Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1
* < W>gl*!Xyftrywwg Gorbachev bauð tvær borg- ir - Reagan valdi Reykjavík •»»V' « «» HM« OU 1UWÍI Stuiidin komin til að hefjast handa - «*jrdí Mikfcftii bachcn-. IriMAgi IfeYttrUcjftnna, viö koniana til bUnd* Höldum til Reykja- víkur í friðarskyni - Htgöi R»wrid K<g>gaw BanditrCkjftfonnii vtð up}»lw( t»lan4»fcrdar er alltaf bjartsýnn • Fyrir tíu árum hittust Míkhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan í Höfða • A einum stað er k leiðtogafundurinn í Reylgavík kallaður hin glataða helgi, en aðrir segja að fundurinn hafi markað tímamót í sögu 20. aldar • Hvað gerðist í Reykjavík 11. og 12. október 1986? íDfi fff! f)pj ’3, 0 rA fíf: >ííii 19 mm ■mmm iim nm UPPHAFIÐ AÐ ENDIKALDA STRÍÐSINS > * I tvo daga beindust allra augu að Islandi. Karl Blöndal fjallar um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík fyrir tíu árum. Afvopnunarviðræður á villigötum SÍÐLA kvölds 12. október 1986 sátu nokkrir blaðamenn í glerbás á rit- stjórn Morgunblaðsins og brutu heil- ann um það hvernig forsíðufyrirsögn næsta dags ætti að líta út. Þennan dag hafði leiðtogafundi Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga lokið með ósamkomulagi og leyndi vonbrigða- svipurinn sér ekki í andlitum þeirra, sem sátu fundinn, jafnt leiðtoganna, sem undirmanna þeirra. A hinn bóginn höfðu leiðtogarnir seilst sýnu lengra í afvopnunarátt í viðræðum sín- um, en nokkru sinni í kalda stríðinu, áður en allt strandaði á geimvömum. Spurningin var því sú hvort vonbrigðin yrðu gerð að meginatr- iði, eða gefið í skyn að stigið hefði verið stórt skref í átt til bættra samskipta risaveldanna. Síðari kosturinn varð fyrir valinu. Það var hins vegar ekki augljóst á þeim tíma. Fjölmiðlar hömruðu á því að gerð hefðu verið mistök í Reykjavík og legið hefði við harmleik. Margir eru enn þeirrar hyggju að við hafí legið að Ronald Reagan gengi of langt á fundinum og semdi af sér. Hins vegar var það niðurstaða flestra þeirra, sem sóttu málþing, sem haldið var til að minn- ast þess að tíu ár væru liðin frá leiðtogafundin- um, að hann hefði skipt sköpum í þróun af- vopnunarmála og jafnvel markað tímamót í sögu tuttugustu aldarinnar. Sovétmenn áttu hugmyndina að því að Reagan og Gorbatsjov héldu vinnufund til að undirbúa leiðtogafundi, sem rætt hafði verið um á fundi þeirra í Genf árið áður að haldnir yrðu í Washington 1986 og Moskvu 1987. Gorbatsjov lýsir því svo í endurminningum sínum að hugmyndin að því að halda leiðtoga- fund hafi kviknað þegar hann fékk bréf frá Reagan þar sem hann var í sumarfríi á Krím- skaga. Honum var fengið uppkast af svar- bréfi, en ákvað að skrifa ekki undir það: „Þess í stað hugðist ég leggja til við forsetann að haldinn yrði áríðandi fundur vegna þess að afvopnunarviðræðurnar í Genf voru komnar í blindgötu og líkastar gamanleikriti. Við urðum að hleypa nýju lífi í viðræðurnar," skrifar Gorbatsjov. Gorbatsjov leitaði álits helstu ráðamanna og lýstu þeir allir yfir stuðningi. Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Washington 18. september. Meðferðis hafði hann bréf Gorbatsjovs. Reagan tók á móti Shevardnadze á skrifstofu sinni í Hvíta hús- inu. En forseta Bandaríkjanna var ekki skemmt þennan dag. Mál bandaríska blaðamannsins Nicholas Daniloffs og sovéska njósnarans Gennadís Zakharovs var þá enn í hámæli og Bandaríkja- menn voru æfir yfir því að Daniloff skyldi hafa verið leiddur í gildru til þess eins að knýja fram lausn Sovétmannsins. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í endurminningum sínum að, að Reagan hafi verið reiður og hann hafi gert Shevardnadze ljóst að engin hreyfing yrði á samskiptum austurs og vesturs meðan Daniloff-málið væri óleyst. „Ég vissi að Ronald Reagan var afbragðs leikari, en þarna var hann ekki að leika,“ skrif- ar Shultz. Shevardnadze tekinn á beinið Don Regan, þáverandi starfsmannastjóri Bandaríkjaforseta, lýsti fundi Reagans og Shevardnadzes svo á málþinginu í Reykjavík fyrir rúmri viku: „Þeir tókust ekki í hendur og Shevardnadze hafði ekki fyrr fengið sér sæti, en forsetinn hóf 45 mínútna reiðilestur vegna óréttlátrar handtöku Daniloffs og fang- elsunar hans. Forsetinn krafðist þess að Dani- loff yrði látinn laus. Shevardnadze átti þess ekki kost að segja orð í talsverðan tíma. Þeg- ar hann loksins komst að dró hann fram bréf- ið. Reagan tók það, leit ekki á það og lagði á borð við stól sinn. Það var ekki fyrr en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.