Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Stefnir í leikjamet hjá Maldini Fyrirliði ítaiska landsliðsins, Pa- oio Maldini, lék í gærkvöldi sinn 73. landsleik gegn Georgíu í Perugia. Hann er Frá Einari Loga Þ?r með, k°min,n [ Vignissyni hop landsleikja- á Italíu hæstu leikmanna ít- alíu, deilir 7.-9. sætinu með tveimur frægum köpp- um sem urðu heimsmeistarar með Ítalíu á Spáni 1982, þeim Antonio Cabrini og Giancarlo Antognoni. Maldini á þó nokkuð í land með að ná markverðinum fræga Dino Zoff sem lék 112 landsleiki en þar sem hann er einungis 28 ára gamall er aldrei að vita nema hann slái met- ið, Zoff lék jú fram yfir fertugt og félagi Maldinis í vörn Milan-liðsins, Franco Baresi, er enn að, 36 ára gamall. Mikið mæðir á Maldini í fjölmiðl- um á Ítalíu þessa dagana, gagnrýn- inni á landsliðsþjálfarann Arrigo Sacchi ætlar aldrei að linna og frammistaðan gegn Moldavíu í síð- ustu viku þótti ekkert til að hrópa húrra fyrir. ítalir eru æfir yfir að Sacchi skyldi ekki vera rekinn eftir hrakfarirnar í Evrópukeppninni í sumar en hann átti valdamikla stuðningsmenn þótt nú kunni að verða breyting á þar sem aðalbak- hjarli hans, forseta knattspyrnu- sambandsins, Matarrese, var steypt í sumar. Það skildi sambandið eftir í upplausn og nýr formaður var fyrst kosinn í síðustu viku. Maldini stendur fast að baki Sacchi, segir hann einfaldlega langbesta mann- inn í stöðuna, og þykir gagnrýnin á landsliðið ósanngjörn úr hófi fram. Leikjahæstir á Ítalíu 1. Dino Zoff ..112 2. Facchetti ....94 3. Marco Tardelli ....81 4. Franco Baresi ....81 5. Gaetano Scirea ....78 6. Giuseppe Bergomi.. ....77 7. Giancarlo Antognoni..73 7. Antonio Cabrini ....73 7. Paolo Maldini ....73 10. Cladio Gentile ....71 „Hvaða lið fær aðra eins gagn- rýni og við fengum í síðustu viku fyrir að vinna 3:1 sigur á liði á útivelli sem hafði það eitt að mark- miði að tapa með sem minnstum mun? Það verður að gefa okkur tíma að spila okkur saman áður en kem- ur að stóru orrustunni í riðlinum, gegn Englendingum," sagði Mald- ini. En skyldi hann stefna á að bæta met Zoffs? „Ég er nýbúinn að fram- lengja samning minn við Milan til ársins 2001. Þá verð ég orðinn 33 ára og þá verður það þjálfarans og mitt að ákveða hvort ég held jafn- lengi áfram og Franco Baresi, en það er ekki mörgum gefið að halda sama tempói og hann sem er 36 ára gamall. Hann hefur alla tíð verið fyrirmynd mín, æfir alltaf meira en aðrir og ég er ekki einu sinni viss um að hann hætti eftir þetta tímabil. Ef ég held jafn lengi áfram og hann, veit ég hvað ég þarf að miða við.“ PAOLO Maldini lék í gærkvöldi 73. landsleik sinn með Ítalíu gegn Georgíu í Perugia. Hann er þar með kominn í hóp lands- lelkjahæstu lelkmanna Ítalíu. Stafræn byHing, fyrir alla nema hörðustu aðdáenduma! Knattspyrnuaðdáendum á Ítalíu gefst í fyrsta skipti í sögunni kostur á að fylgjast með öllum leikj- um uppáhaldsliðs síns í beinni út- sendingu, svo fremi að þeir búi ekki í heimaborg liðsins! Skiljanlegt sjón- armið auðvitað, ætlað til að útsend- ingarnar dragi ekki úr aðsókn á vell- ina, en blóðheitir ítalir sem ekki eiga heimangengt á leiki síns liðs eru æfir yfir þessu og mótmælum hefur rignt yfir sjónvarpsstöðina Tele+2 sem stendur fyrir nýjunginni. Tele+2 er einkastöð sem fjölmiðla- kóngurinn Silvio Berlusconi stofnaði en varð að selja vegna nýrra laga um hringamyndun í flölmiðlum. Stöðin tekur upp alla leiki í 1. deild og sjón- varpar beint og um áramótin bætist 2. deildarleikir við. Hægt er að kaupa sér einstaka leiki í svokölluðu „pay- per-view“ og kostar þá hver leikur um 1.350 krónur eða pakka með öll- um 34 leikjum uppáhaldsliðs síns í deildinni og kostar sá pakki um 23.000 krónur. Þetta gildir eins og að ofan sagði ekki fyrir þá sem búa í eða nálægt heimaborg liðsins. Þeir verða að sætta sig við pakka með öllum útileikjum liðsins og þurfa að greiða fyrir það sem samsvarar 13.500 krónum íslenskum. hreyfing á leikmönn- um á Ítalíu MIKLAR væringar eru nú á leikmannamarkaðinum á ítal- íu og nokkrir frægir kappar sem hafa ekki náð að tryggja sér fast sæti í liðum sínura að hugsa sér til hreyfings. Fyrst skal frægan telja „sköllóttu örina“, Attilio Lombardo, sem fær að verma bekkinn þjá Juventus, enda þarf hann að beijast um stöðu við landsliðs- manninn Angelo Di Livio. Að- eins á eftir að ganga frá end- anlegum samningum við Fior- entina um að kappinn færi sig þangað þrátt fyrir að hann hafi sjálfur helst viljað fara aftur heim til Genúa og leika með Sampdoria en liðið mun ekki hafa efni á honum. Annar Juventus leikmaður sem er ný kominn til félags- ins, hinn 22 ára Amoruso, er einnig á förum frá féiaginu, líklegasttil Napoli. AC Milan heldur áfram að höggva skarð í raðir hollensku meistaranna Ajax. Liðið hefur nú tryggt sér varnarmanninn Winston Bogarde og mun hann hefja að leika með þeim næsta haust. AC Milan er hins vegar að selja varamarkvörðinn Mario Ielpo til Genúa. Hitt Mílanó- Hðið, Inter, hyggst selja Ben- ito Carbone til Strassborgar í Frakklandi, en Carbone sem var einn af aðalmönnum liðs- ins í fyrra og fær að klæðast hinni dýrmætu treyju nr. 10, má sin lítils i öllu útlendinga- flóðinu hans Roy Hodgson en Inter byrjar að jafnaði með sjö útlendinga inni á í hverjum leik. í kvöld HANDKNATTLEIKUR l.deildkarla: kl. 20 Kaplakriki: FH - HK Selfoss: Selfoss - Stjaman Seljaskóli: ÍR - Haukar Valsheimilið: Valur - ÍBV Varmá: Afturelding - Fram ■Leik Gróttu og KA var frestað vegna Evrópuleika KA um næstu helgi. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: kl. 20 Borgarnes: Skailagrimur - ÍR Akureyri: Þór - Grindavík Keflavík: Keflavík - ÍA Seltjarnames: KR - Breiðablik Strandgata: Haukar - Njarðvík Lau./ Sun. 12.- 13. okt. úrslit 1 Derby - Newcastle 2 Blackburn - Arsenal 3 Tottenham - Aston Villa 4 Wimbledon - Sheffield Wed. 5 Leicester - Chelsea 6 Leeds - Nottingham For. 7 Everton - West Ham 8 Barnsley - Crystal Palace 9 Q.P.R. - Manchester City 10 Sheffield Utd. - Tranmere 11 W.B.A. - Huddersfield 12 Swindon - Oxford 13 Portsmouth - Charlton Árangur á heímavelli frá 1984 Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 3:3 Hversu margir réttir síðast:' Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 5 vikur: 10 39 Asgeir Logi X 2 36 44 1*2 12. - 13. október úrslit 1 Bologna - Sampdoria 2 Cagliari - Parma 3 Napoli - Udinese 4 Perugia - Atalanta 5 Reggiana - Verona 6 Vicenza - Juventus 7 Bari - Chievo 8 Cesena - Pescara 9 Cosenza - Brescia 10 Genoa - Lecce 11 Palermo - Empoli 12 Örgryte - Norrköping 13 Öster-AIK Árangur á heimavelli frá 1988 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 5 vikur: Ásgeir Logi m Þín spá 1 X 2 1 1 1 1 X 2 X 1 X 1 1 2 1 X 2 1 X 1 X 2 2 1 X 2 1 X 1 1 1 X X 2 1 X 1 X 1 1 1 2 1 X 2 1 1 X 2 1 X 1 1 1 1 X 2 11 12 11 2 2 2 45 46 46 9,0 9,2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.