Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Teitur Þórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands, furðar sig á framkomu Skota og FIFA Þetta er hneyksli Leikur Eistlands og Skotlands í 4. riðli HM var flautaður af í Tallinn eftir þrjár sekúndur þar sem heimamenn mættu ekki til leiks og var gestunum dæmdur 3:0 sigur. Leikurinn átti að hefjast kl. 18.45 að staðartíma en í kjöl- far mótmæla Skota vegna flóðljós- anna tók Alþjóða knattspymusam- bandið, FIFA, þá ákvörðun í gær- morgun að færa viðureignina fram til kl. 15 eftir að hafa samþykkt ljósin í fyrrakvöld. Eistlendingar sættu sig ekki við breytinguna, sögðu að uppselt væri á völlinn og búið að semja um beina sjón- varpsútsendingu auk þess sem landsliðið væri í æfmgabúðum og kæmist ekki í leikinn svo snemma. TeKur æfur Teitur Þórðarson, landsliðsþjálf- ari Eistlands, sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að framkoma Skota og FIFA væri fyrir neðan allar hellur. „Klukkan átta í fyrra- kvöld samþykkti eftirlitsmaður FIFA ljósin og sagði að leikurinn færi fram á áður ákveðnum tíma. Við emm með bréf í höndunum þess efnis en klukkan tvö í fyrri- nótt sendu Skotar FIFA fax þar sem þeir mótmæltu ljósunum. Um hálfellefu á leikdag fáum við fax frá FIFA sem segir að við verðum að samþykkja að leika klukkan 15. Talsmenn okkar mótmæltu og var þras um málið í nokkurn tíma en við, landsliðshópurinn, heyrðum fyrst af breytingunni einum og hálfum tíma fyrir breyttan leik- tíma. Við vorum í æfíngabúðum og reyndar á æfíngu þegar þetta átti sér stað en rúmlega 100 kíló- metrar voru á völlinn. Það er ekki hægt að breyta leiktíma með rúm- lega fjögurra stunda fyrirvara og þetta er hneyksli." Ljósin í lagi Skotar mótmæltu ljósunum, sem voru flutt frá Finnlandi vegna leiksins, þegar í fyrradag og sagði Craig Brown landsliðsþjálfari að þetta væru lélegustu ljós sem hann hefði séð í alþjóða keppni en Teit- ur sagði að sömu ljós hefðu verið notuð áður, m.a. í HM leik á móti Ítalíu, og þá hefði verið allt í lagi. „Enda er allt í lagi með ljósin. Sérfræðingar voru rétt í þessu að mæla þau og voru öll meira en 700 lux sem er lágmarkið hjá FIFA. Við báðum eftirlitsmanninn að vera viðstaddan en hann vildi það ekki. Hins vegar voru margir utanaðkomandi á staðnum, til dæmis frá BBC, sem geta staðfest birtuna." Skotar voru hræddir Eistar komu á óvart í fyrsta leik um helgina og unnu Hvít- Rússa 1:0. „Málið er að Skotar voru mjög hræddir við okkur og gerðu allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að leikurinn yrði spilaður eða fá hann dæmdan sér í vil. Það er óþefur langar leiðir af Skotunum og allt málið er hlægilegt. Ég vona bara að við fáum að spila annan leik því allt annað yrði óréttlæti. Leiktíma yrði ekki breytt í Skotlandi á síðustu stundu og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð. Við höfum tvo daga til að skýra okkar mál hjá FIFA og sendum inn mótmæli og skýringar í tíma.“ Ákvörðun 7. nóvember FIFA sagði að öll málsatvik yrðu að hafa borist fyrir 20. októ- ber en ákvörðun yrði tekin 7. nóv- ember. Keith Cooper, talsmaður FIFA, gaf sterklega til kynna að Skotlandi yrði dæmdur sigur og vísaði í reglurnar sem segðu að mætti lið ekki til leiks fengju mótheijamir þijú stig og marka- töluna 3:0. Hins vegar sagði hann að hugsanlega yrði litið til raka Eistlendinga um að liðið hefði átt í vandræðum með að komast á völlinn í tæka tíð. „Ég held að best væri fyrir alla að leikurinn yrði endurtekinn,“ sagði Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu og varaforseti FIFA. Mart Tarmak, varaformaður Knattspyrnusambands Eistlands, sagði að Eistland væri tilbúið að mæta Skotlandi í tveimur útileikj- um frekar en að fá fyrri leikinn dæmdan tapaðan 3:0. Tillögum Tryggva vísað frá ÁRSÞING íþróttabandalags Reykjavíkur samþykkti að vísa frá tillögum Tryggva Geirssonar, um að kannatil hlítar hvort hægt verði að sameina íþróttabandalögin, héraðssamböndin og Ung- mennafélag íslands í ný sam- tök. Ákveðið var að fela stjórn ÍBR að skipa fimm manna Iaganefnd sem á að endurskoða Iög ÍBR með hlið- sjón af væntanlegum samn- ingi ÍBR og Reylg'avíkurborg- ar og hugsanlegri sameiningu ÍSÍ og ÓL Eins var ákveðið að stofna nefnd til að kanna hvort grund völlur væri fyrir því aðlBR gengi inn í UMFÍ. Reynir Ragnarsson, for- maður ÍBR, sagði að mesta áherslan á þinginu hafi verið lögð á að ÍBR hefði forgöngu um að íþróttahreyfingin sneri sér meira að vímuvömum. „Við munum gera það með því að styðja félögin og reyna að ná samningum við SÁÁ varðandi þessi mál. Það er nauðsynlegt að íþróttahreyf- ingin geri eitthvað í þessum málum," sagði Reynir. Tveir nýir fulltrúar komu inn í stjóra ÍBR, Bryiy'ólfur Lárentínusson úr Val og Stef- án Hilmarsson úr Fram. Aðr- ir í stjórn eru: Ásgeir Guð- laugsson frá ÍF, Ora Andrés- son, Víkingi, Kristján Öra Ingibergsson, KR, Sölvi Ósk- arsson, Þrótti, auk Reynis formanns, sem er fulltrúi ÍR. AuðveK hjá mótherjum íslendinga Irar, sem taka á móti íslendingum 10. nóvember nk., áttu ekki í erfíðleikum með Makedóníumenn og unnu 3:0 í Dublin í gærkvöldi. Miðherjinn Tony Cascarino skoraði tvisvar i seinni hálfleik eftir að miðjumaðurinn Jason McAteer hafði brotið ísinn snemma leiks rheð góðu skoti úr vítateignum í kjölfar sendingar frá Alan McLoughlin. í byijun seinni hálfleiks átti varnar- maðurinn Zoran Jovanovski mis- heppnaða sendingu aftur, Cascarino náði boltanum og þrumaði honum í hornið af um 10 metra færi, en 20 mínútum fyrir leikslok innsiglaði hann sigurinn með skallamarki eft- ir fyrirgjöf frá Jeff Kenna. „Ég er mjög ánægður því ég átti ekki von á að spila og það var frábært að gera tvö mörk,“ sagði Cascarino. „Eg fékk tækifæri vegna þess að Niall Quinn er meiddur en hélt að John Aldridge yrði valinn í hans stað. Ég held að fyrra mark mitt hafí sett mótheijana endanlega út af laginu. Þeir lutu í gras eftir það.“ Makedónía, sem gerði 1:1 jafn- tefli á Laugardalsvelli í júníbyijun, var með sex menn á miðjunni og treysti á gagnsóknir án árangurs. Litháen á sigurbraut Litþáen fylgdi 2:0 sigrinum á móti Islandi eftir og vann Liechten- stein 2:1 í Vilnius í gærkvöldi. Arm- inas Narbekovas, leikmaður Admira Wacker í Austurríki, sem var bestur heimamanna gegn íslandi eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í 18 mánuði, var aftur hetja Litháens og gerði sigurmarkið beint úr auka- spyrnu á 55. mínútu. Litháen átti.fyrri hálfleik en átti í erfiðleikum með að komast í gegn- um þétta vörn auk þess sem Martin Heeb var traustur í markinu. Edgaras Jankauskas, sem skoraði úr vítaspyrnu á móti íslandi, gerði fyrsta mark leiksins skömmu fyrir hlé en vörn heimamanna sofnaði á verðinum í byijun seinni hálfleiks og Harry Zech jafnaði. Það var skammvinn gleði því tveimur mín- útum síðar var Narbekovas á ferð- Yfirburðir ÍRINN Keith O’Neill reynir markskot en Goce Sedloskl er tll varnar. inni með glæsilegt mark yfir varn- arvegginn. ísland viö botninn Rúmenía og írland eru með fullt hús í 8. riðli, sex stig að tveimur leikjum loknum og markatalan er glæsileg, 8:0 hjá Irlandi og 7:0 hjá Rúmeníu. Litháen er með jafn mörg stig eftir þijá leiki. Makedónía er með fjögur stig, ísland eitt og Liec- htenstein ekkert stig. Reuter Þrenna hjá Rekdal á sjö mínútum NORÐMENN unnu Ungveija 3:0 og eru einir með fullt hús í 3. riðli. Norðmenn hafa oft leikið betur og þeir tryggðu sér ekki sigur fyrr en á síð- ustu sjö mínútunum þegar Kjetil Rekdal gerði þrennu. Rekdal skoraði fyrst beint úr aukaspyrnu, bætti öðru við með skoti af um 20 metra færi og innsiglaði sigurinn og þrennuna úr vítaspyrnu. Egil Olsen, þjálfari Norð- manna, sagði að réttlætið hefði sigrað en Janos Csank, þjálfari Ungverjalands, sagði að dóm- arinn hefði gefið aukaspyrn- una og hún hefði breytt öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.