Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Handknattleikur ÍR - Haukar 22:24 íþróttahúsið Seljaskóla, fslandsmótið i handknattleik - 1. deild karla, miðvikudag- inn 10. október 1996. Gangur leiksins: 2:2, 3:3, 6:6, 7:8, 10:9, 11:11, 12:14, 14:14, 15:16, 18:18, 18:21, 20:21, 21:23, 22:24. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 8/3, Ólafur Gylfason 4, Jóhann Ásgeirsson 3, Mattías Mattíasson 2, Magnús Már Þórðarson 2, Ólafur Örn Jósephsson 1, Ólafur Sigurjóns- son 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 15 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 8/4, Aron Kristjánsson 4, Þorkell Magnússon 4, Gú- staf Bjamason 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Jón Freyr Egilsson 2, Petr Baumruk 1/1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 5, Bjarni Frostason 4/1. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Egill Már Markússon og Öm Markússon dæmdu ágætlega. Misstu reynd- ar leikinn aðeins úr böndunum í lokin. Áhorfendur: Um 300. FH-HK 28:22 Kaplakríki: Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 7:4, 9:5, 10:8, 13:8, 15:8, 16:12, 20:14, 22:18, 24:19, 26:22, 28:22. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 7, Knútur Sigurðsson 7/1, Guðmundur Pedersen 5/3, Hálfdán Þórðarson 3, Láms Long 2, Stefán F. Guðmundsson 2, Sigurgeir Ámi Ægisson 1, Guðjón Árnasön 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 15 (þar af níu til mótheija), Magnús Ámason 2/2 (þar af eitt til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk HK: Gunnleifur Gunnleifsson 7/4, Hjálmar Vilhjálmsson 6, Sigurður Sveinsson 4/3, Óskar Elvar Óskarsson 2, Már Þórar- insson 2, Ásmundur Guðmundsson 1. Varin skot: Hlynur Stefánsson 7/1 (þar af þijú til mótheija), Hilmar Ingi Jónsson 3/1. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: Um 300. Dómarar: Anton Gylfí Pálsson og Hlynur Leifsson. Reynsluleysi þeirra kom berlega í ljós í þessum leik en þeir geta aðeins lært af mistökum sínum. Selfoss - Stjarnan 32:31 íþróttahúsið á Selfossr. Gangur leiksins: 0:1, 5:6, 7:6, 8:8, 9:10, 11:13, 12:15, 14:16 16:16, 17:20, 24:22, 24:23, 31:26, 31:28, 31:30, 32:30, 32:31 Mörk Selfoss: Sigfús Sigurðsson 9, Alexey Demidov 7, Björgvin Rúnarsson 7/3, Einar Guðmundsson 4, örvar Jónsson 3, Hjörtur Pétursson 1, Erlingur Klemenzson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 15/1 (þar af 3 til mótheija), Gfsii Guðmundsson 3 Utan vallar: 10 mínútur Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 8/1, Konráð Ólavsson 8/3, Einar Einarsson 6, Hilmar Þórlindsson 6, Jón Þórðarson 2, Sæþór Ólafsson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 11 ( þar af 4 til mótheija), Axel Stefánsson 1/1 Utan vallar: 8 minútur Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson dæmdu vel. Áhorfendur: 350 Valur-ÍBV 21:24 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:7, 6:7, 7:10, 9:12, 10:14, 14:20, 17:23, 20:23, 21:24. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 8/4, Ingi Rafn Jónsson 5, Skúli Gunnsteinsson 3, Valgarð Thorodsen 3, Sveinn Sigfinnsson 1, Ari Allansson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5 (þar af 1 til mótheija), Örvar Rúdólfsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk ÍBV: Gunnar Berg Viktorsson 8/3, Amar Pétursson 5, Erlingur Richardsson 4, Zoltan Belany 3, Sigurður Friðriksson 2, Haraldur Hannesson 1, Davíð Hallgríms- son 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 23 (þar af þijú til mótheija), Utan vallar: 18 mínútur, þar af fékk Svav- ar Vignisson rautt spjald fyrir þijár brottvís- anir. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson fengu erfiðan leik en komust mjög vel frá honum. Áhorfendur: Um 190. UMFA-Fram 29:27 íþróttahúsið að Varmá: Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:4, 6:5, 8:8, 10:8, 14:14, 14:15, 16:16, 18:20, 22:20, 25:21, 27:26, 29:27. Mörk UMFA: Siguijón Bjamason 10, Einar Gunnar Sigurðsson 6, Bjarki Sigurðsson 4, Páll Þórólfsson 3, Sigurður Sveinsson 3, Ingimundur Helgason 2/1, Gunnar Andr- ésson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 5 (þaraf 3 til mótheija), Sebastían Alexander- son 4 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Magnús Amgrímsson 7, Daði Hafþórsson 6, Oleg Títov 6, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 5/2, Ármann Sigurvinsson 1, Njörður Ámason 1, Páll Beck 1. Varin skot: Þór Björnsson 2/1 (vítið til mótheija), Reynir Þór Reynisson 9 (þaraf 2 til mótheija.). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Dæmdu ágætiega en nokkur vafaatriði féllu Aftureldingarmegin. Áhorfendur: Ríflega 200. Fj. leikja U J T Mörk Stig UMFA 4 3 0 1 104: 96 6 FRAM 4 3 0 1 99: 94 6 SELFOSS 4 2 1 1 110: 113 5 KA 3 2 0 1 82: 77 4 FH 4 2 0 2 99: 98 4 HAUKAR 4 1 2 1 96: 95 4 STJARNAN 4 2 0 2 103: 103 4 ÍBV 4 2 0 2 93: 93 4 GRÓTTA 3 1 1 1 71: 68 3 VALUR 4 1 1 2 99: 97 3 ÍR 4 1 0 3 86: 93 2 HK 4 0 1 3 91: 106 1 Haukar - Njarðvfk 86:82 Iþróttahúsið við Strandgötu. Gangur leiksins: 5:2, 17:15, 49:42 49:47, 49:49, 53:50, 76:75, 78:75, 85:79, 86:82. Stig Hauka: Sigfús Gizurarson 22, Jón Arnar Invarsson 20, Shawn Smith 14, Berg- ur Eðvarðs 14, Sigurður Jónsson 6, Björg- vin Jónsson 4, Þór Haraldsson 4, Pétur Ingvarsson 2. Fráköst: 22 í vörn - 10 f sókn. Stig UMFN: Friðrik Ragnarsson 17, Torrey John 16, Rúnar Ámason 12, Jóhannes Kristbjömsson 12, Sverrir Þór Sverrisson 11, Páll Kristinson 4. Fráköst: 17 í vöm - 16 í sókn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Björgvin Rúnarsson. Villur: Haukar 16 - Njarðvik 20. Áhorfendur: Um 300. Skallagrímur-ÍR 73:92 íþróttahúsið í Borgarnesi. Gangur leiksins: 2:0, 24:27, 36:36, 43:43, 43:50, 52:64, 60:66, 60:81, 66:90, 73:92. Stig Skallagríms: Curtis Raymond 22, Tómas Holton 13, Sigmar Egilsson 11, Grétar Guðlaugsson 11, Wayne Mulgrave 8, Ari Gunnarsson 4, Þórður Helgason 2, Bragi Magnússon 2. Fráköst: 5 f sókn - 12 í vöm. Stig ÍR: Herbert Amarson 26, Eiríkur Önundarson 25, Titov Baker 16, Guðni Ein- arsson 8, Gísli Hallsson 6, Atli Bjöm Þor- bjömsson 4, Hjörleifur Sigurþórsson 4, Eggert Garðarsson 2, Daði Sigurþórsson 1. Fráköst: 11 í sókn - 22 f vörn. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson dæmdu vel. yillur: Skallagrímur 19 - ÍR 19. Áhorfendur: 415. Þór - Grindavík 85:91 íþróttahöllin á Akureyrí: Gangur leiksins: 4:2, 6:13, 19:20, 23:32, 37:36, 39:44, 43:45, 43:52, 49:61, 57:68, 68:77, 75:81, 82:81, 85:87, 85:91. Stig Þórs: Fred Williams 35, Konráð Ósk- arsson 16, Hafsteinn Lúðvíksson 15, Bjöm Sveinsson 11, Böðvar Kristjánsson 6, Þórð- ur Steindórsson 2. Fráköst: 14 í sókn - 29 í vöm. Stig Grindavíkur: Helgi J. Guðfinnsson 23, Páll A. Vilbergsson 19, Unndór Sigurðs- son 15, Herman Myers 15, Pétur Guð- mundsson 9, Jón Kr. Gíslason 6, Marel Guðlaugsson 4. Fráköst: 6 f sókn - 23 í vöm. Villur: Þór 19 - Grindavík 17. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristján Möller. Allgóðir en heimamenn vora ósáttir við þá á lokasprettinum. Áhorfendur: Innan við 200. KR - Breiðablik 100:63 íþróttahúsið á Seltjarnamesi: Gangur leiksins: 14:5, 26:10, 40:16, 52:28, 61:34, 73:43, 85:52, 93:61, 100:63. Stig KR: Hermann Hauksson 27, Wrencher 20, Bow 13, Ingvar Ormarsson 12, Gunnar Öriygsson 8, Hinrik Gunnarsson 8, Atli Freyr Einarsson 8, Arnar Sigurðsson 4. Fráköst: 19 í sókn - 26 í vöm. Stig Breiðabliks: Andre Bovain 29, Agnar Olsen 9, Einar Hannesson 7, Pálmi Sigur- geirsson 5, Erlingur Erlingsson 4, Steinar Hafberg 4, Eggert Baldvinsson 4, Rúnar Freyr Sævarsson 1. Fráköst: 7 í sókn - 22 í vöm. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Jón Bender. Villur: KR 25 - Breiðablik 23. Áhorfendur: 60. Keflavík - ÍA 93:63 Iþróttahúsið í Kcflavík: Gangur leiksins: 6:0, 6:6, 35:36, 40:38, 44:38, 50:40, 61:43, 84:58, 86:60, 93:60. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 24, Guð- jón Skúlason 23, Falur Harðarson 11, Al- bert Óskarsson 11, Kristinn Friðriksson 9, Elentínus Margeirsson 6, Kristján Guð- laugsson 6, Gunnar Einarsson 3. Fráköst: 15 í sókn - 26 í vöm. Stig ÍA: Alexander Ermolinski 21, Dagur Þórisson 15, Bjami Magnússon 10, Brynjar Karl Sigurðsson 8, Andrei Borndorenko 4, Brynar Sigurðsson 2. Fráköst: 6 f sókn - 30 f vörn. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Einarsson. Villur: Keflavík: 12 - ÍA: 11 Áhorfendur: Um 300 í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild, kl. 20.00: ísafjörður: KFÍ - Tindastóll Handknattleikur Evrópukeppni bikarhafa KA-húsið: KA - Amicitiakl. 20 UMFA stöðvaði sigurgöngu Fram AFTURELDING úr Mosfellsbæ tók í gærkvöldi á móti nýiiðum Fram í 1. deild karla í handknattleik. Framarar, sem sigruðu í fyrstu þremur umferðunum, urðu að játa sig sigraða að þessu sinni, 29:27 og þar með skaust Afturelding í efsta sæti deildar- innar. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það voru nýjustu leikmenn Aft- ureldingar, Selfyssingamir Siguijón Bjarnason og Einar Gunn- ar Sigurðsson, sem afgreiddu Framara. Sigurjón fór á kost- um í leiknum, stöð- ugt vinnandi inni á línunni og í gærkvöldi mistókst . honum varla bogalistin þegar hann fékk boltann; skoraði tíu mörk. Heimamenn gerðu tvö mörk úr fyrstu níu sóknum sínum en síðan komu sjö sóknir í röð sem gáfu mark og staðan orðin 9:8. Jafnt var í fyrri hálfleik, 14:14, og sýndu bæði lið ágætis handknattleik á köflum. Það sem gerði útslagið í síðari hálfleiknum var slakur kafli Framara, þeir gerðu eitt mark í 11 sóknum en heimamenn gerðu sjö mörk á sama tíma. Allt í einu var munurinn orðinn þijú mörk, 24:21, í leik sem hafði allur verið í járnum. Þrátt fyrir góðan endasprett og mörk úr síðustu sex sóknunum tókst Fram ekki ætlunarverkið. Afturelding lék ágætlega lengst af, sérstaklega Siguijón. Bjarki var góður fyrir hlé en sást ekki í seinni hálfleik og Bergsveinn komst aldrei í gang í markinu. Hjá Fram var Magnús sterkur, náði góðum skot- um sem markverðir heimamanna áttu í erfiðleikum með. Reynir varði ágætlega í marki Fram í síðari hálfleiknum. Oleg Títov er sterkur línumaður og mjög sterkur í vörn- inni og Daði átti fínan leik, sérstak- lega eftir hlé og þá komst Sigur- páll Ámi ágætlega frá leiknum. Aldrel í hættu hjð FH FH-ingar unnu auðveldan heima- sigur á nýliðum HK, 28:22. Það var í raun aldrei spurning hvar sigurinn lenti, að- Hörður eins hve stór hann Magnússon yrði. FH-ingar náðu skrifar snemma öruggri forystu sem þeir héldu út allan leikinn. „Ungu strákarnir stóðu sig vel, mótspyrnan var reyndar ekki mikil og því ekki hægt að dæma liðið eftir þennan leik,“ sagði þjálfari og leikmaður FH, Gunnar Beinteins- son. Gunnar fór fyrir sínum mönn- um bæði í vörn og sókn og ekki að sjá að hann sé kominn á fertugs- aldurinn. Lárus Long lék vel fyrir heimamenn í sókninni, lék félaga sína uppi og fiskaði nokkur víta- köst. Þá var Knútur Sigurðsson dtjúgur og Sigurgeir Árni Ægisson spilaði góða vörn og hélt gamla manninum Sigurði Sveinssyni niðri. Jónas Stefánsson var traustur í markinu. Hjálmar Vilhjálmsson var bestur í liði gestanna. Aðrir vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. HK hlýtur að geta meira en það sýndi i Krikanum í gærkvöldi. Haukar betri á endasprettinum Jafnræði ríkti með ÍR og Haukum framan af í íþróttahúsi Selja- skóla. Haukar höfðu betur í lokin og sigrðu 24:22. í Þorvaldur fyrri hálfleik skipt- Ásgeirsson ust liðin á um að skrífar hafa forystu. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik en minna fór fyrir sókn- arleiknum sem var Iengstum hálf- gert hnoð. Haukar, sem spáð var öðru sæti í deildinni fyrir mótið, voru alls ekki sannfærandi í leik sínum. Þeir náðu þó að knýja fram sigur undir lokin og má segja að reynslan hafi fært þeim sigurinn. ÍR-ingar tefldu fram ungu og skemmtilegu liði með Ragnar Ósk- arsson í fararbroddi. Ragnar átti mjög góðan leik og Ólafur Gylfason skilaði sínu. Hrafn Margeirsson varði oft stórkostlega í marki ÍR- inga og ekki er hægt að skella skuldinni á hann. Enginn skaraði framúr í liði Hauka en þeir Halldór Ingólfsson og Þorkell Magnússon áttu góða spretti. Fjörugt á Selfossi SELFYSSINGAR sigruðu Stjörnuna 32:31 ífjörugum leik á Sel- fossi eftir að hafa verið undir í hálfleik 14:16. Það var mark- varsla Hallgríms Jónassonar sem skipti sköpum en hann varði eins og berserkur í seinni hálfleik. Þeir Björgvin Rúnarsson, Demidov og Sigfús Sigurðsson áttu og mjög góðan leik. Hjá Stjörnunni voru það þjálfarinn Valdimar Grímsson, Konráð Ólavs- son, Einar Einarsson og Hilmar Þórlindsson sem báru uppi leik Stjörnunnar og sýndu frábær tilþrif. fyssingar forystunni og sigldu jafnt og þétt framúr gestunum, komust í sex marka mun þegar sjö mínútur voru eftir og áhorfendur fengu að sjá sirkusmörk og glæsileg tilþrif hjá Björgvini, Demidov og Sigfúsi Sigurðssyni en Demidov átti hveija línusendinguna af annarri sem end- aði með marki. Hann sýndi einnig í þessum leik gott frumkvæði og snerpu. Á þessum kafla slökuðu Selfyssingar á einbeitingunni og Valdimar og hans menn gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Valdimar Grímsson var atkvæða- mestur á þessum kafla og sýndi gömlu baráttutaktana. Litlu munaði að Stjörnunni tækist að jafna en Erlingur Klemenzson skoraði síð- asta mark Selfoss þegar sjö sekúnd- ur voru eftir og sigurinn var Sel- fyssinga sem létu lokasókn Stjörn- unnar afskiptalausa. Siguröur Jónsson skrifar frá Selfossi Leikur liðanna var frekar deyfð- arlegur í fyrri hálfleik en lifn- aði jafnt og þétt eftir því sem á leið og var undir lok- in hin besta skemmtan. Stjarnan tók strax frum- kvæðið í leiknum og leiddi allan hálfleikinn. Sóknir þeirra voru markvissar og boltinn rataði í mark Selfyssinga. Hjá heimamönnum var skotaugað eitt- hvað vanstillt því boitinn lenti æði oft öfugum megin við stangirnar eða í þeim. Selfyssingar voru heldur hressi- legri í síðari hálfleik og tókst að jafna 20:20 um miðjan hálfleikinn en það var einmitt þá sem Hallgrím- ur markvörður tók að vetja eins og herforingi og við það þéttist vörnin fyrir framan hann og Stjömumenn áttu í mesta basli við að koma bolt- anum í gegn. Við þetta náðu Sel- KEFLAVÍK 3 3 0 300: 250 6 HAUKAR 3 3 0 245: 224 6 KR 3 2 1 264: 213 4 UMFN 3 2 1 269: 239 4 ÍR 3 2 1 267: 248 4 SKALLAGR. 3 2 1 246: 262 4 KFÍ 2 1 1 163: 162 2 UMFG 3 1 2 266: 275 2 ÞÓR 3 1 2 240: 253 2 TINDASTÓLL 2 0 2 156: 165 0 ÍA 3 0 3 196: 254 0 BREIÐABLIK 3 0 3 211: 278 0 TORREY John, Bandaríkjamaðurlnn í ||| Hér sækir Haul KAætlar mmmmmmmmmmmmmmmm^* áfram Bikarmeistarar KA í handknattleik mæta Amicitia frá Ziirich í Sviss í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa og verða báðir leik- irnir í KÁ-höllinni á Akureyri, heimaleikur KA í kvöld kl. 20 og útileikurinn á sunnudag kl. 16. Svisslendingar eru þekktir fyrir að leika góða vörn og langar árangursríkar sóknir og sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, við Morg. unblaðið að Amicitia væri dæmigert sviss- neskt lið og mjög sterkt en auk þess að verða bikarmeistari varð það í 2. sæti í deildinni á liðnu tímabili. Slóvenski landsliðsmaðurinn Banfro Tettey er helsti sóknarmaðurinn, vinstri handar skytta. Robbie Kostadinovich er leikstjórnandi og á línunni er Rene Barth sem hefur leikið 201 landsleik. „Ég hef ekki séð liðið en heimildir mínar herma að það leiki mjög ákveðna og sterka 3-2-1 vörn, sé með góðan markmann og spili skynsamlegan sóknarleik, langar sóknir,“ sagði Alfreð. „Svisslendingar eru alltaf erfið- ir við að eiga og þessar löngu sóknir, jafnvel í tvær til þijár mínútur, gera það að verkum að menn fiýta sér gjarnan og ljúka sókninni á innan við 10 sekúndum. Þetta er atriðid sem við verðum helst að hafa í huga, að spila agaðan sóknarleik í kjölfar sterks varn- arleiks og góðrar markvörslu. Við megum alls ekki ljúka sóknunum of snemma.“ Alfreð sagði fyrir nýhafið íslandsmót að lið sitt ætti nokkuð í land „og ég er ekki alveg ánægður ennþá,“ sagði hann í gær. „Engu að síður erum við á uppleið og þó það kosti peninga að komast áfram í Evrópu- keppninni legg ég mikla áherslu á að komast sem lengst. Þetta verður mikil barátta og möguleikar liðanna eru jafnir en áhorfendur geta gert gæfumuninn með góðum stuðn- ingi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.