íslands 1930. Veturinn þar á eftir stundaði hann fram- haldsnám í London. Hann starfaði sem málflutn- ið að gegna starfi rík- issáttasemjara frá 1978 til 1979, eftir að starf ríkissáttasemj- ara, sem áður var aukastarf og borgara- skylda, var gert að sérstöku embætti. Torfi gegndi fjöl- mörgum félags- og trúnaðarstörfum, var meðal annars formað- ur Sambands ungra sjálfstæðismanna frá stofnun þess 1930 til 1934, í stjórn Félags héraðsdómara, sem síðar varð Dómarafélag íslands, frá stofnun þess 1942 til 1943, í stjórn Sýslumannafélags íslands frá stofnun þess 1964 til 1972, auk þess að sitja í fjölmörgum nefndum og ráðum. Torfi var gerður að heiðursfé- ingsmaður í Reykjavík 1931-1932, jafnframt því að ritstýra blaðinu Heimdalli, var settur bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í Isa- fjarðarsýslu 1932-33, skipaður i það starf 1934 og gegndi því til ársins 1943 þegar hann var skip- aður tollstjóri í Reykjavík. Honum var veitt lausn frá því starfi árið 1972. Torfi var skipaður varasátta- semjari ríkisins í vinnudeilum árið 1944 og var sáttasemjari ríkisins frá 1945 til 1978. Honum var fal- laga Dómarafélags Islands 1972, hlaut riddarakross íslensku fálka- orðunnar 1949, stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar 1956, kon- unglegu norsku St. Olavsorðuna og konunglegu dönsku Dannebrogsorðuna árið 1961, finnsku hvítu rósina 1968 og varð stórriddari með stjörnu 1969. Torfi kvæntist Onnu Jónsdóttur húsfreyju árið 1934 og eignuðust þau fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Auk þess ólu þau upp dóttur- dóttur sína. Anna lést árið 1992. Sljórnin unnið gegn anda samningsins „MARKMIÐIÐ með nýjum GATT- samningi var að auka viðskipti milli landa og bæta lífskjör almennings. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur hins vegar unnið gegn anda samningsins hvað varðar landbúnaðarafurðir og þannig í raun rýrt lífskjör landsmanna. Við það verður ekki unað,“ segir í drög- um að ályktun Sjálfstæðisflokksins EIGNIR lífeyrissjóðanna í landinu jukust um 28,4 milljarða króna á árinu 1995 og námu um síðustu áramót 262,6 milljörðum króna. Eignir sjóðanna hafa vaxið um 105 milljarða króna á fjögurra ára tíma- bili frá árslokum 1991. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um starfsemi lífeyrissjóð- anna á árinu 1995. Hrein raunávöxt- un lífeyrissjóðanna að meðaltali á árinu, þ.e ávöxtun að frádregnum kostnaði, reyndist vera 6,58% en hafði verið 6,75% árið áður og kostn- aður við rekstur sjóðanna, þ.e. um viðskipta- og neytendamál, sem lögð verða fram á landsfundi flokks- ins_ sem hefst í Laugardalshöll í dag. í umræddum drögum sem unnin voru af sérstökum starfshópi segir einnig: „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins átelur þau úreltu vinnu- brögð sem einkennt hafa fram- kvæmd GATT-samningsins, - þau eiga ekkert skylt við fijálst samfélag rekstrarg|öid að frádregnum rekstr- artekjum, reyndist vera 691 milljón króna í fyrra en hafði verið 652 milljónir króna 1994. í skýrslunni segir að sameignar- sjóðum án ábyrgðar annarra, þ.e.a.s. án ábyrgðar ríkis, sveitarfélaga, banka eða hlutafélaga, hafi fækkað úr 56 í 44 á nokkurra ára bili og fyrirsjáanleg sé fækkun um 9 til viðbótar í ár og á næsta ári. Sjóðirn- ir verða þá 35 talsins eða um 40% færri en þeir voru í byrjun þessa áratugar. ■ Sameignarsjóðir/Bl heldur haftabúskap eftirstríðsár- anna -, og gerir kröfu um endurskoð- un framkvæmdar samningsins í ljósi reynslunnar." í drögum að ályktun um landbún- aðarmál, sem unnin voru af öðrum starfshópi fyrir landsfundinn, er sagt ljóst að GATT-samningurinn hafí aukið samkeppni á innlendum mat- vörumarkaði og leitt til lækkana á vöruverði. Valfrjálsu stýrikerfi í heilbrigðisþjónustu hafnað í öðrum ályktunardrögum lands- fundarins sem lögð verða fram í dag er m.a. lagt til að jafnréttismál verði færð úr félagsmálaráðuneytinu í for- sætisráðuneytið, ábyrgð á rekstri heil- brigðisþjónustu verði færð frá heil- brigðisráðuneyti og lagt er til að opn- að verði fýrir möguleika einstaklinga að kaupa sér viðbótarsjúkratryggingu hjá tryggingafélögum og sjúkra- tryggingakerfið verði endurvakið. Lýst er yfír andstöðu við samein- ingu stærstu sjúkrahúsanna í Reykjavík og einnig við hugmyndir um „valfrjálst stýrikerfí" í heilbrigð- isþjónustu utan sjúkrahúsa. Þá er lagt til að sjómannaafsláttur verði afnuminn í tekjuskattskerfinu. ■ Friður um/4 og 32 Lífeyrissjóðirnir eiga 262,6 milljarða kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.