Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 B 5 +' VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI Útflutningsráð íslands tíu ára Hvað er fémætt í framtíðinni Útflutningsráð íslands á tíu ára afmæli um þessar mundir. í tilefni afmælisins verður hald- ið málþing í dag þar sem rædd verður staða _______og framtíðarhorfur útflutnings.____ Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við Jón Ás- * bergsson, framkvæmdastjóra Utflutningsráðs, um starfsemi ráðsins. UTFLUTNINGSRÁÐ ís- lands var sett á laggimar árið 1986 í samstarfi fyrirtækja, samtaka at- vinnulífins og opinberra aðila. Hlut- verk þess er að efla útflutning og almenna markaðsvitund íslenskra fyrirtækja. Það er einnig stjórnvöld- um til ráðgjafar um málefni er varða íslenskan útflutning og fjár- festingar erlendra aðila á íslandi. Útflutningsráð stendur fyrir mál- þingi í dag þar sem meginmarkmið- ið er að fá umræðu aðila atvinnu- lífsins um þá stefnu sem eigi að taka í gjaldeyrisskapandi atvinnu- greinum íslendinga á komandi árum. Þar verður einnig til umræðu skýrsla sem Útflutningsráð hefur tekið saman í tilefni afmælisins, um stöðu og framtíðarhorfur út- flutnings. Á síðasta ári nam velta Útflutn- ingsráðs 160 milljónum króna. Þar af komu 90 milljónir í gegnum markaðsgjald, gjald sem öll fyrir- tæki á landinu með skráð virðis- aukaskattsnúmer greiða. Nemur gjaldið 0,015% af veltu fyrirtækj- anna. Að öðru leyti er starfsemi ráðsins fjármögnuð með útseldri þjónustu. Að sögn Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra Útflutnings- ráðs, er þjónusta Útflutningsráðs við atvinnuvegina margvísleg. „Má þar nefna umsjón með sameigin- legri þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýningum erlendis og ráðgjöf við að setja upp sýningarbása á sér- hæfðum sýningum." Hjá Útflutningsráði eru starfandi tveir markaðsstjórar sem eru leigð- ir tímabundið til fyrirtækja við undirbúning markaðssóknar er- lendis og er mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn geta sótt um þátttöku í kennsluverkefninu, „Útflutningur og hagvöxtur“. Tilgangur þess er að koma markaðs- þekkingu til fyrirtækj- anna. Jón segir að verk- efnið „Útflutningur og hagvöxtur," sé byggt á 1 írskri hugmynd sem hefur farið víða um heim. „Við höfum verið með sams konar verkefni í Eistlandi ■““", og aðilar frá Malasíu komu í heim- sókn til okkar í sumar til þess að kynna sér framkvæmdina hér. í janúar munum við hafa umsjón með verkefninu í Lettlandi." Þrjár viðskipta- skrifstofur Útflutningsráð rekur þijár við- skiptaskrifstofur erlendis; í New York fyrir Ameríku, í Berlín fyrir Þýskaland og Austur-Evrópu og í Moskvu fyrir Rússland og fyrrum Nýta op- inberar heim- sóknir betur Sovétlýðveldi. Skrifstofurnar veita íslenskum aðilum m.a. aðstoð á sýningum, gerð markaðsathugana og við skipulagningu viðskipta- ferða. Jafnframt eru veittar al- mennar upplýsingar um verslun og viðskipti í viðkomandi löndum og helstu venjur og siði í viðskiptum. Á síðasta ári stóð Útflutningsráð ásamt iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti að stofnun fjárfestingaskrif- stofu. Að sögn Jóns er markmið hennar að kynna erlendum aðilum möguleika á fjárfestingum hér á landi og liðsinna þeim sem hafa áhuga á því. Einnig rekur ráðið Euro-Info upplýsingaskrifstofu fyr- ir Evrópusambandið. Opinber heimsókn Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra til Suður-Kóreu í lok ágúst var fyrsta ferð íslensks utanríkisráðherra þar sem aðalmarkmiðið var að afla við- skipta og koma á tengslum ís- lenskra fyrirtækja við atvinnulífið í viðkomandi landi. Jón segir að heimsóknin hafi strax skilað ár- angri og oftar væri hægt að nýta opinberar heimsóknir í viðskipta- legu samhengi. „Það er að sjálf- sögðu ekki hægt að sam- nýta allar opinberar heim- sóknir, en mjög gott væri ef um 1-2 sameiginlegar heimsóknir væri að ræða á ári. Islendingar þurfa að sýna frumkvæði í stofnun viðskiptasam- banda og heimsóknir af “™"“ þessu tagi geta í mörgum tilvikum skilað miklum árangri.“ íslenskur fiskur númer eitt Sjávarútvegurinn skilaði á síð- asta ári rúmum helmingi af gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Næst á eftir fylgdi ferðaþjónustan, með 11% og stóriðja skilaði 10% af gjald- eyristekjunum þjóðarinnar árið 1995. í skýrslu Útflutningsráðs sem lögð verður fyrir málþingið kemur JÓN Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands Morgunblaðið/Þorkell fram að léleg arðsemi íslenskra fyrirtækja sé ein stærsta hindrunin gegn uppbyggingu öflugra útflutn- ingsgreina hér á landi og fram- leiðni íslenskra iðnfyrirtækja er lak- ari heldur en í þeim löndum sem ísland ber sig saman við. Framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs segir að ef ætluin sé að byggja upp öflugt atvinnulíf á íslandi verði að auka útflutningin. „Innanlands- markaður er of lítill þannig að fyrir- tæki ná ekki hagkvæmni stærðar- innar öðruvísi en að flytja út hluta framleiðslunnar. Þetta er erfiðara fyrir lítil fyrirtæki sem alltaf verða að hafa í huga að koma sér á stærri markað, ná hagkvæmni í rekstrin- unm og nýta fjárfestinguna þann- ig.“ Hann segir að Islendingar eigi að hafa metnað til þess að verða bestir í sjávarafurðum og fisksalar alheimsins. „Þar á ég við allt ferlið á bak við útflutning á sjávarafurð- um, allt frá vísindum til viðskipta. íslensk stjómvöld verða að fylgja þessu eftir með því að skapa vís- indalegt umhverfi hér. Til þess að þetta takist reynir á fyrirtækin sjálf, að þau séu að selja hágæða vöru þannig að saman fari gott hráefni og góð fyrirtæki. Fyrirtæk- in þurfa til þess að hasla sér völl erlendis að marka sér stefnu í út- flutningsmálum og gera stefnumót- andi markaðsáætlanir fyrir útflutn- ingsafurðir sínar. Yfirgnæfandi stærð sjávarút- vegsins hefur áhrif á allan annan rekstur í landinu. Sem dæmi má nefna að sala á frystri rækju er orðin helmingi meiri heldur en sala á almennri iðnaðarvöm úr landinu,“ segir Jón. Hann segir að þrátt fyrir að telja að sjávarútvegurinn eigi að stefna að forystuhlutverki á sínu sviði þá sé hann ekki að gera upp á milli atvinnu- greina. „Hugbúnaðar- fyrirtækin virðast meðal annarra eiga framtíðina fyrir sér eins og sést á stórauknum útflutningi þeirra á undanfömum ámm. Sama virðist gilda ~ um sérhæfð tæknifyrirtæki eins og Össur og Marel og mörg fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu í tengslum við sjávarútveg,“ segir Jón. Hlutverk ríkisins í útflutningi í skýrslu Útflutningsráðs segir að til þess að styðja sem best við uppbyggingu öflugra útflutnings- greina geti ríkið skapað stöðugt og hagstætt efnahagsumhverfi, þ.e. Þekking er mikil- vægasta auð- lindin tryggt stöðugleika í efnahagskerf- inu, stöðvað skuldasöfnun og byggt upp skattakerfi sem styður en hamlar ekki aukum útflutningi. Ríkið geti komið á heildstæðri at- vinnustefnu sem stuðlar að upp- byggingu útflutningsgreina og sér- tökum stuðningsaðgerðum sem styðja við þá stefnu. Markaðsstyrktarsjóður hefur það hlutverk að styðja við bakið á fyrir- tækjum sem era að byija að þreifa fyrir sér með markaðs- setningu erlendis. Við stofnun sjóðsins árið 1993 var framlag ríkisins 50 milljónir en er komið nið- ur í 25 milljónir í fjárlög- um ársins 1997. „Lítil fyrirtæki eiga oft erfítt með að fá aðgang .... að ýmsum markaðsgögn- um. Fyrir þau er mjög mikilvægt að hafa aðgang að einhverri fjár- haglegri aðstoð. Úr sjóðnum era ekki veittir rekstrarstyrkir til fyrir- tækja heldur er sjóðnum ætlað að styrkja sértækar aðgerðir, s.s. markaðsráðgjöf og kostnað við sýn- ingarhald. Frændur okkar Norð- menn leggja mikla peninga í að standa við bakið á litlum fyrirtækj- um,“ segir framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs. Hann segir að virðisaukaskatts- kerfið hafi gert það að verkum að oft sé ódýrara fyrir opinbera aðila, sem ekki borga virðisaukaskatt af sinni þjónustu, að byggja upp þekk- ingu innan stofnana. Sem m.a. hefti hugbúnaðarfyrirtækin í að byggja upp fyrirtæki innanlands sem síðan hefur áhrif á útflutningsmöguleika þeirra. Auknar fjárfestingar erlendis Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs, segir ljóst að ísland eigi eftir að verða mun virkari þátttakandi í alþjóðlegum viðskiptum í framtíðinni. „Við mun- um byggja okkar atvinnuvegi á hugviti og þekkingu. Fyrirtæki verða rekin samkvæmt áætlana- gerð samfara aukinni rekstrarþekk- ingu. íslensk fyrirtæki munu í auknum mæli fjárfesta erlendis og reka fyrirtæki erlendis. Þetta er óhjákvæmilegt og í framtíðinni á þetta eftir að skapa störf hér heima á sviði þekkingar.“ „Þekking er mikilvægasta auð- lindin, forsenda framfara á íslandi og í eflingu útflutningsgreina. Ef ekki verður unnið ötullega að því að bæta menntun á þeim sviðum sem að útflutningi koma á þjóðin eftir að sitja áfram í sömu sporun- um og horfa á aðrar þjóðir sigla fram úr hvað lífsgæði varðar,“ seg- ir í skýrslu Útflutningsráðs. í Tölfræðihandbók um menntun og menningu sem menntamála- ráðuneytið hefur gefíð út kemur fram að tungumálakennsla er mun minni á íslandi heldur en í flestum öðrum Evrópulöndum. Að Jóns sögn vantar mikið upp á málakunnáttu íslendinga og það verði að gera meiri kröfur í tungu- málakennslu í íslenskum skólum. „Þar sem kenndar era mun færri stundir á viku, með verr launuðum kennuram heldur en í nágrannaríkj- unum, hlýtur það einhvers staðar að bitna á. Það verður að vera skiln- ingur á gildi menntunar í þróun atvinnuveganna á íslandi." Útgáfa á niður- stöðum málþings Á málþinginu í dag verða myndaðir fímm vinnuhópar sem §alla um ýmsar hliðar íslensks at- vinnulífs og framtíðarhorfur þess. Niðurstöður vinnuhópanna verða teknar saman og gefnar út í sér- stakri skýrslu sem verður dreift til allra þátttakenda, fjölmiðla, opin- berra stofnana, hagsmunasamtaka og skóla. Jón Ásbergsson segist vonast til þess að umræðumar á málþinginu eigi eftir að skila markvissum tillög- um um mótun stefnu í útflutnings- málum fyrir framtíðiná. * Fjórða starfsár Ráðstefnuskrifstofu Islands Ráðstefnugestum hef- urfjölgað um 25% íár ■W-^ AÐSTEFNUGESTUM hefur fjölgað um 25% frá | síðasta ári og hafa yfir ^ 12 þúsund ráðstefnugest- ir komið hingað til lands það sem af er árinu, þrátt fyrir að Island þyki fremur dýr valkostur. Frá stofnun Ráðstefnuskrifstof- unnar fyrir fjóram árum hefur fjöldi ráðstefna hér á landi aukist jafnt og þétt og er Jóhanna Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrif- stofunnar ekki í vafa um að starf- semi skrifstofunnar hafi skilað góð- um árangri. í könnun sem var gerð meðal norrænna ráðstefnugesta á vegum Ráðstefnuskrifstofunnar árið 1994, kom í ljós að ráðstefnugestir eyða að jafnaði meira fé en aðrir ferða- menn en meðaleyðsla þeirra reynd- ist vera um 15 þúsund krónur á dag meðan meðaleyðsla annarra ferðamanna reyndist vera 7 þúsund krónur. Að sögn Jóhönnu er því til mikils að vinna að efla þennan þátt íslenskrar ferðaþjónustu. „Það er því tímabært að yfírvöld geri sér grein fyrir að þama eru ónýttir möguleikar til frekari gjaldeyrisöfl- unar.“ Kynning á íslandi Til þess að kynna ísland sem spennandi valkost fyrir ráðstefnur og hvatningaferðir tekur Ráð- stefnuskrifstofan þátt í sérhæfðum sýningum, gefur út kynningarefni og hvetur íslenska ráðstefnugest- gjafa til að bjóða Island fram sem ráðstefnuland. Auk þessa hefur skrifstofan boðið hingað til lands fámennum hópum skipuleggjenda ráðstefna og hvataferða. í þeim til- vikum stendur skrifstofan straum af kostnaði ásamt aðildarfélögum Ráðstefnuskrifstofunnar. í sumar sendi skrifstofan öllum þeim sem hingað hafa komið í boði skrifstofunnar bréf þar sem grennslast var fyrir um hvort heim- sóknirnar hefðu skilað einhveijum árangri. Að sögn Jóhönnu voru all- flestir mjög jákvæðir gagnvart Is- landi og lofuðu land og þjóð í hást- ert. „Yfír 90% svarenda höfðu raælt með íslandi við sína viðskipta- Morgunblaðið/Golli JÓHANNA Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu íslands. vini og verður það að þykja gott enda höfum við þar eignast fleiri „sölumenn". Hins vegar voru þeir færri sem höfðu komið með hópa eða ráðstefnur til íslands. Flestir sögðu að enn hefði ekki boðist rétt tækifæri, slíkt tæki lengri tíma, en einnig báru margir við háu verði á mat og drykk.“ Veitingahús fengu mjög góða einkunn fyrir gæði á mat og þjón- ustu í könnuninni, en hótelin voru yfirleitt talin góð eða í lagi. „Því vaknar sú spurning hvort ekki sé komin tími til að reisa hér 5- stjörnu, eða lúxushótel, enda hefur herbergjanýting á höfuðborgar- svæðinu aukist stöðugt undanfarin ár og er nú komin yfír 60%,“ segir Jóhanna. Hún segist því miður geta nefnt dæmi um skipuleggjanda 350- manna ráðstefnu sem leist mjög vel á alla aðstöðu hér og sagði hana fullkomlega samkeppnishæfa, en ástæðan fyrir því að ísland varð ekki fyrir valinu var sú, að ekki væri hægt að hýsa alla ráðstefnu- gesti á sama hóteli,og verð á mat og drykk. Ráðstefnuhús tímabært Að sögn Jóhönnu er nú orðið tímabært að huga alvarlega að byggingu ráðstefnuhúss hér. „I raun væri best að það héldist í hendur við byggingu 5-stjörnu hót- els. Þó að Háskólabíó og ráðstefnu- salir hótelanna séu góðir fyrir smærri ráðstefnur þá vantar hér ráðstefnuhús með einum stórum og vel útbúnum ráðstefnusal, fjöl- mörgum minni sölum og góðri sýn- ingaraðstöðu. Slík bygging myndi ekki aðeins auka kosti til ráðstefnu- halds, heldur hefði hún margföld Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, flutti ávarp á ráðstefnu um viðskipti íslands og Bandaríkjanna. * Ráðstefna um viðskipti Islands og Bandaríkjanna Ferðamynstur Banda- ríkjamanna að breytast ISLENDINGAR eiga að nýta sér þær breytingar sem nú eiga sér stað á ferðamynstri Bandaríkja- manna. Staðir sem óhugsandi var fyrir fimm árum að kæmust inn á ferðakort Bandaríkjamanna eru vin- sælastir í dag. Meðal þeirra era lönd eins og Víetnam og Kúba - og því ekki ísland? Þetta kom fram í erindi dr. Lailu Ranch, deildarstjóra ferða- námsbrautar New York-háskólans, á ráðstefnu um nútíð og framtíð viðskipta íslands og Bandaríkjanna sl. laugardag. Á ráðstefnunni var helst fjallað um samstarf og fjárfest- ingar í ferðaþjónustu. Dr. Ranch segir að mikil sókn sé í ferðaiðnaðin- um í Bandaríkjunum, líkt og víða annars staðar í heiminum. Undan- farna tólf mánuði hafí verðbréfasal- ar á Wall Street mælt sérstaklega með hótelum sem góðri og öruggri fjárfestingu. Á ráðstefnunni vora margir inn- lendir og erlendir fyrirlesarar. Meðal þeirra var Rudy Maxa, ferðafrétta- skýrandi hjá CNN og NPR. Hann benti á nýjan möguleika, sem stærstu flugfélögin í Bandaríkjunum hafa tekið upp til þess að ná betri nýtingu í flugi. „Þau hafa tekið ver- aldarvefinn í sína þjónustu og þegar ljóst væri að vélar yrðu hálftómar sendu þeir upplýsingar á vefínn um lækkað verð í viðkomandi ferð. Áhugasamir geta síðan pantað ferð- ir með tölvupósti. Ég kynnti þennan möguleika fyrir japönskum hóteleig- endum og leist þeim mjög vel á hugmyndina. Töldu þeir þetta geta sparað mikla fjármuni og tíma sem annars færi í bréfasendingar." Dýrt að fljúga til íslands Rudy Maxa kvartaði yfir því hve dýrt væri að fljúga til íslands og sagði að það hefði mikil áhrif á að ferðamenn færu frekar til annarra staða í Evrópu. Undir þetta tók Nig- el Osborne, forstjóri Insight Inter- national Tours í Boston. Osbome sagði að Reykjavík gæti ekki keppt við borgir eins og Róm, París og London um farþega. Hægt er að fljúga beint frá Bandaríkjunum til þessara staða á svipuðu verði og til Islands. Aftur á móti ættu íslending- ar að leggja aukna áherslu á hrein- leika og sérstöðu landsins. I erindi Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra, kom fram að fjöldi ferðamanna til íslands hefur marg- faldast á tæpum fimmtíu árum, úr 4 þúsund ferðamönnum árið 1949 í rúmlega 190 þúsund á síðasta ári. Hann segist telja nauðsynlegt að. breytingar verði á fyrirtækjum í ferðaiðnaði. „íslensku fyrirtækin, að Flugleiðum undanskildum, eru of lít- il. I ört vaxandi samkeppni eru það stóru fyrirtækin sem lifa af sam- keppnina. Flugleiðir e.r eina fyrir- tækið í ferðaiðnaðinum á íslandi sem er á hlutabréfamarkaði. Þessu þarf að breyta og til þess að við verðum ekki undir í alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn þurfum við íslending- ar t.d. að koma samgöngumálum og þjónustu í landinu í betra horf. Fyrr sýna erlendir fjárfestar landinu ekki áhuga,“ sagði Magnús. H O N N U N G NOTAGILDI áhrif á alla ferðaþjónustu í landinu, með aukinni nýtingu á hótelum, veitingahúsum og allri afþreyingu. Það era hins vegar aðeins ríki og borg sem geta tekið ákvörðun um byggingu slíks húss og því fyrr sem sú pólitíska ákvörðun verður tekin, því betra.“ Samnorræn kynning Nú í október mun Ráðstefnu- skrifstofan taka þátt í samnorrænni kynningu í Washington D.C.. Þar verður útvöldum aðilum innan al- þjóðlegra félagasamtaka boðið til kvöldverðar þar sem sýndar verða litskyggnur frá öllum Norður- löndunum og sérhönnuðum bækl- ingi um Norðurlöndin dreift meðal gesta. Jóhanna segir þetta vera fyrstu skrefin sem stigin eru inn á þennan sérhæfða markað í Banda- ríkjunum. „Hann er bæði mjög dýr og stór þannig að samflot með hin- um Norðurlöndunum er í raun eina leiðin til þess að komast inn á svo stóran markað. Það verður spenn- andi að sjá hver árangurinn af þess- ari kyningu verður, því þetta er til- raunaverkefni og áframhaldandi markaðsstarf í Bandaríkjunum byggir verulega á árangri þess,“ segir Jóhanna. 4*#lS ‘OI co 3 AeiutI SKRIFSTOFUHÚSGÖGN A.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.