Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Lýst er eftir hugmynda áræði og metnaði - s síðast fyrir alit of lön Islendingar steinlágu fyrír Rúmenum, 0:4, í þriðja leik sínum í undanriðli heimsmeist- arakeppninnar í knattspymu á Laugardals- velli í gærkvöldi. Skapti Hallgrímsson var á vellinum og fór vonsvikinn burt eins og aðrir áhorfendur; Rúmenar eru vissulega frábærir, en til að standa uppi í hárinu á þeim verður að minnsta kosti að leggja sig fram - sem honum fannst aðeins tveir ís- lensku leikmannanna virkilega gera. Islendingar hafa nú eitt stig eftir þijá leiki í riðlinum og hafa gert eitt mark. Fyrsti leikurinn, gegn Makedóníu á heimavelli, var afar slakur, skiptar skoðanir virðast um þann næsta - tapið í Litháen á laúg- ardaginn var - en hroðalegt var að horfa upp á íslendinga í Laug- ardalnum í gær. Islendingar vildu reyndar fá vítaspymu á 20. mínútu er Þórður komst snilldarlega í gegn í teignum, en féll svo við. Ekkert var dæmt, Rúmenar brunuðu upp og skoruðu aðeins fáeinum sekúnd- um síðar. í staðinn fyrir að íslend- ingar fengju gott færi á að komast í 1:0 voru það gestirnir sem náðu Oa 4 Eftir að íslendingar ■ I vildu fá vítaspymu sneru Rúmenar vöm í sókn, brunuðu upp hægn kantinn þar sem Gheorge Hagi fékk knött- inn, lék inn í teiginn og sendi hárfínt inn á markteig þar sem Viorel Dinu Moldovan kom á fullri ferð og þmmaði í markið. Þetta gerðist á 21. mín., tæpri mínútu eftir að Þórður Guðjóns- son féll í vítateignum hinum megin. Oa^%Iitil hætta virtist á ■ fcferðinni á 62. mín. Sending kom utan af hægri kanti inn á miðjan vítateig, þar sem aðeins tveir leikmenn börð- ust um hann, Lárus Orri Sig- urðsson og hinn smávaxni Ghe- orghe Hagi. Kom þar þá allt í einu hlaupandi út úr markinu Birkir Kristinsson I skógarferð, fyrirliði Rúmena náði hins vegar að skalla og boltinn sveif í „fal- legum“ boga (tómt markið. Oa^jHægri bakvörðurinn ■ ■^Petrescu lék upp hægri kantinn og inn á teig á 77. mín., sendi glæsilega fyrir, yfír á .markteigshornið fjær - yfír varnar- og sóknarmann - og þar kom hinn geysigóði Ghe- orghe Popescu og skallaði af krafti í nærhom marksins. OmJB Hægri bakvörðurinn ■*#Dan Vasile Pe- trescu var enn á ferðinni einni mín. fyrir leikslok. Hann fékk hárnákvæma sendingu frá Dumitrescu inn fyrir vörnina hægra megin, komst inn á teig og þrumaði í markið skammt utan markteigs. forystu og eftir það var aldrei spuming hvort liðið nældi í stigin þijú sem í boði voru. Aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þessi dramatísku augnablik höfðu auðvitað mikil áhrif á íslensku leikmennina, skilj- anlega. Þetta var vendipunktur í leiknum og því má velta fyrir sér hvað hefði gerst hefði ísland fengið víti. Hvort sem dómarinn hafði rétt fyrir sér eða ekki leit atvikið þann- ig út að Rúmenar hefðu ekkert getað sagt þótt Svisslendingurinn með flautuna hefði látið íslendinga hafa vítaspyrnu. Raunsæi Undirritaður getur ekki lýst því yfir hér að hann hafí farið sérlega bjartsýnn á völlinn og það kom á daginn að hann fór heldur ekki svartsýnn, heldur raunsær. Rúmen- ar höfðu yfirburði á öllum sviðum. Allir vita hvað í þeim býr og þeir sýndu það í gær. Þrátt fyrir að lang- tímum saman hafí þeir örugglega ekki leikið á fullri ferð var leikurinn eins og viðureign kattar og músar. íslendingar byrjuðu reyndar þokka- lega í leiknum, knötturinn gekk þá ágætlega milli manna og þeir virt- ust geta haldið honum sæmilega innan liðsins en eftir fyrstu fimmtán mínúturnar fór að halla undan fæti. Staðan var aðeins 1:0 í leikhléi og gátu Islendingar svo sem vel við unað eftir fyrri 45 mínúturnar að munurinn var ekki meiri. Hafí fyrri hálfleikurinn valdið vonbrigðum var sá seinni sýnu verri. Varla var heil brú í leik íslend- inga en gestirnir léku hins végar við hvern sinn fingur. Knötturinn gekk hratt milli manna á köflum, Ieikmenn voru hreyfanlegir og sam- stilltir og uppskeran var þrjú mörk í viðbót. Lið Rúmena er frábært, hvergi veikan hlekk að fínna. Þetta er ör- ugglega eitt albesta landslið sem komið hefur hingað til lands lengi, ef ekki það besta. Því var vissulega við ramman reip að draga og aldrei er hægt að rífast og skammast með góðri samvisku þó lið tapi ef leik- menn leggja sig fram af heilum hug, en því var einfaldlega ekki að heilsa í gær. Til umhugsunar Hér eru nokkrar athugasemdir, þjálfara og forystumönnum KSI og ekki síst leikmönnum til umhugsun- ar: •íslensku leikmennirnir léku ekki af lífi og sál - ekki með „hjartanu" eins og það er stundum kallað. Hvers vegna ekki? Allir vita að slíkt er grundvallaratriði þegar íslenskt knattspyrnulandslið á í hlut. •íslenska liðið var ekki sem sam- stillt liðsheild heldur sem sundur- laus hópur leikmanna. Hvers vegna? •Hugmyndaflug var sannarlega af skornum skammti í leik íslendinga. Hvers vegna? •Einn íslendingur, Þórður Guð- jónsson, sýndi eitthvert áræði á vallarhelmingi andstæðinganna. Hvers vegna ekki fleiri? •Einn íslenskur vamarmaður, Guðni Bergsson, hafði eitthvað í Rúmenana að gera í gær. Hvers vegna? •Góða skapið virtist hafa gleymst í íslenska búningsklefanum, þegar farið var inn á völlinn. Hvernig má það vera? •Getur verið að þurfi að hugsa landsliðsmálin alveg upp á nýtt? •Getur verið að íslenska landsliðið sé komið á villigötur? Að það hafí lent inni í blindgötu og rati ekki til baka? •Það virðist eitthvað mikið að og svo mikið er víst að liðinu er ekki að fara fram. Því miður. Hvernig má það vera? Haft var eftir einum leikmanna liðsins, markverðinum Birki Krist- inssyni, eftir síðasta leikinn undir stjórn síðasta landsliðsþjálfara - 0:1 tap fyrir Ungveijum í Búda- pest: „Það vantaði aila baráttu og metnað - liðsheildin var ekki að sýna baráttu og vilja til að leggja Ungveija að velli. Eg hafði það á tilfinningunni að leikmenn væru að klára leikinn af skyldurækni." Og ennfremur sagði hann: „Það er orð- ið áhyggjuefni, ef menn leggja sig ekki alla fram í landsleikjum." Hér lýkur tilvitnuninni, en ég spyr: Hef- ur eitthvað breyst? Er ástandið enn svona í landsliðinu? Til hvers eru menn að gefa kost á sér í landslið- ið ef þeir hafa ekki metnað eða áhuga á að standa sig vel? Slæmur, verri... Vörn íslands var mjög slök í gær svo ekki sé meira sagt. Lárus Orri Sigurðsson fékk gult spjald eftir sjö sekúndur - ég endurtek, sjö sek- úndur - fyrir glórulaust brot á ein- um andstæðinganna. Eftir það komst Lárus Orri aldrei inn í leikinn og vonandi, hans vegna, hefur út- sendari Manchester United ekki verið á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Rúnar Kristinsson, sem var vinstri bakvörður, lék heldur ekki vel og það verður að segjast alveg eins og er að Rúnar hentar alls ekki sem vinstri bakvörður. Hann getur leikið ágætlega fram á við en verst illa. Rúmensku leikmennirnir fóru illa með hann, eins og Lárus Orra. Ólaf- ur Adolfsson var einnig úti að aka, og þá er aðeins Guðni eftir af varn- armönnunum, en hann lék mjög vel. Enginn má hins vegar við margnum. Birkir lék vel í markinu, varði nokkrum sinnum vel og verð- ur ekki sakaður um mörkin, nema það sem Hagi gerði. Þá gerði hann mjög slæm mistök. Miðjumennirnir réðu ekki við hlutverk sitt. Eins og Sigurður Jónsson getur leikið vel er stundum ótrúlegt hve illa hann leikur. Einn þeirra síðarnefndu daga var í gær. Ef hann er ekki rétt stilltur eyðir Sigurður allt of miklu púðri í að bijóta á og hnoðast í andstæðingun- um. Hann átti eina og eina prýði- lega sendingu í gær en sorglegt er að hann skuli ekki nýtast betur. Heimir Guðjónsson komst heldur aldrei almennilega inn í leikinn, hvað þá Eyjólfur Sverrisson. Bjarki Gunnlaugsson tók nokkra þokkalega spretti á köntunum en ógnaði aldrei verulega, Ríkharður Daðason má eiga að hann barðist og reyndi að skila varnarhlutverki sínu en náði ekki að sinna sóknar- hlutverki af neinu viti og þá er aðeins ótalinn Þórður Guðjónsson úr byijunarliðinu. Hann blómstraði í leiknum; er greinilega orðinn einn af albestu leikmönnum sem ísland á; kraftmikill, áræðinn og áhuga- samur og það var eins og Þórður væri sá eini sem þyrði að skjóta á rúmenska markið. Hann hafði reyndar ekki erindi sem erfiði að þessu sinni, en reyndi þó. Knatt- spyrnumaður skorar ekki nema að skjóta. Og svo eru það varamennirnir; Arnar kom inná fyrir Bjarka, Helgi fyrir Ríkharð og Ólafur Þórðarson fyrir Lárus Orra. Arnar kom líka inná í Litháen á laugardag og sýndi sannast sagna ekki mikil tilþrif. Datt þjálfaranum aldrei í hug að sniðugt væri að prófa Einar Þór Daníelsson á vinstri kantinum? Hann er fljótur, leikinn og yfirleitt ófeiminn við að reyna að plata and- stæðingana og búa til tækifæri fyr- ir samheijana. Aö lokum Eitt að lokum: Eru íslendingar kannski ekki betri í knattspyrnu en þeir hafa verið að sýna í riðla- keppni HM að þessu sinni? Er það ef til vill mergurinn málsins? Það vakti óneitanlega athygli mína þeg- ar einn úr rúmenska hópnum meiddist og nýr leikmaður var tek- inn inn í sextán manna hópinn. Sá kom frá ekki ónýtara félagi en Benfíca og viðkomandi sat á vara- mannabekknum allan tímann í gær! Islenska Iiðið er hins vegar að mestu byggt upp á mönnum sem leika í neðri deildum í Þýskalandi og Eng- landi og leikmönnum úr neðri hluta sænsku 1. deildarinnar, auk þeirra sem leika hér heima. Ef íslendingar eru ekki betri en þeir hafa sýnt undanfarið á einfaldlega að viður- kenna það og starfa í samræmi við getu. Ekki vera að vekja óraunhæf- ar væntingar eða byggja skýjaborg- ir. Ekki þarf að segja mikið um rumenska liðið. Það var einfaldlega frábært, og alveg eins gott að vísa í nafnalistann hér á síðunni. Allir sem þar eru taldir upp léku geysi- lega vel, en líklega enginn eins vel og „kóngur Karpatafjallanna" Ghe- orghe Hagi. Það er stórkostlegur leikmaður. fyalfari Rúmena hafði greinilega kynnt sér íslenska liðið vel, vissi hvar veikleikana var að finna og nýtti sér það. Leikmenn Rúmeníu notuðu kantana til dæmis mikið, nýttu sér hraða sinn gegn svifaseinum miðju- og varnarmönn- um íslands. Léku oft gullfallega með aðeins einni snertingu og skildu íslendingana þannig eftir. BESTU menn líðanna í einvígi ■ enski fyrirliðinn Gheorghe Hagi. Anghel loradanes Bjósl Anghel Ioradanescu, þjálfari Rúmena, var ánægður með sigurinn. „Ég er auðvitað ánægður með sigurinn og að vera kominn með sex stig eftir tvo fyrstu leikina í riðl- inum. Eg óttaðist alltaf leikinn hér í Reykjavík og því er gott að honum er lokið og við förum heim með öll stigin þijú. Satt að segja bjóst ég við meiri mótspyrnu vegna þess að ég þekki íslenska knattspymu nokk- uð vel og landslið ykkar hefur verið að gera ágæta hluti oft á tíðum. Ég sá liðið leika við Tékka í Jablonec og var mjög hrifinn af leik þess þar, sérstaklega leikskipulaginu og bar- áttunni. Þess vegna bjóst ég við erf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.